Ísafold - 23.03.1898, Blaðsíða 2
halda að svo stöddu, eru forrnenn
fiskiskipa, sem eiga að fiska hjer við
land. Um farmenn, eða skipstjóra til
millilan ^aferða, er hjer enn ekki að
ræða. Margarraddir heyrast um það,
að sú bókleg menntun (í sjómannafræði
eða siglingafræði), sem fiskiskipafor-
menn hjer við land þurfa að hafa,
mætti vera full-nægileg með minni
kostnaði fyrir landssjóð en nú á sjer
stað; reynslan sker úr því, hvort það
hefir verið nauðsynjaverk, sem þingið
hefir gert, að reisa eða veita fje til
að reisa dýrt skólahús fyrir þenna
skóla með tveirn föstum kennurum.
En eitt er víst, og það er það, að
það, sem mest á ríður fyrir fiskiveiðar
vorar og sjómennsku á þilskipum, —
það vantar enn algerlega. það, sem
fiskiveiðarnar þarfnast mest, eru ekki
spreuglærðir »navigatörar«, heldur verk-
slyngir sjómenn, menn, sem kunna að
fara meðskip og öll áhöld þess, menn,
sem kunna til aðgerðar og viðhalds á
seglum og reiða, sem hafa lært þrifn-
að og reglusemi í allri umgengni um
skipið og það, sem þar að lýtur, inenn,
sem kunna til allra sjóverka og geta
sagt fyrir um þau. þetta lærist ekki
í sjómannaskólanum, — það lærist
ekki í neinum skóla — á landi. En
þenna verkvana og verklegu þekkingu
ætti að heimta af hverjum fiskiskips-
formanni; það væri alveg nauðsynlegt
að gera farmannaefnum að skyldu, að
hafa aflað sjer hennar áður en þeim
væri trúað fyrir skipi.
Mjög æskilegt! En hvar ættu far-
mannaefni a$ læra »hið verklega#? Til
þess virðast vera tveir vegir: annað-
hvort að láta þá vera lengur eða
skemur með góðum formönnum tii að
læra af þeim, eða þá að hafa sjerstakt
skip til þeirra hluta. Að gera út sjer-
stakt skólaskip yrði talsvert kostnað-
arsamt, en í það skyldi þó ekki horfa,
ef með því fengist meiri og betri trygg-
ing fyrir dugandi, verkslyngum for-
mönnum. Hitt ætti að vera fullteins
tryggilegt, að gera formannaefnum að
skyldu að vera einhvern ákveðinn tíma
hjá einhverjum alkunnum dugnaðar-
skipstjórum, og veita þeirn þá, en ekki
fyr, heimild til að ráðafyrir skipi, er þeir
hefðu fengið frá þeim húsbændum sín-
um vottorð um dugnað og reglusemi.
Landshöfðingi ætti í samráðum við
forstöðumann sjómannaskólans að
veita einhverjum 2 eða 3 skipstjórum
heimild til að gefa formannaefnum
vottorð þessi, eða vitnisburði í »því
verklega*. |>að væri þá þeirra fulln-
aðar-próf, sem veitti þeim heimild til
að takast skipstjórn á hendur.
Litli-Hvammur.
Eptir
Einar Hjörleifsson.
XII.
Elestir af bænum fóru til kirkju um
daginn, nema þau Sigurgeir. þegar
fólkið var farið, settust þau inn í
stofuna. En þeim gekk örðugt að
að tala saman. Solveig var einhvern
veginn svo dauf og utan við sig,
að Sigurgeir vissi ekki, hvað hann átti
að segja eða hugsa. Hvers vegna
gat ekki fyrsti fundurinn þeirra eptir
lofunina verið að minnsta kosti
eins skemmtilegur eins og allar þeirra
samvistarstundir höfðu áður verið?
Honum fannst það ósanngjarnt. og
allt öðru vÍ8Í en hann hefði ástæðu
til að vonast eptir. Hver einasti ný-
lofaður karlmaður ætlast til, að
unnustan sje glöð og kát. Enda þótt
eitthvað mótdrægt hafi hent hana, á
hún samt að leika á als oddi, finnst
honum — af fögnuði út af því, að
vera lofuð honum. Og hjer hafði
enginn skapaður hlutur nýr að hönd
um borið síðan í gær. Svo datt hon-
um í hug út úr vandræðum, að biðja
hana að syngja eitthvað fyrir sig. Hún
vissi ekki, hvort hún gæti sungið neitt
núna, en eptir ofurlitla stund var hún
samt farin að syngja þessar vísur:
Jeg sótti’ hana heim um sumardag a(! sunn-
an i frægasta leiði. —
Þá söng mjer gleð ljóð dansandi dröfn og
dýrðiega sól skein i heiði
Nú isi iokuð eru, öll mín sund,
og aldrei kem jeg á hennar fund.
Þvi sigli jeg einn út á æginn
um iskaldan vetrardaginn.
.Teg veit ekki, hvar jeg get helzt fnndið
land nje hvernig áttum er farið.
Svo báran verð'ur að hera mig hvert sém
búturinn helzt getur farið.
Það þýtur i iopti og þokan er köld
og það er nú enda komið kvöld.
Já, livert á að halda yfir æginn
um helkaldan vetrardaginn?
Og norðanvindurinn heljar og blæs og hlóð-
ughaddan sjer skautar.
Svo Stíga þau saman hinn stiglanga dans
og stýrimann reyna til þrautar.
Svo döpur er skemmtun við drafnar söng,
þá dagur er stuttur, en nóttin löng.
Ouð flytji nú fleyið um æginn
um fárkaldan vetrardaginn.
»Hvaða ógn er það raunalegt, sem
þú ert nú að syngja«, sagði Sigurgeir
— brosandi, enda þótt honum fyndist
fátt um kvæðið, og væri í hálf-illu
skapi. Hann gat ekki að sjer gert, að
bera það saman við kvæðið, sem hún
hafði sungið yfir honurn morguninn
eptir að hann kom, og honum gramd-
ist það, að tilhugalíf þeirra skyldi byrja
svona dauflega.
»Hver hefur keunt þjer ’þessar vísur?«
sMamma — hún hefur kennt mjer
allt, sem jeg kann«.
Svo þugði hún við lítið eitt.
»Guð hjálpi okkur, Sigurgeir, ef sund-
in skyldu lokast«, sagði hún svo.
1 sama bili var riðið í hlaðið, og
þeim varð litiö út um gluggann. það
var faðir hennar, sem var kominn.
Sveinbjörn hafði komið við í Holti,
eins og hann hafði gert ráð fyrir, og
fundið Olaf að máli. þegar þeir voru
seztir inn í stofuna, hóf Sveinbjörn
samræðuna með því að tjá Olafi, hvað
sjer þætti mikið fyrir því, að það stæði
nú svo á fyrir sjer, að hann yrði að
fara að ganga eptir þeasu lítilræði,
sem þeim færi á milli.
Olafi hnykkti við í meira lagi. —
»þe8su lfka lítilræðia, tautaði hann fyr-
ir munni sjer.
»Já — auðvitað, það er orðið nokk-
uð mikið«, sagði Sveinbjörn, »og því
síður get jeg látið þetta ganga svona«.
»Samt veiztu nú, Sveinbjörn minn,
að jeg skulda ekki öðrum en þjer, og
að þú getur gengið að öllu, sem jeg
á, þegar þjer sýnist. Og þú veizt líka,
að jeg er að basla við að reyta til þín
í leigur af láninu, eptir því sem jeg
get«.
»Já, en svo veizt þú líka, að allt af
safnast fyrir meira og meira með
hverju ári. Jeg verð að fara að hugsa
dálítið um sjálfan mig. það er ekk-
ert hóf á því, hvað jeg á orðið mikið
hjá öðrunn.
»þú manst það víst, að þú hefur
allt af sagt, að meðan jeg sýndi sömu
viðleitni á að standa í skilum og okk-
ur annars bæri ekkert á milli, þá
mundir þú ekki ganga að mjer. þú
getur ekki annað sagt en að jeg hafi
reytt mig eptir mætti. Hvað sem
skuldaskiptunum annars líður, þá hef-
urðu ekki enn tapað neinu á mjer,
Sveinbjörn. Og þú veizt það líka, að
jeg hef ekki verið þjer andstæður,
þegar þú hefur viljað fá einhverju
framgengt í sveitarmálum«.
»Ekki kannast jeg við það, Olafur
minn, að það hafi verið neinum fast-
mælum bundið — að minnsta kosti
ekki neinum löglegum samningum —
að jeg ætti að láta skuldaskipti okkar
darka svona um aldur og ævi. þú
sjer það sjálfur, einhvern tíma hlýtur
að koma að skuldadögununu.
»En þú veizt að jeg;/eíekki borgað
þessa skuld, meðan börnin eru svona
mörg í ómegð. það væri sama sem
að setja mig á sveitina. Við höfum
verið góðir vinir tuttugu ár, og jeg
trúi því ekki fyr en jeg tek á, að það
sje það, sem fyrir þjer vakir. Hvað
er það þá? þú býr yfir einhverju,
sem þú hefur'iekki enn látið uppi. Hvað
er það, sem þú vilt fá mig til að gera«?
»Fá þig til að “gera?! þú heldur
þó ekki, að jeg ætli að fara að kúga
þig til að gera eitthvert ódæði? Nei,
þú fær sannarlega að vera frjáls að
óllum þínum verkum fyrir mjer, Olaf-
ur minn. -— Jeg veit, það er örðugt
fyrir þig að borga sem stendur, og jeg
hef mikið um það hugsað, hvernig okk-
ur væri báðum hentast að hafa þetta.
Mjer hefur hugkvæmzt ráð, sem jeg
mundi fyrir mitt leyti una við. En
jeg veit ekki, hv rnig þjer kann að
lítast á það, og jeg vona, þjer^skiljist
það, að jeg læt þig alveg sjálfráðan,
gersamlega sjálfráðan«.
Olafur kinkaði kolli og horfði áfergju-
lega framan í Sveiubjörn.
Sveinbjörn þagði við litla stund og
tók svo aptur til máls.
»Mjer hefur hugkvæmzt«, sagði hann,
»að bjóða þjer að taka Solveigu þína
að mjer — giptast henni — helzt nú
í haust. Gæti þetta lánazt, þá getur
þú nærri, að jeg mundi líta eptir því,
að ekki kreppti að, þjer, meðan við
lifum báðir. En gæti nú ekkert úr
þessu orðið, þá hef jeg hugsað mjer
að breyta eitthvað til til muna. Jeg er
oröinn þreyttur á að búa á sama
hátt og að undanförnu. Jeg hugsa
mjer helzt að bregða þá búi og líkleg-
ast flytja burt af landinu — þó að
það sje vitaskuld ekki fullráðið enn.
En hvað sem jeg tek fyrir, þá þarf
jeg þá á öllu mínu að halda. Jeg
neyðist þá til að fara það, sem jeg
kemst, við alla mína skuldunauta. En
jeg tek það aptur fram, að jeg læt
þig alveg sjálfráðau. Jeg vil enga
nauðung — enga þvingun. Hvernig
lízt þjer svo á þetta?«
»þú getur því víst nærri, aó mjer
lízt ekki öðruvísi en vel á það, ef það
getur lánazt. En — hefurðu nefnt
það við Veigu? það er auðvitað mest
undir henni komið«.
»Jeg býst við, hún hafi skilið það á
mjer.»
»Og hvernig tók hún þvf?«
»Hún tók því — tók því — eigÍD-
lega ekki líklega. En hún hefur sjálf-
sagt hugsað sjer að ráðfæra sig við ykk-
ur, foreldra sína. — Jeg ætla alveg að
leggja málið í þínar hendur, Olafur
minn. Jeg kem heim annað kvöld,
og þá þætti mjer gntt að fá að vita
annaðhvort. þú hefur þ-tta alveg
eins og ykkur kemur saman um. Nátt-
úrlega er mjer það áhugamál. En jeg
vil enga nauðung — þú manst það
— enga nauðung«.
• -«"►•••- «
Bókmenntafjelagið.
Fyrri ársfundur Reykjavíkurdeildar
haldinn í fýrra dag.
Forseti, dr. Björn M. Olsen, skýrði
frá fjárhag fjelagsins samkvæmt fram-
lögðum reikningum og endurskoðuðum.
Með því að gefa ekkert út nema hinar
föstu ársbækur (Skírni og Tímaritið)
og með því að gera gangskör að inn-
heimtu útistandandi skulda frá fyrri
árnm — sumpart með eptirgjöf á
nokkru eptir fundarheimild — hafði
tekizt þetta ár (1897) að þoka skuld
fjelagsins úr nál. 3100 kr. niður í 1400
króuur.
Forseti minntist í fundarbyrjun lof-
samlega 2 dáinna heiðursfjelaga, hinna
frægu, ágætu fræðimaDna, háskóla- »
kennaranna Japetns Steenstrups í
Khöfn og C. R. Ungers í Kristjaníu,
og rómaði fuudurinn það með honum
í einu hlj.
þetta ár von á rúmum 50 örkum í
bókum frá fjeiaginu, mest frá Hafnar-
deildinm (framhald af Safni til sögu
Islands, Landfræðissögu og Fornbrjefa-
safni).
Atkvæðagreiðslu hjer innanlands lum
niðurlagning útlendu frjettanna í Skírni
hafði reitt þannig af, að 80 fjelagsmenn
vilja láta hætta við þær, en 82 halda
þeim áfrain, — einkum sveitamenn;
komu að eins fram 166 atkv., þar af
4 ógild. Síra Bjarni Símonarson ritar
innlendar frjettir í þ. á. Skírni, eins
og að undanförnu, en Jón Ólafsson út-
lendar (eins og í fyrra).
Jón Borgfirðingur kjörinn ibrjefafje-
lagi í einu hlj.
Svofelld tillaga frá stjórn fjelagsdeild-
arinnar var samþykkt í einu hljóði:
•Fundurinn veitir stjórninni heimild
til að semja við Hafnardeildina um,
að báðar deildir í sameiningu heiti
verðlaunum, allt að 500 kr., fyrir hina
beztu ritgjörð um sögu Islands á þess-
ari öld, með þeim nánari skilyrðum,
sem stjórnum deildanna kemur saman
um«.
Frá Vestur-íslendingum.
Skólamál kirkjufjelagsins.
Isafold hefir áður skýrt frá, í hvert
horf það mál komst á síðasta kirkju-
þingi. Líkindin voru allmikil fyrir
því, að skólinn yrði reistur í Park
River, og var svo til ætlað, að skóla
nefndin ákvæði staðinn nú um nýjárið,
samkvæmt væntanlegum tilboðum,
sem kirkjuþingið hafði ráð fyrir gert.
Ekki varð samt úr því. Boð Park
Rivt r-manna um styrk til skólans voru
ekki eins og kirkjuþingið hafði gert að
skilyrði fyrír því að hann yrði þar
reistur, og engin tilboð voru lögð fram
frá neinum öðrum bæ. En þeir nefnd-
armennirnir, sem heima eiga í Mani-
toba, skýrðu frá, að þeir hefðu fengið
loforð um talsverðari fjárstyrk frá
enskumælandi mönnum í Winnipeg,
ef skólinn yrði þar. Málinu var því
frestað til næsta kirkjuþings.
Fröken Ólafia Jóhannsdóttir
hefir haldið áfram fundahöldum sín-
um meðal Islendinga í Manitoba, en
var fariu þaðan, þegar síðast frjettist.
Fjöldi manna hefir fyrir hennar orð
gengiö í bindindi, sumir gerzt fjelagar
í »Hvíta bandinu#, aðrir orðið Good-
templarar. Islenzkir Goodtemplarar í
Winnipeg gáfu henni gullúr og gull-
keðju, áður en hún fór þaðan alfarin..
Mannalát.
Kristín Björnsdóttir, ekkja, frá Saur-
um í Miðfirði, dó í Seattle, Wash. —
Seinunn Gísladóttir, ekkja, 43 ára, ætt-
uð úr Miðfirði í Húnavatnssýslu, dó í
Nýja-lslandi. — Soffía þorsteinsdótt r
Petersen, kona Niss Petersens, frá
Njálsstöðum í Húnavatnssýslu, 67 ára,
dó nálægt Hallson í N.-I)akota. —
Magný Pjetursdóttir, 29 ára, frá Felli
í Arnessýsiu, kona ívars Jónassonar
frá Hvítárvöllum í Borgarfirði, dó í
Winnipeg. — Jakobína Jónasdóttir, úr
Hrísey áEyjafirði, kona Vilhjálms 01-
geirssonar, dó í Winnipeg.
BarsmíðaTnálið.
þeir fengu sektir fyrir lögreglubrot,
þessir sem börðu Jóhannes smið Böð-
varsson hjer á þrettándakveld, Sigur-
geir SigurðsBon 15 kr. auk 5 kr. máls
kostnaðar, og Pjetur Guðinundsson