Ísafold - 07.01.1899, Blaðsíða 3
3
ustu og hlýtt á ræðu mína, munduð
þér eíiaust ekki halda fram jafnein-
strengingslegum skilningi á orðum mín-
um: »Einna sízt er ég ánægóur með
framfarir ykkar (pilta) í klassisku mál-
unumi. Ég hafði einmitt rétt áður
lýst því yfir, að ég »gœti ekki verið ó-
ánægður með framfarir pih.anna* á
hinu liðna skólaári, og að »bæði árs-
prófið og burtfararprófið hefði gengið
vonum betum, einkum þegar tekið væri
tillit ti) þess, að óvanalega mikil veik-
indi bæði meðal kennara og pilta hefðu
valdið frátöfum. Og svo sagði ég hin
umræddu orð. Ég vona uú, að þér
játið, að í þessu sambandi geta þau
vel samrímst við þá skoðun, sem ég
lét í ljósi í svari mínu til yðar, að
framfarirnar í forntungunum í skólan-
um væru nokkurn veginn viðunandi
hjá öllum þorra piltanna.
Eg hef verið svo fjölorður um þetta,
af því að þér hafið notað þessi orð
mín, ranglega skilin af yður, sem á-
stæðu fyrir mjöghörðum og, að þvíer
mér virðist, ósanngjörnum dóm um
lærða skólann. Og dómurinn er sá,
að tungumálaþekking sú, sem skólinn
veitir í þeim útlendum málum, sem
kend eru, og sérstaklega í forntung-
unum, sé svo nauðlítil, að hún sé
•allsendis óviðunandin. Ef þessi dóm-
ur væri réttur, þá væri að minni
hyggju bezt að leggja skólann niður
sem allra fyrst. þennan dóm reynið
þér að styðja með 3 röksemdum: 1)
tilvitnun í hin misskildu orð mín, 2)
tilvitnun í orð eins háttvirts þing-
manns, 3) reynslu yðar sjálfs sem
prófdómanda í eitt skifti við burtfarar-
próf f dönsku í skólanum. Eyrsta
röksemdin fellur nú auðvitað burtu,
af því að liún er grundvölluð á mis-
skilningi. Um hinar tvær röksemdirn-
ar er það að segja, að mér dettur að
vísu eigi í hug að jafna mér við yður
eða hinn háttvirta þingmann, hvorki
í greind né þekkingu, þegar um al-
menn mál er að ræða, en þetta mál
er svo sérstaklegs eðlis, að ég dirfist
að fullyrða, að ég hafi betri skilyrði
til að dæma um það en þið, bæði
margfalt meiri kunnugleika, þar sem ég
hef haft vakandi auga á vaxandi
þroskastigi piltanna gegnum allan
skólann, og meiri æfingu í að greina,
hvað heimta mámeð sanngirni afpilt-
um á hverju reki, sem þeir eru, þar
sem ég nú í rúm 20 ár hef fengist við
kenslu í lærðum skólum bæði í Dan-
mörku og hér. Og minn dómur er sá,
að allur þorri skólapilta náíhér nokk-
urnveginn viðunandi þekkingu í forn-
tungunum, og fái í hinum málunum
svo góða úndirstöðu, að þeir geti með
nokkurri æfingu vel fleytt sér við út-
lendinga og skilið bækur á málum
þessum án mikillar fyrirhafnar, eða að
minsta kosti að sú undirstaða, sem
þeir hafa fengið { skólanum, verði
þeim til stórmikils léttis, ef þeir þurfa
eftir á að gefa sig við þessum málum.
Meira finst mér ekki sanngjarnt að
heimta með því skólafyrirkomulam,
sem vér höfum. þér munuð segja, að
málið sé mér skylt, en samc get ég
fullvissað yður um, að ég hef gert
mér far um að dæma um það alveg
hlutdrægnislaust. Háskólann má þó
víst í þessu efni telja óhlutdrægan
dómara, og hefir ekki, svo ég viti,
heyrst þaðan nein kvörtun um, að
stúdentar héðan stæðu á baki dönsk-
Urn stúdentum f tungumálaþekkingu
e^a almennum andlegum þroska.
^ður þykir vera lítið lesið í hinum
latínsku höfundum, og er talsverthæft
1 Þvú En meira er ómögulegt að
komast ygr -^gð þ@im tímafjölda, sem
latínunni er ætlaður og meira er ekki
heimtað í reglugjörðinni. Annars er
meira komið undir því, að vel og vand-
lega sé farið í það, sem lesið er, en
undir vöxtunum.
1 frumgreinum yðar um þetta mál
staðhæfðuð þér, að sú skoðun fengi
stöðugt meira og meira fylgi rneðal
Norðurálfuþjóðanna, að forntungurnar
ættu að þoka burt úr lærðu skólun-
um. Gagnvart þessu sýndi ég fram á
það með órækum tölum, að forntung-
urnar skipuðu enn þá öndvegissessinn
f skólum hinna miklu mentaþjóða, og
leiddi af því þá ályktun, sem þér hafið
eigi treyst yður til að mótmæla, að
meiri hluti mentamanna hjá þessum
þjóðum, og sérstaklega háskólarnir,
væri enn mótfallnir afnámi forntungn-
anna. Og ég tók fram, að þetta hefði
miklu meiri þýðing, en gaspur úr öðr-
um eins mönnum og Lemaitre og
Cerenville. þessa skoðun tek ég ekki
aftur. Hitt hef ég aldrei sagt, að all-
ir þeir menn, sem eru andvígir forn-
tungunum, væru »ga3prarar eða blað-
negrar«. Jég ber mikla virðingu fyrir
Virchow og vini mínum, prófessor
Gertz, en ég finn enga ástæðu til að
beygja mína sanufæringu undir sann-
færingu þeirra, þó að miklir menn séu.
þeim getur skjátlast eins og öðrum,
og ég fyrir mitt leyti met meira rök-
semdirnar en mennina, bve merkir
sem þeir kunna að vera. Ur því þér
mintust á Gertz, þá hefðuð þér líka
átt að geta þess, að hann hefir látið
uppi álit sitt á skólamáli voru Is-
lendínga. þetta hefðuð þér getað séð
f síðasta blaði Stjórnartíðindanna.
þar hermir landshöfðingi það eftir pró-
fessor Gertz, að »meðan hinir dönsku
skólar haldi kenslunni í báðum klass-
ísku málunum, verði Eeykjavíkur lærði
skóli að gera hið sama, og að þess
því megi ekki vænta, að stúdentar frá
nefndum skóla fái aðgang að Kaup-
mannahafnar háskóla, ef gríska sé af-
numin sem skyldunámsgrein í skólan
umi. Ég vona, að þér trúið, að Gertz
hafi sagt þetta, þó að það standi ekki
í Kringsjá. Líka hefðuð þér í nafni
Sannleikans átt að taka það fram, að
það er þegar farið að brydda á megnri
óánægju í Noregi út af afnámi forn-
tungnanna í lærðu skólunum þar, og
kveður svo ramt að því meðal klerka-
stéttarinnar, að nú hafa fyrir víst 802
norskir prestar, þar á meðal 6 bisk-
upar, og auk þess öll guðfræðisdeild há-
skólaus, sent stórþinginu bænaskrá um,
að prívatskólum verði að minsta kosti
leyft að taka upp aftur kensluna í
klassisku málunum. ' I hinu fyrra
svari mínu til yðar sagði ég: »Dæmi
Norðmanna getur vel snúist svo, að
það verði einmitt hinn öflugasti stuðn-
ingur fyrir málstað þeirra manna, sem
vilja halda forntungnanáminu óskertu
í skólunum«. Verið getur, að sú spá
eigi ekki langt í land.
f>ér viljið ekki játa, að »margra alda
reynsla hafi sýnt það og sannað, að
forntungnanámið sé ágæt undirstaða
undir æðri mentun«, en hins vegar
•skilst yður fyllilega að það hafi orð-
íð ótal mörgum lærðum mönnum að
lind sannrar mentunar«, og þér gerið
mér þann sóma, að telja mig í flokki
þessara manna. Er nú ekki einhver
svo lítil mótsögn í þessu hjá yður?
Ef vér teljum saman alla þá skörunga,
sem frematir hafa verið á hverjum
tíma í bókmentum og vísindum Norð-
urálfuþjóðanna síðan á miðöldunum og
alt niður til vorra tfma, þá mun það
reynast að allur þorri þeirra hefir feng-
ið klassiska mentun, en hinir örfáir,
sem mentast hafa á annan hátt. Ætli
Virchow og Gertz eigi ekki líka eitt-
hvað þeirri mentun að þakka? Ekki
veit ég, hvað er reynsla í þessu máli,
ef það er ekki þetta.
|>ór segið, að röksemdir þær, sem
ég hef komið með til stuðnings forn-
tungnanáminu í skólanum, séu ekki
nema tvær, dæmi stórþjóðanna og
mentagildi forntungnanna. f>að er
satt, að ég legg mesta áherzlu á þess-
ar tvær ástæður. En þó hefir yður
yfirsést ein röksemd, sem ég tók fram
í svari minu og ekki er heldur létt á
metunum, aö klassiska mentunin er
andleg eign, sem vér höfum tekið í
arf frá forfeðrum vorum, og að vér
eigum í bókmentum vorum mjög merk
vísindarit á latínu, sem munu verða
fólginn fjársjóður, ef vér kunnum ekki
latínu.
Eitt er það, sem ég get ekki látið
ómótmælt greinum yðar. þér segið, að
forntungurnar séu átrúnaðargoð mitt
og bregðið mér um »fáránlegustu á-
trúnaðarfirrur«. Hvar hefi ég sagt
nokkuð, sem gefi yður tilefni til að
sveigja þessu að mér? Hver, sem
þekkir mig nokkuð, veit, að ég er eng-
inn einstrengingslegur forntungnadýrk-
andi, og að ég hefi lagt meiri stund á
móðurmál mitt og íslenzkar bókment-
ir en á forntungurnar. Hitt er satt,
að ég hefi haldið því fram, að reynsl-
an sé ekki enn búin að skera úr því,
hvort aðrar vísindagreinir muni gef-
ast eins vel eða betur en forntung-
urnar sem undirstaða undir æðri ment-
un, og að ég hefi varað landa mína
við að vera of fljótir á sér í þessu
máli og ráðið þeim til að bíða eftir
reynslu annara þjóða. Hvergi hefi
ég sagt það, sem þér hafið eftir mér,
»að nauðalítil þekking á forntungun-
um hafi meira mentunargildi en all-
djúpsett þekking í öðrum efnum«.
f>vert á móti hefi ég telcið það skýrt
fram, að »betra væri fyrir skólann, að
forntungnanámið yrði aftekið með öllu,
en að það yrði takmarkað enn þá
meira en nú er, svo að kenslan í þess-
um málum yrði tómt kák, því að það
yrði til niðurdreps fyrir alla sanna
æðri mentun hér á landi«. Hefi ég
gert lítið úr mentagildi nýju málanna?
Ég hefi beinlínis sagt, »að það sé
fjarri raér«, þó að ég hins vegar haldi
því fram, að reynslan sé enn ekki bú-
in að skera úr, hvort þau muni gef-
ast eins vel og gömlu málin. Hvar
eru þá »átrúnaðaríirrurnar« ?
Eru það firrur, þó að mann, sem
settur er til að gæta dýrmætrar stofn-
unar, taki sárt til hennar, þegarhann
sér, að á að stofna henni í voða? Eru
það firrur, þó að sá hinn sami vari
þjóð sína við að flana að breytingum
á því fyrirkomulagi, sem er, áður en
reynslan hefir sýnt, að þær séu til
bóta? Má ekki miklu framar kalla
hict firrur, að vilja kollvarpa frá rót-
um þeim mentunargrundvelli, sem
þjóð vor hefir staðið á síðan á dög-
um Sæmundar fróða og Ara f>orgils-
sonar ? Svar næst.
Yflrlit yfir veðráttufar í Bvík
1898.
Úrkoma:
janúar snjóaði 22 dag J, rigndi 7 daga
febrúar — 17 — — 3 —
marz — 8 — — 5 —
apríl — 3 — — 17 —
maí — 4 — — 7 —
júní — » — 14 —
júlí — » — 16 -
ágúst — » . — 15 —
sept. — » — 19 —
október — 3 — — 10 —
nóvember— l5 — — 6 —
desember— 12 — — 7 —
samtnls 84 — samtals 125 —
Þrumur hafa eigi heyrst hér umliðið
ár.
Alhvít jörð í 1. skifti i haust 21. okt.
Loftvog hæst 25. og 26. marz 779.8
millim., lægst 13. nóv. og 81. des. 711.2 mm.
Mestur kuldi á nóttu +- 10 (h. 18/a
ög 8/s).
mestur kuldi á hádegi -r 8 (h. s/i og
a8/n).
----liiti á nóttu + 10 (h. ao/8 og
2»-
------------á háde-d + 14 (h. ,7/s
og 24/e, llh)-
Meðaltal alt árið á nóttu . . —(— 2.
--------— — á hádegi . . -+ 4.»
Jarðskjálfta varð vart h. 19/ö kl. 11
siðd. og 20/io kl. 9‘/4 siðd
Vindsta ð a: 49 sinnumánorðan; 58s. á
sunnan; 81 s. á vestan-
útsunnan; 99 s. austan-
lands.; 78 s. logn
Rvík •/, 99.
J. Jónassen.
Ljúgandi Bakkusarþý.
Að því munu allir hafa gengið vak-
andi, að Bakkusarliðinu vor á meðal
mundi ekki koma vel lestur Guð-
mundar héraðslæknis Björnssonar um
daginn í Iðnaðarmannahúsinu. f>að
átti sízt von á öðru eins, — von á
því, að nokkur maður, sem ekki er
sjálfur í bindindi, léti sér detta í hug
að fara að segja sannleikann í því
máli, ef sá sannleikur stefndi í aðra
átt en því líkar eða hentar. Að hugsa
sér héraðslækni höfuðstaðarins og kenn-
ara við læknaskólann fiytja hina frá-
leitu og hveimleiðu kenningu bindind-
ismanna um áhrif áfengis á mann-
legan likama, og þar fram eftir götun-
um! Skárra var það hneykslið!
Og sorinn úr Bakkusarliðinu hefir
gert meira en að hrista höfuðið yfir ó-
sköpunura, yfir þessu fáheyrða hneyksli.
f>að hefir tekið sig til og logið á hér-
aðslækninn lýtum og skömmum í
hefndar skyni. f>að hefir búið til, að
bindindismenn hafi keypt lækninn til
að gera þessa óhæfu, mútað honum
til að segja þetta, sem hann sagði;
eða að hann hafi gert þetta til þess
að koma sér í mjúkinn hjá hinum
fjölmenna bindindisflokk hér í þessu
kjördæmi, með því að hann hugsi sér til
þingmensku hér; og loks, að hann hafi
jafnharðan eftir fyrirlesturinn um skað-
væni áfengisins farið og — drukkið
sig fullan í rommtoddy, drukkið 5
glös af því í einum rykk!
f>að þarf auðvitað ekki jafn-alþekt-
an reglumann og valinkunnan í alla
staði eins og héraðslæknir G. B. or
til þess að vera alveg óskemdur
af öllum þessum óhróðri. Hann erað
eins sorglegur vottur þess, hve óþverra-
lega ofstæki þessi lýður elur í brjósti.
En til þess að ekki eigi samt of marg-
ir óskilið mál um þenna ósóma, skal
þessgetið, að t. d. lyginum þessiötoddy-
glös kvað fæðst hafa á aðal-»svínastíu«
bæjarins. Uppruna hennar ber því að
rekja til einhvers þeirra, er þangað
venja daglega komur sínar og alaþær
ef til vill hálfan aldur sinn.
Um að hætta áfengissölu
hefir framkvæmdarnefnd Stórstúku Is-
lands nýsent kaupmönnum landsins svo
látandi áskorun:
Háttvirti herra! Eins og yður mun vera
kunnugt, hafa þegar nokkrir kaupmenn
hér á landi, þar á rneöal 6 hér í Reykja-
vík, hætt að selja áfenga drykki í
verzlunum sínum, hafa sumir þeirra
gjört þetta ótilkvaddir, en aðrir fyrir
bænastað eða almennar áskoranir skifta-
vina sinna og annara íbúa í hlutaðeig-
andi kauptúnum og nálægum sveitum,
en fyrir þeim öllum mun hafa vakað sú
hugsun, að það miðaði til hinna mestu
framfara fyrir einstaklingana og þjóð-
félagið í heild sinni, bæði í efnalegu og
siðferðilegu tilliti, ef öll áfengissala bætti
hór á landi. En að því er hagnaðinn
af áfengissölunni snertir, þá er það
sannfæring þessara manna og fjölda
margra annara, að hann komi fram við
þá í annari mynd, með því að skifta-
vinir þeirra, í stað þess að kaupa áfengi,
sem í sjálfu sór er allsendis ónauðsyn-