Ísafold - 11.12.1897, Blaðsíða 2

Ísafold - 11.12.1897, Blaðsíða 2
sjóSur á í jörðinni Nesi í Noröfirði, og kirkju- jörðinni Grænanesi sairia staðar. 8. Um lækknn á fjárgreiðslum þeim, er hvíla á Holts- prestakalli í Rangárvallaprófastsdæmi. 9. Um frestun á framkvæmd laga 25. oktbr. 1895 um leigu eða kaup á eimskipi og útgerð þess á kostnað landssjóðs. 10. Um breyting á 6. gr. tilsk. 4. maí 1872 um sveitarstjórn á Is- landi og um viðauka við lög nr. 1, 9. jan. 1880. 11. Um undirbúnitig verðlagsskráa. 12. Um samþykkt á landsreikningnum fyrir 1894 og 1895. 13. Fjárlög fyrir árin 1898 og 1899. 14. Fjáraukalög fyrir árin 1894 og 1895. 15. Fjáraukalög fyrir 189G og 1897. Holdsveikislæknafundur í Berlín. Frægustu holdsveikislækuar heimsins hjeldu fund í Berlín í haust, og var það dr. Edvard Ehlers, sem fyrstur mauna gekkst fvrir hon- um, og hann var aðalritari fundarins. Kptir því sent dr. Khlers hefir skýrt Kaup- mannahafnarblaði einu frá, hefir Norðmaður- inn Armauer-Hansen yfirlæknir átt einna mest- au þátt í starfi fundarins. Fyrir 25 árum fann vísindantaður þessi holdsveikisgerilinn, og honum er það manna mest að þakka, hve langt Norðmeun eru komnir i áttina til þess að útryma þessunt sjúkdómi úr landi sínu. Fundarmönnum korn saman unt eptirfar- andi atriði: 1. Gerill sá, er Armauer-Hansen hefir fund- ið, veldur sjúkdómnum. 2. Gerillinn er hvergi til nema í manns- líkamanum. 3. Holdsveikin er næmur sjúkdómur, en er ekki arfgeng. 4. Einangrun sjúklinga er nauðsynleg, þar sem sveitarstjórn og læknaskipan er líkt hátt- að og í Noregi. Fyrir öllum þessum atriðum Itefir Armauer- Hansen manna mest barizt, enda syndu og fundarmenn honum eitma mest virðingarmerki. Franskur læknir nafnkenndur, Besnier að nafni, hafði og mikil áhrif á skoðanir futtdarmanna. Einkum ljetu þeir sannfærast af skyrslu hans um sóttnæmi veikinnar. Einn daginn voru fundarmenn boðnir til keisarans og drottningariunar. Keisarinn átti þá tal við dr. Ehlers meðal aniiara, spurði haun um holdsveikina á Islandi og varnar- ráðstafanir þær, sem fyrirhttgaðar væru. Dr. Ehlers sagði honum í fám orðunt, hvað gert yrði hjer á landi til þess að verjast veikinni. Keisara þótti svo ntikils um vert, að hann sneri sjer tafarlaust að menntamálaráðherran- um, v. Bosse, er var viðstaddur, og mælti: »Jeg býst við því, excelletice, að við mun- um hjer á Þýzkalandi taka til sönnt ráða, sem leidd hafa verið í lög í Noregi og á íslandi«. Ollum fundarmönnum þótti rnikið sópa að \ ilhjálmi keisara. En mestri furðu þótti þeint þó það gegna, hve nákvæma þekkingu hann hafði á holdsveikismálinu. Svo virðist, sem keisarinn fari elcki villur vegar í því, að Þjóðverjar hafi þörf á einangr- unarlögum gegn holdsveikinni. Það sannað- ist sem sje á fundi þessum og næstu dagana á eptir honum, að holdsveiki gengur á Prúss- landi. Grunur hafði leikið á því áður, en nú fyrst gengu menn úr skugga urn það. Nefnd af læknum frá ýmsurn löndum var kosin til þess að undirbúa næsta holdsveikis- læknafund, sem halda á í París árið 1900. Bankastjóri Tr. Gunnarsson brá sjer til Kaupmatmahafnar með póstskipinu 8. þ. m. i naiifí- synja-erindum, vegna hins fyrirhugaða nýja hanka- húss. Eirikur Briem, prestaskólakennari og gæzlu- stjóri við bankann, gegnir hankastjórastörfum á meðan. Með póstskipinu (Baura), sem lagði af stað á miðvikudaginn seint, með hjer um hil full- fermi, fóru auk bankastjórans Sigurður Thorodd- sen vegfræðingur, adjut. Eriksen og hans frú kaupmennirnir Rich. Riis (Borðeyri) og Gunnar Þorhjarnarson, verzim., N. B. Nielsen, verzlm. Pjetur Olafsson (Elatey), stud. juris Jens Waage, ungfrú Karen Jespersen, o. fl. »HJálmar«, landsútgerðarskipið, iagði af stað i gær dag alfarið til Khafnar. Farsóttir i Rvikurlæknishjeraði i nóvemher 1897. — Taugaveiki 2. Heimakoma 1. Hettusótt 4. Kverkahólga 11. Barnaveiki (Diphtheri) 6. Kíghósti 1. Lungnakvef 23. Lungnabólga 11 (Pn. cat. 3, Pn. croup. 8) Maga- og garnakvef 24. Gonorrhoea 1. Ivirtlaveiki 1. Lungnatær- ing 6. G. B. Barnaskólinn fyrirhugaði í Reykjavík. Bæjarstjórnarnefndinni, sem stendur fyrir suiiði hins fyrirhugaða barnaskóla hjer í höfuðstaðnum, bárust með póstskipinu 4 uppdrættir, tveir fyrir milligöngu H. Th. A. Thomsens kaupmanns frá Thurén húsgerðarfræðing, sem kom hjer í sumar (með dr. P. Beyer), en lúna tvo hafði Brandstrup húsgerðarfræðingnr i Kaupmannahöfn gjört fyrir milligöngu Björns kaupmanns Sigurðssonar frá Flatey. Með því að kostnaðurinn mundi hafa farið langt fram úr liinni fyrirhuguðu áætlun, ef farið hefði verið eptir uppdráttum Thuréns, varð að gefa þá alveg frá sjer, en velja um hina 2, er Brandstrup hafði gert. Yar með öðrum þeirra gert ráð fyrir tvíloptuðu húsi, fullar 50 álnir á lengd og 25 álnir á hreidd, og gangur eptir miðju, með svipaðri gerð og latinuskólinn, nema gengið inn í báða enda; húsinu gjört að snúa. frá norðri til suðurs. Ur miðri hliðinni átti svo að vera gangur með þaki yfir út í leikfimishús. Þetta var gizkað á að mundi kosta 50,000 kr., að ó- töldum kostnaði við lóðina, grunn og kjallara. Skólinn átti að taka 468 hörn; 36 hörn ætluð í hvern bekk; það er sögð meðaltalan í Kaup- mannahöfn. Á hinum uppdrættinum var gjört ráð fyrir vænghýsi. Miðálman með framhlið niður að tjörninni skyldi vera 65 álnir, en hvor hliðarálm- anna 51 alin. Breidd liússins 15 álnir, herbergja frá gluggum 10 álnir og gangur við innvegg 4 álna breiður. 1 vesturhorninu skyldi vera bústað- ur skólastjóra. Leikfimishúsið er þar áfast, eystri endi norðurálmunnar. Þessi skóli átti að taka 450 hörn i 12 skólastofum. Auk skólastof- anna og íbúðar skólastjóra voru ætluð 1 herbergi til annara afnota. Til fróðleiks skal hjer tilnefnd tala harna í Reykjavik á skóla-aldri (8—13 ára) á tugamótum siðustu rúmra 20 ára: 1876 ............. 224 1886 ............. 315 1896 ............. 470 Talan hefir þannig meira en tvöfaldazt á sið- ustu 20 árum, — aukizt fyrri 10 árin nál. 40 af hundr., en síðari 10 um meira en 50 af hundr. Þessi húsakynni hefði þá mátt auka siðar meir með því að auka við fjórðu álnmnni, austanmeg- in, og loka þann veg ferhyrningnum, sem hefði þá orðið 65—66 álnir á hvern veg að utan. Slik húsakynni með einstæðri skólastofuröð, sem auðgefið væri að stækka eptir þörfum,'þótti nefnd- inni fýsilegust, hæði til afnota nú þegar og til frambúðar siðar meir, en um þau hafði húsgerð- I arfræðingurinn sagt, að þau mundu verða að mun dýrari en með hinu laginu, eptir flatarmáli heggja, að því er nefndinni taldist til, fullar 60,000 kr. fvrir ofan grunn. Nefndin gjörði þvi allmiklar hreytingar við hinn siðari uppdrátt Brandstrups, og sýndi Jón húsasmiður Sveinsson þær hreytingar á nýjum uppdrætti, sem hæjarstjórnin hafði siðan fyrir sjer. Nefndin sleppti alveg suðurálmunni að sinni, og færði allar skólastofurnar í miðálmuna (framhlið- iua) og íbúð skólastjóra í norðurálmuna. Hún verður tvíloptuð á 36 álnum, að leikfimishúsinu, sem er áfast austast í þann arminn. Almurnar þannig að eins tvær að sinni, mót vestri og norðri, 62 álna löng hvor og 15 álna breiðar. Gangin- um með sinni hreidd (4 áln.) haldið meðfram inn- veggjunum alla leið. 1 vesturálmunni verða 6 skólastofur niðri og 6 uppi, hver lianda 30 hörn- um; skólanum þá ætlað að taka alls 360 börn í 12 skólastofur. Nú hefir bærinn til kennslu um 260 hörn í 11 deildum. Yiðaukinn við skólann kemur þá á sinum tiina með þvi að hæta við suðurálmunni. Aðalinngangar fyrir börnin verða þá 2, annar frá Lækjargötu inn á lóð skólans og upp rið við norðurgafl vesturálmunnar inn í ganginn, og hinn austan í miðja vesturálmuna, niður frá Laufásvegi. Enn verða dyr frá suðri inn í forstofu leikfim- ishússins; loks eldliúsdyr skólastjóra mót norðri, austast i hinni tvíloptuðu norðurálmu. Hæð á skólastofunum undir lopt verður 5 áln- ir, hver stofa 10.10 úlnir, leikfimishúsið 26. 15 álnir eða hjer um bil hálfu stærra en það er nú; hæð þess undir bita 6*/a—7 álnir. Undir hý- býlum skólastjóra er í norðurálmunni stofa fyrir timakennara og geymsluherbergi fyrir skjöl og bækur skólans. Hýhýli skólastjóra uppi verða 19.15 álnir að flatarmáii, eða framt að liálfu stærri en þau eru nú. Nefndin gizkaði á, að með þessu lagi mundi kostnaðurinn nautnast fara fram úr 50,000 kr. fyrir ofan grunn. Er svo gjört ráð fyrir 10,000 kr. kostnaði til að laga lóðina, sem er mikið verk, og að hlaða kjallara, en 60,000 kr. er það há- mark alls kostnaðar, sem bæjarstjórnin vill reyna að fara eigi frain yfir. Kjallara hugsar nefndin sjer undir vesturálmunni, þar sem gröptur verður mjög litill vegna hallans, og háan grunn verður að hiaða hvort sem er, og i norðurálmu frá eld- húsdyrum skólastjóra. Hið mikla kjallararúm kann að verða eigi notað til fulls að sinni, en gott er að eiga það, þegar auknar kröfur koma upp, nú þekktar eða óþekktar. Stungið er upp á salernum i kjallarantim. Húsgerðarfræðingurinn lagði ]iað til, að skól- inn væri hitaður með hjúpofnum, sem svo eru kallaðir, samskonar og latínuskólinn hefir nú feng- ið, telur mega fá næga lopthreinsun með slikum ofnum. Bæjarstjórnin kans þó heldur að fá liitun- arvjei, væri liennar kostur fyrir 5000 kr. auka- kostnað frgm yfir ofnana, og er það eigi óhugsan- legt, ef í stað hinna mörgu og dýru reykhafa og lopt-háfa i skólastofunum kæmu pipur úr leir eða málmi til lopthreinsunar. Bæjarstjórnin fjellst á tillögur nefndarinnar og veitti henni heimild til að fela nú þegar Birni kaupmanni Sigurðsyni alla útvegun efnisins og samninga erlendis, og tekur hann þá jafnskjótt til starfa, ef sundurliðuð kostnaðaráætlun húsgerðar- fræðingsins fer eigi til muna fram úr þvi, sem til er tekið að framan. Að öðrum kosti verður að hera málið undir hæjarstjórn að nýju. Búizt er við undirboði erlendis á efninn tilbúnu og flnttu á skipsfjöl, en ekki hugsað um undirboð ]iar á þvi að reisa skólanu. Ilúsinu er ætlað að standa á miðri lóðinni, 20—30 álnir upp frá tjörninni. Voltakrossinu m. in. Til þess að menn sjái, hvað hæft er í þvi, sem herra Jakob Gunn- laugsson segir í grein sinni í siðasta hlaði Isa- foldar um það, í hvaða metum »Voltakrossinn« sje hjá þeim mönnum í Berlín, sem vit hafa á j gæðum lians, skal jeg taka það fram, að í hinu ! áreiðanlega danska timariti »Arkiv for Farmaci og Kemi« stendur svo hljóðandi grein: »Yfirlög-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.