Ísafold - 26.03.1898, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.03.1898, Blaðsíða 1
Kenuir nt ýniist einn sinni eða tvisv. i vikn. Verft érg. (SO arka minnst) 4 kr., erlemiis 5 kr. eða l*/s doll.; borgist fyrir tniðjan jiilí (erlendis fyrir fram). ISAFOL Q Uppsögn (skrifleg, buntnn við áramót, ógild nema komin sje til itgefanda fvrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er í Austurntrœti S. XXV. árs. Reykjavík, langarda^inn 26. marz 1898. 16. blað. Forngripnsnfi opiðmvd.og ld. kl 11—12. Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl. 11 — 2. Bankastjóri við ll'/a— 1 ’/a,ann- ar gæzlustjóri 12—1. Landshókasafn opið bvern virkan dag kl 12—2, og einni stnndu lengur (til kl.ð) nid , nivd. og ld. til útlána. Póstar væntanlegir: anstan 2Í., vestan ííO. þ. m.; norðan 1. april. Transt og vantraust. Ótrúin á íslendingum. Skrifstofuriki og þingvald. Á eitium stað í bæklingi sínurn (bls. 29) ber Bogi Melsteð dr. Valtý á brýn, að hann liti »nokkuð svart á ýmislegt beima«, hafi »þá skoðun, að Isleuding- ar sjeu eigi enn sem komið er færir um að stjórna sjer sjálfir«. þessi böl- sýni dr. V. G. á að vera undirrótin til þeirrar breytingar á stjórnarskipun- inni, sem hann fer fram á. Hvernig er nú traust Boga Mf lsteðs sjálfs á Íslendingum? Telur hann þá ve.I færa um að stjórna sjer sjálfa? ðldrei höfum vjer Bjeð korna í ljós eindregnara vantraust á nokkurri þjóð hiá nokkrum manni heldur en ótrú Boga Melsteðs á Islendingum. Hvað eptir annað lýsir hann yfir þeirri sann- færing sinní, að alþingi íslendinga gje of lítilsiglt til þess að ge a átt tal við ráðgjafa augliti til auglitis. þingmennirnir mundu jskki þora að halda fram sannfæring sinni og mál- stað þjóðarinnar gagnvart slíkum höfð- ingja. »það mundi þykja varúðar- vert að styggja hann, því hann hefði í hendi sjer vald til að launa og refsa flestum þingmönnum, eða að láta þá gjalda þess á einhvern hátt», segir hann á bls. 9—10. »1 þinginu gæti hann ávallt haft meiri hluta, ef hann er duglegur og lætur sjer ekki allt fyr- ir brjósti brenna«, a> gir hann á bls 43. þetta er þá dómur Boga Melsteðs um íslendinga! jEptir hans kenning geta þeir ekki kosið það þing, sein fært sje um að tala við sinn eigin ráðgjafa. Aldrei hefir nokkurri þjóð verið borin á brýn aumari vesal- mennska. Væri það utlendur mað- ur, sem talaði um oss á þessa leið, þá mundi mörgum hætta við að bregða honum um illgirni. Nú er það ís- lenzkur maður, sem segir þetta, mað- ur, sem að sjálfsögðu ber hlýjan hug í brjósti til þjóðar sinnar og villhenni allt hið bezta. En það er jafnmikil ástæða fyrir því til að mótmæla öðr- um einsáburði og þessum,—áburði, sem engin minnsta átylla er fyrir í þing- sögu vorri. Hvað sem annars kann að mega segja misjafnt um löggja,far- þing vort, þá væri það helber rang- indi að bera því á brýn yfirleitt hræðslu við valdsmennina. Aðalágreiningurinn milli Boga Mel- steðs og vor allra, sem þiggja vildum 8tjórnartilboðið á sfðasta þingi, er fólg- inn í þessu: Bogi Melsteð vill skrifstofu- ríkið; vjer viljum þingvald á Is- landi. ísafold mun síðar gera nákvæma grein fyrir þeirri stjórnarbót, er hann heldur fram. Að þessu sinni látum vjer oss nægja að benda á þetta eitt: Hann þrástagast á því, að það sje innlenda valdið, sem vjer þurf- um að fá aukið. En við hvað á hann svo, þegar hann er að tala um »innlenda valdið«? A hann við það vald, sem er þunga- miðjan í öllum þjóðfrelsishugmyDdum nútíðarþjóðanna, — þjóðarvaldið þing- valdið? Nei. það er svo sem öðru nær. það er allt af og undantekningar- lausl landshöfðingjavaldið, sem hann á við. Honum hugkvæmist revndar ekki nokkurt ráð til þess að auka það vald. Hvernig sem því er velt, verð- ur úrslitavaldið í þýðingarmestu mál- um þjóðarinnar stöðugt hjá ráðgjafa og konungi. En hvað um það, þetta er nú það sem fyrir honum vakir: að fá aukið vald laudshöfðingja-skrifstof- unnar, en ekki þingsins. Hvernig ætti líka þeim manni að vera annt um að auka þingvaldið, sem lítur á alþingi öðrum eins fyrirlitning- ar augum, eins og þegar hefir verið á beDt? Eða rjettara sagt — hvernig ætti að vera unnt að auka vald ann- arar eins raggeita-samkomu eins og hann kallar löggjafarþing íslendinga? það er ekki nema sjálfsögð aíleiðing af jafu-botnlausu vantrausti, að hann hyggur, að þingið mundi eingöngu verða fyrir ahrifum af ráðgjafanum, en ráð- gjafinn ekki fyrir neinum áhrifum af þinginu. En þetta er skýlaus afneitun allra þeirra hug9jóna, sem vakið hafa þjóð- frelsisbaáttu vora og allraannara þjóða. þetta er ekki íheldni. þetta er ramasta apturhald. þarna liggja dýpstu ræturnar að á- greiningnum. \ jer höfum énga trúá landshöfðingja- valdinu — að það verði til þess aó leiða þjoð vora tii aukinnar hagsældar, lypta henni upp í æðri menning. Til þess vantar það aðalskilyrðin, hvað á- gætur maður sem hefir það með hönd- um. það er ábyrgðarlaust, og það verður alla sína daga undirlægja ráð- gjafavaldsins, — þess vegna ekki ann- að en skrifstofuvald. En vjer höfum trú á þinginu — þegar það hefur fengið leiðtoga tneð fullri ábyrgð fyrir gerðum sinum. Vjer þekkjum enga aðra leið til að styrkja ábyrgðartilfinning þingsins sjálfs <en þá, að það viti — ekki af ágizkun og ímyDdunum, heldur með fullri vissu, hver verði árangurinn, að því er tii stjórnarinnar kemur, af hverri einni ráðastofnun þess. Vjer þekkj- um enga aðra leið til þess að þingið verði þjóðinni að f llum noturn en þá, að það sje í sem allra- nánastri sam- vinnu við stjórnina. Vjer þekkjum enga aðra tryggingu fyrir því, að vjer fáum viðunanlega stjórn.en þá, að ráð- gjafi vor verði fyrir áhrifum beint af þinginu. Og vjer afneitum þeirri kenn- ing sem hneyksli og heimsku, að þing- ið geti engin áhrif haft á ráðgjafann — manninn, sem á að sækja til þess öll aðalskilyrðiu fvrir því, að starf hans verði ekki til athlægis og báðungar. það getur vel verið, að ráðgjafinn fái mikið vald yfir þinginu. Betur að svo yrði! Bogi Melsteð heldur það væri ólán. Auðvitað væri það eitthvert mesta lán þjóðarinnar. því að það væri ekki að eins sönnun fyrir því, að ráð- gjafinn væri atkvæðamaður. það væri um leið sönnun fyrir því, að hann væri að berjast fyrir einhverjum þeim ráðstöfunum, sem þjóðin teldi sj r heillavænlegar. Hann hefði aldrei lengi vald yfir þinginu með ónytjungs- skap. Og hann hefðí það ekki held- ur með því, að berjast gegn þjóðar- viþauum. Eða hvers vegna skyldu Islending- ar vera þeim mun þrællundaðri öllum öðrum þjóðum, að þeir sætti sig við að styðja þá til valda og virðingar, sem þeir eru annaðhvort sannfærðir um að sjeu einkis nýtir, eða sjeu að vinna þeim tjón ? •m • tm Væntanleg stórtíðiJidi 1898. 1 byrjun ársins 1898, segir enska tímaritið Spectator, gera menn sjer f hugarlund um alla Norðurálfuna, án þess að koma með ástæður fyrir þeirri trú sinm, að á þessu ári muni, eius og árið 1848, hver stórviðburðurinn reka annan. Ekki er sjálfsagt að það yrðu hryggilegir viðburðir, þó að hljóð- ið sje ekki gott í mönnum. þessarar skoðun&r verður vart, við hvern sem talað er svo að segja, allt frá ráðherr- um og niður að óbreyttum alþýðu- mönnum. Vitaskuld er að minnsta kosti ein auðsæ ástæða fyrir þessari trú. Aldrei í mannkyfissögunni hafa verið fleiri stórmál, er bráða-nauðsynlegt hafi ver- ið að ráða fram úr. Kínverska ríkinu, þessu feiknaflæmi, sem um langan aldur hefir verið því nær eins út úr skotið eins og það væri á annari plánetu, hefir nú allt í einu verið varpað í deigluna, og stórveldin koma á fleygingsferð með ópi og ó- hljóðum, sem ekki benda á sjerlega vingjarnleg skipti. Líklegt er, að Bússar og þjóðverjar muni óvingast út af þessu kínverska máli. Frakkar eru sárgramir út af því, að hin stórveldin hafi gleymt sjer. Á Englandi eru lík- ur til að verzlunarstjettin muni krefj- ast þess atferlis í austurlöndum, sem leiða mundi til mikils ófriðar. Aust- urríki og Ungverjaland eru að liðast sundur, og það er eins og þau haldi, að notalegast muni vera að detta sundur í mola. Italir fá enga stjórn, sem stjórnað getur, og nú væri stjórn- arbylting þeirra á meðal, ef Ítalía væri ekki eins og hún er. SpáDverj- ar geta ekki ráðið það við sig, hvort láta skuli að kröfuin alþýðunnar um að segja Bandaríkjunum stríð áhendur, eða Karlungar eigi að hefja uppreist af nýju eða herinn eigi að vekja stjórnárbylt- ing í landinu. Tyrki er farið að langa til að lumbra á Búlgörum, eins og þeir hafa lumbrað á Grikkjum. Á ludlandi er sú skoðun að færast út, að Englendingar hafi gleymt snillisig- urvegaranna, og að nú fari í hönd sá tími, að eitthvað megi að hafast. A Englandi er hvervetna ótti við það, að herinn og flotinn sjeu ekki nógu öfl- ugir, ótti, sem bendir á, að búizt sje við árásum úr öllum áttum og við- sjárverðustu hættu fyrir ríkið. En hvers vegna ætti þetta allt að gerast nú þegar á þessu ári? Vegna þess, munu flestir svara, að viðburð- irnir koma nú með nokkurs konar raf- magnshraða, og það gerist nú á ein- um mánuði, sem áður gat ekki gerzt á styttri tíma en ári. Stríðin eru stutt, miklar breytingar fljótar á ferð- inni; einn maður ræður yfir mesta liðs- afla veraldarinnar; atburðir, sera menn hafa sjeð fyrir fram, geta komið á einni viku, og á einu augnabliki þeir atburðir, sem engan hefir grunað. Allt er þetta að míklu leyti satt; en reynslan kennir oss þó, að jafnvel þótt einstakir viðburðir gerist fljótt, þá geta aðrir viðburðir hangið yfir höfðum vorum mörg ár. þeir af oss, sem nú eru orðnir rosknir nokkuð, hafa beðið meira en fjórðung aldar eptir þeim miklu vopnaviðskiptum Norðurálfuþjóðanna, sem menn áttu svo vísa von á 1872, sem svo lítið vantaði á að yrðu 1875, en eru þó ókomin enn. Veldisstóll Tyrkjasoldáns hefir verið valtur 22 ár, en samtstend- ur haun enn. Örn Austurríkis fjekk ólífissár 1866, en nú breiðir hann vængi sína yfir meira landflæmi en,áð- ur. Hve hjartanlega höfum vjer ekki allir og hve hamslaust hafa ekkimarg- ir af oss vonað að Norðurálfan mundi kveða upp hegningardóm yfir morð- ingja Armeníumanna, — og niðurstað- an hefir orðið sú ein, að soldán hefir nú aptur komið sjer upp öflugum her. Og hvernig hefir ekki Kríteyjarmálið verið uppi á teningnum alla vora ævi ? Og Spánn og Bandaríkin hafa um marga mánuði látið sem þau mundu fara að skjótast á. Hvað vjer böfum rætt um hættuna fyrir þegnfjelagslífið og mannfjelagsbyltinguna, sem mundi vera í nánd, síðan vjer fyrst munum

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.