Ísafold - 25.01.1899, Síða 1

Ísafold - 25.01.1899, Síða 1
Kemur nt ýmist eimi sinni ec?a tvisv. i viku. Yer'ð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 ‘/a doll.; borgist fyrir miðjan jiilí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg; bunam við áramót, ógild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. október Afgreiðslustofa blaðsins er i Austurstrœti 8. XXVI. árg. Reybjavík, niiðvikudaginn 25. janúar 1890. 4. blað. I 0. 0 F 801278 /2. ELDAVÉLAR og MAGASINOFNA selur Kristján Þorgrímsson fyrir innkaupsverð, að viðbættri fragt. Pantanir afgreiddar fljótt og nákvæmlega. TTT T r X J-TTZZXXZZIAZZZJLAAAÍ Forngripasafnopiðmvd-’Og ld. kl.ll Y2. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.fi) md., mvd. og ld. til útlána. Stjórnin og bindindismálið. jþað kom víst ekki á óvart neinum, sem til þektu, að stjórnÍB mundi leggja á móti þvi að frumvarp Skúla Thoroddsens »um rétt kaupmanna til að verzla með áfengú næði staðfest- ing. f>að hafa efnilegri gemlingar verið afhöfðaðir við stjórnartrogið og ísjálfu sér eru ástæðurnar fyrir synjuninni góðar og gildar. f>ær voru enda flestar í ljós komnar, áður en málið var af- greitt frá efri deild, og það voru aðr- ar kringumstæður, sem réðu því, að ekki var úr þeim bætt, áður en málið fór frá þinginu. Synjunin kom því víst ekki neinuni á óvart, sem að mál- inu stóð. Tilganginum er samt að nokkuru leyti náð, þeim, að fá stjórnina, þ. e. ráðgjafa og landshöfðingja, til þess að kveða upp úr með sína skoðun á mál- inu og sína stefnu í því. f>eir hafa nú gjört það all-rækilega í brófum þeim um málið, sem birt eru í Stj,- tíð. 1898 B. bls. 216—218. Ég skal ekki neita því, að sérstak- lega undirtektir ráðgjafans komu mér á óvart. Bréfið er, hvað sem öðru líð- ur, svo athugavert, að það er full- komin ástæða til þess fyrir oss, bind- indismennina, að líta í kringum oss og átta oss á stefnum og horfum. Báðaneytið gefur sem sé í skyn, að það muni nú taka málið í sína hönd og leggja fyrir þingið frumvarp »með sama tilgangi«, þeim nefnilega, að »leggja höft á eða takmarka aðganginn að áfengisverzlun*. það verður ekkí ljóslega séð á þess- um bréfum, hvernig ráðgjafinn hugsar sér að ná þessum tilgangi; en undir því er mikið komið. Báðin, sem not- uð hafa verið í öðrum löndum til þess að takmarka áfengisverzlunina, eru ekki svo sérlega mörg, að það er hægt að átta sig fljótt á þeim, og það hefði verið mikils um vert, ef ráða- neytið hefði gefið í skyn, að hverju þeirra það helzt mundi hallast. Aðalráðin eru þessi: 1. Algjört bann gegn verzlun með áfengi. 2. Sérstakt gjald fyrir leyfisbréf til áfengisverzlunar, venjulega nokk- uð hátt, og oft árlegt gjald. 3. Að láta það vera komið undir atkvæði sveitarstjórna (héraðsstjórna) eða þá bæði héraðsstjórna og atkvæðis- bærra manna, hvort veita skuli áfeng- issöluleyfi eða ekki. •Gautaborgar- fyrirkomulagið«, sem bæði Norðmenn og Svíar eru búnir að reyna og gefast upp við sejn ó- hafandi, nefni ég ekki. Eg get varla búist við, að stjórninni detti í hug að reyna að lögleiða hér nokkuð slíkt. Landshöfðingi hefir aftur á móti kveðið þar upp sitt álit skýrt og ó- tvíræðilega um, hverja af þessum að- ferðum hann álíturbezta. Hann hall- ast sem sé að leyfisbréfsgjaldinu, en telur #mjög efasamt«, hvort hyggilegt sé að leggja veiting söluleyfisins undir atkvæði sveitarstjórna og atkvæðisbærra héraðsbúa, »einkum eftir því sem til hagar á Islandi«. í bréfi ráðgjafans er ekki vikið neitt að þessum atriðum, nema ef ráða mætti af orðum þess, að rótt væri að binda söluleyfið við atkvæði sveitarstjórnar, en ekki við atkvæði héraðsbúa, af því að það væri of mikið umstang. Eitt atriði í ráðgjafabréfinu vil ég nefna, af því það hefir orðið svo stór- vægt þrætuatriði, t. d. í Bandaríkj- unum. það er um skaðabætur fyrir atvinnuskerðiug fyrir eldri verzlanir, sem leyfi hafa til áfengissölu, þegar takmarkanir á eða bann gegn þeirri verzlun er í lög leitt. þar tekur bréf- ið skýrt af skarið. Einn gallinn á frumvarpinu er það, að sú heimild til að banna verzlun með áfengi, sem í frumvarpinu var falin, »nær að eins til þeirra manna, sem eftirleiðis (auðkent í bréfinu með breyttu letri) kaupa verzlunarleyfis- bréf«, o. 8. frv. Af þessu sést það án alls vafa, að ráðaneytið álítur, að verzlanir, sem #nú eru reknar og leyfi hafa til á- fengissölu«, ætti ekki neina kröfu til skaðabóta, þó að lögleitt væri algert bann gegn áfengisverzlun. það væri svo sem auðvitað hið eina rétta, að lögleiða hér algert sölu- bann, og mér er næst að halda, að þeirri stefnu mundu mjög margir fylgja hér á landi nú og það meira að segja fjöldamargir af kaupmönn- um sjálfum. Trauðlega mun þó ráð fyrir því gjörandi, að stjórnin flytji svo lagað frumvarp, enda tvísýnt, að það næði samþykki þingsins, eins og það nú er skipað. En haldi hngsun- arhátturinn hjá alþýðu manna áfram að skýrast og breytast í því máli, og verði sú framför eins hraðfara á næsta áratug, eins og hún hefir veriðsíðustu 10 árin, þá verður ekki langt liðið á 20. öldina, er algert vínverzlunarbann hlýtur samþykki þingsins. Og hvað skyldi þá stjórninni ganga til að leggja á móti slíkum lögum? Umhyggja fyr- ir brennivíns-markaði Dana ? Ekki trúi ég því. |>ví miður verður víst helzt að gjöra ráð fyrir, að aðal-áherzlan verði lögð á gjald fyrir leyfisbréfin til áfengissöl- unnar. |>að mun enn þá vera talið í Danmörku meðal þjóðráða til að tak- marka brennivínssölu. En það vita allir, og Danir sjálfir hvað bezt, að þeir bæði hafa verið og eru mestar brennivíns-hítir í Norðurálfunni og líklega þó leitað væri um veröld alla; og þó að bindindishreyfing sé þarorð- in nú töluverð, þá eru þeir þó að tiltölulega miklum mun okkar eftir- bátar í því máli, bæði að framkvæmd- um og þekkingu á málinu. Vér lítum alt öðru vísi á afleiðingarnar af þess- um skatt-álögum á brennivínið, hvort sem það nú er brenslu- eða aðflutn- ingstollur eða söluleyfis-gjald. — Kaup- menn leggja, eins og eðlilegt er, skatt- inn á kaupanda brennivínsins, ríflega nokkuð reiknaðan, og brennivínið verður dýrara. f>etta á að fæla menn frá að kaupa; gjörir það líka um stund; en þegar þeir fara að venjast hinu hærra verði, sækir alt í sama horf; eftir svo sem eitt eða tvö ár er jafn-mikið keypt. En efnaspjöllin, sérstaklega meðal hins fátækari lýðs, verða enn hraðstígari, þegar brennivín- ið er dýrara. Drykkfeldir menn »hugsa ekki um, hvað það kostar, en þakka guði fyrir að það fæst«. Og svo er annað, sem af hækkuðum álögum leiðir: Til þess að geta boðið sem ódýrasta vöru, flytja kaupmenn að eins hinar verstu drykkjartegundir, sem þeir fá fyrir sem lægst verð; kepn- in skrúfar niður verðið og það bitnar eðlilega á vörugæðunum. Á þeim hafa menn alment ekki vit, en öll al- þýða manna, bæði hér og í öðrum löndum, á í því sammerkt við Hró- bjart gamla, að hún spyr alt af fyrst og fremst að því, #hvar billegast brennivín sé«. En »billeg« og vond drykkjarföng eru mjög miklu óhollari en hinar betri tegundir, og spilla miklu fljótar heilsu drykkjumannanna. — Afleið- ingin af þessum hækkuðu skattálögum á bronnivínið eða brennivínsverzlun- ina er því öfug við tilganginn: ekki neitt verulegt haft á sölunni,en verzl- unin versnar bæði að verði og vöru- gæðum, og féflettir og fer fljótar með alla drykkjumenn, einkum hina fátæk- ari, og spillir heilsu manua enn ver og ennfljótar. jþannig býst ég við að margir bind- indismenn hér á landi líti á þetta at- riði; og það má telja það víst, að frumvarp, sem eingóngu bindur sig við gjald fyrir áfengissöluleyfi, þó að það sé árlegt gjald, og hvað svo sem það verður, nær ekki samþykki þings- ins, eins og nú standa sakir. Ég tel rétt-víst, að all-flestir bindindismenn á þingi mundu líta það óhýru auga og jafnvel snúast á móti því. Hvað er á móti því að veita t. d. sýslunefndum ug bæjarstjórnum vald til að banna áfengisverzlun, hverri f sínu umdæmi? f>að er engiu hætta á því, að þau stjórnarvöld fari að gefa út slíkt alment bann, ef þau vita ekki, að þau hafa öruggan almenningsvilja að bakhjarli. Eg á hér við alment bann, ekki atkvæðagreiðslu um einstök bónarbréf um söluleyfi. Al- menn atkvæðagreiðsla um bann gegn áfengisverzlun sýnist ekki heldur sér- legum vandkvæðum bundin og þyrfti ekki að valda neinum verulegum erf- iðleikum eða koma á stað neinum æsingum. En hún gæti líklega líka fallið burt. Sýslunefndum og bæjar- stjórnum væri, að minni hyggju, vel trúandi fyrir málinu. Einmitt í þessa átt sýnast líka benda þau samtök víðs vegar um land, sem nú eru að myndast, og stefna að því, að fá kaup- menn til að hætta að flytja áfengi. Jpessi hreyfing þarf að eins stoð lag- anna, til þess að geta skipað, í stað þess að biðja, og það oft árangurs- laust. Mér finst ekkert liggja nær en að löggjöfin veiti þessu stoð, komi lögbundinni skipan á þessa hreyfing, sem nú þegar er til, og allir hljóta að viðurkenna að stefnir í rétta átt. Ég á því mjög erfitt með að átta mig á, hvað landshöfðingi á við, þar sem hann gefur í skyn, að þetta fyr- irkomulag muni ekki »rétt aðferð, einkum eftir því sem tilhagar á Is- landi«, nema því að eins, að hann hafi eingöngu fyrir augum hina almennu atkvæðagreiðslu, sem ýmislegt hefir verið til foráttu fundið, og þó sérstak- lega nokkra fremur fámenna fundi í Beykjavík. En eftir því verða ekki landsmenn allir dæmdir. En hvað sem þessu líður, þá vonar maður að ráðaneytið, úr því það hefir tekið málið að sér að þessu leyti, finni hyggilegt ráð til að hefta áfeng- issöluna, og þá ætti þingið ekki að láta sitt eftir liggja. Fyrir bindindisliðið í landinu er, fyr en nokkurn varði, kominn tími til að hefjast handa og búast til baráttu fyr- ir málinu. Glögg þekking á málinu og góð ráðdeild er nauðsynleg til þess að ákveða sér það takmark, sem að skal stefna, en harðfylgi og stefnu- festa nauðsynleg til þess, að nokkur árangur verði, eins í því máli og öðr- nm. |>að er vonandi, að menn séu al- ment um landið svo kunnugir málinu og hafi svo mikinn áhuga á því, með eða móti, að það komi til umræðu á þingmálafundunum í vor, og það er líka alveg nauðsynlegt, þinginu til leið- beiningar. Nýársdag 1899. Guðl. Guðmundsson. Stafsetningarsamþyktin. Enn hafa þessir skólagengnir menn hér á landi aðhylst stafsetningarreglur Blaðamannafélagsins með undirskrift sinni (sbr. Isafold 29. okt. f. á.). Arni Jóhannesson, prestur í Grenivík, Árni Þórarinsson, prestur í Skógarnesi, Árni Þorsteinsson, prestur á Kálfatjörn, Arnór Árnason, prestur á Felli, Arnór Þorláksson, prestur á Hesti, Asgeir Blöndal, læknir á Eyrarbakka, Benedikt Kristjánsson, próf. á Grrenjaðarst, Bened. Þ. Gröndal, kennari í Olafsvik, Björn G. Blöndal, læknir á Sævarlandi, Einar Friðgeirsson, prófastur á Borg, Eirikur Gislason, prestur á Staðastað. Eirikur Sverrisson, sýsluskrifari í Bæ, Guðl. Guðmundsson, sýslumaður, Guðm. B. Scheving, héraðslæknir, Bæ; Emil Guðmundsson, prestur á Kvíabekk, Halldór O. Þorsteinsson, prestur á Bergþ hv., Helgi Árnason, prestur i Ólafsvík, Jens Pálsson, prestur í Görðum, Jón Arason, prestur í Husavík, Jón Benediktsson, prestur í Saurbæ, Jón Guttormsson, próf. í Hjarðarholti, Jón Sveinsson, próf. á Akranesi, Jón Þorvaldsson, oand. med., Isafirði, Lárus Benediktsson, prestur í Selárdal, Magnús Helgason, prestur á Torfastöðum,

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.