Ísafold - 28.05.1898, Síða 2

Ísafold - 28.05.1898, Síða 2
13.) Vöruyerð. Vegna ófriðarins hefir matvara hækk- að allmjög í verði erlendis, sem sjá má á þessari nýjustu verðskrá frá Khöfn, dags. 13. þ. mán. Hveitimjöl, 100 pd. á kr. 16,25 Rúgmjöl, — - - - 7,55 Rúgur — - - - 7,00 Bygg — - - - 6,75 Hafrar, — - - - 7,00 Hækkunin er mest á hveitinu, svo sem skiljanlegt er, með því að Banda- ríkin eru aðal- hveitibúr heimsins. Kati'i var í 30—36 aurum, eptir gæðum; púðursykur (farin) í 10^ e., hvítasykur óhöggvinn 12£, kandís 14, hrísgrjón —10^. Um saltfiskssölu til Spánar og Itali'u segja menn engu hægt að spá að svo stöddu. En Khafnar-markaður tómur orðmn af þeirri vöru, og því seldist nýverkaður fiskur frá Færeyjum, er þangað kom snemma í mánuðinum, mikið vel, jafnvel á 61 kr. »bankafisk- ur«, en stór jagtafiskur óhnakkakýld- ur á 55 kr., smærri á 40 kr., langa á 55 kr. og ýsa á 25 kr. Og í Leith gefið fyrir nýverkaðan færeyskan fisk 14£ pd. st. smálestiaa og 12 pd. st. fyrir ýsu. — Vertíð mjög brugðizt í Norvegi, eins og frjetzt hafði; aflinn af þorski um land allt talinn 9. þ. mán. um 33 milj., í stað 49 milj. í fyrra, 40 railj. árið þar áður (1896) og 59 milj. tvö árin þar á undan hvort um sig. Ull seldist illa í Khöfn. Um 1200 sekki enn óselt frá f. ári og fæst ekki boð í það. Hvít vorull norðlenzk í 54—55 aurum í orði kveðnu, en sunn- lenzk og vestfirzk í 50 og mislit (svört) í 40 aurum. Fyrir hvíta haustull ó- þvegna síðast gefnir 37 a. og 27 fyr- ir mislita. Lýsi í 32 kr., þ. e. gufubrætt há- lsarlalýoi, tocrb ug grÓmlaU8t, Og pott- brætt 30—31 kr., en dökkt 27 til 28 kr. þorskalýsi 25—28 kr. eptir gæð- um. Búnaðarbálkur. Hvers virði er áburðurinn.? Svo virðist, sem verð á áburði hjer á landi sje fremur af handahófi haft, en eptir frjósemi hans og gildi. Síra Guðm. Einarsson sál. á Breiðabólsstað, hinn búfróðasti maður á sinni tíð, reiknar 70—80 hesta af taði á 36 kr. eða hestinn allt að 50 aurum, og er þá átt við tað eins og það er vanalega hirt, þannig að þvag og haugvökvi sígur á burt, þegar áburðurinn er ekki blandaður þurrum og vökvabind- andi efnum, sem óvíða er gert. Torfi skólastjóri Bjarnason telur þvagið 36 kr. virði eða alls undan kúnni 72 krónur. Sje áburðurinn reiknaður ept- ir því hvað frjóefni hans eru efni í marga töðuhesta, það er að segja ef gert er ráð fyrir beztu hirðmgu á áburð- inum, þá verðurhann 120 kr. virði. (Sjá »Um áburð« í Andvara 1884, bls. 186). Torfi dregur »/» frá af verðmæti áburð- arins fyrir ávinnslu og áburðarhirðingu, og verði þá eptir 80 krónur, sem áburð urinn undan einni kú kostar að frá- dregnum kostnaði. En til þess að reikna áburðinn ekki of hátt, rnetur Torfi hann að eins 50 kr. utn árið, þar sem hann er vel hirtur. Í Rvík er tað-hesturinn seldur á 25 aura og verða því 75 hestar af taói (árstað kýrinnar) kr. 18, 75. En þá er ekki þvagið með, því að í Reykjavík er ó- víða hirt kúamykja svo, að það sje í áburðinum. Fcerikvíar eru hentugastar á gljúpan og lausan jarðveg. .Tarðvegurinn treðst og festist, þar sem færikvíar eru hafðar svo árum skiptir. Með færikvíum er og gott að koma rækt í harðlenda óræktarjörð, sem er miklum mosa vaxinn. Færi bezt á því, að hafa ekki færi- kvíar á sama blettinum ár eptir ár, bera heldur mykju eða einhvern ann- an áburð á á milli. Rotin veggja- og rofamold væri þar hentugur áburður. Bceli, eða það sem sumir kalla nátt- haga, þykja hentug til þess að láta ásauði liggja í á nóttum að surnrinu, frá fráfærum til leita. Eykur þetta töðuaflann mjög. Torfi Bjarnason skólastjóri, sem hefir manna rnesta reynslu á fjárbælum, segir að fást muni nægur áburöur á dagsláttu af bæli undan hverjum 20 ám, og muni í hverju meðalári fást um 7 hesta af góðri töðu af dagsláttunni, það er að segja af þurru mó- eða valliendi, sem girt er utantúns. Bóndi, sem hefir 100 ær í kvíum, ætti því að geta rækt- að 5 dagsláttu bæli og fengið af því 35 hesta af töðu. — Ekki háir það ánutn neitt, þótt þær liggi í náttbæh 5—7 stundir. Að velja sjer bújörð er mikill vandi. Að bera saman kosti og ókosti á jörð- iuni og sjá, hvað rneira muni draga. En ekki er við að búast, að alíur fjöld- inn geti gert sjer vel ljóst, hve mik- ið er varið í að jörðin hafi þeunan eða hinn kost og að hve miklu leyti ýmsir ókostir jarða bera kostina ofurliða, eptir því er til hagar á hvem jörð. Ekki er allt undir því komið, að svo og svo margir heyhestar fáist í hverju meðalári á jörðinni. Ekki er minna komið undir heygæðurri, bvern- ig fje fóðrast á því; sömuleiöis, hvort erfitt er til slægna, hvað kostar að afla heyjanna; ennfremur hvt rnig hag beitin er, hve vel jörðin er fallin til jarðabóta, garðræktar, hve vel túnin og engjar liggja við sólu, o. s. frv. þar sem veðrasæld er, verða færri innistöðudagar fyrir menn og skepnur; meiri not verða að vinnunni, nfeiri af- urðir fást af jörðinni og úr henni. Skepnur hrakast minna og geta notið sín betur úti. Ekki má heldur vera langt í kaupstað, svo að ekki leggist mikill kostnaður á það sem til búsins þarf, og afurðir af búinu gangi betur út og leggist minni kostnaðurá þær, að koma þeim á markaði. Ilvenœr hyggilegast er að bera átún er enn ágreiningsefni meðal bænda vorra og búmanna. það reynist sum- um betra sem öðrum reynist miður, og stafar það af ólíkum jarðvegi, ó- likri veðráttu og ólíkum áburði. Sje jörðin laus í sjer, er hætt' við að heldur mikið af frjóefnum áburð- arins sígi of langt niður, ef borið er á að haustinu. Sje jörðin mjög hall-lend, er hætt við að skolist burtu áburðar- efni með leysingarvatni á vetrum á klaka. f>;ðni jörðin snemma á vorum og vori v 1, getur verið gott að bera á um eða fyrir sumarmál, einkum sje áburðurinn runninn og hafi verið uud- ir þaki. En aptur gengur lítið af á- buróinum niður í jörðina að vorinu, sje kulda- og þurkatíð. En hvort heldur muni vel vora eða illa, getur enginn sagt fyrir fram, eða hagað á- vinnslu á túnum eptir því; verður því allajafna bezt og áreiðanlegast að bera á að haustinu, en ekki þó fyr en háin er hætt að spretta, því ekki má spilla því að hinir ungu frjóang ar hljóti þann þroska undir veturinn, sem kostur er á. Ekkí má heldur gera það á meðan hlýviðri ganga, því þá getur háin farið að vaxa aptur, en það spillir grasrótinni; hún getur beinlínis dáið í vorkuldunum næsta vor, — jörðin kalið. Keypíur á uppfooði. Saga eptir A. Conan Doyle. III. »Guð minn góður! hann eraðdeyjah æpti. Monkhouse Lee dauðhræddur. Hann er beinvaxinn maður, ungur og fríður sýnum, móleitur á andlit og dökkeygður, líkari Spánverja en Eng- lendingi og tneð keltneska ákefð í látbragðinu, mjög ólíka engilsaxnesku geðrónni, sem Smith var meðfædd. »Jeg heid, það hafi bara liðið yfir bann«,sagðilæknisfræðingurinn. »HjáIp- ið þjer mjer til að koma honurn yfir á legubekkinn. Vtið þjer frá yður á undan öllum þessum htlu trjedjöflum. Takið þjer í fæturna. Hann jafnar sig nú bráðum, þegar við erum búnir að hneppa skyrtunni frá honum og þvotta á hann vatnsdropa. Hver þrem- illinn er það, sem hann hefur haft fyr- ir siafni‘?« »Jeg veit ekki. Jeg heyrði hann hljóða. Jeg þaut hingað upp. Jeger vel kunnugur honum. f>að var vel gert af yður, að koma ofan með mjer«. »Hann hefur ákafan hjartslátt«, sagði Smith og lagði höndina á brjóst- ið á manninum ineðvitundarlausa. það er eins og hann hafi orðið til muna hræddur við eitthvað. Skvettið þjer á hann vatni! En hvernig hann er í frarnan!« Andlitið var sannarlega kynlegt og frámunalega ólystilegt var það, því að hörundsliturinn var óeðlilegur og and- litið eins. Andlitið var hvítt, en ekki var á því venjulegi fölvinn, sem staf- hræðslu, heldur var hvítan alvegblóð- laus, eins og neðri hliðin á fiyðru. Hann var feitur mjög, en virtist hafa verið en feitari áður, því að hörundið lá í lausum felíingum og . aragrúi var í þeim af hrukkum. Hárið var stutt, strítt og móleitt og eyrun þykk og illa löguð og stóðu langt upp frá höfð- inu. Ljósgráu augun voru allt af op- in, störðu óafiátanlega og voðalega og augasteinarnir þöndustút. þegar Smith leit niður á haon, virtist honum sem hann hefði aldrei sjeð nokkurt manns- andlit bera meg það sjer jafn-ótvíræð- lega og þetta, að það væri hættulegt, og honum lá við að fara að leggja meiri trúnað á viðvörunina, sem Hastie hafði stungið að honurn einni klukku- stund áður. »Bver ólukkinn er það, sem hann hefir orðið svona hræddur við?« sagði hann. »f>að er smurlingurinn«. • Smurlingurinn? Hvernig þá það?« »Jeg veit ekki. þetta er andstyggðar- óþverri. Jeg vildi óska, hann hætti við það. þetta er í annað skiptið, sem það hefur hent hann. Svona fór í vetur. Jeg fann hann alveg eins og nú með þessa andstyggð íyrir framan sig«. »Hvað er þá það sem hann gerir við smurlinginn?« »< ),. hann er einstakur sjervizku-poki, skal jeg segja yður. Hann er vakinn og sofinn í þessu. Hann veit meira um þess konar efni en nokkur annar maður á Englandi. En jeg vildi hann fengist til að hætta við þetta. <>, nú ætlar hann að fara að ná sjer aptur«. Ofurlítill roði var farinn að færast í náfölvar kinnarnar á Bellingham og augnalokin titruðu eins og segl ept- ir blæjalogn. Hann krepti hnefana og rjetti svoúr hendinni, dróandann þungt, settist svo upp í einum rykk, leit í kriogum sig og var auðsætt að hann kannaðist við sig. þegar honum var litið á smurlinginn, stökk hann upp af legubekknum, þreif sefpappírsrolluna, fleygði heoni niður í skúffu, læsti skúff- unni og skjögraði svo aptur til legu- bekksins. »Hvað gengur á?« sagði hann. Hvaða erindi eigið þið hingað?* »þú hljóðaðir og Ijezt eins og þú værir óður«, sagði Monkhouse Lee, »Ef nágranni okkar hjerna hefði ekki komið ofan, þá veit jeg ekki, hvað jeg hefði átt við þig að gjöra». «(), það er Abercrombie Smith«, sagði Bellingham og leit á hann. »það var vel gjört af yður að koina. En sá auli jeg er! Hamingjan góða! hvað jeg er mikill auli!« Hann tók utan um höfuðið og rak upp skelíihlátur, eins og kona með heilaverk. »Hættið þjer, hættið þjer þessu!« sagði Smith, þreif í herðarnar á hon- um og hristi hann rösklega. — »það er komið algjört ólag á taugarnar í yður. þjer verðið að hætta við að leika yður á nóttunni við smurlinga; annars fer illa fyrir yður. þjerskjálf- ið eins og strá í vindi«. • Mjer þætti gaman að vita, hvort þjer munduð vera eins stilltur eins og jeg er, ef þjer hefðuð sjeð —« »Sjeð hvað?« »Ó, ekki neitt. Jeg átti við það, að jeg vissi ekki, hvort þjer gætuð vak- að á nóttunni með smurlingi, án þess það reyndi neitt á taugar yðar. Jeg efast ekki um, að þjer hafið rjett að mæla. Jeg hef víst iðkað þetta of mikið upp á síðkastið, En nú gengur ekkert að mjer lengur. Gjörið þjer samt svo vel að doka dálítið við. Bíð- ið þjer bara við dálitla stund, þangað til jeg verð búinn að ná mjer aptur«. »það er þungt lopt hjer inni«, sagði Lee og lauk upp glugga, svo að svalr næturloptið streymdi inn í harbergið. »það er harpeis, sem hafður er við smurninguna«, sagði Bellingham. Hann tók eitt þurra pálmaviðarblaðið af borð- inu og hjelt því uppi yfir lampanum. það kviknaði í því og herborgið varð fullt af þykkum reyk og rammri fýlu. — »þetta er plautan helga — presta- plantan«, sagði hann. »kunnið þjer nokkuð í austurlaudamálum, Smith?« »Ekki lifandi vitund. Ekki stakt orð«. það var eins og egipzku fræðingnum hægðist til tnuna, þegar hann heyrði þotta. •Segið þjer mjer«, hjelt hann áfrarn, »hvað langur tími var frá því þjer kom- uð ofan og þangað til jeg fjekk með- vitundina aptur«. »það narn ekki löngum tíma. Fjór- um • ða fimm mínútutn«. »Jeg hjelt ekki, að það hefði getað nutnið löngum tíma«, sagði hann og dró andann þungt. En hvað það er kynl gt að vera meðvitundarlaus. Mað- ur geturekki mælt tírnann. Jeg gat ekki haft neina hugmynd um, hvort það voru sekúndur eða vikur, semlið- ið befðu. það var búið um konunginn þarna á borðinu á dögum elleftu kon- 'jngsættinnar, fyrir fjórum þúsundum ára hjer um bil, og samt mundi hann segja okkur, ef hann mætti tala af nýju, að ailur þessi tími hefði honum fundizt eins og ein svefnnótt. það er óvenjulega fallegur smurlingur þetta, Smith«. Smith laut yfir borðið og virti fyr- ir sjer svartan líkamaun með læknis- augum. Lpphaflega litinn hafði and- litið með öllu misst,en andlitsfallið var óbreytt og tvö lítil augu, lík hnet-um, lágu enn langt inn í svörtum augna- tóptunum. Skinnið var strengt mjög á gagnaugunum, og þykkt og flókið hár, stórgert og svart, lá niður um eyrun. Tvær tennur, sem hefðu getað verið úr rottu, komuupp undan skorpinni neðri neðri vörinni. þessi við'ojóðslegi hlut- ur var einhvern vegin táplegur, þar sem hann hnipraði sig saman með kreppt hnjen og álútan hausinn, og það fór hrollur um Smith. þykk rifin sáust innan undir skinninu, sem líkast er bókfelli, og eins kviðurínn blýlitur, með langa skurðinn eptir

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.