Ísafold - 08.12.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 08.12.1897, Blaðsíða 2
312 lengd. Herra Thorsteinsson var í sumar aö láta smíða nyja bryggju, miklu stærri og veg- legri en hina, áttu gufuskip að geta legið við hana; á henni eiga einnig að vera akteinar upp að vöruhúsunum. Til þess að sv'na hver vinnusparnaður það er, að ftytja þungavöru á kerrum, sem renna eptir akteinunum, skal jeg segja frá því, er jeg sá á Bíldudal: Tveir piltar komu með kerru á akteinunum frá saltgeymsluhúsinu og voru í kerrunni 15 tunnur af salti í 30 pok- um; saltið átti að láta í skip, er við bryggjuna lá; piltarnir fóru mjög ljettilega með kerruna ofan að skipinu, og að lítilli stundu liðinni voru skipverjar búnir að koma saltinu fyrir < skipinu; fóru þá sömu piltarnir með kerruna tóma að hiísinu; var þá þar til taks önnur kerra með 30 saltpoka, og fór um þann flutning eins og hinn, að allt gekk mjög greiðlega. Til þess að flytja 15 tunnur af salti hjer í Heykjavík úr salthúsi og koma þeim á bát, er flyti við bryggjur, á jafnstuttum tíma, þyrfti eptir venjulegri aðferð 30 karlmenn, ef hver þeirra bæri hálfa tunnu á bakinu; og sjá allir, að sú flutningsaðferð er miklu ó- dvrari. Einhverjum hefði máske komið til liugar, að láta kvennfólk bera saltið, til þess að flutningurinn yrði ódyrari. Þó eru víst margír, sem þykir það miður sæma höfuðstaðn- um. að láta svo opt, sem það er gert, las- burða og kraptalítið kvennfólk bera salt og kol á bakinu, opt í misjöfnu veðri; og þó saltinu væri komið á jafnskömmum tíma ofan í bát af 30 karlmönnum, þá væri þó eptir að róa bátnum út að skipinu, sem saltið ætti að fara í, og koma því upp í það, og kostar þetta mikla erviðismuni. Annað, er mjer þótti mjög mikils um vert hjá herra Thorsteinsson, var, að hann hefir veitt vatni gegnum pípu úr uppsprettulind í fjallinu fyrir ofan kaupstaðinn niður að efra enda bryggjunnar. Aðrar pípur lágu að íbúð- arhúsi hans, og á ýmsa staði í húsinu. Þurfti ekki annað en snúa hana; þá bunaði þar inn | allrabezta vatn, jafnvel á efra lopti hússins. j Skip lá við bryggjuna, er þurfti að birgja sig að vatni; var þá skrúfuð slanga við enda | vatnspípunnar, er náði ofan í skipið, og á skömmum tíma höfðu skipverjar fyllt öll vatns- ílát á skipinu. Mörgu var þar á Bíldudal vel , fyrir komið, og eptirbreytnisvert. Stræti í kauptúnunum vestra voru víðast j mjög þurr og þrifaleg, og óllku saman að jafna við sum stræti hjerí Keykjavík,einkum hið j fjölfarna Hafnarstræti; raunar átti að bæta það fyrir skömmn með því, að lagður var gangstígur með liúsunum á vestri hluta þess, en það tókst svo ófimlega, að hann'má heita ómynd, og strætið miklu verra en það var áð- ur, þar eð menn og skepnur verða að vaða í foræði, þegar vætur ganga. Þegar jeg kom heim og lenti hjerna við bæjarbryggjuna, fann jeg glöggt, hvað hún er ófullkomin á móts við vestfirzku bryggjurnar; hún er illa af hendi lyyst sem steinsmíði, og óþægilegur lendingarstaður, að því ógleymdu, að hún, hefir kostað svo tugum þúsunda skiptir — Það mun mörgum þykja Ijett verk og löðurmannlegt, að bera saman og finna að, eins og hjer er gjört, en benda ekki á, hvern- ig um skuli bæta. Jeg ætla þá að reyna að syna lit á því. Allflestir finna til þess, sem fást við ferm- ing og aíferming skipa, að sú vinna er mjög ervið og kostnaðarsöm, og er það af því að bryggjur og flutningsáhöld á landi eru mjög ljeleg og lítið betri en fyrir 100 árum. Bæj- arfjelagið ætti að reyna að koma upp bryggju fyrir miðri höfninni. Hún ætti að vera hjer um bil jafnhá kampinum, svo að ís eða sjáv- argangur næði eltki upp á hana. Hún ætti að vera 20 álnir á breidd og svo löng, að meðalhafskip gæti flotið við hana í hálffölluum sjó. Efri hluta hennar ætti að hafa úr steini, svo langt fram, sem hægt væri og nota mætti steininn í hleðsluna, en fremri hlutinn ætti að vera járngrind svo útbúin, að festa mætti á hana þilfar úr trjám; gott væri og, að fremri endinn væri hafður talsvert breiðari en biyggjan á báða bóga, svo skip gætu legið þar fyrir innan, og haft skjól af bryggjuend- anum; beggja vegna á bryggjunni ættu að vera tvöfaldir akteinar, en sljett eptir miðju, svo að koma mætti vögnum með hestum fyr- ir fram og aptur; en akteinuuum mætti halda áfram á landi til austurs eða vesturs eptir kampinum, eða í hverja átt sem hentugast þætti. Mörgum muii nú þykja þetta ókleyft fyrir kostnaðar sakir; en jeg er ekki á þeirri skoð- un. Eins og allir vita er mikið flutt til og frá Reykjavík af vörum á ári hverju, og öll þuugavara gæti orðið að mun ódyrari, ef skip þau, er hana flyttu, gætu affermt eða fermt á skömmum tima, og flutningurinn á bryggj- unni og á landi gæti gengið greiðlega. Einn- ig mætti taka talsverða bryggjuleigu af ýms- um skipum, er að bryggjunni þyrfti að komast, svo að óhætt mundi mega treysta því, að bryggjan borgaði sig innan skamms beinlínis og óbeinlínis. Æskilegt væri, að hlaðið væri ofan á grandann út í Orfirisey, til þess að varna sjávargangi inn á höfnina; en þess verður lengra að biða; það mundi kosta mikið t'je. Vatnsból eru mörg í fremur góðu lagi hjer í bæ, en ónóg, þegar á miklu vatni þarf að halda, einkum er mörg skip þurfa að fá vatn í senn. Þyrfti, ef hægt væri, að grafa nýjan brunn á hentugum stað sem næst fjörunni; mætti láta liggja pípu frá dælunni í brunn- inum út á bryggjuenda, svo að skip, er þar lægju, gætu náð þar í vatn. Um götur og rennur hjer í bænum er það að segja, að þeim er mjög ábótavant og þrifnaðinum; skal jeg að þessu sinni að eins minnast lítið eitt á Hafnarstræti. Það stræti þyrfti að breikka að minnsta kosti um 5 áln. norður á við, leggja með þeirri brúniuni ræsi, og láta gera lokrennu frá því undir kampin- um; ætti að vera járngiánd fyrir opinu, svo að möl eða. þari komist ekki inn í lokrennuna; leggja þyrfti gangstíg meðfram húsunum, ept- ir öllu strætiuu. Nauðsynlegt væri að gera múraðar gryfjur, með járnrístunum yfir, við Hafnarstræti og aðra við Austurstræti. Ættu víðar pipur að liggja við botninn á þessum gryfjum og milli þeirra, og uudir kampinn og ofan í mitt fjörumál og þar járngrindur fyrir endanum á þeim; mundi þá sjórinn hreinsa pípur þessar daglega með hverju að- falli og útfalli. Opt finnst mjer verk þau, sem unnin eru fyrir bæinn, vera vanhugsuð, og fljótfærnisiega af hendi leyst. Þetta er raunar ekki óeðli- legt, með því að flestir þeir, er að verkunum vinna, eru hver öðrum líkir — enginn tekur öðrum verulega fram til þess að segja fyrir verkum, og þó að hinir virðulegu bæjarfull- trúar vildu gjöra það sjálfir, þá er ekki víst að betur færi. Enginn neitar því, að bæjar- fulltrúarnir eru ágætismenn hver í siuni stöðu; en bæjarstjórnin er optast skipnð lög- fræðingum, guðfræðingum, læknum og úrsmið- um eða gullsmiðum, og er þeim ofætlun að segja fyrir slíkum verkum. Bærinn þyrfti að hafa verkstjóra, sem væri framsýun og duglegur maður. Reykjavík, 1. nóvember 1897. Helgi Helgason. * * * Það var vel gert af höf., hr. kaupm. H. H., að lýsa framfaramannvirkjum vestfirzku kaup- mannanna og reyna að brýna með því sjálfan sig og aöra kaupmenn hjer til að vera ekki þeirra eptirbátur. Hugmynd hans utn hafnarbryggj u og um- bætur á Hafnarstræti er ekki óálitleg, og getur verið góð eins fyrir það, þótt hún sje ekki alls kostar ný. En fyrirstaðan fyrir þeim og þvílíkum um- bótum er ekki hugmyndaskortur, heldur hörgull á tveimur frumskilyrðum fyrir öllurn framkvæmdum: vilja og mœtti, einkanlega þeim meginþætti máttarins, er heitir kunn- átta, verkleg kunnátta og'þekking. Þó ekki sje nema þetta, að láta sjóinn hreinsa Hafnarstræti o. fl. götur bæjarins, þá kostar það talsvert, og þann kostnað þurfa bæjarmenu að hafa vilja til að leggja á sig. En slíkan vilja virðist þá bresta, meðan það eru í þeirra augum hin beztu og öflugustu meðmæli með mönnum í bæjarstjórn, að þeir vilji sem minnstan kostnað gera bæjarsjóði, heldur hugsa um það nelzt og fremst, að aukaútsvörin vorði sem lægst. Meðan almenn- ingur gengst miklu fremur fyrir því en nauð- synlegum og nytsamlegum framkvæmdum bænum til umbóta, á meðan er ekki mikil von um breyting til batnaðar. Þó yrði kostnaðurinn til viðgerðar á Hafn- arstræti með sjávar-lokræsum m. m. smáræði í samanburði við bryggjukostnaðinn. Það fyrirtæki reynir því enn meira á viljann, —- vilja almennings til að leggja á sig aukin gjöld til hagsmuna fyrir bæjarfjelagið, ef það á að bera þann kostnað, en það virðist heiðr. höf. helzt hugsa sjer. Og enn óþreifan- legar kem:ir þar fram hörgullinn á hinu frum- skilyrðinu, — mættinum, kunnáttunni. Bæriun mun ekki eiga völ á nokkrum mauni, er nægilega og áreiðanlega kunnáttu hafi til að gera annað eins mannvirki og þessa hafnarbryggju. Allir geta stungið upp á henni og sagt, að svona og svona þyrfti hún að vera. En hitt láta þeir ógert, sem mest á ríður: að segja fyrir, svo að vit sje í og að fullu haldi komi, hvernig verkið sknli framkvæma; sömuleiðis að gera fyrir fram áreiðanlega á- ætlun um kostnaðinn. Til slíks þarf talsverða kunnáttu og hana ekki algenga eða auðfengna. Vjer værum líklega ekki hóti nær, þótt vjer skiptum alveg um menn í bæjarstjórn, og hefðum þar engan lagamann, engan guðfræð- ing, engau úrsmið o. s. frv. Aðrir atvinnu- flokkar bæjarins eru vitanlega jafnsnauðir að þeirri þekkingu og kunnáttu, sem ei ómiss- andi til þess kyns meiri háttar mannvirkja og hjer óalgengra. Vjer þurfum að fá hana að, kaupa hana, — tíma að gefa það fyrir hana, sem hún kostar, ef liún á að vora

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.