Ísafold


Ísafold - 15.04.1899, Qupperneq 2

Ísafold - 15.04.1899, Qupperneq 2
94 f>etta kemur fram við handapuna- vélarnar smáu; þar hlýtur eitthvert þess kyns afl að vera þrándur í götu, * jafnvel þó það virðist liggja í augum uppi hverjum hugsandi manni,að spuna- vélin er sem sjálfsögð um leið og ull- in er kembd í kembivól; að spinna hana á rokk verður ekki að hálfum notum, auk þess sem slíkt verklag er mesta ó- mynd; það er að snara út peningum, en fá lífcið í aðra hönd, að minsta kosti á móts við að spinna ullina á spunavél. í sambandi við þetta dettur mér í hug gamla þjóðsagan, þegar annboðin voru borin út á túnið og þau fóru svo sjálf að slá og raka; margur mundi óska sér að hafa mátt fcil þess enn, að láta vinnu ganga svo greitfc. En nú finst mór einmitt að mönnum gefisfc kostur á að láta ósk þá ræt- ast, þar sem eiun maður getur jafnt teygt úr 15—20 þráðum sem einum (eg tel ekki stærri spunavélar því við þær þarf meira á sig að reyna en við rokkinn)- og þannig margfafdast flýtir vinnunnar. Óhætt mun mega gera ráð fyrir, að einn maður spinni á litla hand-spuna- vél á móti 10 á rokk; eins verðurlíka áreiðanlega betri vinna úr spunavél- inni (það er að segja eins-kefiis-vél 15—20 þr.) heldur en af rokknum; hef eg þar fyrir mér 12 ára reynslu á lít- illi spunavél og vitnisburð æfðra vef- ara, að þráðurinn haldi betur, og sömuleiðis er vaðmálið áferðarfallegra og fer betur f þófinu; og er þefcta alt ofur-skiljanlegt, þeim, sem áhaldið þekkja. Ymislegt hefir verið fundið að þess- ari litlu spunavél sem heimilisspuna- áhaldi, og hefir það eðlilega verið á litlum rökum bygt, fyrir þá einföldu ástæðu, að menn þekkja það ekki. Næstliðið sumar fluttu tvö blöðin með- mæli með (gömlu) rokkunum sem sambandsáhaldi við kembivélarnar, en andmæli gegn spunavélunum; það voru Stefnir (eftir vélastjóra Aðalstein Halldórsson) og Kvennablaðið (frétta- pistill). Af því eg met hr. vélastj. Aðal- stein Halldórsson mest af þeim, sem andmælum hafa hreyft gegn spuna- vólinni sem áhaldi á íslenzk heimili, vil eg leyfa mér að líta yfir galla þá, sem hann til nefnir, og sjá, hvorfc ekki er hægt að minka þá. Fyrsti gallinn hjá hr. A. H. er, að vélin sé of stór á ísl. heimjli og sé því ekki rúm fyrir hana nema á stöku stað. Sem betur fer er húsakynnun- um til sveita stórmikið að fara fram, og ólík orðin nú því sem þau voru fyrir 20—30 árum, svo að varla mun fyrir hitt- ast það heimili þar sem ekki má koma fyrir minstu spunavél (gólfmál fcæpar 2 al. og4 al.: rúmlega rúmstæðis fyrirferð eða vefstóls). Annað, sem á að vera á móti vél- inni, er, að hún taki vinnuna af fólk- inu, sem bóndinn haldi hvort sem er. Mundi þá ekki mega segja það sama um kembivélina og hvert það áhald, sem upp er fundið til flýtis vinnunni. f>ar sem slík kenning er ráðandi, er hætt við, að lítilla framfara sé að vænta. Sá barnaskapur, að með fljótvirkarí áhöldum minki atvinnan — að fólkið gangi iðjulaust — hjaðnar óðar niður við reynsluna; því alt af verður nóg til að gera. Með aukinni mentun fjölga þarfirnar, og á íslenzku heimilunum kemur það hvað helzt niður á kven- fólkinu, sem felst í hreinlæti öllu, fata- saum og tilbreyting í matartilbúning ög fl. Ennfremur finnur hr. A. H. það að vélinni, að hún sé svo dýr, þurfi að standa brúkunarlaus mikinn part af árinu og að vandasamt séaðspinna á hana. En vélin verður ekki dýrari en rokkarnir, sem þarf á móti henni; eg vil ætla að hún verði ódýrri og einnig endingarbetri. Brúkunarlaus ætti hún ekki að standa fremur en rokkarnir, ef verkefnið er nóg, sem sé: að menn sameini sig um bana eftir ullarmagni. Og jafnvel þótt hún væri ekki nema lítinn tíma að spinna ull eigendanna — eða eigandans — stæði síðan brúkunarlaus lengur, væri það samt ávinningur, að fá ull sína fljótt spunna með litlu vinnuliði og henni komið upp í voðir (dúka). Ekki verður það heldur fyrir borið, að vandasamt sé að spinna á hana, fremur en á rokk, nema síóur sé; eða lengur finst mér eg vera að komast upp á að spinna á rokk en vél, og skil eg engan veginn að stúlka, sem lagin er að spinna á rokk, væri lengi að komast upp á að spinna á litla handspunavél. Vitanlega þarf verk- lægni við þetta verk sem önnur, og misjafnlega er það af hendi leyst. Ekki mun heldur erfiðara að spinna á þessa litlu vél en að snúa af kappi rokkinn, að öðru leyti en því, að það þarf að standa við vélina; sumum fell- ur það ver, en sumum ekki. Vendetta. ^Eftir Archibald Clavering Gunter. XI. Svo segir de Belloc spekingslega: »Og sussu! Hann deyr ekki. Eg hefi séð menn í hundraðatali, sem særst hafa á þessum stað og hafa orð- ið heilbrigðir aftur#. »En ekki, sem hafa særst svona. Verið þér ekki að horfa á mig þessum vantrúaraugum. Sýnist yður á mér, að eg sé í nokkurum vafa?« |>að eru þegar tár í augum hans og grátstafur í kverkunum. Og hermaðurinn hugrakki, sem bet- ur var fallinn til að standa á vígvelli en í herspítala, hvessir á hann augun. Nú fer honum að skiljast það, að Vest- urheimsmaðurinn muni trvra því til fulls, sem hann segir. »En hann er hvergi sár, nema á fætinum#; de Belloc maldar í móinn og vill ekki trúa fyr en hann tekur á. »Kúlan hefir farið í fótinn; Antóníó hafði hleypt af sinni skammbyssu einu augnabliki áður og látið hana síga nið- ur og kúlan hefir hitt hlaupið á skamm- byssunni og kastast þaðan inn í lík- ama hans, haldið áfram með einni af slagæðum magans endilangri og slitið hana sundur. J>ér getið reitt yður á það, að honum hefir blætt til ólífis, áður en 5 mínútur verða liðnar«. »Og þér getið ekkert gert ?« »Eg gæti ekki bjargað, þó að eg hefði verkfæri. Slagæðin er gjörskemd! Viljið þér segja honum það, eða á eg að gera það?« »Gerið þér það«, segir de Belloc. »Eg hefði átt að láta mér nægja afsök- un Englendingsins; þá hefði ekki svona farið. Mér finnst nú, eins og það sé eg, semberi ábyrgð á dauða hans«. Hann gengur, með raunasvip áand- litinu, til unglingsins, sem dauðinn hefir þegar sett innsigli sitfc á, kyssir hann og segir: »Verið þér sælir, Paoli !« Svo snýr hann sér við og rennir aug- um út yfir fjörðinn, þócfc hann geti naumast neitt séð fyrir þokunni, sem sorgin hefir lagt yfir augu hans. Barnes sparkar skammbyssunni frá sér með fætinum og sezt við hlið hins særða manns, sem nú er orðinn með öllu máttvana, leggur höfuð hans í keltu sér og vætir ennið á honum með vínandanum, sem Mateó hefir sótt, því Antóníó kvartar sárt um þorsta. Svo að lýtur hann ofan að honum og hvíslar því að honum, að hann sé kominn að bana. Og deyjandi maðurinn svarar með örveikum rómi: »Mig grunaði það, að mér mundi ekki verða lífs auðið — grunaði það strax, þegar kúlan kom í mig. f>ess vegna reyndi eg að standa og fá að skjófca einu sinni aftur. Eg vildi drepa hann, svo að við gætum orðið samferða og hvorki systir mín né ættingar skyldu þurfa neins að hefna. En það bregzt aldrei — hún kemur í þriðja liðnum*. »Hver kemur?« spyr Barnes og rank- ar hálfvegis við því, sem Marína hafði sagt. »Vendettan ! Nú skil eg systur minni hana eftir !« Og hann stynur og stendur ofurlítið á öndinni. Svo heldur hann áfram : »Eg vil heldur að hún gleymi mér en að endurminningin um mig spilli öllu lífi hennar#. Nú heyrist naumast til hans. Vesfc- urheimsmanninuru dettur alt í einu í hug, að geti hann þrýst slagæðinni saman og haldið utan um hana með hendinni, svo að nokkuð dragi úr blóðrásinni, þá kunni að treinast lífið í manninum, þangað til systir hans komi. En í því hann er að leggj- ast á hnén til að gera þetta, heyrir hann jódyn og mannamál, sem er að færast nær, og þar á meðal er rödd, sem er svo undarleg lík / þeirri raust, sem hvíslar nú svo lágt og raunalega í eyru hans. Vér vitum ekki, hvort nokkuð leyni- legt vald frá þeim heimi, sem vér eig- um að fara inn í, nálgasfc oss á síð- ustu stundum vorum hér á jörðunni og gefur oss hæfileika til að sjá og gera oss grein fyrir hlutum, sem ann- ars eru oss buldir. Enginn hefir aft- ur komið til að segja oss það. En eins og Barnes heyrir, eins virðist ung- mennið deyjandi sjá gegnum klappirn- ar, hvítu veggina á veitingaskálanum og gulleplaskóginn þar umhverfis, sem eru á milli hans og hennar, sem hon- um þykir vænsfc um. Jpví að hann segir undurlágt: »Systir mín ! Hún er þarna — eg sé hana!« — Og harm tautar fyrir munni sér, lý3Ír fötunum hennar, kyssir blómin hennar, brosir og rís svo upp og sendir henni hátt sína hinstu kveðju : »Marína!« og — hnígur svo aftur á bak ofan á sand- inn. Hún er fyrir aftan húsið; þaðan svarar hún glaðlega : »Hér er eg, Ant- óníó !« Og um leið og hún segir þetta, kemur dauðinn og tekur ungmennið, en skilur kveðjubrosið eftir á vörum hans. De Belloc mælir lágt fram bænar- orð og segir svo með mjög hásum róm: »Guð minn góður! þarna er systir hans komln!« Svo tekur hann undir 3ig stökk og tekur upp skammbyssuna til þess að fela hana fyrir henni. I sama bili kemur hún út á svalirn- ar, og snýr sér brosandi að Danellu og Tómassó, sem eru rétt á hælunum á henni og kallar með ánægjubragði: »Hérna er hann ! J>ið heyrðuð víst til hans!« Og jafnframt svipast hún um eftir honum með ákefð. þ>aðan sem Marína stendur, er ekki unt að sjá líkama hans niðri á strönd- inni, því að klappirnar skyggja á. Og Barnes veit naumast, hvað hann áaf sér að gera, en tekur það ráð að breiða vasa- klútinn sinn ofan á andlitið á bróður hennar. En meðan hann er að því, kemur hún auga á Vesturheimsmann- inn, þekkir hann afcur, veifar til hans hendinni og hrópar hlæjandi: »Eg býst við, að hann sé þarna níður frá«, og flýtir sér ofan stiganu. Vegna sterku litanna í búningi hennar — nú er hún í þjóðbúningi sínum — ber meira á því, hve íturvaxin hún er. Eftirvæntingin skín út úr andlitinu, og þó að henni sé órótt, tindra augu hennar af von, ást og fögnuði. Hún hefir engan grun um, hvað hennar bíður; hún fer afcur að hlæja og segir: »Okkur varð hverft við miðann frá yð- ur, en nú heyrði eg hann tala, svo að það gengur qkkert að honum — en. hvar er hann?« Jfiað er gaman að »|>jóðólfi« um þessar mundir, svona á undan þingmálafundunum — þótt ótrúlegt sé, því að annars lætur honum ekki sem allra-bezt að vera skemtiiegur, svo sem kunnugt er. Bitstj. finst auðsjáanlega, að eitt- hvað verði hann að leggja orð í belg. f>ó að skólapiltar vitanlega geri meira en bæta alt það upp, sem hann gæti sett saman, er svo hætt við, að les- endur hans vonist eftir einhverri hlut- töku frá hans hálfu sjálfs. En þar er nú ekki hægt um vik„, eins og allir vita. Bitstj. þjóðólfs dettur aldrei neitt 1 hug. Höfuðið er tómt, og þar sem ekkert er, þangað er ekkert að sækja. Til dæmis um það, hve maðurinn er gjörsnauður af viti á stjórnmálum vorum, má benda á það, að hann sér ekki einu sinni, fyr en ísafold bendir honum á það, að neitt sé öðru nýrra né óvenjulegra í síðustu Eimreiðar-ritgerð dr. Valtýs Guðmundssonar. Ekki hefir viljann vantað í því efni. |>að er vitið, „ sem ekki var heima. I þessu vitsmunalega bjargarleysi lendir alt, gersamlega alt, í því að fúkyrðast við ísafold. Til þess þarf enga þekkingu og ekkert vit; allra- sízt þarf að segja neitt satt. Menn lesi t. d. athugasemdir ísa- foldar út af fréttabréfinu um Húna- vafcnssýslu fundinn. Hún mintist á ástæðurnar, sem fram hefðu komið á fundinum, eftir því sem henni er frekast kunnugt, gegn því að þiggja tilboð stjórnarinnar — mintist á þær kurteislega, kalalaust, skoplaust, blátfc áfram. Um þessar athugasemdir talar »f>jóðólfur« eins og Isafold hafi haft í frammi einhverja óhæfilega ókurteisi, »slettur« og »skæting« í garð sýslu- manns Húnvetninga og annara mikils metinna manna þar nyrðra, og þykist fara nærri um það, að Húnvetning- ar muni verða í meira lagi reiðir! Nú er eftir að vita, hvernig mót- stöðumönnum stjórnarbótartilraunanna þykir »f>jóðólfi« farast að halda fram málstað sínum og þeirra. f>eir ættu ekki að taka of hart á honum, heldur sýna honum alla mann- úð og sanngirni. f>ví að hann getur ekki gert þetta betur. f>ó að hann ætti lífið að leysa, gæti hann það ekki. Veðurathuganir í Reykjavik eftir landlækni Dr. J.Jónas- sen. Hiti (á Celsius) Loftvog (millimet.) Veðurátt. á nó ttjum lul árd. síód. árd. | síM. 8. -i- 4 0 759.5 759 5 N h b N h b 9. -H 5 4- 1 759.5 759.5 Nhb N hv b 10. — 5 4- 2 762 0 (62.0 N h b N h b 11. -P 6 + 1 759.5 756.9 O 1) a h b 12. H- 2 + 3 751.8 751.8 a h b o b 13. 14. 4- 5 4- 1 + 3 4- 3 766.9 767 1 759.5 o b N h b N h b Hefir verið við há-átt alla vikuna, oftast bjart sólskin, en kaldur, oft bálhvass úti fyrir á norðan, þótt lygn iiafi verið hér. í dag (14.) bálhvass á norðan. Þilskipaafli heldur farinn að skána. Kom fyrir fám dögum eitt af skipum Th. Thor- steinssons, »Margrét«, með 9000; »Guð- rún« (H. Helgasonar) með 4000 o. s„ frv.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.