Ísafold - 12.11.1898, Side 1

Ísafold - 12.11.1898, Side 1
Kemur út • ýmist"? einu sinni eða tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l1/8 doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram).: ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bunam við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXV. árg. Reykjavík, laugardaginn 12. nóvember 1898. 70. blaö Forngripasafnopiðmvd.og ld. kl.ll—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við ll'/a—l'/s,ann- ar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið bvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.S) md., mvd. og ld. til útlána. Póstar væntanlegir 12.—13. þ. m. í|c>|í * * * * * * * >jí * >þ >k >|c >jc >jc >jc Barnaskóli í Reykjavík. Söguágrip. Núna í janúartnánuði (1899) verða 69 ár síðan barnaskóli var fyrst stofn- aður hér í bæ. |>að var gert á afmælisdag Friðnks konungs VI., 28. jan. 1830,— hátíðþótti til heilla bezt. — Skólinn var ætlað- tii’ 20 börnum að minsta kosti, úr Eeykjavík og nágrenninu, og þar áttu þau að fá tilsögn í #lestri, skrift, reikn- ÍDgi, kristnum fræðum m. m. og fá þá mentun, sem sómir sér bæði fyrir börn borgara og alþýðumanna#. Svo virðist þó, sem kensluaðferðin hafi átt að vera nokkuð mismunandi, eftir því, úr hvorri stéttinni börnin væru. Tveim til þrem árum áður hafði verið gjörð tilraun til þess að koma skóla á stofn hér í bænum. Koppe stiftamtmaður og Steingrímur Jónsson biskup höfðu 28. ágúst 1827 sótt um það til stjórnarinnar, að keypt yrði hús handa barnaskóla hér, annaðhvort hús Geirs biskups Vídalíns, er ekkja hans var þá í og lengi var kallað Eiskupsstofa (nú Aðalstr. 10), eða annað, sem Andresen & Schmidt kaup- menn áttu í Hafnarstræti. Til þess var stjórnin ófáanleg, sagðistenga peninga hafa til þess, enda mundi ekki þörf á svo miklu húsnæði. f>ar á móti veitti rentukammerið 100 dali úr jarðabókar- sjóði Islands til þess að koma tveimur herbergjum í Biskupshúsinu í það lag, að skólá mætti halda í öðru þeirra, en ókvæntur kennari hafast við í hinu, og tók það jafnframt fram, að ekki mundi þörf á meiru húsnæði handa barna- skóla í Reykjavík. Fyrir þessar undirtektir stjórnarinn- ar hefir það að líkindum verið, að ekkert varð úr barnaskólastofnun í það sinn og að hún dróst þangað til árið 1830, eÍDs og áður er sagt. Stofnend- urnir voru Gunnlaugur Oddsen dóm- kirkjuprestur, Ulstrup bæjarfógeti, Ó- lafurlínsen sýslumaður og kaupmenn- irnir Ebbesen og Sigurður Sivertsen. Kennari var ráðinn verlunarbókhald- ari Hans Símon Hansen, með 150 rikisdala árskaupi í peningum, ókeyp- is husnæði og 300 hestum af mó til hitunar skólanum, en jafnframt átti hann að sjá um ræsting skólans, leggja í ofnana o. s. frv. Fn auðsætt er það, að stofendurnir hafa ekki hugsað ser þennan kennara Uema til bráðabirgða, því að skömmu eítir stofnun skólans er stjórninni til- kynt, að svo framarlega sem reynslan B^’n‘ að skólinn geti þrifist, só í ráði 6ftir Hokkur ár að fá aðstoð hennar tlf anöars af tvennu: að fá hingað danslcan skólakennara, eða senda efni- e°an Í8^er>zkan stúdent til Danmerk- ^r’ ,6r 1')n‘ sig þar undir það, að geta haft kenslnna á hendi. í þetta skifti reyndist danska stjórnin bera þeim mun meiri virðing fyrir íslenzkunni heldur en helztu íslenzku merkismenn- irnir hér, að hún telur það óhagkvæmt, tungunnar vegna, að senda hingað dansk- an skólakennara, en gerir þar á móti kost á ókeypis ferð fram og aptur og ókeypis kenslu fyrir eitt eða tvö ís- lenzk kennaraeíni. Til þess að standast skólastofnunar- kostnaðinn veitti Krieger stiftamtmað- ur 36 ríkisdali úr Thorkillíisjóði, út- vegaði þá 100 dali sem rentukammerið hafði áður veitt í því skyni, og svo óákveðna upphæð til áhalda og bús- gagna. Skólinn var settur 18. febr. 1830 með 18 börnum, í húsi því í Aðal- stræti, er þá átti Sigurður Thorgrimsen landfógeti, en síðar miklu Jón Guð- mundsson ritstjóri (þar sem nú erhús H. Andersens skraddara). Fyrir sum þeirra var bórgað fult kenslukaup, 12 dalir, fyrir önnur ekki nema hálft, 6 dalir. |>á var fólkstala í höfuðstaðnum um 500, þ. e. nál. þess sem nú er. Gjörðabók skólanefndarinnar er ekki sem greinilegust að sumu leyti, en Ijós- lega ber hún það samt með sér, að í meira lagi hafi þessi stofnun átt örð- ugt uppdráttar. Frá 17. ágúst 1831 til 29. sept. 1835 heldur skólanefndin engan fund. þó virðist svo, sem skólinn hafi ekki lagst í dá. Árið 1840 verða kennara- skifti, síra Ólafur Hjaltesteð fer frá og Pétur Guðjohnsen organisti tekur við. Er þá sagt í gjörðabókinni, að síra Ólafur hafi verið 9 ár kennari. Pétur Guðjohnsen var kennari til 1849. Laun þeirra voru 200 dalir um árið. Að því er bezt verður séð, voru skólabörnin, sem borgað var fyrir, 36 flest og 19 fæst á þessu tímabili. Árið 1847, 22. nóv., er farið að sverfa svo að skólanum, að allir bæj- armenn eru boðaðir á fund, »til þess að’ taka til íhugunar hið óvænlega á- stand skólans og bera saman ráð sín um það, hvernig tilveru hans megi tryggja á ókomnum tíma, eða þangað til skípulagi hans verði breytt«. Mik- ill hluti bæjarmanna kom á fundinn. Samþykt var að halda skólanum enn áfram eitt ár, skólakennara boðnir 300 dalir í árslaun, en sjálfur skyldi hann leggja sér til húsnæði og honum gefinn viku frestur til umhugsunar. Með því að skólinn var húsnæðislaus, bauð Gunnlogsen bæjarfógeti bæjar- þíngstofuna til skólahalds, ef stift- amtmaður samþykti, þó með þeim var- nagla, að skólinn yrði að þoka fyrir fundum, sem þar kynni að þurfa að halda. En þetta varð skammgóður vermir. Rúmum 16 mánuðum síðar, 10. apríl 1849, er haldinn skólanefndarfundur »til þess að íhuga hinn ískyggilega hag skólans og ráðin til að bæta úr honum«. Nefndin hefir þá fengið til- kynning um það frá Rosenörn stift- amtmanni, að kirkju- og kenslumála- stjórnin hefði fallist á þá tillögu hans að svifta skólann þeim styrk, er hann hafði notið, 150 dölum. Útgjöld skól- ans höfðu árið áður verið 365 dalir, en tekjurnar, að styrknum fráskildum, ekki nema 220 dalir og hafði þó að- 8Óknin að skólanum verið með lang- mesta móti, 43 börn alls. Tekjuhalli var því fyrirsjáanlegur 145 dalir um árið, með þvf að engin hjálp var vænt- anleg úr bæjarsjóði. Með því að engin í skólanefndinni vildi ganga í ábyrgð fyrir skólann, var ráðið af að skýra stiftamtmanni frá því, að svo framarlega sem hann sæi engin ráð til að tryggja skólanum líkan árstyrk eins og hann hafði áður haft, yrði menn neyddir til að leggja skólann niður vegna féleysis. Rúmum mánuði síðar, 14. maí 1849, heldur skólanefndin fund af nýju. J>á er samþykt til fulls og alls að leggja skólann niður, munir hans skrifaðir upp og Guðjohnsen falið að geyma þá fyrst um sinn. Skólinn er þá í 42 dala skuld og skólanefndin bókar, að annaðhvort verði að borga það fé úr bæjarsjóði, eða selja muni skól- ans á uppboði til þess að standa i skilum. Allar gjörðir skólanefndarinnar frá 1830 til 1849 eru bókaðar á dönsku og henni stundum ekki sem viðfeldn- astri. Til dæmis að taka byrjar ein fundargerðin á þessa leið: »Den 30 Sept. s. A. holdt Skolecom- missionen Forsamling (!) Jor at deli- berere om de Subjecter (It), som til nœste Quartal skulde indtages til Under- visning i Skolem. Nöfn barnanna eru afbökuð, . bæði skírnarnöfn og föðurnöfn þeirra skrifuð eftir dönskum rithætti. Tólf ár, frá 1849 til 1861, er þá höfuðstaður landsins barnaskólalaus. En Árið 1861 er aftur komið á fót barnaskóla hér. Einstakir menn, þeir P. C. Knudtzon og Carl Fr. Siem- sen stórkaupmenn, gáfu hús til skóla- lialds, en bærinn skyldi kosta viðgerð á því og breytingu; það var sama húsið sem stofnendum skólans, hafði leikið hugur á fyrir meira en 30 árum, þeirra Andersens & Schmidts (á horninu á Hafnarstræti og Pósthússtræti sem nú er). Fyrirkomulagið var á þá leið fyrsta árið, að einstakir menn leigðu þetta skólahús og héldu svo uppi kenslu á eigin ábyrgð. En árið eftir, 1862, er fastur kennari ráðinn, guðfræðiskandídat (frá presta- skólanum) H. E. Helgesen, sem hafði það starf með höndum þangað til hann lézt, 1890. Alt at’ frá því er hann tók við hefir skólinn og kenslan staðið beint undir umsjón skólanefndar bæjar- ins: dómkirkjuprests og 2 bæjarfulltrúa. Fastur aðstoðarkennari var skipaður við barnaskólann árið 1883 guðfræðis- kandidat Morten Hansen. Hann tók við skólastjórninni að H. E. Helgesen látn- um og hefir síðan enginn fastur aðstoð- arkennari verið við skólann. Skólahús það er gefið var 1861, ent- ist 22 ár. Árið 1883 var nýtt stein- hús reist handa skólanum fyrir rúm 30,000 kr. og þótti mikilfenglegt fyrir- tæki. En skólinn tekur þeim þroska, að ekki er tiltök að nota það hús leng- ur en þangað til nú eða 15 ár alls. Þrent er það enn, sem marka má af, hve starf skólans verður smátt og smátt víðtækara; kennarafjöldinn, bekkja fjöldinn og barnafjöldinn. Fyrstu skólastjórnarár H. E. Helgesens voru aukakennararnir 3; en 1882 eru þeir orðnir 8. Nú eru kentiararnir við skólann 19. Síðan 1883 munu þeir oftast hafa verið 11—14. í elzta skólahúsinu voru bekkirnir ekki nema 3. Haustið 1883 verða þeir fimm, 1885 sex, 1891 átta, 1895 níu, 1896 tíu, 1897 ellefu (9 í skólahúsinu sjálfu og 2 í Framfarafélagshúsinu), og með þeirri bekkjatölu byrjar nýi skól- inn þetta ár. Þá er að lokum barnafjöldinn. Fyrsta árið, sem skólinn er undir umsjón skóla- nefndarinnar, 1862—3, eru börnin um 60, og verða upp undir 100 flest á ár- unum 1862—-74, og aldrei færri en rúm 60. En hanstið 1875 lækkar talan hroðalega. Það ár var sem só kenslu- eyrir hækkaður úr 12 kr. upp í 20, sem hann er enn, og áhrifin urðu þau í byrjuninni, að ekki komu nema 28 börn í skólann um haustið, og bekkirn- ir urðu 2 að eins. Naumast munu ó- kunnugir við því búast, að ekki séu nema 23 ár síðan ein 28 börn voru í skóla hér í höfuðstaðnum. En svo fer talan skólabarnanna aftur smáhækkandi, þangað til nú, að hún er orðin 285. Botnyerpinga-áþjánin. Nú eru botnverpingar búnir að þjaka oss í þrjú ár. A nú ekkert að gjöra til þess, að verjast þeim fjórða árið og eftirleiðis? DaDÍr hafa sent oss til varnar hið veglega og hraðskreiða skip, Heimdal, og eiga þeir fyrir það miklar þakkir skilið. En reynslan er nú búin að sýna, að þetta fyrirkomulag, að hafa eitt skip gegn þessari plágu, er ekki hagfelt. Hún var þegar búin að sýna það í fyrra, og þá enn betur þetta ár. Heimdalur á að verja strendur vorar fyrir þessum yfirgangi, en strend- ur vorar eru svo miklar, að það er ofætlau einu skipi, að eiga að verja þær. Herskip, eins og Heimdalur, liggur líka oft inni á höfnum. þegar hann dvelur hér, er hann vanur að fara við og við út í flóann, og hremraa þá ef til vill einn eða tvo eða kannske engan af þessu illþýði. jpetta er ekki nóg, já, það er því nær alveg gagnslaust. f>ótt hann nái 3—4 sakadólgum á ári og sekti þá, hvað stoðar það? Ef bóndi sér tún sitt og engi um gróandann og um heyanna-tímann standa fult af hrossum, mundi það stoða hann til verndar landi sínu, þótt hann einstöku sínnum hramsaði eitt og eitt hross, lemdi það og slepci því svo í hópinn aftur, en lofaði hinum að eiga sig? Og enn meiri fásinna er það, að ætla, að lögreglustjórum á landi takist að vernda oss gegn botnverpingum. Hvernig á t. a. m. sýslumaður, sem býr inni í Hafnarfirði, að vernda oss gegn yfirgangi botnverpinga suður í Garðsjó og Leirusjó? Og það á litlu sexmannafari, lögregluliðslaus? Og þótt sýslumaður hér um daginn, 15. septbr., hefði komið sigri hrósandi inn á höfn með alla þá botnverpinga, sem hann fór út í þann dag, hvað hefði það stoðað? Hefði það bætt nokkuð úr allri þeirri bölvun og böli, sem þeir þetta ár og undanfarin ár voru búnir

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.