Ísafold - 15.10.1898, Blaðsíða 3

Ísafold - 15.10.1898, Blaðsíða 3
255 heim aftur fyrir dód ; var því heldur fáklæddur, í laklegum jakka og ekkert um hálsinn. þeir fóru sína leið hver, er upp kom á fjallið; lagðist þá yfir þoka og stóð nokkur dægur. Löngu voru þeir þá skildir við hestana; ætl- uðu að taka þá í heimleiðinni. Ekki vissi Kristinn neitt, hvað hann fór eða hvar hann var kominn, er þokunni loks létti, fyr en á ð. eða 6. degi, að hann var kominn að þjórsá, og hélt niður með henni að vestan; hálf-datt þá i hug, hvaða vatnsfall það mundi vera, og hugsaði sér að þrseða það til bygða. En 7. daginn að kvöldi, fyrra mánu- dag, var hann orðinn svo örmagna og aðfram kominn, að hann lagðist al- gjörlega fyrir og bjóst við að rísa ekki á fætur aftur. Hafði og enga hugmynd um, hvort langt eða skamt væri til bygða. En það var 1 Búrfellsskógi, þar sem hann fanst daginn eftir. Hann virðist hafa farið Sprengisands- veg að miklu leyti, en þó fyrir vestan þjórsá alla leið, og óð þverárnar allar, er í hana renna að vestan. Ein var í mitti, en hinar allar grynnri. Einn daginn, er hann átti leið með fram jökli, sjálfsagt Arnarfellsjökli, og veð- ur var heiðskírt, hugsaði hann sér að gaDga upp á jökulinn og skygnast þar um til að reyna að átta sig, en brátt varð svo brattur jökullinn, að hanu treystist ekki að halda lengra og sueri niður aftur. Aldrei snjóaði alla leiðina og ekki frost nema eina nótt, aðfaranótt sunnu- dagsins; þá tók skó. En rigna gerði öðru hvoru og oft var hann gagndrepa. Að öðru leyti var veður vægt og tungls- ljós á nóttum. Hélt hann áfram göng- unni jafnt nótt sem dag, meðan til entist fyrir svefni og þreytu. Blundaði þá stund og stund, hvort heldur var að nóttu eða degi. Hélt alt af fullri rænu, og vissi vel dagatal. Hann hafði væna leðurskó á fótum, og var annar heill, þegar maðurinn fanst, en hinn nokkuð götóttur. Hann var í tvennum sokkum, en ekki eftir síðast nema bolirnir af öðrum þeirra, og vafði hann þeim um fæturna, ásamt vasaklút, innan í skónum. Fæturnir voru marðir, bólgnir og blóðrisa og með fleiðrum, einkum tær mjög illa útleiknar. Hendur einnig skemdar til muna, einkum önnur þeirra. þeir Kristinnog félagar hans höfðu ekk- ert nesti, er þeir lögðu á stað í leit- irnar, og nærðist Kristinn ekki hófc hér um bil 15 dægur, nema á vatni, ekki á hvönnum eða rótum neinum. Lagði sér alls ekki neitt til munns, nema blávatnið. Eirikur Ólafsson, sem manninn fann, var nýlega kominn í skóginn og dreng- ur með honum, er þeir urðu Kristins varir. Hafði Kristni orðið litið upp og sér þar skamt frá sér nokkra lausa reiðingshesta. Fer þá að reyna að staulast á legg og í þvf bili koma þeir Eiríkur auga hvor á annan. Ekki hafði Kristinn mál á því, að hungrið hefði sorfið nærri sér nema fyrstu dagana. Síðan hann kom að Ásláksstöðum, Dærist hann mest á nýmjólk og nokkuð af kjöti og kart- öflum; hefir sæmilega matarlyst og verður gott af. Hann er samt mikið veikur, hefir miklar þjáningar í fót- unum og nokkrar í höndum, engan frið með köflunj( 0g litia, svefnværð; verða 2—3 að stunda hann nótt og dag, og ekki viðlit að hann hafi fótavist svo vikum skiftir, eða hver veifc hve lengi; hklegast talið, að fæturnir séu svona útleiknir bæði af vosbúð, mari og kali, og mÍ8si hann eitthvað af tánum. _______ Læknir hefir ekki til hans náðst enn, utan einn lækningafróður leikmaður, Olafur ísleifsson, við þjórsárbrú; hér- aðslæknir veikur, og aðstoðarmaður hans fjsrverandi, staddur hór syðra. — þannig segir bóndinn á Ásláks- stöðum frá, Stefán Eiríksson, er hér hefir verið á ferð þessa daga, og kunna aðrir vitanlega ekki söguna réttari. Enda hafði þjóðsagna-andagiftin »lagað« hana dálítið og skapað inn í hana óðara en hún komst í næstu sveit, t. d. atvikin að því, er Eiríkur frá Mástungu sá hann fyrst; að hann hefði vaðið ár upp í axlir, o. fl. Svo finst mönnum mjög um atburð þenna allan og renna svo til rifja þraut- ir þær, er maðurinn hefir staðist, að haft hefir verið á orði að láta sjást 1 verki, að kent sé í brjósti um hann, með því að »kenna þá líka dálítið til í pyngjunni«, eins og Benjamin Frank- lín sagði. Lega mannsins hlýtur að verða kostnaðarsöm og þá ekki síður læknishjálp, allra helzt ef taka þarf af honum tærnar. Og svo er að kotn- ast norður, ef hann hressist, eða þeg- ar það verður. T^£" pctia blað tekur með ánœgiu við gjöfum i því skyni og auglýsir jafn- óðum það, er safnast kynni. Stórtækir þurfa menn auðvitað ekki að vera, með því að hér er ekki um stórfó að tefla, mest í varið, að nokkuð margir taki einhvern þátt í því, svo að maðurinn finni og eigi þess að minnast, ef hann lifir, að hann hafi ekki »'nrasað meðal ræningja«, þótfc hann kæmist óviljandi suður yfir fjöll, heldur að fleiri en færri fagni því að hafa hann úr heljuheimtan. Frá útlöndum Nýtt skjalafals í Dreyfuss málinu. Ný fregn er komin í Dreyfuss-mál- inu. Esterhazy greifi, sá maðurinn, sem einna mest héfir verið grunaður um æruleysis-atferli gegn Dreyfus, hefir flúið til Lundúna, og játað þar, að hann hafi falsað skýrslu þá um leynd- arráðstafanir Frakka í hermálum, er Dreyfus var gefið að sök að haun hefði sent þýzku stjórninni. Hann kvaðst hafa falsað skjalþetta eftir boði yfirmanns síns f franska hernum, Sandherrs nokkurs hersis.sem nú er dauður. Falsskjal þetta var samið í því skyni, að það skyldi vera aðalsönnun fyrir sekt Dreyfuss. Her- stjórnin átti að sönnu að hafa verið komin að raun um það, að Dreyfus væri landráðamaður, en ekki haft þær sannanir í höndum, sem giltu fyrir neinum dómetóli. Svo var skjal þetta samið og því logið, að því hefði verið stolið frá sendiherra þjóðverja í París. Sendiherrann neitaði að hafa nokkurn tíma séð þetta skjal og lagði við dreng- skap sinn. »Hann sagðialveg satt«, segir Esterhazy. »Hann hafði aldrei þetta skjal augum litið. Umboðsmaður njósn- ardeildarinnar fekk það í hendur dyra- verði þý/.ka sendiherraus, sem er njósn- armaður í vorri þjónustu, og hann fekk það öðrum umboðsmanni vorum, sem færði njósnardeildinni það aftur#. það var falsskjal þetta, sem réð úr- slitunum í Dreyfuss málinu, þegar hann var dæmdur sekur. linsku blöðin leggja reyndar ekki mikið upp úr því, sem annar eins mannhundur eins og þessi Esterhazy játar upp á sig, en segja samt, eins og líka liggur beint við, að hafi hann í raun og veru játað þetta, sé það ný óumflýjanleg ástæða til að rannsaka málið að nýju. Allar líkur eru nú og til þess, að það verði gert. Franska stjórnin hefir af- ráðið það fyrir sitfc leyfci, samþykt að senda ógildingardómstólnum, sem er æðsti réttur í áfrýjunarmálum, öll skjölin. Fastlega er við því búist, að haun muni ógilda sakfellingardóminn » yfir Dreyfus, enda að líkindum von á einhverjum stórtíðindum á Frakk- landi að öðrum kosti, með því að al- þýða manna þar virðist nú loksins vera farin að láta sér skiljast það, sem allar þjóðir aðrar hafa fyrir löngu séð, að hvað sem sekt eða sýknu Dreyfuss líður, þá hafi málið verið sótt með því ofurkappi, að það varpi dökkum skugga á sóroa frönsku þjóðarinnar. Hr. Tnyggvi Andersen, norska skáldið, sem getið var um í Isafold síðast, að væri hingað korninn og ætlaði að dvelja hérí vetur, er mjög velmetinn rithöfundur á ættjörð sinni. .Hann hefir styrk til ritstarfa af stór- þingi Norðmanna, fekk hann fyrirsög- ur, er hann gaf út ífyrra; bókin heit- ir »1 Kancelliraadens Dage# og hlaut lof mikið í norskum blöðum og tíma- ritum. »1 Kancelliraadens Dage« á að verða næstsíðasta bindið af sögusafni miklu, er hr. Andersen hefir á prjónunum. |>að á að ná yfir tímabilið frá 1500 og fram á þessa öld. Til undirbúnings undir þetta mikla ritstarffæst höfund- urinn við margháttaðar sögulegar rann- sóknir, og auk þess kynnir hann sér staðina sjálfa, sem sögur hans eigaað gerast á, enda er því viðbrugðið, hve nákvæm þekking á tíðarandanum og menningarástandinu komi fram í sög- um þeim, er þegar hafa birtst frá hans hendi. Eitthvað af sögum haus á aðgerast hér á landi, og með fram fyrir þá sök er hann hingað kominn. En jafnframt hefir hann lengi langað til að sjá ís- land og þessa frændur hans eigin þjóð- ar, sem hér hafast við. Beykvíkingar hafa sjálfsagt ánægju af dvöl hans hér í vetur, því að vart getur ljúfari, yfirlætisminni né viðfeldn- ari mann. Evangelina Cisneros. Frásaga ur uppreistarófriðinum á Kúbu. IV. ('Niðurl). Decker varð eftir. Blað hans flutti fyrst allra blaða tíðindin um lausn Evangelínu og það vitnaðist fljptt á Kúbu, að hann var frá því blaði. Lagðist því grunur á hann þar. En hann varð að gegna blaðamanna- skyldum sínum, þó svo miðað hefði verið á hann öllum spænskum fa.ll- bysskjöfcum. Hann var og hinn mesti ofurhugi; því var hann til þessarar far- ar kjörinn meðfram. Hann kunni eigi að hræðast og hafði gaman að bjóða ofurefli byrginn. Fyrir því ferðaðist hann heim til New York aftur á spænsku skipi og undir spænsku merki. þegar tíðindin bárusfc til Banda- ríkjanna, gerðist þar hinn mesti fögn- uður, jafnt í höllum höfðingjanna og i hreysum kotunganna. Hinum öt- ula og framtakssama ritstjóra bár. ust hamingjuóskir og þakkarskeyti hvaðanæfa. Jafnvel utanrlkisráðherr- ann skeytir engri stjórnvitringavarúð, heldur lætur í heyranda hljóði hið bezta yfir afreksverki þessu. Fjármálaráð- herrann fer lengra og símritar rit- stjóranum innilegasta samfagnað sinn og samsinni sitt við því, er hann hafði gert. Og þingmenn og fylkishöfðingj- ar klappa hver um annan þveran lof í lófa við þessu afreki, þó að það væri nóg tilefni til fyrir Spánverja að segja sundur friði við Bandamenn. f>egar hin unga mær tók land í New York, fann hún brátt, að hún átti þar vinarhúsa að vitja. Hún var gestur hinnar amerfsku þjóðar og hins ameríska lýðveldis. Henni var fagn- að eins og konungsdóttur nýleystri úr álögum. Henni var haldið fagnaðar- Bamkvæmi í hinum langstærsta há- tíðasal, sem til var í New York. f>ar komu 200,000 manna til þess að varpa á hana kveðju og votta henni ástúðar- þel sitt. Ágætismaðurinn Henry George hinn nafntogaði þjóðmegunarspeking- ur, hafði þar orð fyrir lýðnum í fögru máli og snjöllu. Henni voru veitt þeg- ar í stað amerísk borgararéttindi, til vonar og vara, ef Spánarstjórn færi fram á að fá hana framselda. En Spánverjar ympruðu aldrei á því. |>á blygðan höfðu þeir í brjósti, að þeir steinþögðu. f>að voru ekki Bandamenn einir, sem voru himnum uppi af fögnuði. Frá Englandi sendi sjálfur Lundúnabiskup hjartanlegustu hamingjuósk til ritstjór- an3 í New-York. Hertoginn af West- minster, lady Henry Somerset og ýmsir fleiri fylgdu dæmi hans. Og meira að segja er mælt, að sjálfur páfinn hafi látið í ljósi, að sér þætti vænt um, hvernig málinu hefði lyktað. Druknanir. Bátur fórst frá Hrappsey á Breiða- firði 26. f. m. og druknuðu 2 af 3, er á voru, vinnumenn f>orvalds bónda Skúlasonar, Emar að nafni Sveinsson og Páll Ólafsson. Hinum 3. varð bjargað. Maður týndist af síldveiðarskipi norsku á Eyjafirði 11. f. mán., líklega í sjóinn. f>eir voru á landi 5—6 af skipinu (Nordkyn) sunnudaginn þann, að skemta sér, höfðu komið út aftur á skipið um nóttina druknir, allir nema þessi eini, og létust hinir ekkert um hann vita. Yar hans leita farið með mann8Öfnuði og réttarpróf haldin yfir félögum hans, en árangurslaust. Mannalát. Látinn er 30. f. m. á fungeyri við Dýrafjörð N. Chr. Gram, Bandaríkja- konsúll, fyrrum eigandi en nú um- sjónarmaður verzlunarinnar þar og í Stykkishólmi og Ólafsvík, rúml. sext- ugur, f. 15. sept. 1838 í Ballum í Sles- vík; faðir hans, sem þar átti heima, rak lengi lausaverzlun hér við land, á Flatey og víðar. Sonur hans þessi fluttist til Khafnar fyrir meira en 30 árum og átti þar heima síðan. Hann var fjörmaður mikill og atorkumaður. Hann á einn son á lífi og 4—5 dætur, flestar giftar. Mánuði fyr, 30. ágúst, andaðist á Akureyri fyrr. verzlunarstjóri Evalcl E. Mölle.r, hátt á níræðisaldri, f. 22. jan. 1812 .reglusamur atorku-maður og dugn- aðar, og sæmdarmaður í hvívetna. Hann var kvæntur Margréti Jónsdóttur frá Grenjaðarstað, systur síra Magnúsar heit. þar, Björns heit. ritstjóra á Ak- ureyri og þeirra systkina. Meðal barna þeirra er Friðrik verzlunarstjóri á Eskifirði. ?* Læknaskólinn. f>ar eru nemendur nú 12 alls, þar af 2 nýsveinar: þorvaldur Pálsson, annar af 2 þ. á. stúdentum frá Reykja- víkur skóla, er ekki sigldu, — hinn fór á prestaskólann; og Jóhannes Jó- hannesson, stúdent frá 1897; sigldi þá til Khafnar. Hinir eru: i elzfcu deild Guðm. Pót- ursson, Sigurður Pálsson og þórður Edilonsson; þá Andrés Féldsted, lng- ólfur Gíslason, Jónas Kristjánsson, þorbjörn þórðarsoD og f>órður Pálsson; og í næstyngstu Guðm. Guðmundsson og Sigurjón Jónsson. Prestaskólinn f>ar eru í elztu deild Magnús f>or- steinsson, Pétur þorsteinsson og Stef- án B. Kristinsson: þá Böðvar Bjarna- son, Friðrik Friðriksson, Jónmundur Halldórsson, Ólafur V. Briem og Sig-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.