Ísafold - 31.05.1899, Síða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
l1/* doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
ISAFOLD.
TJppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
útgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
XXVI. árgr.
Keykjavík, miðvikudaginn 31. maí 1899.
35. blað.
I. 0. 0. F. 81629.
x+x. xfx. .xfa . .xfa . .xfx. xfx. .xfx. xfx. xfx. .xfx. .xfx. xfx. xf^.
Forngripasafn opið mvd. og ld. kl.ll—12.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Baukastjóri við 12—2, annar
gæzlustjóri 12—1.
Landsbókasafn opið hvern virkan dag
Kl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.3)
md., mvd. og id. til útlana.
Póstar fara norður og vestur fimtudag
1. júni, austur sunnudag 4. júni.
Póstskip Ceres væntanl. fsd. 2. júni.
xfx. xfx..xfx..xfx..xfx. xfx. xfx..xfX. xfx. xfx..xfx..xf>. xfX.
'x|x''xíx’>ix''xix' ’x^x' 'xix'‘xíx’V|X xjx x|x x|x x|x
Óeinlægrtis-lcviksyiidið.
Aldreí hefir nokkurt naál hér á landi
komist í meiri niðurlægingu en bene-
dizkan.
Forvígismaður hennar var um nokk-
\if ár talinn helzti fulltrúi breytinga-
hugans og framsóknarandans meðal
þjóðarinnar. Engínn maður fór harð-
ari orðum um hörmungarnar, sem
væru samfara því stjórnarástandi, er
vér eigum við að búa. Enginn mað-
ur brýndi það fyrir þjóðinni með jafn-
íburðarmikilli mælsku, jafn-eldheitum
áskorunum, jafn-brennandi bænarand-
vörpum, að hún mætti ekki þreytast
né þagna á sjálfstjórnarkröfum sínum.
Enginn maður jós yfir haua meiri
fagurgala, né þóttist bera meira traust
til vitsmuna hennar, stillingar og ann-
ara mannkosta. Æskulýðurinn, sem
ól glæsilegar vonir í brjósti, fylkti sér
um hann; fátæklingarnir, sem hugðu,
að allar breytingar ættu að verða til
bóta, heldur en hitt, þyrptust utan
um hann til fylgis; jafnvel vits’muna-
menn létu blekkjast af »stóru orðun-
um«, frelsisorðunum heitu og snjöllu.
Hann var aðalþjóðfrelsis-foringi þessa
lands.
Nú er benedizkan ekki orðin nema
auvirðilegasta afturhald. Nú reyna mál-
gögn hennar að innræta þjóðinni þá
kenningu, fremst allra kenninga, að
leitun sé á betra stjórnarástandi en
vér hsfum, og að það sé ekkert annað
en illgirnis-æsingar að vera að finna
að stjórn vorri. Nú á benedizkan
ekkert erindi til þjóðarinnar annað
en ginna hana til að leggja árar í
bát og fá hana til að halda dauða-
haldi í útlendan ráðgjafa, ábyrgðar-
lausan, óháðan alþingi, ókunnugan
högum vorum og afskíftalausan af
þeim — ráðgjafa, sem hefir það hlut-
verk, öðrum hlutverkum fremur, með
höndum, að hefta framfaramál þjóðar
vorrar. Nú eys sjálfur forvígismaður
beuedizkunnar og málgögn hans yfir
þjóðina nöprustu getsökum, svífast
þess ekki, að telja henni trú um, að
hún sé það þjóðar-úrþvætti, að senda
mestmegnis eða eingöngu á þing þá
fulltrúa, sem að sjálfsögðu skriði að
fótum ráðgjafans, svo framarlega sem
hann láti þá sjá framan í sig. Og
nú er forvígismaður benedizkunnar
genginn í bandalag við skriffinskuna
og útlent auðvald til þess að stemma
stigu fyrir því, að þjóð vor fái um-
/bætur á stjórnarhögum sínum.
Og við hverju er að búast, jafn-
mikilli óeinlægni og beuedizkan ávaít
hefir verið blandin, að því er’til for-
vígismanns hennar hefir komið.
J>að er eins og óeinlægnin í stjórn-
armálefnum sé verulega mögnuð á-
stríða hjá manninum.
ísafold sýndi fyrir nokkurum vikum,
hvernig hann skirrist ekki við að
vitna í stjórnarskrárfrumvarp alþingis
1869 og staðhæfa, að þar standi ann-
að en nokkur hæfa er fyrir, til þess
að reyna að bera í bætifláka fyrir
þeirri gersamlega fráleitu og marg-
hröktu kenningu sinni að hver sú
stjórnarskrárbreyting sé til hins verra,
sem ekki takí ráðgjafa vorn úr ríkis-
ráðinu.
Honum þykir það nokkuð örðugt
fyrir þann málstað, er hann nú held-
ur fram, að alþingi 1869 skuli, undir
forustu Jóns Sigurðssonar og fram-
sögu Benedikts Sveinssonar, hafa sett
það inn í stjórnarskrárfrumvarp sitt,
að konungur skyldi fela «hina æðstu
stjórn hinna sérstaklegu íslenzku mál-
efna« ráðgjafa fyrir Island, er ætti
»sæti í ríkisráðinu« »jafnt og hinir aðr-
ir ráðgjafar ríkisins« og bæri þá »á-
byrgð á stjórninni«, er yrði »síðar ná-
kvæmar ákveðin með lögum«.
Og svo gerir hann sér hægt um
hönd og þrætir rólegur fyrir þetta á-
kvæði stjórnarskrárfrumvarpsins, er
hann sjálfur hafði flutt — að líkind-
um í þeirri völtu von, að enginn
mundi hafa rænu á að líta í alþingis-
tíðindin.
f>að úir og grúir af sams konar
dæmum í stjórnmálaferli Benedikts
Sveinssonar, — dæmum, sem ekki
verða á annan veg skilin en f sam-
bandi við óeinlægnis ástríðu, sem lík-
ist ósjálfræði.
í þetta skifti látum vér oss nægja
að nefna eitt dæmi í viðbót.
Ein aðalstaðhæfing Ben. Sveinsson-
ar hefir verið og er sú, að þegar
þingið 1873 bað konung að gefa land-
inu þá beztu stjórnarskrá, er hann
sæi sér fært, ef hann gæti ekki stað-
fest stjórnarskrá þingsins, þá hafi sú
beiðni verið því skilyrði bundin, að
endurskoðuð stjórnarskrá yrði lögð
fyrir fjórða þing sem haldið yrði eftir
ákveðinn tima frá því, er stjórnarskráin
öðlaðist gildi.
Á þessari staðhæfing hefir Ben.
Sveinsson bygt alt að því ótrúlegar
kenningar. Til hennar á rót sína að
rekja sú kynlega kenninga-flækja, sem
valdið hefir hlátri á hverju þinginu
eftir annað, að í raun og veru höfum
vér enga stjórn og enga stjórnarskrá,
síðan tími sá rann Vxt, er þetta skil-
yrði gerði ráð fyrir. Og þessari skil-
yrðis-staðhæfiugu er hann enn að
halda að þjóðinni í síðasta bæklingi
sínum, »Um valtýskuna«.
Engum manni ætti að vera kunn-
ugra um það en Ben. Sveinssyni, að
þessi staðhæfing er hreinn og beinn
heilaspuni.
Nefndin í stjórnarskipunarmálinu,
ser Ben. Sveinsson var framsögu-
maður fyrir, hafði upphaflega lagt
það til, að beiðnin til konungs skyldi
vera þessu skilyrði (og þrem öðrum
skilyrðum) bundin. En sú tillaga
var tekin aftur. Og til þess að taka
af allan vafa, mótmælir Ben. Sveins-
son þeim skilningi konungsfulltrúa, að
um nokkurt skilyrði sé að ræða
í þeirri tillögu, sem nefndin að-
hyltist eftir á og þingið samþykti.
|>au orð Ben. Sveinssonar, er hann
talar í því skyni að kveða þenna
skilning algerlega niður, eru á þessa
leið:
• Mér virðist, að konungsfullcrúi hafi
skilið atkvæðaskrána svo, að þessi at-
riði væru sett sem skilyrði fyrir því,
að varauppástangan sjálf yrði sam-
þykt. Meiningin í þessum stafliðum
er sú, að þingið vill sýna, að það
leggi áherzlu á þau, að það álíti ekki
neina þá stjórnarskrá, þar sem þessi
skilyrði ekki séu tekin til greina, eðli-
lega og samboðna kröfum nauðsynjar
vorrar. En að 'óðru leyti verður það
að vera á valdi og ásjá konungs, hvort
hann vill taka þessi atriði til greina
eða ekki, og það verður þá síðar meir
að sýna sig, hvort íslendingar geta
felt sig við stjórnarskrá, sem oss
kynni að verða véitt, án þess að þessi
skilyrði í þessum skilningi væru upp-
fylt«.
Eftir þessu óeinlægnis-kviksyndi
liggur stjórnmálaferill Ben. Sveinsson-
ar. Ekki er furða, þótt hann hafi
hleypt ofan í með málstað sinn.
Og hroðalegri getur niðurhleypingin
naumast verið en að málgögn hans,
hárauða og háværa breytingapostulans,
fari að prédika um ágæti þess stjórn-
arástands, sem vér nú höfum, og að
hann sjálfur geri bandalag við aðra
menn til þess að halda því stjórnar-
ástandi óhögguðu.
I afturhalds-feninu liggur hann nú
grafinn.
Bráðapestarbólnsetning.
Skýrsla úr austurhluta Húnavatnssýslu.
Eftir því, sem séð verður af blöðun-
um, þá hefir bólusetning á sauðfé
hepnast mjög misjafnlega í vetur, og all-
víðast miður en æskilegt hefði verið.
Af því að eg er einn af þeim möna-
um, sem fengist hafa við bólusetningu
þessa, þá vil eg skýra almenningi frá
þeirri reynslu, sem eg hefi fengið í
þessu efni í vetur.
Hér í 5 austustu hreppum sýslunn-
ar hefi eg og tveir menn aðrir (Páll
Jónsson frá Tindum og Sveinn Iugi-
mundarson frá Tungukoti) bólusett
með bóluefni frá C. O. Jensen í Khöfn
nokkuð yfir 5000 fjár; en áður en við
byrjuðum bólusetninguna með þessu
efni hafði Magnús dýralæknir reynt
það fyrir sunnan, en reynst skamtur
sá, sem Jensen tiltók, rora of sterkur,
og ráðlagt því að hafa hann minni.
Byrjuðum við þvf bólusetninguna með
því að hafa úr hverju glasi í 35 kind-
ur, en það ætlaðist Jensen til aðværi
haft í 25 kindur. þessari reglu fylgd-
um við með þynningu bóluefnisins, að
öðru leyti en því, að þegar eg tók eft-
ir því, að í flestum glösunum, sem hvert
átti að innihalda 0.75 grömm, var
nokkuð meira en til stóð, þá hafði eg
úr hverju glasi í 37 kindur. Mest
fekk eg úr einu glasi 0.86 gr., en úr
allflestum í kringum 0.80 gr., svo að
skamturinn í hverja kind hefir verið
freklega 0.02 gr., þar sem Jensen ætl-
aðist til að hann væri 0.03 gr.
Arangurinn af þessari bólusetningu
varð sá, að af þessum rúml. 5000 fjár
drápust af bólusetningunni 20 kindur
eða nálega 4°/00 (fjórar af þúsundi).
Féð heltist alt, en eftir 2—3 daga var
það afhalt, að undanteknum örfáum
kindum, er Iærið, sem inn í var spýt
bólgnaði mikið á, en sú bólga rann
fljótt af, ef í hana var sprett áður en
hún dreifðis: mjög mikið um fótinn,
og sjálfsagt hefðu sumar af kindum
þeim, sem drápust, getað lifað, ef nægi-
lega fljótt hefði verið skorið í bólg-
una.
Álit mitt er, að bóluefnið hafi alls
ekki verið of sterkt með þessari þynn-
ingu, en að þessar kindur, sem dráp-
ust, hafi farist fyrir einhver mistök,
sem orðið hafi við bólusetninguna,
annaðhvort að dælunálin hafi Btungist
eitthvað lítið dýpra en vera átti, sem
vel getur átt sér stað, þegar kindur
láta illa og þeim er ekki haldið vel;
eða þá að bóluefnið hafi sezt til í
dælunni án þess að eftir því væri tek-
ið, og bóluefnið þannig orðið sterkara
í einstöku kind.
Flestalt þetta fé var bólusett í
nóvembermánuði; var þá pestin því
nær alstaðar farin að gjöra vart vió
sig og á sumum bæjum voru dauðar
nálægt 20 kindur; en síðan bólusett
var, hefir ekki drepist úr pest af þessu
fé nema örfáar kindur, sem drápust
fyrstu daga eftir bólusetninguna; hefir
því undantekningarlaust alstaðar tek-
ið fyrir pestina við bólusetninguna, og
gjöri eg mér beztu von um, að ekki
þurfi að bólusetja þetta fé optar, og
að minsta kosti þykist eg hafa veitt
því eftirtekt undanfarin ár á því fé,
sem eg hefi bólusett með bóluefni, til-
búnu úr pestarnýrum, að því meira
3em það hefir veikst af bólusetning-
unni, því lengur hafi það verið alveg
ónæmt við pestinni á eftir; og veikist
féð lítið eða ekkert af bólusetningunni,
hvaða bóluefni sem brúkað er, þá er
eg mjög bræddur um að húnségagns-
lítit, nema ef vera kynni um stundar
sakir.
Áður en eg lýk máli mínu, vil eg
getaþess, að í fyrra vetur bólusetti eg
á 20 bæjum nálægt 3000 fjár; áður en
bólusett var, sem var í nóvemb. og
des., var dautt úr pest á þessum bæ-
um um 180 fjár. Bóluefni það, sem
eg þá notaði, bjó eg til úr nýrum úr
pestdauðum kindum; af því fé drapst
engin kind af bólusetningu, en úr
pest drápust á fyrstu viku 12 kindur,
en frá þeim tíma og til vors drápust
6 kindur. Með svipuðum árangri hefi
eg bólusett í vetur með sams konar