Ísafold


Ísafold - 12.11.1898, Qupperneq 2

Ísafold - 12.11.1898, Qupperneq 2
278 að leiða yfir oss? Og þótt þeim þremur hefði verið tálmað svo sem aólarhring frá að veiða, þá voru nógir aðrir á meðan. það eru ekki fáeinar sektir á botn- verpinga, sem eiga að bæta úr böli því, sem þeir yfir oss leiða, og þeirri háðung, sem þeir sýna oss, yfirvöldum og undirgefnum, með þvi, að fótum troða daglega mestan hluta árs lög vor og réttindi, heldur hitt, að vér finnum ráð til þess, að þvinga þá til löghlýðni, svo að aldrei komi til þess, að þeir verði að borga nokkra sekt. Hver ráð eru þá til þess? Engin önnur en þau, að fá lítinn fallbyssubát, hraðskreiðan, vel vopn- aðan eftir stærð og hæfilega mannaðan. 81íkur bátur ætti að vera úti í flóan- um frá því viku af marzmánuði (eða undir eins og botnverpinga er von) og til veturnótta. Meðan veður leyfir botnverpingum að stunda veiðar, ætti honum engin vorkunn að vera, að halda sér úti, og hann ætti að geta verndað landhelgi vora frá Beykjanesi til Akraness. Og hversu afarmikið væri ekki unn- ið við það, að fá verndað landhelgi vora ! þannig nær t. a. m. landhelgis- mark vort frá því s/4 mílu vestur af Skaga beint á Keilisnes (ekki Brunna- staðatanga), 8/4 mílu út af því! Allur hinn svonefndi Stakksfjörður er frið- helgur fyrir botnverpingum að réttu lagi. Fallbyssubátur, eins og sá, sem á er minst, gæti legið á Hafnarfirði á vetrum, og þeir af skipshöfn hans, sem þyrftu að fara á haustin til Dan- merkur, eða þeir, sem þaðan ættu að koma, gætu komið hingað með janúar- ferð póstskipsins. Mælt er, að sýslunefnd vor ætli nú að taka »fiskiveiðamálið« til meðferðar. Hvað er það nú, sem nefnist því nafni, annað en botnverpingamálið ? Botn- verpingar eru búnir að sjá fyrir báta- útveg vorum, béraðinu til óbætanlegs tjóns. En ætli sýslunefndin að taka sér tómstund til að ræða um neta- lagnir og lóðir, nú, þegar bátaútvegur er að kalla má niðurdrepinn, nú, jæja — »det smager dog af FugU, segir Danskurinn. Hin núgildandi fiskiveiðasamþykt vor væri óhafanái, ef um nokkurn bátaútveg væri að ræða. Eigi hann aér viðreisnarvon, þurfa menn að kippa henni í lag. f>ótt sýslunefnd fengi hana aftekna nú, þá er það ekki nema fyrirhöfn fyrir hana og ómak fyrir þá, sem nenna á héraðsfund; því ný og betri samþykt þarf hvort sem er að komast á, hvenær sem úr rætist fyrir bátaútvegi vorum. En fari nú sýslunefndin að taka það mál fyrir, eins og nú á stendur, þá má nærri geta, með hverjum áhuga hún hvolfir sér yfir botnverpingamálið, sem nú er sýslunnar mesta nauðsynja- og áhugamál, að fá því komið í rétt og happasælt horf. Hafnarfirði 9. nóvember 1898. p. Egilsson. Aflabrögð hafa verið góð í Höfnum í haust, jafnvel 600—700 hlutir eða vel það, af stútung og smáfiski, 30—40 í hlut á dag nú um helgina síðustu. Einnig farið að verða töluvert vart í Garðsjó. Maður fér héðan suður þangað fyrir skömmu, reri 4 róðra og fékk 140 í hlut. -----— » 1------ Forntungurnar í skólanum. Svar frá rektor Birni M. Óisen. II. I öðrum kafla ræðu yðar rennið þér augunum yfír Norðurálfuna og reynið að sýna fram á, að þeim fari sífjölg- andi, sem vilja hnekkja námi forntungn- anna í lærðum skólum. þér veljið þó eigi nema tvö dæmi þessu til sönnun- ar. Annað er byltingin í Noregi, þar sem menn hafa bygt forntungunum út úr skólunum. En sú bylting er enn of ný af nálinni, til þess að menn nú geti dæmt um, hverjar afleiðingar hún muni hafa fyrir mentun æskulýðsins í Noregi. Er ekki bezt fyrir okkur smælingjana að bíða átekta og sjá fyrst, hversu þessi bylting reynist í Noregi, áður en vér förum að reyna hana á æskulýðnum íslenzka? Víst er um það, að margir og mjög merkir menn, bæði skólamenn og aðrir, voru algjörlega mótfallnir þessari byltingu, þó að hún gengi fram að lokum. Dæmi Norðmanna getur vel snúist svo, að það verði einmitt hinn öflugasti stuðn- ingur fyrir málstað þeirra mana, sem vilja halda forntungnanáminu óskertu í skólanum. Annað dæmið, sem þér takið, er Frakkland. þar hafið þér fyrir yður biflíu íslenzkra blaðamanna, hið norska tímarit »Kringsjá«, sem þér víst munuð telja óskeikulla en páfinn ertalinn af kaþólskummönnum. Lausa- lopalegra og óáreiðanlegra tímarit þekki ég ekki — ég verð að segja það, þó að yður ef til vill kunni að þykjaþað goðgá —; það vill gefa lesendum sínum hrafl og nasasjón af öllu á himni og jörðu, en verulega og veigagóða fræðslu veitir það ekki um neitt mál. Yður hefir líka orðið hált á því að treysta þestu átrúnaðargoði. þér segið, að á Frakklandi hafi lengstum verið lögð meiri áherzla á forntungurnar en víð- ast hvar annars staðar. »En nú er far- ið að kveða þar við annan tón. Skóla- námið þar er þegar orðið tvískift. I stað latínu og grísku má nema 2 nýju málin«. Enginn getur skilið þessi orð öðruvísi en að tvískifting þessi sé ný- lega til komin. Veit þá ekki fulltrúi yðar, að það eru nú 46 ár liðin, síðan stjórnarráð Fortoul’s leiddi fyrst í lög tvískiftinguna (»bifurcation) í frönsku skólunum, eða skifti efri hluta skól- ans í tvær deildir, gagnfræðadeild og klassiska deild? þetta var árið 1852. En skólafyrirkomulag þetta reyndist mjög illa í framkvæmdinni, og 13 ár- um síðar, 1865, innleiddi Duruy al- gerða, óblandaða gagnfræðakenslu, án sambands við latínukensluna. Síðan bættu þeir Jules Ferry (1882), Goblet (1886) og Bourgeois (1891) fyrirkomu- lag gagnfræðaskóla þeirra, er Duruy hafði stofnað. þér sjáið á þessu, að gagnfræðakenslan er orðin nokkuð gömul á Frakklandi og hefir lengi ver- ið þar á dagskrá, og er það ekki nema eðlilegt og lofsvert. En hins vegar skipa gömlu málin enn þá öndvegið í lærðu skólunum á Frakklandi, og lærðu skólarnir hafa enn þá forréttindi fram yfir gagnfræðaskólana sem undirbún- ingsstofnanir undír háskólanám, eins og þér líka takið fram. Og af hverju? Af því að allur þorri manna á Frakk- landi álítur enn þá, að lærðu skólarn- ir veiti nemendum sínum meiri and- legan þroska, betri og traustari undirbúning undir háskólanám en gagnfræðaskólarnir. Ef svo væri ekki, mundi fyrir löngu vera komin breyting á þetta í jafnfrjálsu landi og Frakkland er. Gagnvart þessu hefir það harla litla þýðingu, hvað gasprar- ar og blaðnegrar eins og Lemaítre og Marc Cerenville segja á málfundum eða í blöðum. Lemaitre er kunnur af skáldritum sínum og blaðagreinum í franska blaðið »Figaro« og dómum um franska sjónleiki, en hitt mun vera »Kringsjá«-meinloka, að hann sé í hóp þeirra manna, sem mest áhrif hafi haft á mentalíf Frakka á síðari árum«. Cerenville var alveg óþektur maður, áður en »Kringsjá« uppgötvaði hann og gerði hann frægan. Skólafyrirkomu- lag það, sem enn helzt á Frakklandi, sýnir það, að raddir þessara manna eru enn þá rödd hrópandans í eyði- mörku. Klassisku málin sitja þar enn þá í fyrirrúmi fyrír öðrum [greinum í lærðu skólunum. Að vfsu eru þeim þar ætlaðar nokkru færri vikustundir en hér í lærða skólanum. I frönsku skólunum eru latínu ætlaðar 38 viku- stundir, en hér 43 (í 6 ársbekkjum), grísku þar 22 vikustundir, en hér 25 (í 5 ársbekkjum), eða samtals í báð- um málunum þar 60 stundir, en hér 68 stundir. En þess ber að geta, að í frönsku skólunum standa kenslu- stundirnar á hverjum degi ekki leng- ur yfir en rúmar 3 stundir í hverjum bekk, eða að meðaltali rúmlega 20 stundir á viku í hverjum bekk, og í 6 bekkjum er samtala allra vikustunda 121| stund, en hér 206 stundir (söng- tímar og leikfimistímar eru taldir frá í hvorumtveggja skólunum). Sést þá, að gömlu málunum eru í frönsku skól- unum ætlaðar tiltölulega við aðrar greinir langt um fleiri tímar en hér (þar 49,8/, en hér 33”/ af samtölu allra vikustunda). Til samanburðar við það, sem þeir Iiemaítre og Cerenville segja, leyfi ég mér að benda yður, herra ritstjóri, á bók eftir þann mann, sem er talinn éinn af hinum ífremstu uppeldisfræð- ingum Frakka, Michel Bréal. Hann er yfirumsjónarmaður lærðu skólanna á Frakklandi, og um hann má með sanni segja, að hann sé »í hóp þeirra manna, sem mest áhrif hafa haft á mentalíf Frakka á síðari árum«, því að hann hefir skrifað margar og rnerki- legar ritgjörðir um skólamál, og það var hann, sem mest og bezt studdi þá Jules Simon og Ferry í tilraunum þeirra, að losa lærðu skólana frönsku úr Iæðingi Jesúíta. Auk þess er Bréal einhver ágætasti vísindamaður Frakka og meðlimur hinnar frægu fröusku vísindastofnunar (l’Institut). Arið 1891 gaf þessi maður út bók um kenslu gömlu málanna í lærðu skólunum, og leiðir þar mörg og mikilvæg rök að því, að þau eigi að sitja í fyrirrúmi í skólunum (sjá Vor Ungdom 1892, bls. 515—526). Enn fremur skrifaði hann sama árið merkilega ritgjörð líks efnis í hið fræga franska tímarit Bevue des deux Mondes, sem er til sýnis hjá mér. Dæmi það, sem þér takið frá Frakk- landi, sannar þannig minna en ekki neitt. En hvað verður þá fyrir oss, ef vér lítum á afstöðu klassisku mál- anna við aðrar kenslugreinar í lærðum skólum annara hinna merkustu landa í Norðurálfunni ? Verða þá fyrst fyrir oss lærðu skólarnir á þýzkalandi, sem hafa orð á sér fyrir, að vera beztir allra. í þýzka ríkinu er skólatíminn alstaðar 9 ár (í Wiirtemberg 10) og latína er þar alstaðar kend 9 ár, en gríska í 6 (hér latína 6 ár, gríska 5 ár). í Preussen eru latínu ætlaðar 62 vikustundir (og nýlega hefir verið leyft að bæta við hana 3 stundum), en grísku 36 stundir, í Bayern latínu 66 st., grísku 36, í Sachsen latinu 72 st. grísku 41, í Wurtemberg latínu 81 stund, grísku 40. í Austurríki er skólatíminn 8 ár og hefir latínan 50 vikustundir, en grískan 28. Latína er þar kend öll 8 árin, en gríska 6 ár. A Englandi eru engin almenn ákvæði um reglugjörð lærðu skólanna, heldur hefir hver skóli sitt fyrirkomulag; en þó eru flestir skólarnir mjög líkir hver öðrum í öllum aðal-atriðum. Flestum skólum er þar skift í 2 deildir, yngri deild og eldri, og er skólatíminn alls 8 ár og latína kend gegnum allan skólann. I eldri deildinni eru klass- isku málunum ætlaðar c. 80 stundir samtals, en í neðri deildinni c. 21 stund. Ef vér nú spyrjum, hvað miklum tíma sé varið til klassisku málanna í þeim löndum, sem hér var getið, í tiltölu við samtölu allra vikustunda í skólum hvers lands, þá verður það : I lærða skólanum hér 33 af hundraði. 38,9 af hundraði 40,2 - ----- 42,1 - ---- 43,8 - ---- 44.7 - ---- 46,0 - ---- 49.8 - ---- - Preussen - Austurríki - Englandi - Sachsen - Bayern - Wiirtemberg - Frakkland þér sjáið, að vér stöndum hér lang- neðst á blaði. þessar tölur eru full- komin sönnun fyrir því, að klassiska mentunin situr enn þá í fyrirúmi hjá hinum helztu mentaþjóðum heimsins. En hvers vegna leggja þær þjóðir, sem fremstar standa” að menningu, svo mikla áherzlu á klassisku ment- unina? Hvers vegna gera þær hana að hyrningarsteini undir skólanámi þeirra manna, sem sérstaklega ætla sér að leggja fyrir sig vísmdanám? Hvers vegna er klassíska mentunin enn þá hinn eini lykill, sem gengur að öllum dyrum háskólanna, þessara æðstu mentastofnana Norðurálfunnar, forsprakkanna í vísindaiðkunum nú- tímans? Af hverju öðru en því, að mentaþjóðirnar og þeir menn, sem veita forstöðu mentamálum þeirra, og sérstaklega háskólarnir, eru enn á þeirri skoðun, að klassiska mentunin sé hinn bezti grnndvöllur, sem lagður verður undir vísindalega mentun? þér eruð á annari skoðun, herra ritstjóri. |>ér baldið því fram, að nám hinna nýju mála só að minsta kosti eins góður grundvöllur, ef ekkí betri. jj>ér ráðið auðvitað skoðunum yðar. En þér færist of mikið í fang, ef þér full- yrðið, að skoðanir yðar séu réttari en skoðanir helztu vísindamanna Norð- urálfunnar. Úr þessu máli geturekk- ert skorið nema reynsian. Margra alda reynsla Norðurálfuþjóðanna hefir sýnt það og sannað, að forntungnanámið er ágæt undirstaða undir æðri mentun. Hinu er reynslan ekki enn búin að skera úr, bvort nýju málin duga þar eins vel eða betur. J>ó að margt fleira mætti segju um mentagildi klassisku málanna, íjölyrði ég ekki um það að sinni. Flugufræðingurinn. Eftir A. Conan Doyle. III. Ykkur skilst það víst, að ég hafi haft nóg að hugsa frá þeirrí stund, er ég kvaddi í Brookstræti, og þang- að til ég lagði af stað til þess að hitta Lichmere lávarð á Paddington-járn- brautarstöðvunum. Ég beið han^ þar með tósku, skor- dýrakassa og járnvafinn staf. jpegar hann kom þangað, virtist mér hann minni en mig minti hann væri; hann var grannur og veiklulegur og meiri óstyrkur á taugum hans heldur en um morguninn. Hann var í síðri, þykkri ferðakápu og ég tók eftir því, að hann hélt á lurkslegu kvistapriki í hend- inni. «Ég er með farseðlana«, sagði hann og fór á undan mér út á stéttina. »Hérna er lestin okkar. Ég hef út- vegað okkur klefa út af fyrir okkur, \

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.