Ísafold - 23.10.1897, Síða 3
307
þeir snökkt um »þroskaðri« en bankastjórinn,
sem ekki er heldur nein furða. Þeir sjá það,
að til þess að fylgja þessari reglu, yrðu þeir
annaðhvort að neita ógrynni auglýsinga að ó-
reyndu, eða hafa stöðugt á takteinum menn,
sem ekki að eins bæru skynbragð á allaskap-
aða hluti, heldur hefðu og tíma og tækifæri
til að grannskoða adt, sem mönnum dytti í
hug að auglýsa. Því mundi fylgja kostnaður,
sem að sjálfsögðu kæmi allur niður á auglýs-
endurna og yrði öllum þorra þeirra ókleyfur.
Niðurstaðan yrði sú, að girt yrði fyrir það að
miklu íeyti, að menn gætu auglýst það, sem
þeir hafa á boðstólum.
Hr. Tr. G. mun nú vilja fara meðalveg,
sem enginn blaðamaður hefur nokkru sinni
farið, veg, sem enginn blaðamaður með viti
mun nokkru sinni fara, ekki einu sinni banka-
stjórinn, þó hann yrði ritstjóri. Hann mun
vilja útiloka sjerstaka vörutegund, sem hon-
um er illa við, frá blöðunum, en hleypa öðr-
um vöruin þar inn, t. d. nauðsynjavörum, sem
kaupmenn hafa almennt á boðstólum.
Yjer vonum að geta gert bankastjóranum
skiljaulegt, að slíkt væri hin hraparlegasta ó-
samkvæmni.
Hann vill bægja kynjalyfja-auglýsingunum
frá blöðunum af því, að það sje tjón fyrir
menn að kaupa þau lyf. Gott og vel !
Gerum ráð fyrir, að tveir kaupmenn aug-
lýsi þakjárn, sem sje mjög ólíkt að gæðum,
en jafndýrt.
Það væri stórtjón fyrir mann, að kaupa
lakara þakjárnið á húsið sitt, í stað þess betra
— margfalt meira tjón en að kaupa flösku
af »Brama« eða »Voltakross«.
Hvers vegna þá ekki heimta af blöðunum,
að þau taki eingöngu auglýsingu af þeim
kaupmanninum, sem góða þakjárnið hefir?
Meðalvegurinn er ekki til, nema þá allsendis
af handahófi.
Og auk þess, sem hjer hefir verið bent á,
er þess að gæta, að í hverju landi sem er stend-
ur og fellur blaðamenmkan einmitt með aug-
lýsingunum. Hjerálandi er það ekki síður sjá-
anlegt en annarsstaðar. Það er auglýsing-
anna vegna, framar öllu öðru, að bankastjór-
inn nú hefir 8 íslenzk blöð að skemmta sjer
við. Fyrir 20 árum gat hann ekki eignazt
nema 3—4. Þau voru þá ekki til fleiri, og
öll smávaxin, af því að þá hafði kaupmönnum
ekki lærzt að gefa Islendingum vitneskju um
vörurnar, sem þeir höfðu á boðstólum.
Undir auglýsingamagninu er það komið,
hvort verulegur veigur getur orðið í blöðum
vorum, hvort þau fá kost á að fulluægja þörf-
um þjóðarinnar, líkt og annara þjóða blöð, að
því er snertir stjórnmál, bókmenntir, fjelags-
mál, frjettir, o. s. frv. Eitt af helztu fram-
faraatriðum þjóðarinnar er einmitt það, að
eignast slík blöð.
Og svo er farið fram á það við blöðin sjálf,
að bindast samtökum um að kippa undan sjer
fótunum með því að stugga við auglýsingun-
um ! Og þetta eiga þau að gera í því
skyni einu, að forða nokkrum gömlum mann-
eskjum frá því að gæða sjer í meinleysi á
flösku af »Brama« eða hengjaá sig «Voltakross«!
Það er mikið mein að því, að ekiu skuli
vera til hjer á landi blað, sem eingöngu fæst
við það, að gera gaman að því, sem skoplegt
er. Þar hefði krafa bankastjórans átt heima.
Það er óneitanlega nokkuð mikil meir.hægð, að
ljá henni rúm í blaði, sem fæst við alvat'leg
málefni — nema þá sem auglýsingu!
Og vjer biðjum velvirðingar á því.
Bitst.
Með póstskipinu Laurn, kapt. Christjansen,
sem lagði af stað til Khafnar 20. þ. mán. að
kveldi, tóku sjer far nokkrir kaupmenn o. fl .hjeð-
an og lengra að. Af vestan-kaupmönnum fóru
þeir Björn Sigurðsson frá Flatey, N. Chr. Gram
konsúll frá Dýrafirði og M. Riis frá ísafirði; af
af Kvíkur-kaupmönnum W. Christensen konsúll
með konu og börnum (alfarinn að sögn) og Holger
Clausen. Ennfremur Sigurður Sigurðsson húfræð-
ingur, Kristján Jónasarson verzlunarm., cand. mag.
Helgi Jónsson gróðurfræðingur (til Færeyja), frú
Thordal með barni o. fl.
Hrossakaup Thordals. Hann fór hjeðan
með um 200 hross, og er frjett aö hvert hafi selzt
á 6—8 pd. sterl. eða að meðaltali 126 kr. —
Skipsleigan, á fremur litlu og ljelegu skipi, getur
varla hafa farið fram úr 6000 kr um mánuðinn.
Þá yrðu afgangs sölu verði hrossanna fram undir
20,000 kr. — Getur ekki slík fúlga tafið mann
erlendis? !
Drukknan- Það slys vildi til á Arnarfirði 6.
þ.m., að bátur kollsigldi með 2 mönnum á, er
báðir drukknuðu: Ulafur Hansson og Ólafur
Sigurðsson, ungir atgerfismenn og atorku,
báðir frá Flatey á Bieiðafirði. Ólafur Hans-
son lætur eptir sig konu og 2 börn; hinn
var ókvæntur.
Fundur Í Iðnaðarmannafjelaginu á morgun
sunnudaginn 24. okt. kl- 4 e- m-
Nr. 62
af skuldabrjefum þeim, sem út hafa verið gef-
in fyrir bæjarsjóð Reykjavíkur, er rneð hlut-
kesti kjörið til útborgunar. Handhafi skulda-
brjefsins er því beðinn að afhenda það bæjar-
gjaldkeranum fyrir þessa árs lok, gegn fullu
ákvæðisverði. Vextir af því verða eigi greidd-
ir lengur en til næstu áraloka.
Bæjarfógetinn í Reykjavík 22. okt. 1897.
Halldór Daníelsson.
Skiptafundur
Hjer með er skorað á Einar Jónssoní Norð-
ur-Gröf á Kjalarnesi að mæta hjer á skrif-
stofunni fimmtudaginn hinn 18. n. m. ld. 11
f. h. til þess að tekin verði endileg ákvörðun
um skipti á fjelagsbúi hans og látinnar konu
hans Jóhönnu Magnúsdóttur.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu
hiun 19. nóv. 1897.
Franz Siemsen.
Skiptafundur
í búi ekkjunnar Guðrúnar Asbjarnardóttur í
Króki á Kjalarnesi verður haldinn hjer á skrif-
stofunni fimmtudaginn hinn 18. n. m. kl. 12
á hádegi. Verðurþá tekin endileg ákvörðun
um skipti á búi þessu.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbringusýslu hinn 19.
október 1897.
Franz Sieinsen
S kiptafundur
í dánarbúi Guðmundar Ásgrímssonar frá Salt-
vík verður haldinn hjer á skrifstofunni fimmtu-
daginn hinn 18. n. m. kl. 2 e. h.; verður þá
lögð fram skýrsla um tekjur búsins og skuldir.
Skrifstofu Kjósar- og Gullbnngusýslu hinn
19. okt. 1897.
Franz Sietusen.
Töpuð liross. Brúnn hestur, nitján vetra, klár-
gengnr, með síðutöknm, mark: hálftaf fr. h. sneitt
fr. v.: og grá liryssa, 11 vetra, klárgeng, mark:
sýlt, og illagerð oddfjöður aptan h., töpuðust úr
Fossvogi, snemma í þessum múnuði. Sá sem
hitta kynni hro*s þessi, er vinsamlega beðinn að
koma þeim til Hreins bónda í Hamrahól í Holt-
um eða til Guðjón* úrsmiðs i Reykjavík.
Procluma.
Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. op. br. 4. jan.
1861 er hjer með skorað á alla þá, sem til
skulta telja í dánarbúi Brynjólfs Jónssonar frá
Vigdísarvöllum, er andaðist hinn 15. febr. þ.
á., að tilkynna skuldir sínar og sanna þær
fyrir undirritnðum skiptaráðanda innau 6
mánaða frá síðustu birtiugu auglýsingar þess-
arar.
Skiptaráðandinn í Kjósar- og Gullbringusýslu
hinn 19. okt. 1897.
Franz Siinsen.
Uppboösaiiglýsinof.
A opinberu uppboði, sem haldið verður í
Hafnarstræti nr. 18 föstudaginn þ. 29. þ. m.
kl. 11 f. hád. verður eptir beiðni kaupm. W.
Christensens selt borð, stólar, skápar, myndir,
eldhúsgögn, »buffet«, rúmstæði, ofl.
Söluskilmálar verða birtir á upyboðsstaðnum.
Bæjarfógetinn í Revkjavík, 22. okt. 1897.
Hiilldör Daníelsson.
Uppboösauglýsinjr.
Þriðjudaginn 26. þ. m. kl. 11 f. hád. verð-
ur opinbert uppboð haldið í húsi Guðna gull-
smiðs Símonarsonar við Bergstaðastræti hjer
í bænum og þar selt: borð, skápar, stólar,
lampar, skúfhólkar, klukka, eldavjel, hjólbör-
ur, vagn, tunnur, kassar, púff, spýtur o. fl.
Söluskilmálar verða birtir fyrir fram.
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 19. okóber 1897.
Halldór Dauíelsson.
Uppboösauglýsing.
A opinberu uppboði, sem haldið verður í
latínuskólanum miðvikudaginn 27.þ.m., verður
selt rúmstæði iirtrje, hálmdýnur, hærudýnur og
koddar, fiðursvæflar, rekkuvoðir, teppi, hand-
klæði, þvottaskálar o. fl.
Uppboðið byrjar kl. 11 f. hád. nefndan
dag og verða söluskilmálar birtir fyrir fram.
Bæjarfógetinn í Reykjavík, 20. okt. 1897.
Halldór Daníelsson.
Takið eptir! Undirskrifuð tekur að sjer
allskonar prjón; bæði fljótt og vel af hendi
leyst. Vjelin, sem jeg prjóna í, er stærsta
prjónavjelin í Reykjavík; þarf því miklu
minna að sauma saman en úr öðrum vjelum.
A sljett prjón tekur hún t. d. peysur og boli
í heilu lagi; að eius þarf að sauma ermarnar
við. Talsverður afsláttur gefinn, ef mikið er
látið prjóna.
Garðhúsum, 29. septbr. 1897.
B.iörg B.jarnardóttir.
Proclama.
Eptir lögum 12. apríl 1878 sbr. op. brjef
4. jan. 1861 er hjer með skorað á alla þá,
sem til skuldar telja í dátiarbúi Siguiðar Jóns-
sonar frá Stóru-Vatnsleysu, er andaðist hinn
10. f.m., að tilkynna skuldir sinar og sanna
þær fyrir undirrituðum skiptaráðanda innan
6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar
I þessarar.
! Skiptaráðandinn í Kjósar og Gullbringusýslu
hinn 19. okt. 1897.
Franz Siemsen.