Ísafold - 05.07.1898, Síða 2

Ísafold - 05.07.1898, Síða 2
170 J>að er ómögulegt að hafaat þar við uudir handarjaðri þeirra kumpána. J>eir geta dregið fyrir dóm hvern mann, sem þ im lízt og látið sekta eða sýkna menn eftir því sem þeim býður við að horfa, því þeir hafa nógum vottum á að skipa. Forkólfur þeirra er Martin Engel, sem á 200,000 dollara, er hann hefir rakað saman á því að rýja menn inn að skyrtunni. J>að er ekkert smá- ræðis-vald, sem þessir menn hafa, er þeir hafa sér við hönd mikið lið mein- særismanna, er vinna eið að hverju, sem þeim líkar, og lögregluyfirmenn til þess að taka menn höndum og dómara til þess að halda mönnum í dýflissu eða hleypa þeim út þaðan eftir vild sinni«. Formaður nefndariunar: »Sé svona ástatt þar, hvernig stendur á því, að þar hefir ekki verið gerð uppreisn?« • þetta er mest aðkomið fólk frá öörum löndum, þar sem það hefir van- ist svipuðu, og heldur því, að hér sé stjórnin af sama tægi og ef til vill heldur lakari en þar, sem það átti heima áður; það er flest pólskir Gyð- ingar eða rússneskir eða aðrir útlend- ingar af líku tægi, kunna lítt ensku og eru ókunnugir allri lenzku hér. J>að er svona fólk, sem þessi bófa- samkunda heldur í viðjum ótta og undirgefni undir hvaða óhæfu, erþeim hugkvæmist að hafa í frammi#. ítalskur skóburstari, smásveinn, er hafðíst við á gatnamótum með tæki sín, svo sem þar er lenzka.átti orðið um 3 kr. hjá lögregluyfirmanni einum, er hann hafði burstað skó fyrir fullan mánuð, en hinu aldrei borgað; er þar annars siður að borga þess konar við- vik undir eins, svo að hönd selji hendi. Loks orðaði sveinninn skuld þessa við stórmenni þetta, er það gekk þar fram hjá, er hann hafði bækistöð sína. »Ég skal mylja í þér hvert bein, ef þú á- varpar mig oftar á götunni, skítugur tíkarsonurinn þínn ítalski«. f>etta var svarið höfðingjans þess. J>á gaf sig fram félagi sveinsins — þeir voru tveir í samlögum um atvinnu sína — og á- málgaði um skuldina. Hann vatt sér óðara að piltinum og snoppungaði hann undir bæði eyru, svo að blóðið fossaði um hann. J>á kom annar lög- reglumaður aftan að hinum og keyrði hann niður og barði hann, svo að sá á honurn. þeir félagar tóku síðan sveinana báöa höndum og drógu fyrir lögregludóm, sögðu að peir hefðu verið að fljúgast á óg berjast á götunni. Dómarinn, sem sá að þeir voru allir blóðugir, þótti sem þeir væru búnir að fá nóg og slepti þeim. f>eir kærðu síðan atferli þetta fyrir yfirumsjónar- manni lögregluliðsins í New York, og hét hann þeim, að lögregluforingjum þessum skyldi verða hegnt. En hann átti eigi hót við það. J>á fóru þeir sjálfir í mál til að reyna að ná rétti sínum á foringjunum og höfðu saman 25 dollara til þess að borga málfærslu- manni. Málið komst fyrir kviðdóm hinn meiri, en var þar frestað hvað eftir annað. |>á vildi málfærslumað- urinn hafa meiri þóknun, ef hann ætti að eiga meir við málið, en það var þessum umkomulausu smásveinum um megn. Höfðu þeir bæði áverkann og fémis8inn bótalaust. En lítils er vert um þetta atvik hjá atferli því, er nú skal greina. ----- ■ ■ ■ ------ Ný lög. Enn hafa blotið konungsstaðfestingu em lög frá síðasta alþingi, 4. f. mán.: 38. Lög um breyting á gjaldheimt- um til amtssjóða og sýslusjóða (Til- skipun um búnaðarskólagjald 12. febr. 1872, 3. og 4. gr., numin úr gildi, o. s. frv.). Útlendar fréttir. Kliöfu ‘28. júní 1898. Af ófriðinum. f>að er að segja af ófriðinum, að uppreisnarmenn á Filippseyjum eru komnir að Manillu, en háfa sigrast svo á ýmsum stöðum á hersveitum Spánverja, að mörg hundruð hafa beð- ið bana, en hertekið 4—5 þús. manna. Nú má hvern daginn búast við land- liði frá Ameríku til borgarinnar, eða til flotadeildar Dewey aðmíráls, og að borgin þá gefist honum á vald. For- ingi uppreisnarmanna á nýlega að hafa sagt, að undir eins og þar kæmi, þá lýstu Filippseyjar sig í þjóðvelda- tölu í skjólstæði og undír forræði Bandaríkjanna. Að vestan mest í fréttir fært af því hafnabanni, sem herskip Bandaríkjanna hafa fært að fleirum og fleirum strand- bæjum áKúbu, og þeirri kreppikví, sem Sampson flooaforingi með höfuðdeild fiotans hefir haldið San Jago í ásamt herskipum Spánverja, sem þar hafa haldið sér í virkjahæli borgarinnar. Með seinni fréttum að telja, að önnur flotadeild — fynr henni foringi Miles að nafni — sé á ferð til Portóríkó, en þar væri Spánverjar illa staddir uppreisnar vegna. En nú eru höfuð- tíðindin, að flutningsfloti landhers frá Bandaríkjum (27,000 manna) er fyrir tveim dögum kominn til Sampsons, en þeim her stýrir hershöfðingi, er Shafter heitir. Sjálfsagt talið, að at- lögur og atvígi byrji sem bráðast, og sveitir uppreisnarmanna, er stvöðum halda upp og út frá borginni, muni taka þátt í sókninui. J>egar þessi borg er unnin, er eftir að láta til skarar skríða við Havanna og við meginher Spánverja. |>að er líkast satt, sem nú er sagt, að ef á þarf að halda, þá muni koma til Kúbu mikill landgönguher, 120 þúsundir manna, með haustinu, þegar rigning- um er lokið og heilsu manna minni hætta búin. Nú skal í stytstu máli bent á Noróurálfuríkin en víða er með áhyggju búist við því sem að fer og miklu þykir varða. Daniu halda nú50ára júbilminning afreka sinna gegn hertogadæmunum og liðveizlumönnum þeirra (1848—50). Höfuðhátíðin stendur í Khöfn í Rós- enborgargarði. — Dáinn er nýlega C. E. With (konferenzráð), eftir harðar og langvinnar þjáningar, einnaflækna- skörungum Dana, ávalt mikils metinn fyrir dugnað og mannkosti. Nokðmenn virðasc nú orðnir þýðari í þeli til bræðranna fyrir handan Kjöl- inn. f>etta hefir komið svo niður á konungi og krónprinzinum, að lífeyrir beggja er nú færður upp aftur jafnt og áður var. EnoHíEndingab hafa náð Ligumála hjá Kínverjum (til 99 ára) á miklu landsvæði upp frá eyjunni Hongkong (sem þeir eiga), og semja við þá um járnbrautalagningar þar syðra, og lið- veizlu til að bæta her og landvarnir. Á Fkökkum heldur ókyrð að svo stöddu, því eftir kosníngarnar komst reik og svif á stjórnina, er sú yfir- lýsing komst fram á þinginu, að hún leitaði þingfylgis hjá ósamkynja flokk- um, en talað um bæði einvaldsliða og klerkasinna í hennar fylkingu. Nú er Faure forseti að koma saman nýju ráðaneyti, þó afartregt vilji ganga. þingkosningar J>jóðvekja ekki til fulls um garð gengnar. Búist við lítilli breyting á liði flokkanna, en líkast þykir, að þinglið miðflokksins (hins kaþólska) og sósíalista fjölgi. Italía. Yíðast enn mikil óánægja, og svo stendur í stríðasta ráðaneytis- basli. Austukbíjvi. þaðan hin gömlu tíð- indi, að þjóðflokkaþjósturinn vex svo í vesturdeildinni, sem alt ætli af göfl- um að ganga. Enn af ófriðinum. Með »Botníu« bárust hingað ensk blöð til 27. f. mán., mánud. að var, og segir þar greinilega frá þvi', er fyrst bar saman fundum landgönguliðsins ameríska og hinna spæDsku liðsveita, er eiga að verjaSanJago landmeginn. það var framlið Shafters hershöfð- ingja, ríðandi, og átti eftir um li mllu danska til borgarinnar; fór með glaumi og ys, og ugði eigi að sér. þar höfðu Spánverjar veitt þeim fyrirsát, á hæð nokkurri, en skógur fal sýn í milli. þeir voru um 2000, en sveit Banda- manna 1200. Sló þar í bardaga, er stóð hálfa eykt, tæpa þó, og lauk svo, að Spánverjar flýðu, en féllu áður af þeirra liði nær 40 manna, en 10 einir af Bandamönnum og margir nokkuð sárir (40—50), sumir til bana. Allar líkur til, að í San Jago verði lítið um vörn úr þessu, með því líka að þar mun liðskostur fremur rýr og borgin víggirðingalaus, heldur að eins virki nokkur við hafnarmynnið. Munu þá Bandamenn skjóta á flotann spænska af landi, með fallbyssum, er þeir hafa með sér flutt, en Sampson aðmíráll á hinu leytinu eins og örn á nesinu úti fyrir með allan flotann Bandamanna þar við eyjarnar. þá kom og síðustu dagana sú frétt af þeirri flotadeild Spánverja, er lengst hefir hafst við á höfninni 1 Cadiz, en hvað eftir annað verið sögð á leið vestur um Atlanzhaf, að hvin væri nú nýkominu fram í Port Said, við Mið- jarðarhafsmynnið á Súezskurði, og væri ferðinni heitið austur að Filippseyjum. það eru 7 herskip alls, og þó ekki nema 2 fullgildir orustudrekar, hítt brynsnekkjur og þaðan af minni hátt- ar kuggar, en 5 flutnigsknerrir að auki með 4000 landgönguliðs. Fyrir skipa- líði þessu ræður Camara aðmíráll; og var eigi trútt um, að fremur væri brosað að þessu ferðalagi hans heldur en hitt, að Dewey, aðmíráll Banda- manna við Manilla, mundi blikna eða blána, þótt hann vissi hans von þang- að, — og það því síður, sem óvíst var talið, að flotinn spænski mundi komast lengra en til Port Said fvrir kolaleysi, með því að ólöglegt er að herskip ófriðarþjóða birgi sig að kolum utanríkis öðru vísi en til þess að kom- ast heim til sín skemstu leið, en það er til Barcelona! þessa friðarkosti var mælt að Bauda- menn mundu nú vilja bjóða: Cuba veröi sjálfri sér ráðandiundir verudar- skjóli Bandaríkjanna, en þau fái eyna Puerto Rico til eignar í hernaðarskaða- bætur, og auk þess heimild til að hafa flotastöð við Filippseyjar og kolastöð fyrir herskip í Kanarfeyjum. Mælt var og, að Bandamenn hefðu áformað að senda nokkur skip úr flotadeild Sampsons aðmíráls hjá Cuba austur um haf til að ráðast á Kanarí- eyjar og Spánarstrendur, en að því búnu leita uppi flotadeild Cameru að- míráls og fyrirkoma henni. Voru ætl- aðir til þeirrar farar 3 höfuð-bryn- drekar þeirra, Iowa, Oregon og Texas, og nokkur minni háttar skip, er fyrir þeím Schley flotaforingi. Gufuskipið Botuía, aukaskip gufuskipafélagsins hingað, kapt. Holm, kom hingað á tiltekn- um tíma, í gær morgun, með allmarga farþega, fram undir 40, bæði innlenda og útlenda. Dáinn í Khöfn 20. f. mán. cand. mag. Nikulás jRunólfsnon, aðstoðarkennan við fjölvísiudaháskólann þar, valinkunn- ur og mikilsmetÍDn lærdómsmaður, ná- lægt fertugsaldri á að gizka eða rúm- lega það. Hann hafði legið frá því fyrir jól, oft mjög þungt haldinn, af einhverri innanveiki, nærðist varla á öðru en vatni, hél zt eigi anuað niðri Bar þjáningar sínar með dæmafárri stillingu, þreki og þolinmæði. »Hann var jarðaður í gær«, skrifar einn merk- ur landi vor í Khöfn ritstjóra ísafold- ar 24. f. mán., »í Vestre Kirkegaard, og stóðu þeir fyrir útförinni prófessor- arnir Chr. Christjansen (sem var Nikulási heitnum ákaflega góður) og K. Prytz, ásamt einum landa, er vitj- jaði hins framliðna að staðaldri í leg* unni« (Bogi Th. Melsted?). »Ræðu flutti danskur prestur, Rasmussen, og landar sungu íslenzka sálma. Blóm- sveigar voru á kistunni fleiri en fyrir komust þar, 30—40, bæði frá téðum prófessorum, og prófessorunum Thiele og Hannóver, ýmsum löndum hans og Dönum hinum og þessum ; en pálma- viðarsveigar frá Bókmentafélaginu og íslenzkum stúdentum.« Nikulás heitinn var upp runninn úr Rangárvallasýslu, af fátæku foreldri, nam gullsmíði hér í Reykjavík, sigldi síðan til Iíhafnar að framast í þeirri iist, en tók til að stunda skólanám skömmu síðar á eigin spýtur, utan skóla, náði stúdentsprófi á fám árum með góðum vitnisburði og lagði síðan stund á náttúrufræði, er hann og lauk fullnaðarprófi í við háskólann bæði fljótt og vel. Skömmu síðar ferðaðist hann til Parísar, samdi þar og lét prenta tölfræðisritgerð á dönsku og á frönsku, er hann hlaut heiðurspening fyrir hjá Khafnarskóla (að vér ætlum) og síðan fyrnefnt kennaraembætti. Hann var hinn mesti siðprýðis- og elju- maður, lagði mjög mikið á sig til að mentast svo vel sem hann gerðí, og bjargaðist mest á eigin spýtur, nema það, er hann naut síðari náms- árin styrks og athvarfs þá og síðar hjá hinni nafnkunnu höfðingskonu, ekkjufrú SigríðiAsgeirsson (kaupmanns) og henuar fólki. — Bróðir hans er Stefán Runólfsson, prentari og ritstjóri á lsafirði. Hans hátign konungur vor hefir fyrir munn ráð gjafans í bréfi til landshöfðingja 22. þ. mán. svarað svo afraælisávarpinu héð- an í vor, að honum hafi verið mjög kært að fá þá bamingjuósk frá íslenzk- um borgurunr, og að hans hátign, er ávalt minnist með hlýjum hug komu sinnar til íslands, sé ávarp þetta nýr og ánægjulegur vottur um hollustu- þel til konungs og fólks hans. Landshöfðingi kom aftur með þessari póstskips- ferð, eins og til stóð, ásamt frú sinni. Hann hafði brugðið sér til Stokkhólms í ferðinni. Kornvara er að lækka enn í verði utanlands. Rúgur og rúgmjöl komið aftur ofan í sama verð og áður, á undan hækkun- inni í vor, og hveiti einnig mjög lækk- að; hækkunin á þvívar minst ófriðin- um að kenna, heldur gróðabralli auð- manns eins í Chicago, Leiters, sem keypti alt það er hann gatyfirkomist af því í vor til þess að sprengja það upp, en sprakk á því sjálfur, sem bet- ur fór; skaðaðist um 20 milj. króna.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.