Ísafold - 12.10.1898, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eÖa
tvisv. i viku. VerÖ árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
11 /2 doll.; borgist fyrir miðjaM
júli (erlendis fyrir fram).í
ÍSAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bunam við
áraniót, ógild nema komin sje
til útgefanda fyrir 1. október
Aigreiðslustofa blaðsins er i
Austurstrœti 8.
XXV. ársr.
Beykjavík, miðvikudaginn 12. október 1898.
63. blað.
1
•i'
Hennar Hátign
Lovísa Vilhelmína
Danadrotning
er látin. Hún andaðist 29. f. tnán., eftir langa vanheilsu og hrumleika, enda háöldruð orðin, komin á
2. ár um áttrætt, fædd 7. sept. 1817. Faðir hennar var landgreifi 1 Hessen-Kassel, en móðirin systir
Kristjáns áttunda Danakonungs, og átti hún því ásamt systkinum sínum tilkail til ríkis í Danmörku,
ef sonur Kristjáns konungs, Friðrik 7., dæi barnlaus. Hún gekk að eiga 1842 Kristján prinz af Gliicks-
burg og seldi manni sínum í hendur ríkistilkallið, með samþykki systkina sinna og annara hlutaðeigenda,
og var hann síðan játaður réttur ríkiserfingi Danaveldis með lögum og ríkjasáttmálum (1853). Konung-
dóm tók hann 10 árum síðar, 1863, og var hún því Danmerkurdrotning nær 35 ár.
Lovísa drotning var svo mikil atgerviskona og svo miklum mannkostum búin, að hún mundi
hafa þótt mikil merkiskona, þótt hún hefði ekkert befðarsæti haft f mannfélaginu.
Henni var á yngri árum viðbrugðið fyrir fríðleik og kvenlegan yndisþokka. Mentuð var hún
forkunnar-vel. Mjög sýnt var henni sérstaklega um hljóðfæralist og málaraíþrótt; stundaði þær listir
fram á ellidaga. Hitt bar þó meira frá, hve ráðsvinn hún var og þrekmikil. Hið ágæta uppeldi, er hún
veitti dætrum sínum, í fátækt heldur framan af, hefir vafalaust átt eigi hvað minstan þátt í hinni
miklu upphefð, er þær komust í, 2 hinar eldri — önnur keisarafrú á Rússlandi, en hin drotningarefni á
Englandi — og því ágætisorði, er þær hafa jafnan fengið, eins og önnur börn þeirra hjóna. Hjúskapur-
inn og heimilislífið alt fögur og merkileg fyrirmynd, fyr og síðar, ólíkt því sem orð lék á um daga for-
manns þessa konungs vors, og hefir fyrir það enn meira þótt koma til slíks eftirdæmis en ella mundi.
Bins og lög gera ráð fyrir, átti Lovísa drotning enga beina hlutdeild í stjórnarstörfum og var
aldrei dreift við óheimil afskifti af þeim. En hins vegar má ganga að því vísu, að hinn mikli kjarkur
hennar og ráðfesta hafi haft töluverð óbein áhrif á ráðabreytni manns hennar í stjórnmálum. Hún var
og orðin ættmóðir mikilla þjóðhöfðingja og átti það frændlið oft samfundi á hinum tilkomulitlu sumar-
bústöðum þeirra konungs vors og drotningar; en það var mál manna, að þar væri orðum hennar og til-
lögum mjög mikill gaumur gefinn, og að sum merkisáform og ályktanir ráðvalda álfunnar ætti þangað
nokkurn toga að rekja.
þau áttu eigi öfundsverða æfi, konungshjónin nýju, fyrst eftir að þau settust í hásæti, 1863
—64. Hinn mæðusamlegi ófriður við þjóðverja þau missiri átti meðfram rót sína að rekja til höfðingja-
skiftanna, og lét þjóðin fyrir þá sök það mótlæti bitna meðfram á hinum nýja konungi og drotningu
hans; grunaði þau og úm, að þau væri miður þjóðleg, fremur þýzk í lund en dönsk, m. m. þá er það í
frásögur fært, einhverju sinni er ókyrð var töluverð í höfuðstaðnum, Khöfn, um þær mundir, út af hrak-
fallafréttum frá ófriðarstöðvunum, og sumir óttuðust uppreist eða blésu jafnvel að henni, en Kristján
konungur var sjálfur staddur yfir í Slésvík, við herinn þar, að þá hafi lögreglustjórinn í Khöfn, Crone,
gengið fyrir drotningu og tjáð henni, að hann treysti sér eigi til að ábyrgjast hana og börn hennar fyr-
ir óskunda af hendi borgarmúgsins. Yar mál manna, að lögreglustjóri hefði gert þetta eftir annara inn-
blæstri, þeirra er losa vildu um konung í valdasessinum, og hugðu það vænlegt ráð til þess, ef konungs.
fólkið léti hugfallast og flýði land á hættunnar tíma. Hefir drotningu að líkindum grunað, hvar fiskur
lá undir steini, og svaraði heldur stygt: »Hér á ég að vera og hér verð ég« (í konungshöllinní), »en þér
þarna«, og benti út á borgarstrætið —; þar bæri honum að rækja sitt embætti og halda uppi góðum
lögreglufriði.
þetta þótti viturlega svarað og kjarklega, og er í minnum haft síðan.
Lovísa drotnin'g varð síðar mikið ástsæl af þegnum sínum og mjög mikils virt. það, sem með-
al annars og eigi sízt jók henni vinsældir, voru afskifti hennar af ýmsum líknarstofnunum handa smæl-
ingjum og umkomuleysingjum. Hún var ýmist frumkvöðull eða frömuður fjöldamargra þess kyns stofn-
ana víðsvegar um Danmerkur-ríki; bera mörg fósturhæli munaðarlausra barna hennar nafn, og var síð-
ast vígt eitt slíkt nýreist 2 vikum áður en hún dó, í Ordrup, kent við þau konung og drotningu bæði.
Hún gaf fé til þesaara stofnana og stóð fyrir fjársafni handa þeim, bar þær fyrir brjósti og veitti þeim
stöðugt eftirlit af mestu alúð og elju. Frumkvöðull var hún og að því, að farið var að veita hjúkrunar-
konum sérstaklega og rækilega tilsögn í þeirra mikilsverðu iðju, menta þær sem bezt til þess að geta
komið að tilætluðum notum. Sýnir þetta alt, hve ríkt líknar-þel og mannúðar hún bar í brjósti.
Minning Lovísu drotningar mun þvi lengi í miklum hávegum höfð ekki einungis meðal hinna f jölda-
mörgu niðja hennar, en ýmsir þeirra eru mjög mikils háttar menn, sumir meðal mestu stórmenna heims-
ins, heldur meðal almennings, meðal alþýðu og lítilmótlegustu smælingja 1 ríki því, er hún var drotning
yfir meira en heilan mannsaldur.
Forntungurnar
í skólanura.
II.
I flestum löndum Norðurálfunnar
hafa síðasta áratuginn verið snarpar
sennur um latínu- og grískunámið, og
óhætt er að fullyrða, að sú skoðup
fær stöðugt meira og meira fylgi, að
eitthvað mætti kenna æskulýðnum þarf»
ara en þessar tungur, sem löngu eru
dauðar á vörum mannkynsins.
Norðmenn — sú þjóðin, sem af öllum
Norðurálfuþjóðunum hefir tiltölulega
við mannfjöldann sýnt langmestan and-
legan þrótt á síðustu tímum eru
lengst komnir. þeir hafa hrist af sér
okið, bygt forntungunum út úr skól-
unum. En þó að aðrar þjóðir séu
skemra komnar í þessu efni, þá skort-
ir þó hvergi gáfaða og mentaða tals-
menn fyrír hinni nýju stefnu í menta-
málunum.
Einna eftirtektaverðastur er fram-
gangur málsins á Frakklandi. þar
hefir lengstum verið meiri áherzla lögð
á forntungurnar en víðast hvar ann-
ars staðar. Sökum skvldleika latín-
unnar og frönskunnar hefir verið svo
til ætlast, að mentalíf Frakka skyldi
vera beint áframhald af mentalífi Kóm-
verja og Grikkja. En nú er farið að
kveða þar við annan tón.
Skólanámið þar er þegar orðið tví-
skift. í stað latínu og grísku má
nema tvö nýju málin. En með það
nám eiga menn ekki heimting á að
komast inn í allar deildir háskólans.
Nú er megn óánægja komin upp út
af því, að þessu námi, sem sé þó æsku-
lýðnum svo margfalt notadrýgra, skuli
vera gert lægra undir höfði en hinu,
sem úrelt þykir.
Sá maðurinn, sem mest og bezt
berst fyrir afnámi forntungnanámsins,
heitir Jules Lemattre. Hann er heims-
frægur rithöfuudur og ritdómari, sjálf-
sagt í hópi þeirra manna, sem mest
áhrif hafa haft á mentalíf Frakka á
síðari árum.
Vér prentum hér, eftir »Kringsjá«,
dálícinn kafla úr ræðu, sem hann flutti
nýlega í hátíðasal háskólans í París:
»Tímarnir breytast og vér með þeim;
vísindalegu uppgötvanirnar og notkun
þeirra hafa skapað ný ævikjör fyrir
einstaklingana og þjóðiruar, gjörbreytt
öllum heiminum jafnvel. Iðnaður og
verzlun skipa öndvegi — og vér erum
lýðstjórnar- og iðnaðarþjóð; en vald
vort er í hættu statt, svo að ég segi
ekki að grundvöllurinn sé að hálfu
leyti pndan því grafinn af samkepni
voldugra nágranna vorra. Og meðan
hríðin er hörðust á svæði iðnaðarins
og verzlunarinnar, vinna smáborgarar
vorir, sem sæmilega metnaðarþrá hafa,
baki brotnu til þess að geta komið
drengjum sínum inn í skóla, þar sem
þeir verða að vera 8 ár og læra —
reyndar mjög illa — nákvæmlega það
sama eins og lærisveinar á kristsmunka-
skólunum lærðu — og það fyrirtaks
vel — á löngu liðnum tímum, þegar
einveldi ríkti á Frakklandi og öll Norð-