Ísafold - 27.04.1898, Blaðsíða 1
ISAFOLD.
Reykjavík, miðvikudag’inn 27. apríl 1898.
Kenrar ut ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Verð árg. (80 arka
rninnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l1/2 doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
XXV. árg.
fpjr- Tvisvar í viku kem-
ur Isafold út, miðviku-
daga og laugardaga.
Fomgripamfnopiðínvd.og ld. kl.ll—1‘2.
Landsbankinn opinn’ livern virkan dag
kl. 11_2. BankastjSri við ll'/a—l'/ii,ann-
ar gœzlustjóri 12 1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
kl 12—2, og einni stundu lengur (til kl.S)
md, mvd. og ld. til útlána.
lítlendar fr*j ettir.
Khöfn 14. april.
Bneland.
Föstuda.ginn langa stóð harður'oardagi
rueð hersveitum Breta og Egipta, und-
ir forustu Herberts Kitcheners hers-
höfðingja, og herdeild kalífsins í Om-
durman, falsspámannsins, við ána
Atbar, sem rennur í Níl (að austan).
Bretar og Egiptar 13,000, hinir 19,000.
Mannfallið allmikið, en langt um meira
af liði falsspámaunsius, og á meðal
hertekmna manna varð hershöfðing-
inn sjálfur, Mahmud að nafni.
í rjettu samræmi við aðra Evrópu-
bræður hafa Englendingar nú náð
leigumálarjetti á höfninni og tangan-
um Vei-Hai-Vei í Kína, og nú hafa
þeir og Bússar hvorir gát á öðrum
fyrir sunnan og norðan Petsjílíílóa-
sundið. Leigan við sama tíma miðuð
sem fyrir Rússa fyrir norðan. En
þess skal geta, að Englendingar segj-
ast um leið hafa fengið 5 aðra hafn-
arstaði opnaða fyrir verzlun og þjóða-
viðskiptum.
Frakkland.
Zoladómurinn kom í æðra dóm og
var þar ónýttur. En nú hefir Zola
fengið nýja stefnu, eða — að því er oss
skynjast -— frá þeim, sem sátu í
®8terhazydóminum, og fengu meiðing-
arorð í brjefi Zola til ríkisforsetans.
^rn þetta margt talað í blöðunum.
Sum segja> að Méline vilji aptramáls-
sókninni, en efast um, að kænska
hans endist til íþetta, skipti, því bæði
hermenn og klerkar beita allri fjöl-
þreifni til að koma reki á málið. —
A seinustu dögum þykir margt upp
koniið, sem sanni, að það brjef sje
skrifað af Esterhazy, sem haft var
Dreyfus til áfellis. Eflaust talið, að
Zola og vinir hans muni ekkert til
spara, að málið nýja verði í raun
rjettri að endurnýjnn Dreyfuss- og
Ezterhazys-málanna.
Frá Bandarík.junum og Spáni.
Að hverju reiða mundi með þessum
Hkjum út af atburðunum á Kuba, og
eprengingujjni í Havanna, hefir lengi
þótt sem bak skýja fólgið. Nú mun
þó óhætt að segja, að farið sjeaðrofa
fil, þó ekki sje annað fyrir að sjá en
að það verði þrumurof. Bandaríkin
hafa opt lýst því yfir, að þau mættu
ekki horfa lengur aðgjörðala.us á all-
ar óhasfurnar á Kúba, á vígaofsann,
á þjáningar fólksinB og eymdir, á
nauðir af pest og hungri, en þverr-
un þess, svo hundruðum þúsunda
skiptir, á seinustu þrem árum. þetta
lengi röksamlega fært fram, bæði í
Madríd cg í Washington. Loksins
tók Spánarstjórn það til úrræðis, að
bjóða uppreistarmönnum vopnahlje
— rnargir segja eptir ráði Leós páfa.
Frjettinni ekki illa tekið í Washington,
en spurt, sem von var, »hvernig verð-
ur boöinu tekið?«. Svo bætt við:
»Viti það allir, að Bandaríkin heimta
þrot ófríðar af hvorumtveggju og
trygging fyrir fullri friðargerð og þegn-
legu friðaráscandi á eylandinu. Ann-
ars verða þau að láta til sinna kasta
koma«.
Svo hljóðar hjer urú bil nefndarálit
öldungadeildarinnar, eða svar hennar
upp á þingboðun McKinleys, þar sem
líkt var við komið, en því verður
sjálfsagt samhljóða nefndarálit hinnar
deildarinnar. Verði svo á þau fallizt
í báðum, verður í einu hljóði skorað á
ríkisforsetann að beitast fyrir sæmd-
um og rjettarkvöðum Bandaríkjanna,
en neyta til allrar orku þeirra og afla.
Fyrsta kvöðin til Spánverja verður
svo, að halda á burt frá eylandinu
með her sinn allan.
Alþýðumenntunin.
I»að sem Pjetur og Páll segja
Sum haná.
Eptir alþýðukennara.
IX Stjórn kennslumálanna.Bptirlit.
Að svo miklu leyti sem talað verð-
ur um stjórn hinna lcegri menntamála,
eins og nú stendur, þá eru það stipts-
yfirvöldin, sem hafa hana á hendi.
Stiptsyfirvöldin, amtmaðurinn yfir Suð-
ur-og Vesturamtinu og biskup landsins,
má allt af búast við að verði vel mennt-
aðir og mikilhæfir menn, og má því
svo virðast, sem stjórn menntamála
alþýðunnar sje vel borgið í þeirra hönd-
um.
Svo er að vísu, að í þessi embætti
munu ávallt veljast góðir menn og vel
menntir, sem því að mörgu leyti
munu vel til þess fallnir að hafa stjórn
kennslumálanna á hendi. En það er
aðgætandi, að báðir hafa þeir umsvifa-
miklum embættum að gegna, sem ekki
leyfa þeim mjóg mikinn tíma til ann-
ara starfa. Og svo er hitt, að þeir,
sem til þessara embætta eru kjörnir,
þurfa ekki að hafa haft nein veruleg
kynni af barnakennslu eða öðru, er að
hetmi lýtur; að vísu má búast við, að
biskup hafi um lengri eða skemmri
tíraa haft á hendi uppfræðslu barna í
kristindómi. Meiri þarf þekking hans
og reynsla ekki að vera, nje margbreytt-
ari, á kennslumálum. Hjer vantar
því alla tryggingu fyrir að »fagmenn«
fjalli um stjórn menntamála alþýðunn-
ar.
Hvað er það svo sem helzt, sem
»fagmenn« þarf til, af því, sem stipts-
yfirvöldin vinna að stjórn menntamála
alþýðu?
í einu orði: allt, sem þau gjöra sem
kenuslumálastjórn. Vfirstjórn kennslu-
rnáln, í hverju landi sem er, þarf að
vera gagnkunnug og vel heima í öllu
því, er að kennslu og uppeldi lýtur.
Annars getur hún ekki sjeð, hvar skór-
inn kreppir, nje gert þær rjettarbæt-
ur og fyrirskipanir, semviðeiga. Hjer
hjá oss, þar sem eugin lög eru til um
alþýðumenntamál, væri æskilegt, að
yfirstjórnin hefði vald til ýmisskonar
afskipta um kennslumálin, vald til að
gefa út fyrirskipanir, sem hefðu sama
gildi og lög væru, er þær heiðu fengið
staðfestingu landshöfðingja. Slíkt vald
væri langt um nær fyrir þingið að
leggja 1 hendurnar á yfirstjórninni,
heldur en að vera sjálft ár eptir ár
að fjalla urn ýms atriði þeirra rnála,
sem beint heyra undir kennslumála-
stjórnina, er ekki verður búizt við að
þingið hafi þekkingu til að ræða urn
eða ráða til lykta. En til þess að
tryggja enn betur viturlegar ráðstafanir
af heudi yfirstjórnarinnar, þyrfti að
skipa í hana fagmönnum, kennurum,
að minnsta kosti að einhverju leyti.
Eu hversu svo sem yfirstjórn
kennslumálanna verður skipað, vantar
alla hjeraðastjórn í þessum málum og
allt eptirlit með kenuslumálum í sveit-
uuum. því rnun verða svarað svo, að
prestarnir eigi að hafa það eptirlit, hver í
sinni sókn eða sóknum. Og þar sem
góðum og áhugamiklum prestum er á
að skipa, er líka þeirra eptirlit betra
en ekki. En allvíða stendur svo á,
að betra mundi að láta prestana ekki
alveg eina um hituna.
Hjer eru góð ráð dýr; en eitthvað
verður að gera til þess að girða fyrir,
að þær mennta-tilraunir, sem verið er
að gera, verði að hjegómanum ein-
berum.
Á einstöku safnaðarfundum er nú'
farið að ræða um menntamálin, og er
það gleðilegur vottur um vakandi á-
huga. Opt er kvartað yfir því, að
safnaðafundirnir hafi ekkert að gera.
Hjer er nóg verkefni fyrir höndum
bæði fyrir þá og hjeraðafundina. En
þá þarf að kjósa sóknarnefndarmenn
og safnaðarfulltrúa með sjerstöku til-
liti til þessa máls. Að hafa sömu
mennina í hreppsnefnd og kennslu-
málanefnd er apturámóti rniður æski-
legt, og það þegar af þeirri ástæðu,
að þeir hafa fjármál hreppsins á hendi;
þar mundi geta átt sjer staö stríð
milli holdsins og andans, er lyki á
þann hátt, að kenuslumálin væru
studd miður en vera bæri af hrepps-
sjóðs fje; enda þarf það alls ekki að
fara sarnan, að hafa vit á hreppstjórn
og kennslumálum.
Skýrslur mætti heimta langt um ná-
kvæmari en nú er gert og hjálpa nokk-
uð með því upp á eptirlitsleysið. En
þá þyrfti að búa svo um hnútaua, að
skýrslurnar væru rjettar og áreiðan-
legar, — að svo miklu leyti sem hægt
væri að búa um þá hnúta. Sjálfsagt
væri að leggja þungar sektir við skýrslu-
fölsun. Yfirstjórnin ætti hægt' með
opt og einatt að grafast eptir, hvort
skýrslur væru rjettar, og skyldi þá
vægðarlaust beita sektum, er það yrði
sannað, að röng skýrsla væri gefin.
það hefur í fyrri köflum þessarar
ritgerðar verið á ýmislegt mínnzt, sem
sýnir, að full þörf er á eptirlitssamari
kennslumálastjórn en nú höfum vjer,
og mætti á margt fleira benda. Mein-
ið er fyrirkomulag yfirstjórnarinnar, en
ekki vanræksla þeirra, sem hafa stjórn-
ina á hendi. 'þeim mönnum verður
víst ekki með rjettu brugðið um van-
rækslu í embættisfærslu.
Hvernig má þá bæta úr eptirlits-
leysinu?
Uppsögn (skri flegy bunam við
áramót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er í
A usturstrœti 8.
24. blað.
Með því, að skipa kennslumála-
nefndir í hverri sveit, gera þeim að
skyldu að gefa skýrslur eptir eyðu-
blöðum, líkum og nú eru höfð, en
nákvæmari; og með því að skipa kenn-
ara til aðstoðar stiptsyfirvöldunum
við yfirumsjónina.
|>að er gott að hafa kennslunefnd í
hverri sveit, en það er líka nauðsyn-
legt að hafa eptirlit með þeim nefnd-
um; það eptirlit geta stiptsyfirvöldin
ekki haft, heldur þurfa þau að láta
framkvæma það fyrir sig, og kæmi
aðstoðarmaður þeirra þá að mestu
leyti í stað skólaumsjónarmanna (in-
spektöra) í öðrum löndum. Væri yfir-
stjórnin þann veg skipuð, mætti ætl-
ast til miklu meiri framkvæmda af
henni, miklu meiri afskipta af kennslu-
málunum, heldur en með nokkurri
sanngirni verður heimtað af stiptsyfir-
völdunum nví sem stendur. En þá
ætti og að gefa yfirstjórninni miklu
meira vald en stiptsyfirvöldin nú. hafa.
Almeimingsálitið.
Iiaflar úr fyrirlestri eptir síra
Ólaf Ólafsson í Arnarbæli.
III.
þegar um það er að ræða, hvernig
almenningsálitið myndast og verður
til, þá má ekki gleyma því atriðinu,
sem opt ræður mestu um almennings-
álitið; og það er vaninn.
það er kunnugra en svo, að nokkur
rök þurfi fyrir að bera, að fjölda-marg-
ir menn hafa þessa eða aðra skoðun
einungis fyrir þá sök, að þeir hafa átt
þeim að venjast, hafa drukkið þær í
sig og samþýtt sjer þær frá því þeir
fóru fyrst að hafa vit á, eða að minnsta
kosti um langan tíraa. f>að er aldrei
eins erfitt að beina almenningsálitinu
í rjetta átt eins og þegar það er þann-
ig undirkomið; því vald vanans er
ríkt, og þeir eru vanalega teljandi, sem
geta slitið af sjer ok vanans. Hið
glöggasta og ljósasta dæmi um öfugt
almenningsdlit, fram komið og alið af
vananum, má benda mönnum á í þeim
hjeruðum og byggðarlögum, þar sem
drykkjuskapur og óregla hafa átt sjer
stað mann fram af manni og kynslóð
eptir kynslóð, eins og dæmin eru til
deginum ljósari »á voru landi, Islandi*.
Við hvaða almenningsáliti má bviast
hjá þeirri kynslóð, sem eins og með
móðurmjólkinni drekkur inn í sig
tryggðina og kærleikann til brenni-
vínsins, eða á þeim helztum æsku-
minningum að hrósa, að hafa sjeð
feður sína, frændur og kunningja og
alla hefðarmenn sveitarinnar meira og
minna drukkna við flestöll alvarleg og
hátíðleg tækifæri; eða hefir heyrt tal-
að um brenuivínið frá fyrstu meðvit-
undar-augnablikunum svo sem eina
hina eðlilegustu og sjálfsögðustu nauð-
synjavöru, er aldrei mætti vanta og
sjálfsagt væri að flytja heim vetur og
sumar í hverri kaupstaðarferð; eða
hefir jafnan átt því að venjast, að
brennivínið væri sett í samband við
allt hið helgasta, alvarlegasta og þýð-
ingarmesta, sem fram fer í lífi krist-
inna manna, við skírnina, við ferming-
una, við giptinguna, við jarðarförina
og þá auðvitað margar messugjörðir