Ísafold


Ísafold - 23.10.1897, Qupperneq 2

Ísafold - 23.10.1897, Qupperneq 2
30G leiguliða, ætti a'(5 breimimerkja þá svo greinilega, að enginn þyrði að feta i fótspor þeirra fram- ar. Þegar tortryggni er einu sinni komin inn hjá þjóðinni, er eigi svo auðvelt að uppræta hana. Þó að leiguliðar viðurkenni að jarðabætur sjeu mesta gróðafyrirtæki til frambúðar, þá leita þeir sjer uppi og bera fyrir sig ótal afsakanir til að hreyfa ekki við þeim. Þeir hafa heyrt ótal dæmi þess, að Pjetur og Páll hafi hakað sjer ofvaxinn kostnað og erfiði með jarðabótum og ávextirnir hafi ekki orðið aðrir en öfund, ójöfnuður og ó- þakklæti; þeir hafi engra hlunninda notið fram yfir Jón og Jakob, sem aldrei tóku hendur úr vosunum í sama tilgangi. Og sizt hafi þeir tryggt sjer og sínum ábúð jarðarinnar, hafi eigandinn sjeð sjer meiri stundarhag að byggja hana öðrum. Hafi þeir bent honum á óákveðnar jarðabætur, segði hann að eins: »Það er nú gott, en jeg held þú hafir nú ekki mátt við þessum kostnaði«, og geta naumast horgað landsskuldina á rjettum tíma. En bendi þeir viðtakanda á þær, segi hann bara: »Það er bölvuð vitleysa að leggja i kostnað og slita sjer út á »annara eign«; maður má allt af búast við að fara frá því, hvort sem er«. Afleiðingin af þessum og ótal fleiri athuga- semdum er sú, að allur þorri bænda heitir þvi, að hreyfa ekki við jarðabótum á »annara eign«. Og þetta heit halda flestir leiguliðar trúlega. Það er þessi ranga imyndun eða tortryggni, ;sem stend- ur flestum framkvæmdum í þessu efni fyrir þrif- um. Menn byggja skoðanir sinar — og fegra hugsunarleysi sitt eða leti — á einstökum svívirði- legum undantekningum. Því ótal dæmi eru til þess, að framkvæmdarsamir leiguliðar hafa notið ávaxta verka sinna í ríkum mæli. Og það ætti að vera öðrum ærin hvöt til atorku og framkvæmda. Eins og það er rjett að draga dökkm tjhliðina fram í dagsljósið, er eigi siður sjálfsagt að sýna hina fögru, öðrum til eptirdæmis. Jeg bar svo mikið traust til tnannúðar jarðeig- anda og annara ættlandsvina, að jeg ásetti mjer að vinna að jarðrækt eptir því sem orkan leyfði. 0g það traust sveik mig ekki, sú von brást ekki. Því engum manni á jeg eins mikið gott að þakka og landsdrottni mínum, sem lengst var: j herra kaupm. Þ. Egilsson í Hafnarfirði. Breyttu allir jarðeigendur eins við leiguliða sina, þá mundi enginn telja eptir sjer tíma nje erfiði að bæta á- búðarjörð sina. Sama traust ber jeg til núverandi eiganda Narfakots, þó jeg sje farinn þaðan, því hans eign er nú talsverður hluti verka þeirra, er jeg vann á bezta skeiði lifsins. Jeg mun síðar skýra yður frá, hve sómasam- lega hann lætur mig njóta þeirra. Sú skýrsla mun sannfæra yður um, að engum peningum, tima nje erfiði er betur varið en til að bæta á- býlisjörð sína, enda þó hún sje annara eign. Svo sem áður er á bent, hafði jeg svo mikið hagræði af að snúa mjer að jarðræktinni með al- úð, að annars hlyti jeg að vera dauður eða kom- inn á sveitina fyrir löngu. Jeg get því ekki nóg- samlega brýnt fyrir yður, fátæku leiguliðar, að leggja alla alúð á þessa atvinnu: grasrækt og garðyrkju. Yerið vissir um, að það borgar sig betur en allar aðrar tilraunir til að »hjálpa sjer sjálfur«. Vitanlega hafa jarðeigendur sterkari hvatir til jarðabóta en leiguliðar; því um erfðafestuábúð er naumast að tala á jörðum, sem eru eign ein- stakra manna. I mörgum byggingarbrjefum mun vera þessi meinloka........»þangað til jeg eða mínir þurfa hennar með«........ Seint miðar þó jarðahótum áfram, ef enginn vinnur þær á »annara eign«. Þótt þjóðjarðir sjeu seldar ábúendum, að nafn- inu, er það naumast trygging fyrir því, að sjálfs- eignarbóndi búi á hverri jörð. Og athugavert virðist, að fjöldi jarða renni til einstakra manna, eins og til kaþólsku biskupanna fyr á öldum. Það mun aldrei reynast happasælt til búnaðar- legra framfara. Hitt mundi heppilegra, eins og nýlega hefir verið vakið máls á í blöðunum, að landssjóður ætti allar jarðir — eða helzt hreppa- sjóðir, — og að þær væru byggðar með erfða- festu með vissum skilyrðum. Hvað sem þessu liður, ættu allir jarðeigendur, alþingi og stjórn, allir föðurlandsvinir, allir þjóð- vinir að sameina krapta sína til að hrinda jarð- ræktinni í æskilegt horf og rýma burt öllu því, sem henni er til fyrirstöðu. Og þá liggur næst að veita leiguliðum sem allra aðgengilegust kjör og hvetja þá á allan hátt til jarðahóta, t. d. með öruggri tryggirsg fyrir afnotum þeirra eða þá borgun fyrir þær, með verðlaunum, heiðursgjöf- um og hverju, sem hugsazt getur. — Sjálfseignar- bændur hljóta hvort sem er að finna nægar hvatir hjá sjálfum sjer til jarðabóta. Það mætti að eins minnast á lög um bygging, ábúð og úttekt jarða frá 12. jan. 1884. Þau virðast ekki vekja mjög sterkar hvatir hjá leigu- liðum til jarðabóta. Það er svo sem ekki um- svifalaust, ef leiguliða langar til að gera eitthvað, sem »landsdrottinn« gefur ekkert um, samkvæmt 20. gr. En væri nú leiguliði svo fávís eða hugsunarlaus eða bæri svo gott traust til jarðeig- anda, að hann ynni miklar og kostnaðarsamar jarðabætur án þess að leita samþykkis hans? Hvað svo? Ja, hvað svo? »Eignarrjetturinn er friðhelgur«. Hann átti ekkert með þetta, og má búast við að hafa ekkert fyrir kostnaðinn, samkvæmt þess- um lögum. Þetta er grýla gagnvart leiguliðum, sem þarf að reka á dyr hið bráðasta. Svo fram- arlega sem menn álíta jarðabætur áriðandi fyrir landbúnaðinn til frambúðar, þarf að breyta lögum þessum gagnvart framkvæmdarsömum leiguliðum. Það er hlutverk þings og stjórnar, að vernda eignarrjett auðmannsins, en eigi siður hitt, að sjá um, að eðlilegur rjettur einstaklingsins verði eigi fyrir borð borinn. Svo yfirgripsmikil og viðtæk lög þurfa að vera þannig úr garði gerð, að ágjarnir og illgjarnir »landsdrottnar«, ef nokkrir væru til, gætu eigi staðið mesta velferðarmáli lands og þjóðar fyrir þrifum með þvi að gera níðingsverk á atorkusöm- um en einföldum leiguliðum, ekkjum þeirra eða börnum. Um kynjalyfja-auglýsingar. í 76. tbl. Isafoldar ritar landlæknirinn, dr. J. Jónassen, viðvörun gegn »Yoltakrossi,« »lífs- vekjara«, »Brama«-og »Kína-lífselixir«. Þökk sje honum fyrir það! Hann vítir einnig Jak- ob Gunnlögsson í Khöfn fyrir það, að hann skuli gangast fyrir sölu á slíkum óþarfa, og er það rjett. En hvort er nú Jakob og aðrir, sem auglýsa »húmbúgið«, vítaverðari, eða ritstjórarnir, sem Ijá blöð sín undir slíkt? Jeg álít þá síðar- nefndu verri. Báðum gengur það til, að græða peninga á hjátrúarfullum almenningi, og báðir ná tilgangi sínum; en sá er munurinn, að Jakob Gunnlögsson hefir aldrei tekið að sjer að vera leiðtogi þjóðarinnar; en það hafa rit- stjórarnir gjört. Hann hefur ekki heldur lofað því, sem þeir hafa lofað. Þeir hafa sem sje lofað kaupöndum sínum svo og svo mörgum tbl. í hverjum árg. með einhverju í, sem gagn væri að, en ekki heilum og hálfum blaðsíðum af því, sem verra er en ónýtt. Jeg kaupi 8 ísl. blöð, og þykir mjer ekki skemmtilegt að sjá viku eptir viku sömu aug- 1/singuna í flestum blöðunum um »Brama«-og »Kína-elixir«, og svo til viðbótar má jeg búast við að sjá löngu auglýsinguna um Voltakross- inn í marga mánuði. Allar þessar endurteknu auglýsingar verða margar hestklyfjar yfir vet- urinn út um allt landið. Ritstjórarnir ættu að hlífa aumingja hestun- um yfir veturinn frá því að svitna undir þeim skratta og póstsjóðnum við kostnaðinn við flutninginn. Þeir ættu heldur að hafa tölu- blöðin færri, sem svarar tekjumissinum við auglýsingarnar. Það væri hagur fyrir alla að- standendur. Blöðin eru að keppast hvert við annað að hrósa sjer fyrir stærð og tölublaðafjölda. En einhver, sem lítið hefir að gjöra, ætti að telja, hve margar álnir í árg. hvers blaðs þessar kynja-auglýsingar eru, og draga svo þær álnir frá stæið blaðsins. Jeg man ekki til að jeg hafi sjeð í útlend- um blöðum neitt líkt því, sem er í ísl. blöðum af kynjalyfja-auglýsingum, að minnsta kosti ekki í hlutföllum við efnisgreinar. En þar eru ritstjórar þroskaðri en hjer á landi, og kaup- endur þroskaðri, að þola eigi slíkt orðalaust. Ritstjórarnir eiga að hafa þá köllun, að beina skoðun lesanda sinna í rjetta átt. Er það rjett átt, að leiða lesendur sína með ósönnu lofi til að eyða fje sínu frá öðru betra til að kaupa ónýtan hlut? Væri jeg ritstjóri, mundi jeg segja sem svo: jeg auglýsi ekki þetta skrum og vitlausu vott- orð, þótt jeg fyrir það tapi nokkrum krónum; þá missa lesendur mínir miklti fleiri krónur til enskis, ef jeg læt prenta þetta; jeg skal miklu heldur hvetja þá til að verja fje sínu betur. Jeg er sannfærður um það, að fjölda-margir kaupendur blaðanna eru orðnir sárleiðir á þess- um kynja-auglýsingum, að þeir mundu láta þann ritstjóra njóta þess, sem gengi á undan öðrum í því að loka blaði sínu fyrir öllum slíkum auglýsingum. Bezt færi á því, að allir ritstjórarnir gjörðu samtök í þá átt, að ljá þessum auglýsingum alls ekki rúm í blöðum sínum. Tr. Ounnarsson. * * * Það er auðsjeð, að hr. Tr. G. hefir enga hugmynd um, hvað það er, sem hann er að hdmta af blöðunum. Það eru ekki til nema tvær meginreglur fyrir blöð, að því er auglýsingar snertir. Ann- aðhvort er fyrir þau að taka eingöngu þær auglýsingar, sem ritstjórinn getur ábyrgzt að sjeu sannar og rjettar, eða allar auglýsingar, sem þeim berast, svo framarlega sem þær ekki koma í bága við almennt velsæmi ogborgaia- leg lög. Til eru vitaskuld þau blöð, sem fylgja fyrri reglunni. En tiltölulega eru þaumjögfá. Helzt eða eingöngu eru það blöð með einskorðuðu efni, sem alls ekki eru stofnuð í atvinnu skyni. Hafi þau mikla útbreiðslu, ná þau sjer þó að sjálfsögðu niðri með því, að heimta óvenjulega hátt auglýsingagjald. Annars gæfu þau aug- lýsendunum stórfje. Því að það ligguríhlut- arins eðli, að arðsamara er að auglýsa í blaði,. sem ábyrgist augþvsingarnar, en í öðru, jafn- fjölkeyptu, sem ekki gerir það. En hr. Tr. G. getur farið til allra frjetta- blaða heimsins, og hann mun komast aðþeirri niðurstöðu, að ekkert þeirra fylgir þessari reglu. Þyki honum það of fyrirhafnarmikið, kynni hann að láta sjer nægja að líta í noklc- ur helztu blöðin í fremstu menningarlöndum veraldarinnar. Hann mundi komast að raun um, að þar kennir nokkuð margra grasa, —- meðal annars kynjalyfjanna, og það svo um munar. Þeir eru nú ekki »þroskaðri« en það, ritstjórarnir þar, hvað sem lir. Tr. G. heldur! Sannleikurinn er sá, að í þeim efnum eru

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.