Ísafold - 15.01.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 15.01.1898, Blaðsíða 2
10 andi manna. En ritfæru mennirnir eru fleiri en á þeirra dögum, og það, sem ritað er, fjölbreyttara. f>að fylgir framförunum hjer á landi, eins og hvervetna annarsstaðar, að fjárframlögin til landsþarfa frá alþýðu manna verða meiri. Á annan bóginn má líta á það sem apturför, en á hinn bóginn er það framför, þegar hin auknu útgjöld manna ganga til ein hvers, sem gagn er að. 1872 voru landssj.tekjurnar kr. 185,000 1896 voru landssj.tekjurnar kr. 771,000 Tekjurnar hafa þaunig fjórfaldazt á þessum árum og útgjöldin eins. Fjárhagur íslands er fyrirmynd að ýmsu leyti. Tekjurnar eru mest fólgn- ar í tollum á ónauðsynlegum vörum og ekkert af þeim gengur í ríkisskuld- ir, her eða flota. Og það hafa verið unnin með þeim töluverð þrekvirki síðan 1875, er vjer fengum fjárráðin — stórár brúaðar, margra mílna lang- ar brautir lagðar, þar sem áður voru fen eða urðir, vitar reistir og vörður o. s. frv. Allt var ógert af fyrirrenn- urum vorum. En þó að vjer sjeum opt óþolinmóðir og viljum helzt láta gera allt í einu, þá verðum vjer þó að kannast við það, að áfram miðar oss, og vona, að þeir minnist vormeð góðum hug, sem mest notin fá af því, er vjer höfum hrundið í lag. Landsbókasafnið 1897. Ljeð bindi Lestrarsalur. Lántakendur. út. Lesendnr. Ljeð bindi. Janúar 157 322 224 598 Febrúar 143 271 222 447 Marz 133 220 175 405 Apríl 122 250 133 261 Maí 86 115 136 369 Júní 48 72 95 266 Júlí 53 96 68 183 AgÚSt 51 81 51 119 September 54 95 82 270 Október 89 142 100 338 Nóvbr. 131 262 106 300 Desembr. 41 78 76 207 1108 2004 1468 3763 Safninu hafa bætzt rúm 650 bindi, f>ar af hafa gefið: Kirkju- og kennslu- stjórn Norðmanna 1; Prófessor Fiske 29; Dr. Jóbassen landlæknir 2; Magn- ús Stephensen landshöfðingi 6; rektor Dahl í Khöfn 50; Bretastjórn 44; Möller k Meyer í Kh. 4; Kommiss. f. Danmarks geolog. Undersögelse 4; Frk. Lehmann-Filhós 4; Rektor dr. B. M. Olsén 3; dr. phil. C. Kiichler 4; Den norske histor. Kildeskriftkom- mission 2; Smithsonian Institution 27; Cand. mag. Bogi Th. Melsted 2; að- 8toðarbókav. Jón Jakobsson 2; Komm. f. Udg. af d. norske Nordhavsexpedi- tion2; Arna-Magnússonar-nefnd 2; Det kgl. danske Videnskabernes Selskab Kh.; Videnskabselskabet iChristiania; Há3kólabókasafnið í Kristíaníu; Forn- fræðafjelagið danska; Det kgl. Sökort- Archiv; Meterologiskaobservatoriet, Up- sala; Accademia dei Lincei; Rigsarki- vet í Kh.; Harvard College Library;Ge- ological Survey Department, Canada; Department of Agriculture, Washing- ton; Agricultural Experiment Station Univ. of Nebraska; Dr. Jón f>orkels- son yngri; Stud. mag. Helgi Jónsson; Adjunkt Pálmi Pálsson; Cand. mag, Bjarni Sæmundsson; Hr. Mougel; Ul- rico Hoepli, bóksali í Milano; Student- k;iren í Lund; Hr. Ad. Houdard ; París; Premierlieutenant D. Bruun; Docent Dr. Finnur Jónsson;f>orsteinn Jónsson læknir; Inspektör Feilberg; Frk. HalldóraBjarnadóttir, Chria; Pro- fessor C. Brosböll; hr. Jón Borgfirð- ingur; G. H. Meyer bóksali í Leipzig; Morten Hansen skólastjóri; Höst bók- sali. Af handritum hafa verið keypt 5. Gefið hafa Arna-Magnússonar-nefnd 1; Jón alþm. Jónsson á Sleðbrjót 1 (sendi- brjef); Árni H. Hannesson laus blöð nokkur með kvæðum á. Lbs. 4. jan. 1898. Hállgr. Melsted. Litli-Hvammur. Eptir Einar Hjörleifsson. III. [Sögnkaflinn í síðasta blaði endaði af vangá i miðrí setningu. Pess vegna eru ,pú prcntaðar aptur siðustu línurnar af lion- um]. Guðríður var óárennilegri en nokkru sinni áður, þar sem hún sat brosandi með stóru, rauðu undirhökuna, á háa rúminu, og horfði ofan á hann og inn í augun á honum, eins og hún ætlaði að lesa þar leyndustu hugsanir hjarta hans. — En eigulegur kvennmaður var hún — það fann Sveinbjörn miklu betur nú en nokkru sinni áður, af því að hugrekkið var að bila — næstum því tignarleg í hans augum. •Einmitt það«, sagði Guðríður. »Við höfum ævinlega verið góðir ná- grannar, Guðríður, og mjer hefir dott- ið í hug, að — að — að mjer hefir dottið í hug, hvers vegna við ættum ekki að — að — að verða meira«. »Verða meira en góðir nágrannar, Sveinbjörn'.’ Mjer er ekki ljóst, hvað þú ert að fara. Meira en góðir ná- grannar? Jeg held, það væri ekki svo hægt að koma því við. — f>ú ætlar þó aldrei að bjóða mjer að verða próventu- kerling hjá þjer?« •Próventukerling? ! Hvernig getur þjer dottið annað eins í hug? Nei, jeg ætlaði að nefna það við þig — biðja þig — fara þess á leit við þig, að — verða konan mín«. »Er þjer alvara?« »Mjer hefir aldrei verið meiri alvara á allri minni ævi«, sagði Sveinbjörn hátíðlegur. Hann var nú búinn að ná sjer aptur, af því að út í bardagann var komið. Og jeg lofa þjer því, að reyna að verða þjer æfinlega góður maður. Hitt veit jeg, að þú munir verða mjer góð kona. f>ess vegna er jeg líka hingað kominn«. »Langar þíg svona mikið til að eign- ast kotið, Sveinbjörn?« sagði Guðríður, leit fast framan í Sveinbjörn og skelli- hló. — *En þú þarft þess ekki, maður. f>ú býr svo sem ekki á Stóra-Hvammí einum — þó að hann ætti að vera nokkurn veginn nógur handa einum manni. f>ú veizt það sjálfur, að þú bjr á öllum hreppnum hjerua*. Og svo leit hún aptur hlæjandi framan í biðilinn. i f>að fór að síga í Sveinbjörn. En hann stillti sig, eins og hann var van- ur. »Mjer finnst ekki, Guðríður, þetta vera neitt hlægilegt«, sagði hann. »Og mjer finnst ekki ósanngjarnt að ætlast til þess, að þú svarir mjer í alvöru, eins og jeg spyr. Tilboðið kann að vera ljelegt; en jeg hef ekki betra að bjóða. Og það er gert í einlægni og af góðum hug«. »f>að er alveg satt«, sagði Guðríður og hláturinn hvarf með öllu af andlit- inu á henni. »f>að getur enginn betur boðið en sjálfan sig og allt, sem bann á. Jeg skammast mín fyrir gáskann. En jeg hef ævinnlega galgopi verið«. »Hverju heldurðu þá að þú svarir?« spurði Sveinbjörn. »f>ú mátt ekki misvirða það við mig — en það getur ekkert úr þessu orð- ið. f>etta er vel boðið ... jeg veit það. En jeg get það ekki get það ekki með nokkru móti«. Sveinbjörn þagði við ofurlitla stund og horfði í gaupnir sjer. Svo stóð hann upp og hneppti að sjer yfir- frakkanum. »f>á er erindinu lokið«, sagði hann, »svo jeg hef hjer ekki meira að gera«. »Nei, nei, þú raátt ekki fara 1 þykkju, Sveinbjörn. Yið höfum ævinnlega verið góðir nágrannar, eins og þú sagðir sjálfur, og jeg voua að við verðum það eins hjer eptir eins og hingað til. f>að má nú ekki minna vera en að jeg segi þjer, hvernig á því stendur, að jeg svara þjer svona«. Sveinbjörn settist aptur, sSannleikurinn er li, að jeg er á- reiðanlega komin af giptingaraldrinum. Jeg er orðin of gömul til að breyta til. Jeg get ekki lengur litið mjer annt um ný verk og nýja hluti. Jeg get ekki látið mjer þykja vænt um nýjan mann — ekki líkt því einB mik- ið og mjer ætti að þykja. »f>ó að ekki væri annað, þá væri það eitt nóg, að jeg get ekki farið frá Litla-Hvammi. Jeg get það ekki, þó ekki væri lengra að fara en inn að Stóra-Hvammi«. »f>jer þykir það líklegast ótrúlegt, en svona er því nú samt farið, að jeg hef ekki einu sinni treyst rajer til að rífa baðstofuna þá arna, þó að hún sje orðin hrörleg og fornfáleg, og þó að jeg hafi vel haft efni á því. Hjer er jeg borin og barnfædd, og hjer hljóp jeg um gólfið og ljek mjer, þegar jeg var lítil. Jeg gæti ekki einu sinni unað mjer annarsstaðar í baðstofunni en í húsinu því arna. Hjer hefir allt það gerzt, sem jeg hugsa mest um. Hjer hef jeg lengst um verið hjá mannin- um mínum sáluga. Hjer höfum við ráðið ráðum okkar; hjer hefir okkur orðið sundurorða og hjer höfum við sætzt. Hjer hef jeg annazt hann veik- an, og hjer hef jeg þakkað guði fyrir að hann fjekk heilsuna aptur. Hjer hefir hann faðmað mig og kysst. Hjer hef jeg kvatt hann í síðasta sínn. Hjer hef jeg alið eina barnið, sem við eignuðumst. Hjer hef jeg setið undir því og hossað því og leikið mjer að því, og hjer hef jeg kysst það, þegar það var að deyja. Jeg get ekki unað mjer annarsstaðar. Og jeg gæti ekki hætt að hugsa um þetta allt, nje far- ið að hugsa um allt annað. f>ú mátt ekki misvirða það við mig, Sveinbjörn. Jeg er svona gerð. Mjer væri það ó- mögulegt*. Nú kom vinnukona inn með kaffið handa Sveinbírni. Hann sá, að öll von var úti og að hjer varð engu um þok- að. En hann ljet enga geðshræring á sjer sjá, heldur drakk kaffið og borð- aði pönnukökurnar, eins og ekkert hefði í skorizt. »Við verðum þá eins góðir vinir ept- ir sem áður — verðum við ekki, Svein- björn?« sagði Guðríður. »Og getum ekki um þetta við nokkurn mann — látum aem það hafi engum í hug nje hjarta komið«. Sveinbirni gazt ágætlega að því, að halda þessu leyndu, og ljet það á sjer skilja. »f>að kemur engum við«, sagði hann. Guðrfður varð fegin að geta farið að víkja taliuu að einhverju öðru. »Er það satt, Sveinbjörn, að ráðskonan þín hafi sagt þjer upp vistinni?« spurði hún. Sveinbjörn kvað svo vera. »Ertu búinn að vista nokkra í stað- inn hennar?« Svo datt henni í hug, að Sveinbjörn kynni að vera sjer reið- ur, þótt hann ljeti ekki á neinu bera, svo hún bætti við. »Annars kemur mjer þetta lítið við. Fyrirgefðu spur- ulsemina«. »Hver veit?« sagði Sveinbjörn og lífn- aði yfir honum. »Hver veit nema þjer geti komið það eitthvað við? Kannske þú getir nú hjálpað mjer, Guðríður. Jeg er, sannast að segja, í standandi vandræðum. Jeg veit ekkert, hvar jeg á að reyna fyrir mjer. Og jeg má til með að vera vandlátur. Jeg þoli ekki óþrifnað — hann er mjer óviðráðanleg andstyggð. Og jeg hef stórt heimili, eins og þú veizt. f>að er ekki lengi að ganga í súginn hvert krónuvirðið þar, ef illa er með farið. Og mjer verður náttúrlega allt af ver og ver til, því fleiri ráðskonur, sem fara frá mjer. f>ær bera mig allar út. Og þó hef jeg ekki verið þeim vondur. f>ú veizt, að það er ekki minn siður, að fara að fólki með hranaskap. Hitt getur eng- inn láð mjer með rjettu, þó jeg líti eptir mínu — finnst þjer, Guðríður?- Láttu nú sjá og vísaðu mjer á ein- hverja, sem reynist mjer betur en þær, sem mjer hafa hingað til hlotnazt«. Guðríður vissi, að það var allt satt, sem hann hafði sagt. Hún kenndi í brjósti um hann, og einkum vegna þess, sem þeirra hafði nú á milli farið, langaði hana til að verða honum að liði.. Hún hugsaði sig um ofurlitla stund. »f>jer mun aldrei hafa dottið i hug að fá hana Solveigu Ólafsdóttur í Holti?« Nei, Sveinbirni hafði ekki dottið hún í hug. »f>ekkirðu hana nokkuð?« Jólasöngur og fyrirlestursfróðleikur. Kius og sjá má af grein síra Jóns Helgasonar, sem prentuð er á öðrum stað hjer í blaðinu, hefir f>orláks- messu-kvæði Stúdentafjelagsins enn á ný valdið megnri óánægju og jafnvel hneyksli. Kvæðið var prentað nafn- laust og sungið í f>orláksmessu-gildi fjelagsins nú fyrir jólin. f>að var drykkju-lofsöngur að vanda, en skörin færð það lengra upp í bekkinn en áður, að drykkjan var nú látin fara fram (í kvæðinu) »sjálfum guði hjá«, og drottinn látinn styðja »drukkna dýrðlingana heim*. f>essi samsetningur vakti svo af- dráttarlausa gremju hjer 1 bænum, að nokkra daga var búizt við málshöfð- un út af honum af rjettvísinnar hálfu. Ohætt mun að fullyrða, að það hafi verið í fyllsta samræmi við almenn ingsálitið hjer, að síra Jón Helgason fór hörðum orðum um þennan jóla söng Stúdentafjelagsins í blaði sínu •Yerði ljós«, sem út kom um nýjárið, og kallaði hann »svívirðilegt guðlast*. En vitanlegt er það, að nokkrir Stú- dentafjelags-menn hafa reiðzt þessum ummælum síra Jóns og jafnvel verið að bera saman ráð sín um það, hvort þeir mundu ekki geta látið dómstól- ana klekkja á honum. Líklegast hefir það verið í samráði við þessa menn, að hr. cand. mag. Bjarni Jónsson gerði á sunnudaginn var í Stúdentafjelags-alþýðufyrirlestri, sem hann flutti i Iðnaðarmannahús- inu, mjög óvingjarnlega persónulega árás á síra Jón flelgason. Að minnsta kosti er það víst, að þeir tóku þessu frumhlaupi með miklutn fagnaðarlát- um. En jafn-áreiðanlegt er það, að flest- um bæjarbúum kom það mjög á ó- vart. f>eir hafa gert sjer í hugarlund, að fyrirlestrum þessum haíi verið komið á til þess að fræða alþýðu manna, skemmta henni og vekja hana og hvetja til sem flestra góðra hluta. Hitt munu fæstir láta sjer skiljast, að stofnað hafi verið til fyrirlestra þes8- ara í því skyni, að gera þeim, er er- indin flytja, sem handhægastan kost á að svala sjer á sæmdarmönnum, er þeim kann að vera eitthvað í nöp við. Með því móti færi því fjarri, að al- þýðufyrirlestrar Stúdentaf jelagsins væru jafn-virðulegt fyrirtæki eins og allir hafa hingað til talið þá. f>eir yrðu þá þvert á móti til stakrar óvirðing ar fyrir höfuðstað landsins. f>að ætti að mega ganga að því vísu, að Stúdentafjelagið geri á ein- hvern hátt alþýðu manna það kunn- ugt, að slíkum fyrirlestrum, sem þeim, er haldinn var á sunnudaginn, vilji það ekki gangast fyrir, og þvoi þann- ig burt blettinn, sem nú hefir komið

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.