Ísafold - 09.10.1897, Síða 2
290
Þær eru 1 j ó 11 bull, sem er oss íslendingum
til skammar. Þær syna og sanna, að þaS er
sjerstökum vandkvæðum bundið, að eiga orða-
stað við oss.
VIII.
»Far þú og ger slíkt hið sama«.
Tilgangurinn með þessar flækjur og ófræg-
ingarer auðsær. Hann er sá, aS gera þjóðina
afhuga því tilboði, sem þingi)iu barstí sumar.
í stað þess á að fara að halda að henni
frumvarpinu frá 1889.
Sumum kann að virðast þar með tilefni
komið til að bera það frumvarp saman við
miðlunina frá 1897, Valtys-frumvarpið. Oss
finnst það ekki að svo stöddu.
AðalatriðiS í þeirri stefnu, sem hófst á þingi
með Valt/s-frumvarpinu, er það, að taka. þeim
umbótum, sem vissa er fyrir að fáist, í stað
þess að eyða tíma og kröptum í bollalegging-
ar og þref um þaS, sem engin sjerleg líkindi
eru til að vjer getum fengið framgengt, eða
þá alls engin von. Því hefir ekki verið hald-
iS fram af neinum, að þær umbætur, sem
buðust, muni nægja oss um aldur og æfi. En
þær eru samt þýöingarmiklar — eigi hvað
sízt fyrir þá sök, að þær gera oss margfalt
Ijettara aðstöðu en nú til þess að þokast
síðar lengra áfram í sjálfstjórnaráttina.
Og þcer eru fáanlegar, — standa oss til
boSa.
Oss er ókunnugt um, að miðlunin frá 1889
standi oss til boða. »N/ja öldin« gefur reynd-
ar í skyn, að því sje svo varið. En það er
enn ekki komin önnur sönnun fyrir því. Og
sú sönnun er ekki alveg nóg. Það getur vel
veriö, að vjer eigum kost á þessu. En það
er þá þeirra verk, sem halda því fram, að
færa oss heim sanninn urn það.
Og þaS ætti ekki að vera neinum sjerleg-
um örSugleikum bundið fyrir þá. Vjer höfum
sjeð, hvað dr. Valtý hefir tekizt. Hann hefir
fengið stjórn vora til að lýsa yfir því fyrir
þinginu, að hún gengi að því frumvarpi, sem
hann hafði að flytja. Hinir miðlunarmennirn-
ir þurfa ekki annað en gera það Sama.
Það vill svo vel til, að í Kaupmannahöfn er
búsettur maður, sem »Nýju 01dinni« mundi
ljúft að hafa fyrir milligöngumann við stjóru-
ina. Það er hr. Jón Vídalín. Hann hefir
sýnt það, þó að hann hafi farið hægt, að hann
hefir hinn mesta áhuga á stjórnmálum þjóöar
sinnar. Og mörgum er kunnugt, að honum
gezt ekki að Valtýs-miðluninni. Það mun ekki
neitt ólíklega til getið, að hann felli sig betur
við stefnu »Nýju Aldarinnar«, og sje yfirleitt
vinveittur þvi blaði. Hann væri virðulegur
fulltrúi fyrir stefnu blaðsins andspænis stjórn-
inni.
Takist honum að fá jafn-greiðar og góðar
undirtektir hjá stjórninni viðvíkjandi sínu máli
eins og dr. Valtýr fjekk, þá — og þá fyrst
— væri kominn tími til að bera þær tvær
stefnur saman, þau tvö tilboS frá stjórn-
inni.
En komi ekki fram, á þennan hátt eSur
annan, nein yfirlýsing frá stjórninni um, að
vjer eigum kost á miðluninni frá 1889, þá er
sannarlega nógur tíminn að fara að ræða um
hana, þegar það er fengið, sem nú býðst. Og
tækist »Nýju Öldinni« og »íslandi« að gera
þjóðiua afhuga þeirri stjórnarbót, sem hún á
kost á, og kæmu þau henni í þess stað til að
fara að elta skýjamyndir og hillingar, þá væru
þaS þau — en ekki stjórnin — sem bæru á-
byrgðina á því að teygja þjóðina út á glap-
stigu.
Forngripasafn íslands.
Arið 1896 hefir safnið keypt 46 númer, en feng-
ið að gjöf 57 númer frá 27 gefendum. Ennfrem-
ur hefir safnið fengið 20 númer hjá landshóka-
safninu i skiptum fyrir nokkrar bækur og hand-
rit.
Þessir hafa gefið safninu muni á árinu:
1. StefánhreppstjóriBjarnarson á Hvítanesi i Borg-
arfjarðarsýslu: hverfistein, legstein.
2. Egill Egilsson fyrrum kaupmaður í Beykjavík:
2 skutla úr járni.
3. Frú Steinunn J. Thorarensen í Beykjavík:
konumynd saumaða.
4. Vilhjálmur Ingvarsson trjesmiður á Bæ í
Hrútafirði: 6 millur úr kopar, reiðakúlu úr
látúni.
5. Solveig Aradóttir ungfrú í Bæ á Bauðasandi:
skjöld af söðli, 3 ermahnappa, 1 samfellu-
hnapp.
6. Arni Thorsteinsson landfógeti i Beykjavík:
kotrutöflu úr hvalbeini.
7. Árni Eyþórsson, verzlunarmaður í Beykjavík:
tóbaksdósir.
8. Guðmundur Guðinundsson vinnumaður á Svarta-
Núpi: steinsnúð.
9. Frú Þorbjörg Hafliðadóttir í Keykjavík: tarínu
úr leiri.
10 Halldór Þorgrimsson bóndi á Hafralæk í
Þingeyjarsýslu: 2 ístöð úr járni, beizlisstöng
með mjelum, melluláslykil.
11. Guðmundur Sigurðsson, yngismaður á Auðs-
stöðum í Hálsasveit, skaflaskeifu.
12. Síra Benedikt Kristjánsson prófastur á Grenjað-
arstað: altaristöflu.
13. Anna Arasen, ungfrú i Beykjavík: lok af
öskju.
14. Jón Borgfirðingur, fyrrum lögregluþjónn á
Akureyri: krossmark úr kopar.
15. Kristján Jónasarson, verzlunarerendreki í Man-
chester: sessuver með augnasaumi og sessu-
flos.
16. Arni H. Hannesson i Keykjavík: hóftungu-
járn.
17. Halldór Benediktsson bóndi á Skriðu í Fljóts-
dal: steinsnúð, snældnsnúð úr beini, svipt úr
látúni, lítinn viravirkishnapp úr látúni, vestis-
hnapp, beizlisstöng úr kopar, skeið úr látúni.
18. Guðmundur Þorfinnsson, vinnumaður á Skriðu
í Fljótsdal: beltisstokk.
19. Jón læknir Jónsson frá Hjarðarholti: karl-
mannsskotthúfu, hvitleitt efni í mörgum kökk-
um (líkt því, sein Dr. Storch rannsakaði),
stóran kökk úr svörtu efni (likist viðarkola-
ösku) með dúk utan um, beinarusl, dúk (með
sömu vend ssm á Garðahanzkanum), ausu úr
móleitum steini.
20. Frú Þóra Thoroddssen í Kaupmannahöfn:
hesputrje í glasi.
21. Dr. phil. Kr. Kálund, bókavörður í Kaup-
mannahöfn: hálfan steinsnúð, litið brýni, lit-
inn brodd úr eiri, allt fundið í Þórsmörk.
22. Einar Guðnason á Hofstöðum í Borgarfjarð-
arsýslu: hornbönd, miðdoppu og spensl af
gömlu bókarspjaldi, 2 hnappa fundna í jörðu,
eldstál með tinnu.
23. Mr. Arthnr J. Pope: 4 enska smápeninga úr
silfri.
24. Guðmundur Gnðmundsson, skólasveinn frá
Hrólfsstaðahelli í Kangárvallasýslu: tölu úr
steinasörvi.
25. Benedikt Sveinsson skólasveinn frá Húsavik:
ör(?), gamlan hnapp, lmífsblað.
26. Bogi Sigurðsson verzlunarstjóri í Skarðsstöð:
skráarflugu með kórónumynd yfir.
I 27. Húsfrú Ingibjörg Guðbrandsdóttir á Svelgsá í
Álptafirði í Helgafellssveit: barnshúfu frá fyrri
hluta 19. aldar.
I skiptum við landsbókasafnið hefir forngripa-
•afnið fengið þessa gripi:
1. Trjemynd af Jóni varalögmanni Olafssyni.
2. Oliumynd af Gunnlaugi dómkirkjupresti Odd-
sen.
3. 4 rauðkrítarmyndir eptir Sæmund Holm (af
Sæmundi Holm, Guðmundi sýslumanni Pjetur-
syni, Magnúsi Ketilssyni og Guðmundi Ketils-
syni).
4. 9 minnispeniuga (7 úr eiri og 2 úr nýsilfri).
5. Nokkra menjagripi frá þjóðhátíð íslands 1894:
lokk úr liári Alberts Thorvaldsens, og skraut-
ritaðar hamingjuóskir frá Þrándheimi, Kaup-
mannahafnarháskóla, bæjarráði Kaupmanna-
hafnar, dönskum stúdentgm og hinum konung-
lega danska listaskóla.
Safnið hafa heimsótt um 670 manns á árinu, eða
6—7 manns til jafnaðar á hverjum reglulegum
sýningardegi. Ennfremur hefir það einnig verið
sýnt á öðrum tímum, þegar þess hefir verið ósk-
að og ástæður hafa leyft.
Beykjavík 28. sept. 1897.
Jón Jakobsson.
Fjárkaupaskip »Colina«, frá þeim Zöllner
og Vídalín, kom hingað i morgun frá Liverpool,
eptir 6—7000 fjár á fæti, sumu frá pöntunarfje-
lögum og nokkru frá Brydes-verzlun í Borgarnesi
og Thor Jensen á Akranesi.
Mossufíjörð á morgun kl. 5 í dómkirkjunni.
Cand. theol. Haraldur Níelsson stígur í stólinn.
Hrossuppboð. Óskilahross þau, er augl.
voru í síðasta bl. Isafoldar. -, er3a seld á op-
inberu uppboði að Lágafelli 15. þ. m. kl. 12
á hád. Skilmálar birtir á undan uppboðinu.
Hreppstj. í Mosfellssveit 6. okt. 1897.
Björn Þorláksson-
Oskilahross Í 2. Árnakróksrjett.
1. Brúun foli veturg., 2 fjaðrir fr. h.
2. Grá hryssa, tvístýft fr. h., 2 stig apt. v.
3. Jörp hryssa, —--------- blaðstýft fr. v.
4. Grá hryssa, sýlt biti fr. h., tvístýft fr. v.
5. Grár foli, ----- --------------
6. Rauðstjórnótt hryssa vsturg., heilrifað h.,
biti apt. heilrifað v.
7. Brún hryssa, veturg., blaðstýft fr. h., heil-
rifað v.
8. Jarpur foli, tvævetur, ---------- heil
rifað v.
9. Kauður foli, veturg. fjöður fr. h., fjöður fr.
v.
10. Jarpkúfóttur foli, tvæv., ómarkaður.
11. Grár foli, tvæv., 2 bitar fr. h., fjöður apt.
v.
12. Móbrúnn foli, gat. h., gat v.
13. Dökkgrár foli, veturg., gat h., gat v.
14. Grá hryssa, 3 vetra, blaðstýft apt. h.,
gat v.
15. Grár foli, 3 vetra, gat h., sneitt fr. v.,
gat.
16. Jörp hryssa, með folaldi, stig apt. h.
Hross þessi verða í geymslu á kostnað eig-
anda í 3 vikur frá skilarjett og þar eptir seld
við opinbert oppboð, ef eigendur gefa sig ekki
frain fyrir þann tíma.
Álafossi í Mosfellssveit 5. okt. 1897.
Björn Þorláksson.
Tapazt befir 8. þ. m. peningabudda á vegin-
inum frá Hlíðarhúsum að Apótekinu; í henni var
5 kr. seðill, 2 kr. 20 au. vöruseðill og 1 brauð-
seðill. Finnandi er vinsamlega beðinn að skila
henni í afgreiðslustofu þessa blaðs mót fundar-
arlaunum.