Ísafold - 05.07.1898, Side 3

Ísafold - 05.07.1898, Side 3
171 Stóbkaupm. J. Vídauín kom hér um daginn með Thyru ásamt frú sinni, til venjulegrar sumarvistar í »Vinaminni«. Labs Oftedal, presturinn nafnkunni frá Stafangri og fyrrum mikilsháttar stórþingismaður, er hér á ferð; kom með hrossaskipi Zöllners og Vídalíns 30. f. mán. frá Skotlandi, og reið til fingvalia fyrir 2 dögum. Hann er og blaðamaður, og mun fara ferð þessa helzt í þágu blaðs síns. Gwent (398, R. Titland) heitir gufu- skipið frá þeim Zöllner og Vídalín, er hingað kom 30. f. mán. eftir hross- um, en hafði komið við áður á Seyðis- firði og Húsavík með pöntunarfélags- vörur. það fer aftur eftir 1—2 daga. Dk. þoEVALDUR Thoeoddsen kom nvi með Botníu. Hann ætlar nú að ljúka ferðum sínum um landið í sum- ar, kanna óbygðirnar upp af Húna- vatnssýslu m. m, Kapt.Daniel Bkuun fornmenjafræð- ingur kom einnig með þessari ferð til Vestmannaeyja, og fór þaðan upp á Eyrarbakka, ásamt stórkaupm. Andr. Lefolii, á gufubátnum »Oddi«. Hr. Bruun ætlar vestur í Reykhólasveit að skoða þar dysin, sem þeir hafa verið að róta um þar síðustu missirin, á Hofsstöðum, Berufirði og víðar. Hb. biskupinn, Hallgk. Sveinsson, leggur á stað iO. þ. m. með »Hólum« til Austfjarða í vísitazíuferð um Suð- ur-Múlasýslu og Austur-Skaftafells. Um ribbaldana í hempu skýrir pró- fastur Arnesinga oss frá, að ályktunin á héraðsfundinum þar hafi vei'ið nokk- uð öðruvísi orðuð en hermt var í ísa- fold síðast, eftir einum fundarmanni. Hún var þannig látaudi: »Fundurinn lét í ljósi, að hann áliti það siðferðislega skyldu þeirra presta, sem einhverra hluta vegna geta ekki komið sér saman við söfnuði sína til lengdar, að leggja niður prestskap, nema þeir geti fengið annað presta- kall, þar sem betur gengur«. Af enskum fekðamönnum kom hér dálítill hópur með Botníu í gær, á vegu hr. F. W. W. Howells Öræfa- jökulsfara. Til háskólans í Khöfn er nú mælt að sigli í sumar 16 af þeim 17 stúdent- urn, er útskrifuðust hér uin dagiun. Verður þá alls einn eftir, sem þeir verða að bítast um, prestaskólinn og læknaskólinn. Frá Bjökgvinaksýningunni kemur fróðlegur fréttapistill í næsta blaði eftir skólastjóra Jón þórarinsson. Heiðurssamsæti var síra Valdimar prófasti Bkiem, r. af dbr., haldið.hér í bænum í Iðnað- armannahúsinu 29. f. mán., að aflok- inni synodus, af rúmlega 40 manna, utanbæjar (synoduspresta) og innan, — allmargra heldri mentamanna bæj- arins, skólabræðra hans og annara (elzti þjóðkunnur mentamaður lands- ins, Páll Melsted var einn í þeim hóp), í minningu um 25-ára-prestskap hans og hjúskap m. m., en einkanlega þó í viðurkeuningarskyni fyrir hina miklu, góðu og fögru hlutdeild hans í bók- mentaiðju vorri með sinni snildarlegu ljóðagerð. Var rækilega við það kom- ið í aðalræðunui fyrir minni hans, er herra biskupinn tíutti, en sungið á undan eftirfarandi ágætt kvæði til heiðursgestsins, er Stgr. Thorsteinsson hafði ort samdægurs í rúmi sínu veik- ur: í Austurveg trúarlifs árbrúnin skm Á austurbeims tindum lnin ljomar fyr syn; Það ljúsið úr austri frú árdögum bjart, |>að anda þinn lýsti og hjarta þitt snart. Og eilifðarljósi þú ungur tókst við; Á árunum manndóms það birtist í klið, í Ijóðum, sem gulliuu listar þú býrð, í ljóðum, sem hrifandi mæra gnðs dýrð. Og Karpa þín, Zíon! með himneskan róm Xær Heklu gat, aöra með samhoðnum óm, ðleð móðurmáls orðprýði mærðar á stig i mjúklegum samræmis anda við þig. Vort trúskáldið bezta! ó signist það sáð, Er súirðu i hjörtun um ættjarðar lúð; [>að þín skuld er ei, ef það ávöxt ei ber: í andanum helgum það niður sáð er. Og minst skal þess einnig, að anda þíns ljós í öðru sig vottar, er skapar |>ér hrós: 1 athöfn og ráði, því eins og þin ljóð Er æfi þin stórmerk og fögur og góð. Að lijartað ei minna en harpan er vert, Það hefir þig mörgum svo ástfólginn gert, Að lífsins með starfi þú stétt prýðir bezt Og styður hið góða sem orkar þú mest. Yér óskum að mörg verði enn þá þin úr Og Alvalds að styrki þig mátturinn húr, Að vera hvað varstu með vinunum hér, Og vinna sem vanstu unz dagurinn þver. Stijr. Th. Strokumaðurinn vestfirzki, Halldór Halldórsson, er nefbraut faktorinn á Önundarfirði, gaf sig fram hér sjálfkrafa og var látinn fara vestur í fyrra dag með Thyru, með umsjón cand. jur. Marino Hafstein, sem mun ætla að gjörast talsmaður hans fyrir rétti. Lík E. Tvede lyfsala kvað nú eiga að tíytja til Khafnar og jarðast þar. Systir hans, fröken L. Tvede kom hingað um daginn með Thyra; var á leið hingað í kynnisför til bróður síns, en frótti lát hans á Seyðisfirði. Nú kom bróðir hans, Tvede verksmiðju eigandi, með Botníu, til að ráðstafa búi bróður sín, og munu þau systkin sigla bæði með líkið. |>að hefir verið mishermt hér í blöð- um, að E. Tvede heit. hafi ekki kom- ið fyr en 1891; hann kom 1890, seint á sumri, og hafði þá keypt lyfjabúð- ina af fyrirrennara sínum, Kriiger. Hekskipið Heimdal kom 30. f. mán. af Austfjörðum og hefir staðið hérvið síðan. Enda mun nú mjög lítið um botnverpinga hér í flóanum. Herskipið Diana, kapt. F. G. Holm, sá er réð fyrir Heimdalli í fyrra, kom hingað 28. f. mán að austan; er við mælingar hér við land í surnar. Norskur mannvirkjafkædinguk, Barth að nafni, kom hingað með Botníu og hélt áfram með Thyra sam- dægurs norður fyrir land, til þess að rannsaka brúarstæði á nokkrum stór- ám landsins, eftir ályktun síðasta al- þingis. Til þiNGVALLA brugðu þeir sér núna fyrir helgina, kapteinarnir Middelboe (af Heimd.), ogRyder (af Thyra) ásamt konu sinni og syni ungum. Sömu- leiðis intendant Hansen af Heimd. og nokkrir yfirmenn af Díönu. B.tarni Sæmundsson, cand mag. og fiskifræðingur, lagði á stað 3. þ. m. með Thyra áleiðis á Björgvinjarsýninguna. Sigukður prófastur JENSsoN,sem dval- ið hefir hér í bænum nokkrar vikur í vor við yfirskoðun landsreikninganna, fór lieimleiðis aftur 3. þ.m. með Thyra. Yfirréttabmálaflutningsmaðukinn nýi, cand. jur. Oddur Gíslason, kom með Botníu ásamt konu sinni. f>á kom og hr. D. Östlund advent- istatrúboði híngað aftur 3. þ. m. með Botníu frá Noregi með konu sína og 2 börn ung, ti) bólfestu hér; fór héð- an að áhðnum vetri til Kristjaníu að sækja þau. Embættisprófi i lögum við Khafn- arháskóla lauk f>. Guðmundur Svein- björnsson (háyfirdómara) 24. f. mán. með 11. eink. Ferðamannafélagið danska hefir gert út hingað með Botníu 12 manna hóp frá Danmörku, Svíþjóð og þýzka- landi. |>eir fara tii þingvalla, Géysis og Heklu í dag og ræður N. Thomsen kaupmaður frá Iíhöfn fyrir ferðinni, eins og áður, en fulltrúi fé- lagsstjórnarinnar á ferðalagi þessu er Honnens de Lichtenberg »hofjæger- mester«; sonur hans og tengdadóttir eru og í förinni. Einar Hjörleifsson kitstjóri lagði á stað norður í Húnavatnssýslu 1. þ. m. í kynnisför til föður síns; verður að heiman rúmar þrjár vikur. Strandferðaskipid Thyra lagði á stað 3. þ. m. seint vestur fyrir land og norður til útlanda og með henni tals- vert af farþegum. Búnaðarbálkur Að afkastamiklu með lit- illi fyrirhöfn ætti að vera hvers verkmanns mark og mið. Hagsýni í verknm, samfara iðni, getur orðið mesti dugnaður. Sá maður, sem er laghent- ur, og hefir útsjón á því, að ekkert handtak fari til ónýtis, eða að vinna sér í hag, en ekki óhag, vinnur marg- falt meira en hinn, sem kann ekki handtök á störfunum og hefir enga útsjón á þeim. Sumir halda það vera duglegustu mennina, sem bera hendurn- ar fljótast og ólmast mest við vinnuna. En það er misskilningur. Mest er undir iðni og kunnáttu á störfunum komið. Að vísu eru þeir menn til, sem eru bæði iðnir og verklægnir og vinna þó allan daginn nærri því í skorpu. En þeir eru fáir, sem hafa þol til þess. Vel nýtur verkmaður vinnur sig engu síður þreyttan með starfsemi heilans en líkamans. Hugurinn verður að starfa jafnframt því, sem hendurnar vinna. þ>að eru ónytjungarnir einir, sem vinna hugsunarlaust. Tveir menn standa við slátt og eru jafn-iðnir, bera orfið jafn-fljótt. En þó getur það viljað tii, að annar slái nær helmingi meira en hinn. f>að kemur af því, að menn kunna misjafnt að beitaljánum svo, að hann taki sem stærst ljáfar. Oflangur vinnutími er það, sem víða tíðkast hér á landi, 14— lSBtundirá sólarhringnum. Bændur gera sér oft mikinn skaða með því ráðlagi. f>að hafa ýmsirhygnir menn fundið bæði hér á landi og í öðr- um löndum, bæði af reynslu og vísindalegri þekkingu á mannlegum líkama, að menn ættu ekki að jafnaði að vinna erviðisvínnu lengur en 10— 12 tíraa á dag, ekki nema í viðlögum, og að menn afkasta engu meira að öllu samantöldu, þótt lengur sé unnið. Sé vinnutíminn hæfilega langur, vinna flestir almennilegir menn með meiri skerpu, með meiri ánægju og vilja; langur vinnutími gerir menn leiða á vinnunni og stundum lata. <1 Innilega hrossa. Sumir hafa þann sið, að rétta hross á nóttum að sumrinu, einkum stóðhross. Og er það að mörgu leyti hyggilegt. |>að sparar oft mann að vaka yfir túnum og engjum fyrir hrossa-ágangi, þar sem svo hagar til, að hesta verður að hafaá heimahögum. Etin einna mesta hagnaðurinn að innilegu hesta tel óg ábnrðinn undan þeirn, sem er bæði mikill og góður. Ekki háir það hross- unum neitt, þótt þau séu látin vera f rétt blánóttina. f>au halda sig því betur að haga að deginum. Aðlátahestagangaá cún- u rn er búskusxa-siður. Á öllum tím- um ársins, nerna í gróandann, er það þeirra siður að taka beizlin af klárun- um og sleppa þeim svo í hlaðvarpann. Ég tel víst að færri mundu gera sig seka í slíku en raun gefur vitni, ef þeirn væri það vel ljóst, hve skaðleg- ur hestkjafturinn er túnunum, þar sem þeir rótskafa þau svo oft, að jörðin verður nærri því eins og gróðurlaust flag. f>ví má ekki heldur gleyma, að hestar spora túnin í sundur, þegar þau eru blaut og gljúp. Einkum er það skaðlegt fyrir sléttur, að sporast. f>annig er það eitt meðal annars, sem er orsök til þess, hve sléttur þýf- aBt fljótt. f>að er líka sannreynt, að þau tún, sem höfð eru fyrir beitiland handa hestum haust og vetur, þurfa þriðjungi meiri áburð, til þess að spretta eins vel og þau tún, sem vel eru var- in skepuuágangi. Góðír búmenn beita aldrei hesturo á tún sln. Búfr. Keyptur á uppboði. Saga eftir A. Conan Doyle. VII. Daginn eftir að Smith hafði hitt Monkhouse Lee, lokaði hann bókun- um einum stundarfjórðungi eftir ki. 8. f>á var hann vanur að leggja á stað til vinar síns. En þegar hann var að því kominn að fara út úr herberginu, varð honum litið á eina af bókum þeim, sem Bellingham hafði iánað honum, og hann skammaðist sín fyrir að hafa ekki skilað henni. Hvað óviðkunnan- legur sem maðurinn var, þá átti ekki að beita ókurteisi við hann. Hann tók bókina í hönd sér, hélt ofan stig- ann og barði að dyrum hjá sambýlis- manm sínum. Enginn svaraði. En þegar hanD sneri snerlinum, varð hann þess var, að dyrnar voru ólokaðar. Honum þótti gott að komast hjá því, að hitta húsráðanda, fór inn og lagði bókina og nafnspjaid sitt á borðið. Ljósið hafði verið skrúfað niður í lampanum til hálfs, en Smith sá þó greinilega það, sem inni í herberginu var. f>ar var yfirleitt einb umhorfs, eins og í fyrra skiftið, sem hann kom þangað inn — goðin með dýrahausun- um, krókódíllinn, skjölin og þurkuðu blöðin á borðinu o. s. frv. Smurlings- kistan stóð á endann upp viðvegginn, en smurlingurinn sjálfur var horfinn. Engin merki sáust þess, aðneinnann- ar hefðist við í herberginu, og þegar hann fór út, fór hann að hugsa um, að hann hefði að öllum líkindum haft Bellingham fyrir rangri sök. Hann hefði naumast skilið dyrnar eftir ólæst- ar, ef hann hefði þurft að gæta nokk- urs leyndarmáls, sem fyrir engan mun mátti upp komast. Niðamyrkur var í stiganum og Smith fór hægt og gætilega ofan. f>á fann hann alt í einu, að eitthvað fór fram hjá honum í myrkrinu. Hann heyrði lágt hljóð og fann að komið var við olnbogann á honum; en hvorttveggja varð með svo skjótri svipan, að það var öllu til skila haldið, að hann gæti verið viss um, að þetta væri nema hug- arburður. Hann nam staðar og hlust- aði, en vindurinn skrjáfaði í bergflétt- unni fyrir utan dyrnar, og annað gat hann ekki heyrt. »Eruð það þér, Styles?* hrópaði hann. Enginn anzaði og alt var hljótt fyr-

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.