Ísafold - 05.02.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 05.02.1898, Blaðsíða 3
27 * Lögbergs, er komu nú með póstskip- inu: Einar Arnason i Marshall, Minn., 52 ára gamall, ættaður irá Ejúpnafelli í Vopnafirði. — Bjarni Árnason, 48 ára gamall, kvæntur, í Pembina, N. Dak. — .Ungfrú Sigríður M. Brynjólfsson í Tillamook, Oregon, 30 ára, fædd að Bólstaðarhlíð í Húna- vatnssýslu. — Margrjet jþorsteinsdótt- ir, ekkja í Selkirk, Man., 72 ára, frá Ljósalandi Vopnafirði. — Bjarni Árnason, kvæntur rnaður í AVinnipeg, á fertugsaldri. — Jósef Stefánsson í Winnipeg, 62 ára gamall, úr Laxárdal í Dalasýslu. — Eggert Jónsson við Narrows, Lake Manitoba, Man., sex- tugur, bjó síða8t að Hrafnabjörgum í Hörðudal í Dalasýslu. — Sölvi for- láksson, ókvæntur í Winnipeg. Ásta Jóhannesson, kona Benedikts Jóhann essonar, bónda að Gardar, dottir Sae- mundaj Eiríkssonar frá Fellsseli, nú að Mountain. — Jónas Kortsson að Mountain, N. Dak., 73 ára, úr Köldu- kinn í Í>ingeyjar8ýslu. — Elín Jóns- dóttir, kona Gunnlaugs F. Jóhannsson- ar, frá Yztabæ í Hrísey á Eyjafirði, dó í holdsveikisspítala í Nýju-Brúns- vík. — Olafur Olafsson, 83 ára, í Argyle-nýlendunni, frá Hjalla í Eeykjadal í jpingeyjarsýslu. — Jón Stefánsson í Winnipeg, kvæntur, ættað- ur af Skógarströnd, varð fyrir járn- brautarvagni og beið samstundis bana af. — Ingibjörg Sigurðardóttir að Gardar, móðir Bened. Jóhannessonar, bónda þar, á sjötugsaldri. Sveiíarútsvarslögin frá 1889 og rússneskan á Austfjörðum. Ofangreind lög hafa orðið ýmsum lægri stjórnarvöldum sönn hneykslunar- hella; jafnvel sumir sýslumenn hafa lagt rangan skilning í þau, þótt það megi furðu gegna, og margar hrepps- nefndir hafa af eigingirni eða misskiln- ingi misbeitt þeim, hreppum sínum í hag, og hefir mest að þessu kveðið á Austfjörðum hin síðustu ár, þar sem flestir aðkomumenn hafa verið til sjó- róðra, margir meira. en 4 mánuði í senn, og ganga ýmsar miður fagrar sögur um aðfarir hreppsnefnda þar gagnvart tjeðum mönnum. Nú hefir ,Tón Magnússon landritari í ritgjörð, sem kom út í Tímariti Bókmenntafje- lagsins umliðið ár, skýrt lög þessi svo ljóst og rækilega, að vandalaust ætti að vera eptirleiðis fyrir öll stjórnar- völd, að leggja rjettan skilnmg í lögin, og hætta að misbeita þeim gegn utan sveitarmönnum. — Skulu nú til færð fáein dæmi upp á aðfarirnar eystra: Maður nokkur hjeðan, sem var á Fá- skrúðsfirði sumarið 1896 í rúma 4 mánuði, og var gert að greiðá þar út- svar til sveitar, sem hann neitaði að borga, sagði mjer svo frá, að einn hreppsnefndarmaðurinn þar hefði sagt við sig, að rjett mundi að kyrrsetja þá sjóróðrarmenn, er neituðu að borga rit- svarið. Ekki kom þó kyrrsetningin til framkvæmdar, og fór svo þessi maður og fleiri heim til átthaga sinna, án þess að borga útsvörin; en af sumum hafði útsvarið verið tekið þar að sögn næstum með ofríki. — Vinnumaður frá bláfátækri ekkju hjer, sem er að berjast við að halda sjer með 2 börn- um í æsku frá Bveit, var umliðið ár lengur eu 4 mánuði hjá prestinum á Dvergasteini, sem mun vera oddviti í aínum hreppi. Fyrir burtför sína í hauat kveður hann prest hafa tekið af kaupi sínu rúmar 2 kr. í útsvar, með þeirn ummælum, að hann hjeldi því eptir, hvað sem hinn segði; hyggur hann, að líkt muni fleiri hafa leiknir verið. — Frægust er framganga Mjó- firðinga. Fyrir nokkrum árum gerðu þ, ir utansveitarmönnum, sem ekki höfðu dvalið þar fulla 4 mánuði, út- svar, en urðu auðvitað að endurborga það öllum þeim, er kærðu þessa lög- leysu. Árin 1896 og 97 gerðu þeir sjóróðrarmönnuin útsvar, sem höfðu dvalið þar lengur en 4 rnánuði; sumir munu hafa borgað það 1896, sumir ekki. Svo komu sumir þeirra, er ekki horguðu 1896, þangað apt-r 1897. Um eimi þeirra, vinnumann hjeðan (sera nú hefir kært alla meðferðina á sjer), er það kunnugt, að honum var í haust er leið birt lögtak með nœtnrfresti; hann neitaði að borga, og bar fyrir sia þá ástæðu. • að hann væri an ars manns þjónn, og ætti ekkert sjálfur af kaupi sínu; en daginn eptir ljet hreppstjórinn lögtakið fram fara, og tók útsvarsnpphæðina, þrátt fyrir end- urtekin mótmæli haus, úr reikningi þeim, sem hann var skrifaður fynr hjá Konráði Hjálraarssyni, sveitaverzl- uuarmanni í Mjóafirði, og 3 kr. að auki í lögtakskostnað, eða helmingi of mik- ið! Svo var sama manni ásamt fleir- um gert þar útsvar í haust; en nú var beitt nýrri aðferð; hreppsnefndin send ir mann suður á Eskifjörð, að líkind- um til þe8s að fá lögtaks- eða kyrrsetn- ingarleyfi hjá sýslumanni. |>á er sendi- maður var kominn aptur, gerði fyr- nefndur Konráð boð.tilvinnumannsins hjeðan, er var hans maður, og segir honum, að sjer sje bannað að láta hann eða aðra sjóróðrarmenn sína fá einn eyri af kaupi því, er þeim bæri frá sjer, fyr en þeir borguðu sveitar- útsvör þau, er þeim hefði sett verið, og að auki hlutfallslegan part af ferða- kostnaði sendimannins, og kæmu 89 aur. í hans hlut. (Gat hreppsnefnd gefið út slíkt bann? En einfeldnin og auð- sveipnin, að hlýða!). þá er þessari harðneskju var beitt, neyddist maður þessi, þó sárnauðugur, til þess að koma ekki allslaus heim, að greiða, bæði út- svarið, 3 kr. 45 a. (ósanngjarnlega hátt í aamanburði við þarsveitarmenn), og ferðakostnaðarhlutann, 89 aura, til hr. Konráðs. Annar maður hjeðan, sem var hjá þessurn Konráði í sumar og haust, hefir tjáð mjer, að K. hati tek- ið útsvar sitt úr reikmngi sínum hjá sjer heimildarlaust, eptir að hann var favinn heim hingað. þetta eru nú að eins fá dæmí upp á aðfarir þær, sem jeg hef nefnt rúss- neskuna á Austfjörðum; er sennilegt að aúslurförum fækki úr þessu, og að öll þessi frekja, formleysur og lögleys- ur laði ekki fólk að Au9tfirðingum, og það því síður, sem eigi allfáir hafa mætt megnri óskilsemi hjá mörgum manni þar hin síðustu ár, og misst meira og minna af hinu umsamda kaupi, sumir jafnvel allt. Að öðru leyti eru tjeðar aðfarir talandi vottur um rjett- arástandið sumstaðar hjer á landi; og viráist eigi vanþörf á, að æðri yfir- völd taki í taumana, til að vernda fá- tæka sjóróðramenn, sem hvorki hafa þekkingu uje afl til að bera hönd fyr- ir höfuð sjer gegn þessum austfirzka ribbaldaskap og frekjufullri misbeitingu rangskilinna laga. Vestmannaeyjum í janúar 1898. pvrsteinn Jónsson. Dánip I Reykjavikursókn í janúarmán. 1898. Bjarni Oddsson (25. jan.), fyrrum liafnsögu- maður, í Cfarðhúsum, Á4 ára, vaskleika- maöur, meðan liann var á blómaskeiði. — (Júðbjörg Erlendsdóttir (4.), ógipt húskona í Tjarnargötu 8, 67 ára. — (xuðrún Sig- urðardóttir (!•».), ekkja á Litla-landi, 62 ára. — Þoíleifur Björnsson (5.) i Sauða- gerði, 76 ára. H.iúskapnr. Oddgeir Magnússon, skipstjóri i Bakka- koti á Seltjarnarnessi, og Þóra Vigfúsdóttir,, giptust 8. jan., — eiuu hjónin, sem gefin liafa verið saman i sókninni síðan á nýjári. Litli-Hvammur. Eptir Einar Hjörleifssou. VI. það varð heldur fagnafundur, þegar þau Guðríði r fundust. Elún gat ekki haft augun af honum — hann var orðinn svo fallegur, svo þreklegur og karimannlegur. Hún gat ekki stillt sig um að strjúka hendinni um jarpa, mjúka hárið á honum — hún hafði svo opt gert það áður. Hún vonaði, hann þykktist ekki við sig, þó að hún væri svona nærgöngul — hún væri orðin svo gömul. Engin roskiu kona sjer svo ungan, efnilegan pilt, að hún gefi hann ekki einhverri stúlku. — jparna var manns- efni handa Veigu. Hún hafði opt um þuð hugsað, að þar í sveitinm væri enginn piltur henni samboðinn. Nú þurfti hún ekki lengur að hafa á- hyggjur út af því, — ef það nú bara gæti lánazt. það var brakandi þerrir um daginn og allt á fleygingsferð á túnunum í sveitinni, sumir að snúa, aðrir að sæta, enn aðrir jafnvel farnir að binda. Sig- urgeir gat ekki haldið kyrru fyrir nje hengslazt iðjulaus allan daginn. Hann varð eitthvað að hafast að, eins og aðrir. Svo eptir miðdagsmatinn lagði hann af stað út á túnið með hrífu í hendi. Og í þetta sinn hafði honum tekizt að fá Solveigu með sjer. Stórá- Hvamms taðan lá enn mestöll í flekkjum. Hvað það var garnan að ösla í hey- inu með henni. Hlátur hennar var svo tær, þegar hann sagði eitthvað skrítið, og bros hennar var svo ein- kennilega, næstum því undarlega bjart. — það var eins og það varpaði geislum yfir allt andlitið. Og hvern- ig hún gatlitið á hann undan þuDgu, sterklegu brúnunum —- undrandi, spyrjaudi, hlýtt, hjartanlega! Og hvað allar hreyfingarnar í mjöðmun- um voru mjiikar — minntu hann ein- hvern veginn á lipran bát undir segl- um, sem er viðkvæmur fyrir hverri einustu smáöldu og hverri minnstu breyting á andvaranum. Ljósa hárið lafði niður á bakið í tveim löngum, digruib fljettum. Honum fór líkt og Guðríði — hann ætlaði ekki að geta stillt sig um að taka í þær og vefja þeim um hendur sjer —;en hann atíllti sig samt. Skórnir hennar fóru að verða gler- hálir, svo húu átti bágt með að standa. Hvað það var gaman að s]á hana renna sjer ofan hólana — sjá kippina í þreklegum herðunum, þeg- ar hún var að halda jafnvæginu. Loksins rnissti hún fótanna. En hann náði utan um hana, svo hún datt ekki alveg. »það er víst bezt fyrir mig að taka af nijer skóna, svo jeg detti ekki apt- ur«, sagði hún. »Jeg held þú þurfir þsss ekki«, sagði hann. »Jeg skal reyna að hafa gætur á þjer, svo ekki verði slys að«. Hún leit á hann — og settistniður og tók af sjer skóna. Honum fannst líkast því, sem liann væri sætkenndur — af heimkomunni og heylyktinni og návist Solveigar. Hugur hans og skilningarvit voru í svo ljúfri æsingu, að hann minntist þess ekki, að hafa lifað jafn-sæla stund. Mikið af heyinu var orðið þurrt. Piltarnir fóru að bera það saman í bólstra og stúlkurnar söxuðu föngin. Sigurgeir tók ekki önnur föng en þau, sem Solveig saxaði. Og hún hafði varla undan honum. Hann flýtti sjer svo mikið, til þess að geta staðið hjá henni fáein augnablik í hvert sinn. Sveinbjörn hafði verið heima við að dytta að amboðum. Nú kom hann út á túnið til fólksins. Hann gekk frá einum bólstrinum til annars, strauk þá, stakk hendinni inn í þá, smakk- aói á beyinu og stakk svo hendinni aptur inn. Einn húskarlinn starði á hann þegj- andi. það var eíns og hann skildi þá græðgislegu nautn, sem Sveinbjörn hafði af því að handfjalla allt þetta þurra, ilmandi hey. »Falleg er tuggan«, sagði húskarl- inn svo eptir dálitla stund. »Já, já — víst er hún falleg«, sagði Sveinbjörn. Svo þagnaði hann við og stundi. »Bara það væri meira af henni«, bætti hann svo við eptir stundarþögn. Hann þagnaði aptur. Og svo kom, eins og andvarp innst innau úr sálu hans: »|>að verðuí vfst heytugga Litla- Hvammi í sumar«. Nú þurfti Solveig að fara heim til búverkanna. Sigurgeir þótti heyvinnan snöggt um óskemmtilegri, þegar hún var far- in. þau Sigurgeir og Solveig voru ótrú- lega fljót að kynnast. Aður en þau vissu af, voru þau farin að segja hvort öðru trúnaðarmál sín. Solveigu fannst reyndar, hún lítið hafa að segja. það hafði svo undur- fátt gerzt sögulegt í hennar lífi, fannst henni. Honum þótti frámunalega gaman að toga út úr henni ævisöguna. Hún hafði venjulega verið þreytt á kvöldin og aflúin á morgnana — allt af haft nokkuð mikið að gera. Hún hafði verið hálffeimin í fyrstu, þegar hún fór að verða nokkurs konar hús- móðir heima — einkum þegar ein- hver var kominn — en í raun og veru hafði henni þótt það gaman — fundizt hún vaxa við það og eldast — mjög mikið gaman að eiga við yngstu börnin og ganga þeim að nokkru í móður stað. Stundum hafði heDni fundizt sjer gert rangt til, stundum öðrum. Erana mesta ánægj- an hefði verið að lesa fyrir móður sína Íslendingasögur og gömul og ný kvæði, og þó ef til vill enn þá meiri ánægja að syngja fyrir hana, þegar hún hafði lært eitthvert nýtt lag — og svo ríða — ríða á harða stökki hestum, sem hún rjeð varla við. Venjulega hafði legið vel á henni. En fyrir hafði það komið, að hana langaði burt, til Ameríku eðaeitthvað langt, langt burt, til þess að sjá heim- inn ogberjast fyrir lífinu. svo um mun- aði. Og þegar hún sagði honum það, rjetti hún fram langa og þrýstna handleggina og sagði: »Mjer hefði verið það óhætt. Jeg hef öll beinin til að vinna«. Hann spurði hana, fyrir hverju hún hefði þá hugsað sjer að vinna, hvað hún ætlaði sjer að öðlast með þeirri baráttu. Við .þá spurningu roðnaði hún og svaraði henni ekki. því hún hafði veður af því, að þessi ferðalöngun hennar stóð í nánu sambandi við það, sem hún gat allra-sízt sagt, þótt það hefði opt fyllt hug hennar með óskýr- um, órólegum unaði — við óglöggustu ímyndanirnar, draumana, vonirnar, ástarþrána forvitnu, sem herti á hjartslættinum og hleypti roða í kinn- arnar.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.