Ísafold - 21.01.1899, Blaðsíða 2

Ísafold - 21.01.1899, Blaðsíða 2
10 ekki geta séð hvílíkt tjóa vofir yfir, ef þessu heldur áfram, þrátt fyrir það, þótt sí og æ sé verið að áminna menn um að bæta ráð sitt í því efni. En samt sem áður hefi óg ekki orðið eins hræddur við afleiðingar af áminstri illri meðferð á saltfiski, eins og ef tekið væri fyrir alvöru að afla fisk í botnvörpur, og það yrði svo vor aðalmarkaðsfiskur, því fiskverkun með þeirri veiðiaðferð,. sem nú tíðkast, getur staðið til bóca, ef menn vilja, en með botnvörpuveiðum alls ekki. það er mín sannfæring og hún mun reynast sönn á sínum síma, ef til kem- ur, að ef vér förum að leggja stund á botnvörpuveiði, á hvaða hátt sem er, fyrir vorn útlenda saltfisksmarkað, þá verði þess ekki langt að bíða, að öll- um saltfisksmarkaði yrði lokað fyrir 088 eða fiskurinn seldur með svo mikl- um afföllum, að vér ættum enga upp- reisnarvon framar; og væri þá dável að verið. Tæpt stendur fiskverzlun vor eins og nú er, og er það að nokkru leyti sprottið af hirðuleysi voru; en ver muudi henni reiða af, ef vér tækj- um að verzla með botnvörpufisk af alvöru. Eg ætla samt ekki alveg að fullyrða, að ekki mætti fá nokkuð af notandi saltfiski úr botnvörpum, ef rétt er far- ið að, sem að líkindum færi eftir því, bve lengi verður að draga vörpuna í senn og á hve miklu dýpi varpað er; en til þess þarf sérstaka varúð og gætni, og ætti þá að tína hinn not- andi fisk iir, undir eins og tekið er úr vörpunni, og láta hann svo ekki upp frá því blandast saman við hinn óhafandi fisk. Nú er svo valt að treysta því, að þetta verði gert, eink- anlega ef mikið berst að, nema að hugmyndin um vöruvöndunina væri snúin á betra veg en verið hefir; en vöruvöndunarleysið er hið versta þjóð- armein vort bæði til sjós og sveita, því þegar mikill fiskur væri fyrir og mikið berst að, þá er hætt við að græðgin yrði svo mikil að draga sem mest úr sjónum, að menn gætu ekki komið því undan nema skemdu og yrði þá allur fiskurinn jafnslæm vara. þegar Bandaríkjamenn fengu fyrst vitneskju um hinn rnikla afla Eng- lendinga í botnvörpur sínar, þá hlupu þeir upp til handa og fóta að gera út gufuskip með botnvörpum, og ætluðu að grípa hendinni niður í gæfupottinn, og þeir öfluðu á þann hátt ógrynni af fiski; en svo fór samt, að þeir urðu að hætta þeim útvegi aftur, því fisk- urinn seldist ekki, af því að annar betri var á boðstólum, og biðu þeir af því míkið peningatjón. En þess konar tvísýnutilraunir geta menn staðisc í Ameríku, en ekki á Islandi; Banda- menn reka sínar fiskiveiðar mest á seglskipum með lóðum; það gefst þeim bezt. Einn af Englendingum þeim, sem stundaði botnvörpuveiðar hór í sumar, kvað hafa verkað sem saltfisk 5 smá- lestir af fiski í einni ferð í haust og seldi þær á Englandi upp iir saltinu fyrir 20 pd. sterling (360 kr.) alls, og hafði honum þóct það gott, svo að salan hefir þó gengíð með betra móti; en ekki hefði það þótt glæsilegt hér, að fá að eins kring um eyri fyr- ir pundið úr salti og væri heldur ekki mikið upp í gufuskipsútgerð; og mun hann þó ekki hafa valið fiskinn af verri endanum. Ef vér hugsuðum svo hátt, að hafa gufuskip til fiskiveiða og reyndum að gera oss veiðina sem arðsamasta með því að koma fiskinum nýjum til út- landa, þá væri helzt að hugsa um kola og lúðu, því anuan fisk væri ekki að nefna, eins og áður er um getið; iann selst ekki vegna þess, að hann er allur marinn, og auk þess kvað þorskur geymast illa í ís, ef hann þarf að liggja þar lengi; að minsta kosti hefir sú orðið reynslan hér í íshúsinu; en flatfiskur heldur sér betur, því hann þolir meiri þrýsting og verst betur í ís. Ekki er neitt að miða við það, sem Englendingum sjálfum tekst að koma sínum fiski, og sú mundi verða reyndin á, að hin stórauðugu ensku fiskifélög, sem miðuð eru við sölu á nýjum fiski, mundu sporna við samkepni af öllum mætti; og hvar stæðum vér þá, félaus þjóð ? Væri og eigi óhugsandi, að þeir verðu sig samkepni með inn- flutningstollum á öllum fiski, eins og Frakkar og Bandaríkjamenn, og rækju þá útveg siun í enn stærra stýl, svo að þeir gætu birgt alt England upp með fiski; það ættu þeir víst hægt með. Og jafnvel þótt það yrði ekki, sem óskandi væri, þá eigum vér alt of mikið á hættu með sölu á ís- vörðum fiski í útlöndum og því meiri hættu, sem flutningsleiðin er lengri, og verð ég því að telja þá hugsun allsendis óframkvæmanlega, nema að eiga vísan markað fyrir fiskinn áður en byrjað er; en hann er ekki auð- fenginn. Að nokkurum manni skuli detta það í hug, að vér getum kept við hin vellauðugu ensku fiskiveiðafólög og boðið þeim byrginn í fiskveiðaúthaldi, ef vér gerðum með oss félagsskap, er hin mesta fjarstæða og hið heimskulegasta oftraust á sjálfum sér. Að vísu getur verið lofsvert að bera sig vel: en að bera sig svo vel, að maðar velti sjálf- um sér um koll, — það er heldur mikið. það er æði-mikill misskihungur, að halda, að vér stöndum betur að vígi með fiskiveiðar vorar en Englendingar; ég veit það vel, að fiskurinn kringum Island er nær oss en Englendingum; en sá er munurinn, að Englendingar geta ausið upp svo þúsundum miljóna skiftir af fiski hér við ísland á meðan vór erum að búa oss út til að ná í nokkurar þúsundir. En fiskiútgerð vor er ekki öll undir því komin, að fá sem mesta tölu af fiski, heldur er það verðið á fiskinum á hinum útlenda markaði, sem öll fiskiútgerð stendur og fellur með, og ekki geta verið skiftar skoðanir um það, að þar eru Englendingar æði-mikið betur settir en vér. Hitt er alveg rétt, að ekki er til neins að víl'a og vola út af yfirgangi Englendinga hór, með því vér höfum engin tæki til að afstýra honum. — Hitt er það heldur, að reyna að ná svo miklu úr sjónum líka, sem oss er framast auðið; en það getum vér því að eins, að vér beitum allri fyrirhyggju og forsjá, en þrífum ekki til þess, sem oss er um megn, því sú útgerð mundi heldur skammvinn, og þar með væri búið að vera með hana; og hver veit hvað með henni gæti fyrirfarist? Eg tel það rétta hugsun, að vér ættum að stofna hér fiskifélög með oss, svo 8em margsinnis hefir verið ymprað á. En ekki er auðhlaupið að því, þar sem jafn-mikil sundrung er í útgerðarhugsuninni eins og hér á landi, og hefir viljað verða, svo að útgerðar- mennirnir hafa sjálfir kept svo hver við annan, að þeir hafa ekki fengið undir risið. En gerum ráð fyrir, að það tækist, og vil ég þá samt ekki hafa fiskifólögin víðtækari en það, að Reykjavík hefði eitt félag út af fyrir sig og Hafnarfjörður annað, og hinir landsfjórðungarnir, sem geta haft þil- skipaútgerð, hver sitt félag; og lands- sjóður ætti svo að veita þessum fé- lögum nokkurn styrk, á meðan þau væru að komast á laggirnar; en — félögin yrðu þá að vera al-innlend, ef landssjóður ætti að styrkja þau. Sjónleikarnir. Esmeralda- það er nýr leikur, amerískur, leik- inn hór fyrsta sinn sunnudagskvöldið var, — einfaldur og alþýðlegur, eins og »Drengurinn minn«, en að því leyti meira í hann spunnið, að viðræður eru veigameiri og f jölbrey tilegri. Mun hafa verið valinn einkum til þess, að venja leikendur við að temja sór góða viðræðulist á leiksviði, sem ekki er vanþörf á og er allmikill vandi. Leik- ur þessi annars gengið undanfarin ár um hinn enska heim með miklu yfir- læti. Fátækur bóndi ungur í Norður-Kar- ólínu, Dave að nafni, ann einkadóttur nágranna síns, Esmeröldu; en móður hennar, konu Rogers bónda, líkar ekki gjaforðið og hugsar til hefðar- meiri mægða. Hún er bæði bóndi og húsfreyja, svarri mikill og selur jörð- ina unda.n þeim, til þess að komast á brott með Esmeröldu; fær allmikið fé fyrir landið, með því að þar var ný- fundin málmæð í jörðu. Tekur kerl- ing sig upp með bónda sinn og dótt- ur, og flytur sig austur um haf, til Parísar, í veraldarglauminn þar og dýrðina. f>ar lifa þau í »vellystingum praktuglega* og tekst kerlu von bráð- ar að ná í hefðarlegt mannsefni handa dóttur siuni, franskan greifa. Esmer- alda þýðist hann ekki vel og slítur trygðum við hann óðar en fyrri unn- ustinn kemur aftur til sögunnar, undir lok leiksins. Faðir hennar, Rogers bóndi, sem unir sér miður vel í viðhafn- arglaumnum og kann enga þar tíðkan- lega mannasiði, heldur ávalt í hönd með dóttur sinni, en má sín einskis fyrir móður hennar. Loks þrýtur þau fé, enda hafði raálmæðin reynst veiga- minni en við var búist, og var nú gjörtæmd. f>á var greifinn ekki lengi að binda skó sinn, heldur brá sér til og klófesti aðra stúlku ameríska, er stóð til mikils arfs. f>au ná auðvit- að saman að lokum, Dave og Esmer- alda; enda kemur það þá upp úr kaf- inu, að Dave er flugríkur, með því að meginþáttur áminstrar málmæðar reyndist vera í hans landi. Og end- ar svo alt »eins og í sögu«. Esmeröldu sjálfa leikur kornung stúlka (frk. G. I.), er ekki hefir stig- ið fæti fyr á leiksvið, og tekst sýnu betur en hér eigum vér að venjast af byrjendum, kann vel, leikur fjörlega og greindarlega, og feimnilaust. Unn- ustanum, Dave, sem móti henni leik- ur (G. M.), tekst stórum miður, og raunar sízt af öllum í leiknum; það getur varla neinn leikur heitið hjá honum. Rogers bónda leikur S. M., — mikið vel, eins og hann á vanda til; gerfið vel til búið og helzt óskeik- ult allan leikinn. Kerling hans, svarr- inn (frk. Gþ. H.), er myndarlegá leikin og af mikilli alúð; en betur mundi á þvi fara og eðlilegar, að minna bæri á óhemjuskapnum með köflum, — að ósköpunum slotaði endur og sinnum, (hnefastæhngum og öðru skapvargs- látbragði). Bændafólkið frá Norður-Karólínu á kunningja meðal landa sinna í París, er Desmond heitir og er málari, ásamt systrum hans tveimur, Nóru og Kat- rínu (Kate); og kemur það fólk tals- vert við 8öguna. — Nóru leikur frú St. G., með þeim yfirburðum fram yfir það, sem hér gerist að jafnaði, að full-boðlegt mundi þykja í hverju með- al-leikhúsi, reglulegu leikhúsi, í raeira háttar borg erlendis. Munu fáir verða varir við mikinn viðvaningsbrag á þeim leik. Alt látbragð, hvert orðog viðvik, augnaráð, svipur — alt vand- lega stilt eftir því, sem bezt má fara, og þó látlaust, eins og leikandanum sé það alt áskapað og ósjálfrátt. Hver skynbær og athugull áhorfandi finnur greinilega til þess, að hann er stadd- ur í heimi listarinnar hverja þá stund, sem hún hefir eitthvað að segja eða gera á leiksviðiuu. En — það er meinlegur hugsunarleysis-ósiður hér í þessari leikhúsnefnu vorri, að vera að masa og skrafa á áhorfenda-bekkjun- um —• þótt í hálfurn hljóðum sé — meðan lang-bezti leikandinn er að tala (og þarf að tala) 1 lágum róm og með svo næmum raddbreytingum, sem ment hans hefir framast kent honum. Skraf þetta er jafn-óhafandi og trufl- andi fyrir því, þótt það só eintómt lof um leikandann (»Mikið dæmalaust gerir hún þetta vel«; »aldrei hefði ég trúað því, að hún kæmist svona vel frá því«). Um aðra leikendur í þessu riti er það að segja, að þeir leika allir frem- ur vel, upp og ofan, A. E. ekki sízt. Sérstaklega ber á því í þessum leik, eins og í »Drengnum mínum«, hve miklu skaplegar leikendur haga sér á leiksviðinu en áður gerðist; tvístígand- inn og limaburðar-vandræðin horfin, en tilburðir allir og háttsemi með hæfilegum tilbreytingum og eðlilegum, fjörlegum, þar sem það á við, og hins- vegar ella. Stofugögnum hagað og raðað eins og við á, eftir föngum,. o. s. frv. B. J. Nikulás Rússakeisari og friðarboðskapur hans Mr. W. T. Stead, hinn nafnfrægi ritstjóri í Lundúnum, ferðaðist um Rússland í haust, til þess að kynnast skoðunum helztu manna þar viðvíkj- andi friðarmálinu og boðskap keisar- ans, sem svo afarmikið hefir verið um rætt um allan hinn mentaða heim. Keisarann sjálfan, »friðarkeisarann«, sem hann svo nefnir, fann hann í Livadíu á Krim, hafði verið kærkominn gestur hjá föður hans, Alexander III., og því átti hann það að þakka, að hann átti nú kost á að ná fundi keisarans unga. Bæði í þýzkum og enskum stórblöð- um hefir Stead svo ritað um keisar- ann, hvernig sér hafi á hann litist, og hvers hann hyggi að vænta megi af honum. Yér vonum, að lesendum ísafoldar muni hvorki þykja óskemti- legt nó ófróðlegt að sjá ofurlítið ágrip af þessum greinum. Mr. Stead kemst að orði meðal ann- ars á þessa leið: »Aldrei hefir komið fram Ijósari sönnun þess, hve örðugt er að fá sannar fregnir af skapferli þjóðhöfð- ingja, heldur en misskilningurinn sem ríkti fyrir ellefu árum um lyndisein- kunn Alexanders keisara III. Hng- myndir manna á Englandi voru ekki að eins ónákvæmar, að því er hann snerti; þær voru gersamlega gagnstæð- ar sannleikanum. Menn, sem þóttust. vita, hvað þeir sungu, fullyrtu við mig, að Alexauder III. Væri ómentað- ur svoli og drykkjurútur, að hann væri svo heimskur, að hann gæti ekki komist í skilning um nokkurt stjórnarmál, að hann væri ósannsögull, og loks að hann væri þess albúinn, að kveikja almenqan veraldarófrið, þegar minst von um varði. Eftir mikla örðugleika gafst mér kostur á að hitta keisarann sjálfan í Gatschina og tala við hann blátt á- fram og hreinskilnislega um hitt og þetta, og þá veitti mér ekki örðugt að komast að raun um, hve gersamlega þessar sögur voru gripnar úr lausu lofti. Ég sneri heim aftur og sagði:

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.