Ísafold - 20.08.1898, Blaðsíða 2

Ísafold - 20.08.1898, Blaðsíða 2
206 Fyrir minni íslands Þjóðhátiðarræða séra Guðm. próf. Helgasonar á Hvítárbökkum 7. ágúst 1898. |>að er nýstárlegt, að sjá slíkan mannsöfnuð kominn saman hér á Hvít- árbökkum, og það er skemtilegt líka, og ég vona að það viti á gott. Mér dettur í hug saga eftir Jón Thóroddsen, sem heitir »Dálítil ferða- saga«. þar er frá því sagt, að þeir voru tveir félagar á ferð yíir fjallveg nokk- urn. það var komið kveld og þeir tóku sér náttstað á heiðinni, rétt hjá steinkerlingu. Sögumanni varð ekki svefnsamt, en þegar mók loksins ætlaði að færast yfir hann, þá þótti honum steinkerlingin beygja sig ofan yfir hann og fara að segja honum æfi- sögu sína. Hún kvaðst vera nátttröll og hafa dagað þar uppi á heiðinni eitt sinn, er hún var á ferð til að hitta Drang unnusta sinn. |>arna hafði hún síðan staðið í steinslíki um 8—9 aldir, en vissi þó alt af nokkuð um það, sem gjörðist f landinu, því að Drang- ur var trygðatröll og kom að finna hana við og við og sagði henni þá frá ýmsu, cem gjörðist. Eitt sinn hafði hann sagt henni, að Islendingar væru nií ekki lengur frjálsir menn og skæru ekki sjálfir úr málum sínum áalþingi; þeir hefðu tekið mann yfir sig, sem ekki væri á landi hér, heldur hefðihérað eins í seli. það þótti kerlinguundarlegt, og því hafði hún aldrei getað komið í höfuð- ið á sór, að það væri í nokkuru betra að aðrir réðu manni en maður sjálfur. því kvað hún líka hafa verið spáð fyr- ir sér, að hún mundi komast úr álög- unum, þegar Islendingar yrðu aftur frjálsir menn. þá mundu allar bjarg- vættir fá nýtt líf og fjör. Og nú fanst kerlingu votta fyrir því að svo mundi bráðum verða. Hún sagðist hafa ný- lega orðið þess vör, að einhver hreyf- ing væri á komin, meiri en áður hefði verið, »og nú vil ég spyrja þig«, sagði hún »hverju liðsafnaður sá gegnir, er bændur hafa nú fyrir sunnan fjall, því ég hef í dag séna menn, eigi allfáa, ríðasuður yfirskarðiðmeðalvæpni; höfðu þeir allir spjót langskeft og blikaði á skildina, og hélt ég þar fara höfð- ingja nokkurn og fjölmenni til alþing- is». Saga steinkerlingar hafði fengið mjög á sögumann, og þótti honum fyrir að segja henni, að þetta væri misskiln- ingur hjá henni. »f>ess get ég, að þér hafi missýnst, gamla kona«, sagði hann. »f>etta munu hafa verið kaupamenn þeir hinir sömu, sem vér félagar mætt- um í dag. f>eir reiddu orf sín um öxl, og mun þér spjót sýnst hafa, er langt var til að sjá. En þar sem þú sást blika á skildina, þá voru það súr- mjólkurleiglar einir og sneru botn- arnir við sólu. Eigi er það siður nú af höfðingjar fjölmenni til alþingis, því þar koma eigi nema fáir menn og þinga fyrir luktum dyrum«. f>á stundi steinkerlingin svo þungt, að helkuldi fór um sögumann og hann mátti ekki mæla lengur, en stunan finnur maður reyndar að kemur frá brjóstí skáldsins sjálfs, sem finnur svo sárt til með þjóð sinni og til vesal- dóms þess, sem honum finst hún vera í. Hvað skyldi hún hafa hugsað vesl- ings kerlingin í álögunum, ef hún hefði séð þennan »liðsafnað fyrir sunnan fjall«? Eg skil ekki annað, en að henni mundi hafa þótt hann vita á góð tíðindi fyrir sig og bjargvættir all- ar. Og ég þykist vita, að ef skáldið, sem sagði sögu þessa, mætti nú líta yfir Hvítárbakkana hérna — og ég held, að hann mundi hafa viljaðþað; svo var hugur hans fast bundinn við landið hans, og svo feginn vjldi hann fá að sjá það aftUr,er hann væri látinn, eftir því sem hann segir sjálfur í kvæðinu sínu »Tinda fjalla« — ef hann mætti líta yfir bakkana hérna í dag, tel eg víst að hann mundi þykjast sjá vott um nýtt líf í landinu sínu, nýtt fjör í héraðinu sínu. Og það sýnist okkur víst líka, og ég vona, að það sé engin missýning, eins og það var hjá steinkerlingunni. Eg vona, að þessi fundur okkar í dag, og aðrir slíkiir* mannfundir út um land, sé vott- ur þess að nýtt líf sé að vakna, og að sá tími fari nú í hönd, að allar góð- ar vættir fái nýtt líf og fjör. Við köllum þennan dag þjóðminn- ingardag. Og með því nafni er það tekið fram, hver sé tilgangur þessarar samkomu. Við komum saman til þess að minnast þjóðar okkar, til þess að minnast þess, að við erum Islendingar. Við erum annars hitt og þetta, sína stöðuna hefir hver. En eitt erum við þó öll, eitt samnefní eigum við öll saman, — og þess minnumst við í dag —: Við erum öll Islendingar. það hefir nú sjálfsagt bæði sínakosti og sína ókosti, að vera Islendingur. En á slíkum degi sem þessum, á gleðisamkomu, á það sjálfsagt betur við, að hugsa um kostina en ókostina, björtu hliðarnar heldur en skuggahlið- arnar. J>eir eru nógu margir dagarn- ir, sem minna mann á skuggahliðarnar, þó að þessi bjarti sólskinsdagur gangi undan. Hvað er þá það, sem veldur því, að okkur þykir vænt um það, að við erum Islendingar ? Eg vil fyrst nefna landið okkar. Við tökum svo hjartanlega undir það, að »landi'ð er fagnrt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, hitnininn beiður og blár, hafið er skinandi bjart« Og við erum ekki einir um það að þykja Island fallegc. Værum við einir um það, þá væri það ef til vill ekki mikið að marka. En útlendingar segja hið sama, og þá höfum við víst fulla ástæðu til að halda, að það só ekki ást okkar til landsins ein, sem gjörir það, að okkur þykir það fallegt. Og það hefir vafalaust ekki svo lítið að þýða fyrir farsæld manns, að eiga heima í fallegu landi. 011 fegurð hef- ir sín áhrif til að gleðja, og þá ekki fegurð landsins síður en önnur. Og víst er það, að fegurð landsins glæðir ástina til landsins, en ástin til lands- ins — það væri undarlegt, ef hún vekti ekki hjá manni löngun til að fegra landið sitt, að bæta landið sitt. Og þegar við tölum um fegurð lands- in8 okkar, þá getum við ekki annað en rent líka augunum til framtíðar- innar, framtíðarinnar, sem Jónas Hall- grímsson var að hugsa um, er hann kvað: »Fagur er dalur og fyllist skógi, og frjálsir menn, þegar aldir renna, Skáldið hnigur, og inargir í rnoldu með honum húa, en þessu trúið«. Já, við viljum trúa á þessa framtíð. Hvort sem dalirnir okkarnokkurn tíma fyllast skógi, þá trúum við því, að sá tími komi, að margur bletturinn á landi okkar verði fegri eD hann er nú, margt flagið verði gróið upp, margur grár móinn orðinn að grösugu túni, mörg óræktarmýrin að fallegu, frjó- sömu engi. Og þó að langt verði kannske þangað til, að þau stakka- skifti verða orðin stórfengleg, og þó að við öll »búum í mo!du« áður, þá mið- ar þó sýnilega í áttina. Og það er á- nægjulegt fyrir hvern góðan íslending, að vinna að því eftir megni, að vinna þannig ekki fyrir sjálfan sig einungis, heldur líka fyrir fósturjörðína sína og framtíð hennar. |>ó að það sé langt frá því að við tökum undir hið fornkveðna, að ísland sé »það bezta land, sem sól- in skín upp á« — til þess liggur það alt of nærri ríki Dumbs gamla — þá er þó víst óhætt að segja, að það hafi margt til þess, að hér geti búið far- -sæl þjóð. Og ég ætla, að jafnvel eins og nú er, sé Islendingar ekki síður farsæl þjóð en margar þær þjóðir, sem annars hafa svo mikið fram yfir þá. Okkur vautar að vísu margt gott, sem þær hafa, en við erum líka lausir viö margt ilt, sem þær eiga við að búa. Eu ef Islendingar mega eins og nú er teljast fremur farsæl þjóð, þá vonum við, að það verði þó enn þá fremur seinna, þegar hún kemur, öldin sú, sem skáldið skoraði á okkur að trúa að koma mundi. Næsta landinu okkar vil ég nefna s guna okkar. Hún er eitt af því, sem gerir það svo skemtilegt, að vera Islendingur. Sögulaust land — hvað þar mætti vera leiðinlegt! En sagna-auðugtland — hvað þar er skemti- legt! Ameríkumaður einn kallaði Is- land »sögu, stáls og söngva-land« Og sögulandsnafnið á það sannarlega með réttu. ísland hefir vel geymt söguna síua. Nærn því hver einasta sveit á sína sögustaði sem merkílegar minn- ingar eru tengdar við. Manni dettur stundum í hug, þegar maður kemur á slíka staði, orðin fornu: »Drag skó þína af fótum þér, því staðurinn, sem þú stendar á, er heilagur«. Hvað það er gaman, að ferðast á íslandi vegna þessara gömlu minninga ! Nærri því hvar sem maður fer, sér maður eitt- hvað sem vekur þær, ef ekki einhvern merkisstaðinn úr fornsögunum, þá ein-> hvern stað, sem maður kannast við úr þjóðsögunum, einhverja álfaborgina, einhvern huldukonusteininn. Hvílíkan auð á ekki íslenzka þjóðin, þar sem hún á sögurnar sínar, yngri og eldri; hvílíkan unað hafaþær ekki fært henní fyr og síðar! J>á vil ég nefna máiið okkar, okkar göfugu, ágætu íslenzku tungu, sem einn af mestu málfræðingum heimsins sagði um, að hún væri orðrík eins og sans- krít, liðug eins og gríska og hljómfög- ur eins og italska. J>að er ekki sízt hennar vegna, að það er skemtilegt að vera Islendingur. J>að er skemti- legt að vita, að íslendingarhafageymt hina fornu tungu Norðurlanda lítið breytta, svo lítið breytta, að við skilj- um fornsögurnar okkar nærri því eins vel og bækur þær, sem eru ritaðar á nútíðarmálinu. J>að er mikilsvert, að málið er hið sama um alt land, mis- munurinn á máli héraðanna ekki telj- andi, svo lítill, að hans gætir eigi, þar sem í fle8tum öðrum löndum eru frá- brugðnar mállýskur í ýmsum lands- hlutum. Og það er ákaflega mikil- vægt, að bókmálið og alþýðumálið er hið sama hjá okkur, þarsem í öðrum löndum er mikill munur á þessu tvennu og í bókum og blöðum er mesti fjöldi af orðum, sem alþýða skilur ekki. J>að er ómetanlegt, hvaða þýðingu þetta hefir haft fyrir mentun þjóðarinnar, þetta að allir tala og rita sama mál- ið. — J>að var um tfma svo, að marg- ir Islendingar kunnu lítt að meta kjör- gripinn, sera þeir áttu, þar sem málið þeirra var. J>að mátti segja, að ís- leuzkan væri orðin hornreka á íslandi. J>að hefir sjálfsagt vakað fyrir allmörg- um þá, að íslendingum væri hollast að leggja niður íslenzkuna, og faraað tala dönsku! Dönskunni var komið að alstaðar þar, sem þess var nokkur kostur. J>egar fyrst var farið að hugsa um, að gefa út tímarit á Islandi, þá þótti það eitt tiltækilegt að hafa það á dönsku. Embættismenn, alíslenzkir menn, skrifuðu hver öðrum um em- bættismálefni sín á dönsku. Jafnvel einstöku hreppstjórar voru farnir að skrifa sýslumanDÍnum sínum á dönsku, þegar um embættismálefni var að ræða. Mig minnir að einhversstaðar í »Fé- lag8ritunum« sé sýnishorn af slíku bréfi, og eftir því að dæma, hefir það st’hndum verið gjört meira af vilja en mætti, svo sem eðlilegt var. En við- leitnin var lofsverð. Alt var betra en íslenzkan. Og þá má geta nærri, hvernig málið var á því, sem átti að heita ritað á íslenzku. J>að var eins og hver sá þættist rnestur maðurinn, sem gat ritað hana ambögulegast og útlenzkulegast, og ef einhver reyndi að vanda mál sitt, mátti hann eiga von á skætingi fyrir það, að hann gæti varla »skrifað svo eitt sendibréf að maður skyldi ekki fremur þenkja, að það væri stíll Ara prests hins fróða eða Snorra Sturlusonar, en þeirra manna, sem lifa á 18. öld«, eins og Sveinn Sölvason sagði. En til allrar hamingju Dáði spillingin aldrei veru- lega til daglega málsins, alþýðumáls- ins. Og því gat viðreisnin orðið svo fljót og góð, þegar guð og gæfanseDdi okkur hina ágætu forvígismenn íslenzk- unnar, sem hófu hana aftur til vegs og tóku svo duglega ofan í lurginn á málspillingunni, að hún hefir aldrei almennilega þorað að líta upp síðan. Eg veit ekki, hverra manna ætti að minnast með þakklæti á þjóðminning- ardegi okkar, ef ekki þeirra. J>eim eig- um vér að þakka að vér eigum mál okkar óbjagað og að íslenzka er ekki lengur hornreka á ættjörð sinni. Eeyudar vantar enn nokkuð á að hún sitji í því öndvegi, sem henni ber með réttu, þar sem bréfaskriftir um æðstu stjórnarmálefni landsins fara enn fram á dönsku, sökum stjórnarástandsins, sem nú er. .En við vonum, að þess verði ekki mjög langt að bíða að einn- ig því verði kippt í Iag og að íslenzk- an sitji ein í öndvegi á Islandi. í sambandi við málið okkar vil ég nefna Ijóðin okkar, því þar kemur ís- lenzkan fram í sinni fegurstu mynd. J>að er gaman að eiga fyrir móður- mál þá tungu, sem kvæðin okkar sum eru ort á. Mér dettur í hug vísa eftir J>orstein Erlingsson, sem mér þyk- ir svo ljómandi falleg, þessi vísa: »I>að er líkt og ylur i ómi sumra braga. llér hefir hlýnað mest á þvi marga kalda daga«. Sama getur þjóðin okkar sagt. Hún hefir átt marga kalda daga. En bók- mentirnar hennar og sérscaklega ljóð- in hennar hafa gefið henni yí. J>að er óhætt að segja, að íslenzka þjóðin elskar Ijóðin sín. J>að dettur ekki dautt niður, þegar eitthvert skáldið hennar sendir henni fallegt kvæði. J>að er óðar komið inn í hjarta henn- ar. Og eiit af því, sem gerir það skemtilegt að vera Islendingur, er þetta, að eiga svo falleg ljóð á svo fallegu máli, sem við eigum, og að elska þau eins og við gjörum. Og loks vil ég nefna enn eitt. Eg held að ég verði að kalla það arfinn okkar. Eg hefi þá auðvitað ekki í huga arf í venjulegri merkingu, heldur það eðlisfar, sem gengur í erfðir frá forfeðrum til niðja. Og óg get ekk; verið í vafa um, að Islendingar eiga góðan arf í þessum skilningi. Það var sannarlega ekkert úrkast úr norsku þjóðinni, sem fór til Islands og nam þar land; það má miklu femur segja, að það væri úrval. J>að voru menn, sem heldur vildu láta óðul sín en frelsi sitt. J>að voru menn, sem vildu leggja á sig allar þær þrautir, sem ný- Iendumannalífinu fylgja> °g halda áfram að vera frjálsir menn, heldur en að vera heima við góðan hag og lúta nauðugir valdi Haralds. J>að þurfti dug og áræði til slíks, það þurfti at- gjörvi bæði andlega og líkamlega. Slíkt hefðu engir aukyisar gjört. Og

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.