Ísafold - 01.10.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 01.10.1898, Blaðsíða 3
Slíkt hlýtur að gefa leikmönnum mjög 8terkan grun um, að eitthvað sé bog- ið við hana, og það meira en lítið eitt. Hún er, joðakenningin, flutt og var- in um langan aldur af fyrirtaks-mál- fræðing, Konráði Gíslasyni. En það hrífur ekki hót að kalla má. jpeir halda jafnfast við é-ið, flestallir vorir helztu rithöfundar í þá daga, þeir er mentast höfðu áður en joðakenningin var upp tekin í skóla, bæði málvitr- ingar og aðrir, t. d. Sveinbjörn Egils- son, Jón Sigurðsson, Jón þorkelsson rektor, Guðbr. Vigfússon, Grímur Ihomsen, Gísli Brynjólfsson, Páll Mel- steð, Bened. Gröndal, Jón Arnason, o. fl., o. fl. Eitthvað hafa þeir haft fyrir sér og eitthvað hefir þeim geng- ið til, svo mikils sem þeir þó mátu Konráð Gíslason, fróðleik hans og skarpleik. Og loks fer svo, að hann — hann sjálfur(K. G.) sannfærist um, að é sé réttara! þ>ó er annað nærri því enn sterkari vottur um, hve afarilla mönnum hefir jafnan getist að je-inu. |>að er það, hve rnargir þeirra, sem hefir með valdi skóla-agans verið þröngvað til að rita je á námsárunum, alt til burtfarar- prófs frá latínuskólanum, — sem sé fyrirþað slys, að íslenzkukennarinn var joða-trúarmaður, — hve ruargir þess- ara manna hafa lagt niður je og tek- ið upp é jafnskjótt sem þeir komust undan skóla-aganum. Með því að fara fljótlega yfir Rit- höfundatalið, frá 1884, höfum vér rek- ið os8 á þessi nöfn í þeim flokki: Arnljót Ólafsson, Davið Guðmundsson, Eggert Ó. Brím, Eirík MagnÚ8son, Hallgrím Sveinsson, Jón Bjarnason (prest) í Wpeg, Jón Olafsson, Jónas Jónasson (prest), Magnús Jónsson (prest), Matth. Jochumsson, Steingrím Thorsteinsson, þorleif Jónsson, f>orvald Thoroddsen. þessir hafa allir lagt niðurje-ið og tekið upp é eftir sína skólatíð; fyr var þeim það ekki frjálst. En meira en helmingur þessara manna eru hér um bil vorir helztu rithöfundar frá því tímabili. Og meðal þeirra skólagengnu manna frá joða-tímabilinu, er síðan (1884) hafa komist í rithöfundatölu eða ekki eru þar taldir (í Rith.tal.), má nefna rótt af handahófi þessa é-menn: Jón próf. Jónsson (Stafaf.), Jón próf. Guttormsson, Jón þorkelsson dr. (yngra), Glaf DavíðBSon, 1 álma Pálsson, Sigurð pr. Stefánsson, Skula Thoroddsen, |>orvald pr. Bjarnarson. Ef leitað væri í bréfum frá skóla gengnum mönnumfrá áminstu tímabili, þeim er ekki hafa komist í rithöfunda- tölu, mundi hópur þeaei vaxa til mik- illa muna, t. d. í eins manns brófa- safni þessir merkismenn orðið fyrir manni á svipstundu: Brynjólfur Jóns- son pr. í Vestmanneyjum, Jón A. Sveinsson kennari, Sigurður próf. Jens- aon, Sæm. próf. Jónsson, jporvaldur Jónsson læknir. Um hina, sém haldið hafa je-inu eft- sfna skólatíð, er óhætt að fullyrða, að allur þorri þeirra hefir gert það án n°kkurrar sannfæringar um, að það Væri rétt, heldur að eins af því, að þeir höfðu verið vandir áþað, og létu sig það mál svolitlu eða engu skifta; ó- maksminst að halda því sem maður 7 hefir vanist, hvort sem rétt er eAa rangt. En um suma þeirra er kunn- ugt, að þeir hafa ekki viljað bregða út af skólastafsetningunni fyr en feng- ist almenn samtök um einhverja sam- eiginlega stafsetningu; ekki viljað auka glundroðann með afbrigðum i einu at- riði eða svo. Hvað sýnir þá þetta alt saman, þessi eindregna mótspyrna hinna eldri rit- höfunda gegn je-inu og þetta mikla fráhvarf frá því meðal hinna yngri, er játasturðu undir joða-trúna í skóla ? Hvað annað en megnan ímugust á ýfi-inu ? Hvað annað en þá skoðun og sannfæringu, að je-ið væri leiðinda- firra, á misskilningi bygð og tungu vorri til lýta? |>að er eindreginn dauðadómur yfir ;e-inu. — — — Líku máli er að gegna um hinar firrurnar, sem Blaðamanna- félagið vill útrýma, sem sé samhljóð- andatvöföldunina, handahófsvíxlin á pí og /í, eða að rita pt þar sem það er bæði gagnstætt uppruna og framburði, held- ur að eins apað eftir — latínu! o. s. frv. Upprekstrartollsmálið úr Húnavatnssýslu (Víðidalstungu- heiði), er dæmt var fyrir nokkrum (5) árum í landsyfirrétti, var dæmt í hcestarétti í vetur sem leið, 28. marz, og staðfesti hæstiréttur landsyfirréttar- dóminn (frá 16. jan 1893). Málið höfðu þau höfðað, past. emerit. Benedikt Kristjánsson og presÍ3ekkja Ragnheiður Jónsdóttir, gegn óðalsbónda Sigurði Jónssyni á Lækjamóti út af greiðslu á upprekstrartollum á Víði- dalstunguheiði árin 1885, 1886, 1889 og 1890. Var Sigurður bóndi sýkn- aður af kæru áfrýjandanna í þessu máli bæði í yfirrótti og hæstarétti, og þau dæmd til að greiða honum 200 kr. í málskostnað fyrir hæstarétti, auk 10 kr. í dómsmálasjóð. Byggir hæstirótt- ur þennan dóm sinn á ástæðum lands- yfirróttardómsins, sem áður hefir ver- ið skýrt frá hér í blaðinu, auk þess sem hann tekur það fram, að jafnvel þótt álíta mætti, að einstöku ósam- hljóða dómar frá 16. öld, sem lagðir voru fram fyrir hæstarétt, um að fjár- eigendur á hinu tiltekna svæði væru eftir máldögum Péturs biskups frá 13- 94 og Ólafs biskups Rögnvaldssonar frá 1461 skyldir til að greiða upprekstr- artolla til Víðidalstungueigaanda, enda þótt eigi rækju þeir fé sitt í Víðidals- tunguland bæru órækan vott um, hvernig ákvæði nefndra máldaga hefðu verið skilin á þeim tímum, þá skorti þó að minsta kosti alveg vitneskju um að hlutaðeigendur hafi á síðari öld- um viðurkent nokkra skyldu til að lúka upprekstrartollinn, þótt eigi væri upprekstrarrótturinn notaður, eða að viðurkenningar á þessari skyldu jafn- vel aðeins hafi verið krafist, enda bendi nokkrar yfirlýsingar í málinu á hið gagnstæða. Veðurathuganir í Reykjavík eftir lamllækni Dr. J. Júnas- sen. -S I Hiti ' j ! (A Celaius) i Loftvog j íir^illimot.) 1 Veðurátt. w á nótt|um hd.i árd. siðd. árd. síðd. 17. + i + 7 749.3 749.3 0 1) o b 18. + 3 + 7 751.8 751.8 N h b o b 19. + + 4 + 8 736.6 ,44.2 Sah d Sa h d 20. 5 + 7 746.8 754.4 Sv h b Sv h h 21. + 4 + 7 759.5 762.0 o h Nv h b 22. + 5 + 9 762.0 762.0 a hv d a h d 23. 24. + 8 + 10 759.5 759.5 Sa hv d Sahvd + 8 + 10 756.9 7 57.8 a hv b a hv d 25. 4- 8 + 12 719.3 749.3 Sv li h Sa hv d 26. + 8 + 12 751.7 736.6 Sa hv d Sahvd 27. + 7 + 11 751.8 751.8 Sa h b o b 28. + 5 + 8 754.4 754.4 a h d o i 29. + 6 + 10 754.4 756.!' o b o h 30. + 5 756.9 o h Oftast við sunnanátt með mikilli úrkomu. Meðalliiti i septbr. á nótt + 5.7 á hádegi -j- 9.1 Barnaguðsþ.iónustu, með sama sniði og í fyrra, hefst á morg- un kl. 10 ádegis i G.-T.-húsinu. Vitneistinn. f>orsteinn Gíslason hefir orðið vondur út af því, að Isafold hafði það á orði síðast, að vitneistarnir væru nokkuð vandfundnir hjá honum, þegar um landsmál væri að ræða. I hefndar- skyni fer hann svo allháðulegum orð- um í síðasta »Islandi« um Einar Hjör- leifsson, fyrir það, að hann hafi leit- að fyrir Isafold álits ýmsra manna um það, sem þeir hafa betur vit á en aðrir, álits útgerðarmanna t. d. um útgerðarmál og sjómensku, lækna um læknamál o. s. frv. jporsteinn telur þetta skömm rnikla bæði fyrir Isafold og Einar Hjörleifsson. Ekki munu þeir nú sarnt vera allfáir, sem líta svo á, að ef jporsteinn hefði aldrei gert neitt óþarfara, síðan hann fór að'gefa út blað, en að fá þá, sem bezt skyn bera á hin og önnur landsmál, til að láta uppi skoðanir sínar, þá hefði veg- ur og virðing hans og »lslands« staðið með nokkru meiri blóma en hann nú stendur. Vitneistarnir í blaði hans hefðu þá orðið nokkru fleiri og auð- særri, og amlóðahátturinn ekki jafn- átakanlegur.. Drotningarmorðið. f>að var, eftir því sem frétst hefir frá því um daginn, ekki í Genúa, heldur í Genf (í Sviss), sem Elísabet Austurríkisdrotning var myrt, 10. f. mán. Hún var að ganga á skipsfjöl, ætlaði til Montreux, baðvistarbæjar við Genfarvatn austanvert. |>á réðst morðinginn á hana og lagði hana í brjóstið með þrístrendum þjalarrýting. Hún hneig þegar niður, en reis skjótt á fætur aftur og komst með stuðningi út á skipið. Var síðan lagt frá landi, en snúið brátt við aftur, með þvi að farið var að draga af drotningunni. Var hún borin upp í gistihöll sína, en gaf þar upp öndina um leið og hún var lögð í rúmið. Morðinginn var þegar böndlaður. |>að er ítalskur óstjórnarliði, ekki hálf- þrítugur, og heitir Luigi Luecheni. Ekki er þess getið, að bann hafi ekki verið með fullu vití. Hann kvað hafa játað, að hann hafi ætlað sér að myrða hertogann af Orleans; en svo svalað morðfýsn sinni á Elísabet drotningu, er ekki gafst færi á honum. Sumirsegja, að oddurinn rýtingsins muni hafa ver- ið eitraður. Áreidanleiki íslands. . »ísland« ber aftur, að presturinn í Goðdölum sé að hugsa um áð segja af sér vegna heilsubrests, og er með spaugilegan vonzku-gorgeir út 'af því, að Isafold fari með »slúður«! Já, slík umvöndun situr svo sem bærilega á blaði, sem frá upphafi vega sinna hefir lifað aðallega ef ekki nær eingöngu á Isafold hvað innlendar fréttir snertir, glent sig jafnan með þær á eftir »milli fjallatinda og fiskimiða«, en varla getað að öðrum kosti komið með nokkurn skapaðan hlut réttan af því tægi, heldur þurft þá sífelt að vera að taka það aftur. Nema kanske trú- lofanir og bæjarslúður hér úr Rvfk,— trúlofanir skólapilta og annara meiri háttar manna; bændur og annar al- múgi of »simpill« fyrir blaðið til að flytja trúlofanir úr þeirri stétt. Hitt væri mjög svo gleðilegt, ef heilsa prestsins í Goðdölum hefði tek- ið þeim bótum, að hann sé nú hættur við að segja af sér, þó að hann ráð- gerði það í snmar. J>að hnekkir, eins og hver maður sér, ekki hót frásögn ísafoldar um, hvað til hafi staðið fyr- ir honum. J>að sjá til dæmis allir glögt, þótt ólíku sé saman að jafna, að þó að »ísland« hjari enn að nafninu til, þá er ekki þar með hnekt minstu vitund þeim sannleika, að það var nærri því sálað úr harðrétti fyrir skömmu. Heyskapur hefir á endanum orðið bærilegur víð- ast um land. Heyfengur yfirleitt í góðu meðallagi og nýting góð á töðum, þótt þær muni hafa verið hirtarnokk- uð djarft sumstaðar; en á útheyi held- ur slæm síðari hlutann. f>ó náðist mestalt inn hjá flestum nú um leit- irnar, í flæsunum, sem þá gerði. Mikið um fjárrekstra hingað til bæjarins um þessar mund- ir, sumir langt að, jafnvel norðan yfir fjöll. Lítið gefið fyrir, þykir bændum, sem ekki er láandi. 14—16 aura pundið yfirleitt. Útflutningsleysið meinbagalegt. Með »Hólum« kora aðfaranútt 29. f. mán. austan um land og sunnan mikill fjöldi farþega, um eða yfir 200, flest kaupafólk og fáeinir skólapiltar. Ennfremur Magnús Magnússon fimleikakennari (frá Cambr.) og stud. theol. Rétur Þorsteinsson. Hátt á annað kundrað manna kom í gær með »Reykjavik« ofan úr Borgarfirði, þar á meðal um 30 skólapiltar og nokkrir lang- ferðamenn. Jón prófastur og alþm. Jónsson frá Stafa- felli er hér á ferð, kom um daginn heim- an frá sér með »Vestu«, fór norður í Hrúta- fjörð og sat þar gullbrúðkaup foreldra sinna á Melum 27. f. mán. og kom i gær aftur með »Reykjavík». Fer heimleiðis með »Hólum« á mánudaginn. Messugerð í dómkirkjunni ú morgun að eins ein, með fermingu; engin siðdegis. Troðfull var kirkjan sunnudaginn var siðdegis, hjá sira Jónasi A. Sigurðssyni, og varð fjöldi manna frá að hverfa. Stdrhýsi til afnota. Fyrir sjónleiki. dansskemt- anir, fyrirlestra, fólagasam- komur fæst gott húsrúm. Semja má viö W. 0. BREIÐFJÖRÐ. Ókeypis klínik á hverjum þriðjudegi og föstudegi kl. 11—1 á spítalanum. Okeypis augnalækning á spít- alanum fyrsta föstudag í hverjum mánuði kl. 11—1. J. Jónassen. Ef viðunanlegt verð fæst, verð- ur á opinberu uppboði, sem haldið verður í pakkhúsi baukans í Hafn- arstræti þriðjudaginn 11. okt. selt mikið aí vel þurrum og fallegum gólfborðum, panel, listum Og pappa- Einnig verður selt mikið af tómum kössum og tunn- um. Reykjavík 1. oktbr. 1898. Tli. Thorsteinsson. Tvö til þrjú þilskip í góðu standi til sölu með góðum gkilmálum. Ritstj. vísar á seljanda. Fæði og húsnæði á góðum stað í bænum getur einn einhleypur mað- ur fengið nú þegar. Ritstj. vísar á.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.