Ísafold


Ísafold - 21.12.1898, Qupperneq 3

Ísafold - 21.12.1898, Qupperneq 3
811 Svoua var ófriðarbréf það orðað, sem Vincents Lunge sendi Hinriki Krumme- dike 5. júní 1582. Vór gerum ekki annað en brosa að því. Svo afdráttar- laust er það komið iun í meðvitund vora, að vér eigum hvergi að berjast og verja oss annarsstaðar en fyrir dóm- stólunum, að oss þykir ofriðurinn blátt áfram hlægilegur. I réttarríki nútímans beitir enginn valdi nema ríkið sjálft. Með þvi er friðurinn trygður innan takmarka ríkis- ins. Og það eru ekki þegnar ríkisins einir, sem njóta þessarar friSartryggingar, heldur og hver maður, sem stígur fæti sínum inn í ríkið, hvort sem liann er Gyðingur eða grískur, þræll eða frjáls maSur. Þessari skilyrðislausu réttar- vernd fyrir útlendinga jafnt og landsmenu liafa orðiS samfara samgöngur og liags- munasameign meðal mentaríkjanna, sem menn höfðu enga húgmynd um í forn- öld og á miSöldunum. Þeunan ótak- markaða samgöngúrótt telur þjóðaréttur nútímans meðal hinna æSstu og helgustu réttargæða. Sérhvert spor, sem stigiS er í þá áttina, aS hefta ferðir borgara annars ríkis, er vetijulega taliö fjand- samleg athöfn gegn því ríki, sem í hlut á, og róttmætt ófriðartilefni, ef í hart fer. Af þessum grundvallarsetningum leiðir það, aS aldrei getur ófriður milli ríkis og einstakra manna komið til mála í þjóðróttarfélagi NorSurálfunnar. Hver einstaklingur, sem heyir ófrið atinað- hvort gegn sínu eigin eSa útlendu ríki, er talinn glæpamaSur og lendir annað- hvort í höndunum á hegningarvaldi síns eigin lands eða þess lands annars, sem hann liefir hafið ófrið gegn. Kíkin ein geta ófrið háð. Strandasýslu sunnanv. 9. des. Það er nú orðið langt síðan fréttir hér úr Hrútafirði liafa hirst i blöðunum, enda hefir fátt markvert borið til tíðinda. Síðastliðið sumar var að veðráttu til rniklu fremur hagstætt, þó oft. væri kalt. Skepnuhöld alfgóð í vor og grasvöxtur í sumar í 'góðu lagi. Þurkar voru allgóðir fyrri hluta sláttarins, þar til seint 1 ágúst- mán. að brá til votviðra, er héldust kring- um 3 vikur. Eftir miðjan sept. brá aftur til þurviðra, svo hey náðust, litt skemd, og varð heyfengur yfirleitt í betra lagi bæði að vöxtum og gæðum. Hanstið alt fram í nóvember var afbragðsgott, oftast logn og þurviðri og mjög frostlítið lengi fram eftir. Nú í nærfelt mánuð hafa verið hvassviðri mikil ýmist af norðvestri eða útsuðri, og oft snjógangur; enda er nú fé aistaðar komiö á gjöf og hross víða líka. Kvillasamt hefir verið i haust, einkum hefir gengið þungt kvef í börnum og svo ýmsir aðrir kvillar bæ.ði i ungum og göml- um. Engir nafnkendir hafa samt látist í þessu bygðarlagi. Vöruverð á Borðeyri i smnar og haust var þannig: rúgur kr. 8,50; bankabygg 12,00; hrísgrjón 13—14,00; baunir 12,50, alt 100 pd. Kaffi 0,ö5 pd.; kandis 0,33; hvítasykur 0,32. Hvit vorull 0,55; haustuil 0,50 (þvegin); mislit ull 0,35. Kjötverð 12—18 aura pd. Verð á lifandi fé geldu 9—12 aura pundið eftir þyngd kindarinnar. Ær voru i nokkuð lægra verði. Bankaþjófuriun er fundinn, þeasi sem sveik út í fyrra úr bankanum 850 kr. með föls- uðum nófnum. Mann á heima í Álfta- neshreppi á Mýrum. Kvað hafa með- gengið fyrir sýsiumanni. Nánara næst. Vestanpóstur ókominn enn; orðinn viku á eftir tímanum. Líklegast Isafjarðarpóstin- um að keuna, að hann hafi tepst við Djúpið. Kolagufusbip það, er vou hefir verió á lengi til W. Fischers verzlana hér við flóann, kom f gær til Hafnarfjarðar. Veðrátta í stirðara lagi nú nokkrar vikur; býsna- fannkoma og jarðbönn. Dánir nýlega í Dölunum tveir nafnkendir efnabændur, Sumarliði Jónsson á Breiðabólsstað og Benedikt þórðarson á Háafelli. Mannskaðinn eyíirzki. þeir hafa verið 12 alls, sem drukn- uðu í mannskaðaveðrinu 3. f. m. við Eyjafjörð, eins og frá er sagt í ísa- afold 26. s. m., af 4 bátum. Auk þess kollsigldu sig 1 bátur í Krossa- nesál utan við Oddeyrina með Norð- mönnum á, við síldveiði, en varð þó bjargað. Af öðrum bát, sem kollsigldi sig á sama stað, var formanninum bjargað, Tryggva Jónassyni frá Banda- gerði, en 2 druknuðu, sem fyr segir, Jón Jósefsson frá Glerá og Jón frá Eyrarlandi. Skagaflrði (Eljótum) 19. nóv. Almennar fréttir fremur góðar að þvi leyti til, að haustveðrátta var framúrskar- andi stilt og góð, og haustvertíð af fiskafla ■þess vegna i fuilkomnu meðallagi, þótt viða sé kvartað um hana rýra hér við Norðurland. Mjög lítil snjókoma orðin enn og öll vötn ófrosin. Flugnafræðingurinn. Eftir A. Conan Doyle. V. Ég breiddi ábreiðuna ofan á mig, eins og hann hafði gert, og ekki leið á löngu, áður en ég misti meðvitund- ina. Síðast sá ég ljóshringinn um- hverfis lampann og í honum miðjum Lichmere lávarð, hokinn og kúruleg- an, með angistarsvip á andlitinu. Ekki veit ég, hve lengi ég svaf, en ég brökk upp við það, að þrifið var í ermina á mér. Dimt var orðið í herberginu, en af heitri ohustækjunni fanu ég, að slökt mundi hafa verið á lampanum í sama bili. •Elýtið þér yður! flýtið þér yðurU sagði Lichmere lávarður í hálfum hljóðum rétt við eyrað á mér. Ég Btökk fram úr rúminu, og hann hélt áfram að toga í handlegginn á mér. »Hingað!« sagði hann og dró mig inn í eitt hornið á herberginu. »f>ei, þei! Heyrið þér!« í næturkyrðinni heyrði ég glögt, að einhver var að mjaka sér nær og nær eftir ganginum; fótatakið heyrðist við og við, eins og maðurinn næmi stað- ar við hvert skref fyrir varúðar sakir. Stundum var hálf mínúta milli þess, er nokkuð heyrðist,.og svo var dreg- ist áfram og brakaði í — auðheyrt, að þá hafði maðurinn mjakast áfram um nýtt skref. Félagi minn skalf af geðshræringu. Höndin, sem hann hélt enn um ermina á mér, hristist eins og skógargrein í hvassviðri. »Hvað er þetta?» sagði ég í hálfum hljóðum. *það er hann«. »Sir Tómas?* »Já«. »Hvað er hann að fara?» »þei, þei! það gerir ekkert tii, fyr en ég segi yður það«. Eg varð þess nú vís, að einhver kom við dyrnar. það hrikti í lásnum, undurlágt, og ég grilti í mjóa ljósrák. Einhvers staðar langt burtu niðri á ganginum logaði á lampa, og glætan var nógu björt til þess, að ég gat séð út úr dimmu herberginu, sem ég var í. Gráa skíman varð breiðari og breiðari — smátt ,og smátt og mjög varlega — og svo sá ég móta fyrir dökkum líkama. Hann skreiddist á- fram hokinn mjög og var líkastur skuggamynd af dvergkryplingi. Svo reis maðurinn upp í einum rykk, stökk eins og tigrisdýr yfir herbergið, og svo voru þrjú gríðarhögg lamin of- an í rúmið. Ég var svo agndofa af felrnti, að ég stóð grafkyr eins og klettur og glápti, þangað til félagi minn æpti á hjálp og ég áttaði mig. Af því að dyrnar voru opnar, sá ég móta fyrir hlutunum í herberginu. þarna stóð lávarðurinn litli með handleggina ut- an um hálsinn á mági sínum, hékk á honum líkt og völskuhundur í hunda- ati, sem læsir tönnunum í magran andstæðing sinn. Stórbeinótti hái maðurinn hnyktist fram og aftur og engdist sundur og saman til þess að ná tökum; en hinn hélt utan um hann að aftan og slepti ekki, jafnvel þótt auðheyrt væri á gjallandi hræðsluóp- unum í honum, að hann fann, hve ó- jafnt þeir stóðu að vígi. Eg fór að bjálpa honum, og þegar við lögðum saman, tókst okkur að velta Sir Tómas um koll, þó að hann biti mig í öxlina. Eg var ungur og sterkur og þungur, en samt veitti okkur fullörðugt að yfir- stíga hann. Að lokum tókst okkur þó að binda handleggina á honum með mittissnúrunm á sloppnum, sem hann var í. Eg hélt í fæturna á honum, meðan Lichmere lávarður var að reyna að kveikja á lampanum. þá heyrðist gengið hart um ganginn, og ráðsmað- urinn og tveir þjónar, sem vaknað höfðu við ópin, komu á fleygiferð inn í herbergið. þeir hjálpuðu okkur, og nú var ekki lengur neinum örðugleik- um bundið að vinna bug á honum. Hann lá þarna á gólfinu froðufellandi og með æðislegu augnaráði. það leyndi sér ekki á andlitinu á honum, að hann var hættulegur vítfirringur, og stutti, þungi hamarinn, sem lá bjá rúrninu, bar vitni um, að hann hafði verið í vígahug. Við'reistum Sir Tómas upp og hann barðist á um hæl og'hnakka. »Beitið þið engu ofbeldu, sagði lávarðurinn. »Hann mÍ8sir nú meðvitundína um stund, eft- ir þe3sa geðshræring. Ég held, að hún 8é nú á förum«. Meðan hann var að segja þetta, dró úr krampaköstunum og andlitið á vit- firringnum hneig niður að bringunni, eins og hann væri að sofna. Við bár- um hann inn í svefnherbergi hans og lögðum hann á rúmið. Hann lá graf- kyrr, meðvitundarlaus, og dró andann þungt. F U N D I Ð vasaúr með krotuðu nafni í lókinu. Geymt í afgreiðslu- stofu ísafoldar. rp41 lo.io'n mai óskast 2 her _L ll LL bergi ásamt aðgangi að eldhúsi, á góðum stað á góðum stað i bænum Upplýsingar i afgr. Isaf. Drengufinn minn verður áreiðanlega leikinn annan jóladag. 26. þ. m. kl. 8 síðdegis. Hanzkar. J. P. T. Brydes verzlun í Rvík hefir til sölu stórt úrval af dömuhönzkum, svörtum og misl., 2—4- hneptum, á 1,65-—1,85 parið. Leiðarvísir til lifsábyrgðar t'æst ókeyp Í8 hjá ritstjórunum ogi hjá dr. med. J. Jón- assen, sem einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar upplýsingar. Fineste Skandinavisk Export-Kaffe Surrogat óefað liið hezta og ódýrasta Export-Kaffi, sem er til. F. HJ0RTH & Co. Kjöbenhavn K. V erzUinarmannafélag Reykjavíkur tekur að sér að veita kaupmönnum aðstoð við útvegun verzlunarþjóna, og eins veita verzlunarmönnum aðstoð, er leita sér atvinnu. Ivaupmaður á Norðurlandi hefur ný- lega beðíð félagið um að útvega sér duglegan bókhaldara, ókvæntan og ekki of ungan. Árskaup 900 kr. og 10”/. afsláttur á vöruúttekt. þeir, sem vilja sækja um starfa þennan, gefi sig fram við undirritað- an formann Verzlunarmannafélagsins fyrir nýár, en veri við búnir að fara norður í aprílmánnði nk. Reykjavík þ. 19. desbr. 1898. D Thomsen p. t. formaður. osdrykkjaverksmiöja ^ „GEYSIR" Núna fyrir jólin þurfa allar húsmæður að brúka S Æ T A S A F T, og þá fá þær hana hvergi betri eða billegri en hér, og nógu mörgum tegundum er úr að velja, svo sem : Hindberja-, iarðberja-, Kirseberja-, og App- elsinusaft o. m. fl. tegundir. Það mun borga sig. — Reynið og dæm- ið siðan. Ennfremur ágætt S0DAVATN og um 20 tegundir af hinu bragðgóða og hressandi LIM0NAÐI. Ennfremur nýuppfundinn Biiidindisnianiiadrykkur. 8 Kipkjustræti 8. Kjallaranum. Söfnunarsjóðurinn. Samkvæmt 16. gr. í lögum um Söfn- unarsjóð íslands dags. 10. febr. 1888 verður fundur haldinn fimtudaginn 29. þ. m. kl. 5 síðd. í hinu nýja leik- fimishúsi barnaskólans, til að kjósa endurskoðara Söfnunarsjóðsins f^'rir komanda ár. í 8tjórn Söfnunarsjóðs íslands. Reykjavík 17. des. 1898. Eiríkur Briem. Hérmeð er skorað á erfingja Jónas- ar þórðarsonar í Grímsey, sem and- aðist 5. maí þ. á., að gefa sig fram við undirritaðan skiftaráðanda og sanna erfðarétt sinu innan 6 mán- aða frá síðustu birtingu þessarar aug- lýsingar. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu 2. des. 1898. Kl. Jónsson. Hér með er skorað á erfingja Guð- mundar sál. Guðmundssonar frá Djúpár- bakka að gefa sig fram við undirrit- aðan skiftaráðanda og sanua erfðarétt sinn innan 6 mánaða frá síðustu birt- ingu þessarar auglýsingar. Skrifstofu Eyjafjarðarsýslu 2 des. 1898. Kl. Jónsson. Karlmanna- hálslín ogtil- búinn karl mannsfatn- aður fæst með mjög góðu verði hjá Fr. Eggertssyni, skraddara Glasgow. Hálf hjáleigan S T Ó R I - N Ý I - B Æ R i Krísuvíkurhverfi fæst til á- búðar í næstu fardögum, 1899; semja má við ábúanda Krísuvíkur. É Iö§f““ Reyktóbak, Vindla 1 Og Vindlinga með afslætti gegn U peningum í verzlun InnoHmaKguMr Hálf heimajörðin Eyvindarstaðir á Álftanesi fæst til ábúðar í fardögum 1899 með mjög góðum leigumála. Semja má við eiganda jarðarinnar, Jón Tómasson á Grímsstaðaholti við Reykjavík.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.