Ísafold - 15.04.1899, Side 1

Ísafold - 15.04.1899, Side 1
ISAFOLD Reykjavík, laiigarda^inn 15. apríl 1899. Kemur út ýinist einu sinni eöa tvisv. í vikn. Ver(T árg. (80 ark. niinnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l'/’s doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). f XXVI. árpr. Forngripasafnopiðmvd,og ld. kl.ll—12. Landsbankinn opinn livern virkan dag kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar gæzlustjóri 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.3) md., invd. og ld. til útlána. Vestanpóstur fer á morgun, norðanpóst- ur á mánudaginn. Stranferðabáturinn Skálbolt leggurástað í fyrra málið vestur um land Bíræfni og skllniiig’sleysi. i. Hr. Benedikt Sveinsson hefir gefið xtt bækling, sem hann kallar: »Um Valtýskuna. Svar til Eimreiðarinnar«, og munu menn fá getið því nærri, í hverja átt sá bæklingur fer. Til þess að girða fyrir allan mis- skilning, skal þess þegar getið, að í mjög mikilsverðu efni, sem bæklingur þessi fjallar um, fær ísafold eigi bet- ur séð, en að B. S. hafi rétt að mæla: mótmælunum gegn kenningum »Eim- reiðarinnar« um þá breytingu, sem eigi að hafa orðið á réttarstöðu vorri gagnvart Dönum við stöðulögin og um gildi grundvaliarlaganna dönsku fyrir ísland. I því efni leyfum vér oss að vísa til greinarinnar »Stöðulögin og landsréttindi vor« eftir Lögfræðing í síðasta blaði Isafoldar, jafnframt því sem vér látum þess getið,| að vér er- ums með öllu samdóma þeim skoðun- um, sem fram er haldið í þeirri grein, enda er hún rituð að undirlagi rit- stjórnarinnar og með hennar ráði. En þegar þeim mótmælum sleppir, er það sannast af ritlingi þessum að segja, að værum vér ekki svo miklu misjöfnu vanir, íslendingar, þegar kemur til umræðu um stjórnarmál vort, mundi hann vérða talinn alveg ótrúlegur sams^tningur. Svo bíræfnislega rangar eru sumar staðhæfingar höfundarins um söguleg atriði, viðburði, sem allir eiga kost á að fræðast um. Og svo neyðarlegt er skilningsleysi hans á einföldustu atriðum þess málefnis, sem hann þyk- ist vera að skýra fyrir þjóðinni. Yér vonum að geta komið hverjum meðalgreindum manni, sera vill sjá sanuleikann, í skilning um það, að þessi dómur um ritling B. S. sé ekki úr lausu lofti gripinn. Dr. V. G. bendir '"á það í ritgorð sinni í Eimreiðinni, að alþingi hafi 1869 samþykt með 21 atkv. (af 27) þessa tillögu: »Jafnt og hínir aðrir ráðgjafar ríkisins á ráðgjafinn fyrir ísland sæti í ríkisráðinu og hefir á- byrgð á stjórninni*. Og jafnframt bendir hann á, að einmitt Benedikt Sveinsson hafi verið tillögumaðurinn. Mjög er það skiljanlegt, að B. S. finnist þetta koma sér illa. því að það hefir einhvern veginn komist inn í þöfuðið á hgnum, að meginatriði gtjórnarmálsdeilunnar sé þetta, að íslands-ráðgjafinn sé látinn eiga sæti. í ríkisráði Dana. Meðan það er gert, finst honum vera traðkað hinum ský- lausustu réttindum þjóðarinnar, og. sú hættan voðalegust, að Islendingar gefi nokkura átyllu til þess að það háttalag verði lögmætt talið. þegar honum er svo bent á það, að einmitt á þeirn tímum, er baráttan fyrir landsréttindum vorum gagnvart Danmörku stóð hæst, einmitt á þeim tímum, er menn guldu glöggast varhuga við að láta þau réttindi ganga úr greipum þjóðarinnar, hafi ekki að eins alþingi, undir forystu Jóns Sigurðs- sonar, heldur og Benidikt Sveinsson sjálfur talið það hættulaust fyrir oss að ráðgjafi vor sæti í ríkisráðinu — þá er það ekkert undarlegt, að mað- urinn komist í vandræði. Og nú biðjum vér menn að gæta vandlega að því, hvernig hann fer að klóra í bakkann. Hann segir svo í ritlingi sínum (bls. 49): »f>að sem höf. (dr. V. G.) til- færir úr alþingistíð. 1869, snertir og að eins hin sameiginlegu máU. Gætum nú að grein þeirri í stjórn- arskrárfrumvarpi alþingis 1869, sem hér er um að ræða. Hún er svona: »þangað til öðruvísi verður ákveðið með lögum, sem ríkisþingið og alþingi samþykkir, felur konungur hina æðstu stjórn hinna sérstaklegU íslenzku málefna, sem útheimta staðfestingu konungs, annaðhvort einhverjum af ráðgjöfum sínum eða sérstökum ráð- gjafa, sem ráðgjafa fyrir Island. Jafnt og hinir aðrir ráðgjafar ríkis- ins á ráðgjafinn fyrir Island sœti í rílcisráðinu og heúr ábyrgð á stjórninni, og skal sú ábyrgð síðar nákvæmar á- kveðin með lögum«. Minnast menn nú öllu meiri bíræfni af öldruðum manni, fyrverandi þjóðar- leiðtoga, fyrverandi dþraara, fyrver- andi lögreglustjóra, fyrverandi alþing- isforseta og margra, margra áira þing- manni, heldur en þessarar: að vitna í önnur eins skjöl, eins og stjórnar- skrárfrumvörp alþingis og kinnoka sér ekki við að fullyrða, að þá sé átt að eins við sameiginleg mál, þegar æðsca stjórn hinna. sérstaklegu íslenzku mál- efna er nefnd berum orðum? það er vitanlega ekki nokkur vegur fyrir Bonedikt Sveinsson að komast undan þeim sögulega sannleika, að ár- ið 1869 leit alþingi, með Ben. Sveins- son í broddi fylkingar, svo á, sem eng- in hætta stafaði af því, að láta þann ráðgjafa, sem um sérmál vor fjallar, eiga sæti í ríkisráði Dana, meðan ekki er unt að fá æðstu stjórnina inn í landið sjálft. Og jafn-skýlaus sannleiki er hitt, að alþingi sá því þá ekkert til fyrirsiöðu, að ábyrgð væri fram komið, samkvæmt íslcnzkri löggjöf, á hendur þessum ráðgjafa, sem átti að eiga sæti í ríkis- ráðinu »jafnt og hinir aðrir ráðgjafar ríkisins«. Kenningin, sem Ben. Sveinsson heldur nú fram um ríkisráðssetu ís- landsráðgjafans — að hún breytti með öllu réttarstöðu vorri, ef hún yrði lög- leg, og að hún girði allsendis fyrir það að ábyrgð verði komið fram á hendur ráðgjafa vorum, meðan hún á sér stað — er þannig spánný. Á henui bólaði ekki, 088 vitanlega, í hinni fyrri sjálf- stjórnarbaráctu vorri. Ben. Sveinsson hefir fundið hana upp á gamals aldri. þess hafa ekki sést nokkur merkí að neinn lögfræðingur á landinu, að sjálf- um honum og syni hans undantekn- um, hafi aðhylst hana. En ýmsir þeirra hafa mótmælt henni liarðlega. Ollum röksemdum B. S., sem hann reynir að styðja þessa kenningu sína með, hefir verið margsvarað í Isafold. Yér getum ekki skilið að nokkur þörf sé á, að fara að taka þau svör upp aftur að þessu sinni. Kenningin er kveðin uiður til fulls og alls, þó að höf. hennar, aleinn síns liðs, að skóla- piltum undanteknum, sé að reyna, að grafa hana upp aftur. Og vér treyst- um því óhræddir, að enginn maður, sem kominn er til vits og ára, glæp- ist á henni. Um íslenzka spuna- áhaldið. Eftir Albert Jónsson. I. þrátt fyrir það, þótt vér Islending- ar séum taldir hafa greind og and- lega hæfileika á móts við aðrar menta- þjóðir heimsins, þá erum vér þó í því verklega líklega aumri öllum siðuðum þjóðum, er hnött vorn byggja, og er þetta leiðinlega andstætt hvað öðru. Ekki verður það þó sagt, að þjóð vora skorti hæfileikana til hins verk- lega fremur en hins andlega, ef hægt - væri að beita kröftum sínum eins í þá áttina hér. Má því til sönnunar benda á þá menn, sem slæðst hafa inníönnur þjóðfélög frá voru, þar sem þeir geta neytt sín. Já, það má með sanni segja, að þjóð vor hefir verið næsta smástíg í öllu, er lýtur að hinu verklega, svo það er hryggilegt að líta yfir liðin 1000 árin og þurfa að sjá og viðurkenna, hversu flest stendur í stað að kalla má hjá oss í verklegu framförunum; en aftur til samanburðar að horfa á nágrannaþjóðirnar þjóta áfram fram- farabraut iðnaðarins með höfuðskepn- urnar auðsveipnar fyrir vinnulýðinn til hvers sem gera skal, en vér togum og teygjum og hnoðum vorum magn- litla líkamskrafti með sveinvirkum og erviðum áhöldum. En vonandi er, að nýja öldin létti af oss þessu oki og flytji oss fram á braut menningar og manndáðar. Svo að ég þá taki til dæmis eitt vinnutólið okkar, tóskaparáhöldin, má segja, að þau hafi sem margt annað staðið í stað marga mannsaldra, fram að þessuna tíma; því þótt einstakir dugnaðarmenn — t. d. Magnús Steph- ensen um síðusu aldamót — hafi gert tilraun til endurbótar á þeim, þá hefir það ekki hrifið svo neinu nemi úti á meðal almennings, enda hafa þessar tilraunir aldrei fest algerlega rætur, og ekki heldur gerðar i þeim Uppsögn (skriílegy hnnum við árainót, úgild nema komin sje til útgefanda fyrir 1. októher Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrasti 8. 24. blað. tilgangi, að veita arðinum af endur- bótunum inn á hvert heimili. Sumir munu þó vilja nefna endur- bót þá á spunaáhaldinu, að rokkurinn var upp tekinn, en halasnældan lögð niður. Á rokkinn verður þó sjálfsagt spunnið helmingi meira en á snæld- una; en hann er og mörgum pörtun um dýrari. En satt að segja virðisc íslenzka kvenþjóðin vera búm nógu lengi að róa við rokkinn, sem fram- farir nútímans eru búnar að setja út í yztu horn, og er sannarlega mál til komið.aðkvennfólkið fari að draga sig úr skúmaskotunum frá rokkunum og koma fram í birtuna, sem leggur af hinum stórfengilegu breytingum, sem orðnar eru á tóskaparáhöldunum með- al allra mentaðra þjóða og nú er jafnvel farið að votta fyrir hér hjá vorri þjóð, þar sem eru kembivélarn- ar, sem nú eru að rísa upp hér á stöku stað. En eg tel ekki að menn hagnýti sér kembivélarnar eins og vera ber, með- an gömlu rokkarnir eru settir í sam- band við þær. Eg kalla að það sé að fara aftur á bak, en ekki áfram í verklegu áttina og er mjög óánægju- legt að horfa á slíkt verklag. Kemb- ingarvélin er komin mikið lengra á- leiðis með ullina í þráð en gömlu hné- kambarnir, og því er það annað áhald, sem taka á við úr þeim, en rokkurinn. það er eitt samfelt kerfi, sem held- ur áfram með ullina frá því hún er sett I fyrstu kembivélina og þar til henni er Bkilað úr hinni síðustu í þræði, og heitir síðasti limur áhalds- ins spunavél. þess vegna ættu þeir, sem halda vilja trygð við rokkana, sömuleiðis að halda trygð við gömlu hnékambana; því þau áhöld sóma sér bezt saman og eru hvert1 á borð við annað. Fyrir nokkrum árum ritaði eg blaða- grein um tóvinnuvélar. Taldi eg þar hið bezta ráð heimilistóskapariðnaði vorum til eflingar, að komið væri upp kemb- ingarverkstæðum hér og hvar (helzt, í hverri sýslu), þar sem hægast væri að- sóknar á allar hliðar, og koma svo upp smáspunavélum í sveitunum í kring, er menn eigi í félagsskap og spinni á þær alt fyrir heimilin.en þau láti aftur kemba alla heima-ull sína í vélunum. Jafnvel þó eg eigi geti búist við, að orð mín hafi unnið" mikinn bug á gömlum vana, þá sýnist samt sem þau hafi verið í réttan tíma töluð, því ein- mitt síðan hafa risið upp kembingar- verkstæðin t. d. áOddeyri og Alafossi með mjög líku fyrirkomulagi og bent var á í greininni. það eitt vantar, að alþýða taki upp spunavélarnar í staðinn fyrir rokkana; en vonandi er, að þess verði eigi langt að bíða. Vanafestan er svo rík, að naumast er von, að sannindin í þessu efni séu enn búin að ryðja sér til rúms, en því betra, því fyrr sem skilningur manria opnast á þessar þörfu breytingar. þegar um nýbreytni er að ræða í einhverri grein, er tíðast gengið með odd og egg að henni, til að spornavið því, að breytingin komist á, og þá dásamað hið gamla, sem þoka á fyrir henni. J>etta er nokkurs konar trygð- areinkenni á vorri þjóð, en er henni þó engu að síður mjög banvænt.

x

Ísafold

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.