Ísafold - 31.05.1899, Síða 3

Ísafold - 31.05.1899, Síða 3
139 eyri á Skógarströnd, dáv. (5. 13). 2. Sigurbjörg |>orláksdóttir frá Vest- urhópshólum, vel (4. 00). 3. Valgerður Jensdóttir frá Hóli í Hvammssveit (Dölum), dáv. (4. 87). Prófdómendur við kennaraprófið voru þeir síra Jens Pálsson og Hjálm- ar Sigurðsson. Skeyti frá Andrée. Eekið hefir að Hlíð í Kollafirði í Strandasýslu 14. þ. m. (á Krossmessu) korkhylki með svolátandi skeyti frá þeim Andrée norðurfara hinum sœnska og hans félögnm: Flytböj Nr. 7. Denna ár utkastad G. MT. frán Andrées Ballong kl. 10,55 em. den 11 Juli 1897 pá cirka 82° lat och 25° long E for Grw. Vi sviifva p4 600 m. höid. All well. Andrée. Strindbery. Frœnkel. Eyðan á eftir fyrsta orðinu merkir, að þar er eitt orð ólæsilegt, af því sjór hafði komist að seðlinum, og mætti gizka á, að þar hefði staðið »sjunde«. Orðsending þessi þýðir á fsl.: Þessu (sjöunda?) flothylki ervarpað út tír loftfari Andrées kl. 10.55 síðdegis eftir Greenwich miðtíma 11. júlí 1897, á hér um bil 82. stigi norðurbreiddar og 25. stigi austurlengdar frá Green- wich. Vér svífum í 600 metra hœð. ALt gtngur vel.* E. P. Eiis kaupmaður á Borðeyri sendi mann gagngert með bréfið til landshöfðingja, undir eins og hann fekk vitneskju um það, en það var ekki fyr en meir en viku eftir að það fanst. Maðurinn gekk að norðan á 4 dögum og kom hingað sunnudags- kveldið 28. þ. m. En landshöfðingi kom bréfinu áleiðis þegar daginn eftir með gufuskipi, er fór til Englands,— sendi það ráðherra Islands í Khöfn. jþað er ólíkt um þetta skeyti og hitt er rak við Melrakkasléttu í vetur, að enginn efi getur á því leikið, að það er frá Andrée sjálfum og þeim félög- um, og mundi þykja stórmikið f það varið, ef það væri ekki frá sama deg- inum og þeir Andrée lögðu á stað írá Danaey við Spitzbergen fyrir nær 2 árum. f>að var einmitt 11. júlí 1897 (um miðjan dag?). Að Melrakkasléttubréfinu sleptu er þetta annað skeytið, er frá þeim And- rée og félögum hans tveimur hefir komið frá þvi er þeir hófu glæfraför sína. Hitt var dúfuskeyti, er norskt sel- veiðaskip náði í norður í höfum, milli íslands og Spitzbergen, 20. júlf 1897. Dúfan var skotin frá skipinu og seð- illinn, sem á henni fanst, var svo lát- andi á ísl.: nKominn norður fyrir 82. stig norð- urbreiddar; góða ferð norður. Andrée«. En það skeyti var ódagsett. f>etta, sem hér rak, hefir dagsetn- inguna fram yfir og er að því leyti fróðlegra, að af því má marka, hve hraða ferð loftfarið hefir haft. Er svo að sjá, sem dúfunni hafi verið slept um sama levti eða þá rétt skömmu síðar en skeytmu var fleygt í sjóinn. Danaey liggur við Spitzbergin út- norðanvert, hér um bil á 79.40 stigi nbr. og 11 stigum austar en Green- wich. Hafi loftfarið verið komið full 82 stig norður um kl. 11 um kveldið og 14 stigum austar — norður af land- norðurskaga Spitzbergin —, þá befir það siglt fyrsta daginn hér um bil 35 —36 mílur danskar (lengdarstigin eru orðin örstutt svo norðarlega). Hæðin, sem þeir tiltaka að farið sé ofar sjó, 600 stikur, er sama sem 1912 fet eða hátt upp a móts við efstu eggj- ar Esjunnar. Svo er að heyra á bréfi því að norð- an, er Isafold varskrifað með eftirriti af skeytinu frá Andrée (af hr. Theódór Ólafssyni verzlunarstjóra á Borðeyri), sem vissa sé fyrir því, að korkhylkið hafi verið nýrekið, er það fanst 14. þ. mán., og mun þykja nokkur fróðleikur í því um stefnu og hraða strauma á þeirri löngu leið, frá því meira en 30 vikum sjávar fyrir norðan Spitzbergen. það er óravegur, á að gizka hátt á 3 hundrað mílur danskar á 672 sólar- hringum. Oft nokkuð hafa menn komist lengra norður en þetta (82. stig), dr. Eriðþ. Nansen langlengst, eins og kunnugt er, vorið 1895, rúmum 63 mílum norðar eða 86 stig og 14 mínútur; hann átti ekki eftir nema56 mílurað heimsskauti. Vendetta. Eftir Arcliibald Clavcriug Gunter. XVI. Honum veitir ekkert sérlega örðugt að finna listverkasalann; því að hann hefir aldrei haft augun af Barnes nokk- urt augnablik og kemur nú í flasið á honum. »Eg þarf að tala nokkur orð við yður«, segir Vesturheimsmaðurinn;»mér hefir snúist hugur og nú vil eg kaupa myndina. Komist þór að því, hvað hún setur upp fyrir hana og látið þér mig svo vita*. »Og hvað heitið þér ?* spyr listverka- salinn. En Barnes er þá kominn langar leiðir frá honum, tekinn að elta fröken Anstruther, sem ernýkom- in út úr herberginu. Hann kallar aftur fyrir sig : »Hótel Maurice. Eg skal skilja frekari skýr- ingar eftir þar á skrifstofunni!« Og svo hraðar hann sér sem mest hann má, treðst gegnum mannþröngina og nær konunum rétt í því bili, er þær koma út í forsalinn. f>ar heyrir hann þetta sagt: »f>ér megið þó til með að borða morgunmat, Enid, áður en þér leggið á stað«. »Eg hefi ekki tíma til þess. Eg verð að ná hraðlestinni; lafði Chartris fer með þeirri lest og stúlkan mín er með henni*. Og hún fer upp í vagn og ekur á stað. Barnes þýtur upp í annan vagn og hvíslar að ökumanninum : »Tuttugu franka fáið þér, ef þér missið ekki sjónar á vagninum, sem er hérna á undan okkur. Akið þér alt hvað af tekur.U I sama bili, sem Vesturheimsmað- urinn er að fara á stað á fleygiferð, kemur listverkasalinn með báða menn- ina, sem áður höfðu verið að tala við hann, út á riðið og segir við þá: »f>ér missið þá ekki af honum — eltið hann og sendið símskeyti*. Mennirnir stökkva upp í vagn, sem beðið hefir eftir þeim, og aílir þrír vagnarnir halda nú hver á eftir öðrum ofan eftir Manzas-stræti til járnbrautar- stöðvanna sem víð Lyon eru kendar — unga enska stúlkan í fremsta vagn- inum og hefir enga hugmynd um elt- ingaleikinn, hr. Barnes i öðrum vagn- inum og honum er sömuleiðis grun- laust um að nokkur sé að elta sig, og tveir frönsku mennirnir í þriðja vagn- inum. Annar þeirra hvíslar að hinum: »Mér þætti gaman að vita, hvað ná- unginn hefir fælst. f>að var nógu slungið af honum að vísa Kasper á sig í Maurice-hótellinu og halda nú rakleiðis til járnbrautarstöðvanna !« Sjöundi kapítuli. Lyonar-lestin. f>egar vagninn, sem fröken An- struther er í, nemur staðar fyrir utan járnbrautarstöðina, sér hún, að lestin er rétt á förum. Hún er með far- seðilinn í vasanum, hefir engan tíma til að svipast um eftir samferðafólk- inu og fer því hiklaust inn í fyrsta flokk8 vagnklefa, sem lestarstjóri einn vísar henni iun í. Barnes veit ekki vel, hvert hann á að kaupa farseðil; en svo minnist hann þess, að stúlkan hefir ságst vonaaðfinna »Edwin sinn«, í Nizza og því segir hann rösklega við farseðlasalann : iNizza!« Mennirnir tveir standa fyrir aftan hann við lúkugatið og segja líka: »Nizza«, og allir þjóta þeir út til lest- arinnar. Barnes má engan tíma missa, stekkur upp í eina fyrsta flokks klef- ann, sem enn er opinn, og kemst svo að raun um, að hann hefir fengið það sæti, sem hann helst hefði á kosið — beint á móti ungu stúlkunni, sem hann er að elta. Hinir mennirnir tveir fara inn í klefa við hliðiua á þeim. Vesturheimsmaðurinn snýr bakinu að eimreiðinni og sér eftri hluta lest- arinnar, þegar hann lítur út úr klefa- glugganum. I sama bili, sem hún fer að færast úr stað, sér hann skringi- lega sjón: frú, sem auðsjáanlega er ensk og klædd eftir nýjustu tízku, kemur með þremur enskum börnum og tveir franskir járnbrautarþjónar ^ylgja þeim. Hún er að berjast við að ná í lestina, en það tekst ekki. Tvær vinnukonur og einn þjónn eru á hælunum á henni, og er auðsætt, að þau eru líka sannir Englendingar. Öll eru þau hlaðin þeim flutnings- kynstrum, sem enskar fjölskyldur mega aldrei án vera, þegar þær eru á ferð- um. Einu augnabhki síðar er þessi hóp- ur orðinn langt á eftir og lestin kom- in á fljúgandi ferð á leiðina til Lyon. Barnes hagræðir sér í sætinu og fer að hugsa ráð sitt. Fyrst er að komast í kunningsskap við ungu stúlkuna, sem situr andspænis honum,og svo er að vinna ást hennar. Hann gengur að því vísu, að hún muni fráleitt lofa honum að segja sjálfur til nafns síns; því að þegar hann kom upp í klefann, rétti hún úr sér og leit á hann frá- munalega kuldalega og upp frá því hefir hún ekki litið upp ixr blaðinu »Figaro«, sem hún hafði tekið upp úr handtösku sinní, eina farangrinum sem hún hafði með sér. Ekki er nokkurt vit í að hugsa um ástamálin fyr en honum hefir tekist að kynnast henni ofurlítið. Hann verður því að hafa sig allan við að finna eitthvert ráð til þess, án þess að móðga hana eða rjúfa þær velsæmisreglur, sem ríkja í þeim hlutum mannfélagsins, er fröken An- struther á auðsjáanlega heima í. Alt er hljótt. Hvað hann langaði til að rjúfa þessa þögn með því að segja fáein orð ! En það þorði hann ekki — það var alt of mikil áhætta. Hver önnur ung stúlka sem í hlut hefði átt, mundi Barnes hafa ávarpað hana með ótrauðleik þeim, sem ver- aldarmönnum er eiginleg, og ef hún hefði ekki svarað góðlátlega, hefð hann þagnað og kært sig kollóttan. En með hana er alt öðru máli að gegna. Ollum horfum er spilt, ef minsta þykkja kemurí hana. Hann gefur nákvæmustu gætur að stúlkuuni til þess að sjá, hvort hún væri hvergi veik fyrir, óþýðleika-brynjan, sem stúlkan hafði klætt sig í. Hún held- ur áfram að lesa blaðið, meðan hann er að virða hana fyrir sér og lestin rennur fram hjá nokkurum smástöðv- um. Hún hreyfir sig ekki vitund. Svo lýkur hún við að’lesa blaðið, tek- ur þá upp skáldsögu, fer að lesa hana og alt af þykir henni meira og meira um vert. Barnes sér, að bókin er eftir Ouidu og honum finst hún ekki þsss verð að koma fyrir augu annars eins eneils; en að lokum sér hann nafnið á bókinni og þá verður honum hughægra. þetta er »Litlu tréskónir«, ef til vill átakanlegasta sagan, sem nokkurn tíma hefir verið rituð; í henni er ekkert siðspillanfli, ekkert nema tár. Lestin nemur staðar við Monte- reau. líú verður Barnes hræddur um, að hún muni yfirgefa hann; en henni þykir miklu meira vert um skáldsöguna en svo.- Tíðarfar. Hlýindi lítil enn, nema þó helzt í gær og dag. Gróður fer mjög hægt. Maðurinn, sem að norðan kom nú á helginni með skeytið frá Andrée, segir býsna-kalt þar, í Strandasýslu og Húna- vatns vestanverðri, og lambadauða talsverðan; ær fæða illa, vegna meg- urðar, og ekkert strá til að hára þeim. »Dagsbrár«-draugurlnn hefir skrifað langa ritgjörð um •stjónsleikjublöð* — sjálfsagt tíl þess að vekja sem allra bezt athygli manna á því, að málgagn hans er farið að reyna að telja mönnum trú um, að leitun sé á betra stjórnarástandi er vér eigum við að búa, og að það sé ekki nema illgirni að vera að finna að þvf. Síðan þykist draugurinn geta um það borið, hvernig stjórnsleikjublöð eigi að vera. Andlátsfregn. Hinn 14. f. m. (april) andaðist að heim- ili sínu eftir langa og þunga legu í brjóst- tæring konan Margrét Magnúsdóttir 4 Neðra-Hliði. Hún var dóttir dbr.m. Magn- ús Brynjólfssonar á Dysjum, »siðprýðiskona, bezti maki og móðir. Hana syrgja 3 börn á æskuskeiði ásamt elskandi mæddum manni*. frrrtrrrrrryTTmrr'rv'rrrrrr. W CHRISTENSEN’S verzluu kaupir Saltfisk og Sundmaga ---- fyrir peninga. -- Fumlið skip. Gamalt sexmannafar nýviðgjört að framanverðu, en talsvert brotið, hefir nýlega fundist á sjó á hvolfi og verið róið upp til undirritaðs. Skip þetta hefir að líkindum slitnað frá botn- vörpuskipi, því digrum kaðli var brugð- ið undir allar þóftur þess. Sá ersann- ar eignarrétt sinn að skipi þessu, vitji þess og borgi áfallinn kostnað. Hliði 20. maí 1899. Jón Þóröarson. I blaði nokkru, sem út kom hér í Eeykjavík, stendur, að hr. D. Thom- sen hafi »keypt allar vöruleifar* mínar »með þeim skilmálum* að eg »hætti alveg að verzla.« Sérstaklega er gefið í skyn, að kaupmaðurinn í sömu götu »hafi mist keppinaut hér úr göt- unni með þessu« að »fataefnum og til- búnum fötum«. Af þessu tilefni skal þess getið, að eg eins hér eftir sem hingað til verzla með fataefni og tilbúin föt; hefi eg ekki hætt né hefi í hyggju að hætta því. Með næsta póstskipi á eg von á sérstaklega miklum og góðum birgðum af þessu. Með því að hætta við að verzla með hálslín og þessleið- is hefi eg einmitt lagt meira í fata- verzlun mína en nokkuru sinni áður, og vona eg að fataverzlun mín og skraddarastofa geti mætt samkepni við alla keppinauta hér f bænum til að fullnægja skiftavinum, sem borga út í hönd. H Andersen. 16. Aðalstræti 16. I >

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.