Ísafold - 03.06.1899, Blaðsíða 3
143
I Sauðakjöt |
© saltað, ágætlcga gott
! W. Fischers-verziun, g
Yfirstjórn holdsveikraspít-alans í
Laugarnesi gjörir almenningi hór með
kunnugt, að öll umferð um veginn að
spítalanum ineð móvagna er mönnum
alveg óheimil, og sömuleiðis er það
bannað, að lilaða mó á veginn.
Yfirstjórn holdsveikraspítalaDs.
Reykjavík 30. maí 1899.
J. Havsteen. J. Jónassen. G.Bjiirnsson.
Verzlunin
í Kirkjustræti 10
(húsi Kristjáns þorgrímssotaar)
seiur fyrst um sinn með
10% afslætti.
þar fæst :
Bankabygg—Baunir — Kartöflumjöl—
Kaffi— Kandís— Hvítsykur, höggvinn
og óhöggvinn—Biscuic—Brjóstsykur—
Rúsínur, pd. á 0,20—Fíkjur — Bggja-
duft — Lárberjablöð — S m j ö r 1 í k i,
ágætt og fl.
Rjól og rulla, betra en annarsstað-
ar. Reyktóbak, margar tegundir af
—Vindlar ágætir, margar tegundir —
Vindlingar.
Handsápa. 28 tegundir.
Brjósthlífar—Axlabönd — Sumarsjöl
á 2,65—3,00—Enskar húfur — Barna-
húfur — Dömuhúfur — fíattar, eftir
nýjustu tízku, margar tegundir—Múff-
ur—Rúmteppi—Lífstykki—Hanzkar —
Handklæði og m. fl.
Prjónles alls konar, svo sem :
Peysur, —karlmanna og kvenoa nær-
fatnaður, samfeld barnauærföt, barna-
bolir, barnakjólar, sokkar, smokkar o.
fleira, alt ákaflega ódvrt.
Ennfremur alls konar ísenkram-
Lítið inn í búðina; þ a ð kostar ekk-
ert.
Farmenskusýning i Haag.
Undir heiðursformeiisku liins hollenzka
flotamálaráðherra verður haldin í Haag
í júlí og ágiist árið 1900 svuing, er
siiertir sögu hollenzkrar farmeusku t'ram
að árinu 1795 og á að ná yfir alt það,
er Holland hefir afiekað, hvort heldur
er í hernaði á sjó og landafundum, eða
verzlun og fiskiveiðum.
Með því að gera má ráð fyrir því
vegna hinna miklu viðskifta milli Dan-
merkur með hjálendum hennar og Hol-
lands, að hór á landi séu margir munir,
bæði á forngripasafninu og í einstakra
manna höndum, er mildð mundi þykja
í varið á sýningu þessari, leyfir undir-
skrifaður hollenzkur konsúll sér að biðja
alla þá, er kynnu að hafa í höndurn
slíka rnuni og kynnu að vilja lána þá
á sýninguna, að snúa sér til konsúls-
skrifstofunnar hór í Reykjavík.
Meðal þeirra muna, er sérstaklega
mundi þykja í varið, má nefna:
Myndir at' mönnum, atburðum, skipa-
smíðum, skipsmíðastöðvunum o. s. frv.;
peningar, medalíur, handrit, tímarit
og smáritlingar, sýnishorn af hollenzk-
Um skipum, og alt er snertir skipasmíð-
ar, kort og farmcnsluitól, fatnaður, vopn,
minjagripir, postulín, heiðursmerki, hlut-
ir, er nafnkendir menn hafa átt, mynd-
ir af legstöðum o. s. frv., o. s. frv.
Reykjavík 2. júní 1899.
W. C. Köhler- Christensen.
10. þ m. tapaðist við Ölfusárbrúna kol-
strútóttur hundur, stór; bið eg hvern þann
sem hittir að gjöra mér aðvart um eða leið-
heina til min.
Miklaholti 20. maí 1899.
h. Eiríksson.
i I»lnglio)tsstræti 9
SELUR TILÍ3ÚNA
hnakka, söðla,
járnvirkjahnakka o. fl. Vandað verk.
Gott icri.
Blóðið er iííið.
Pegar blóðið er hreint, get.ur enginn sjúk-
dómur oröið langvinnur, þvi heilbrigt blóð
hefir heilsu í för með sér, en óheilnæmt,
magurt og spilt dregur danðann eftir sér.-
VOLTAKROSSINN hreinsar og endur-
nýjar hlóðið og veitir hjálp gegn gigtar-
og tangakendnm sjúkdómum.
STYRKIR vöðvana og taugakerfið.
BÆTIR meltinguna og matarlystina
FRAMLEIOIR heilnæman svefn án
drauma.
LAOFÆRIR galla inýrunum ogheilanum.
HINDRAR ósjálfrátt þvaglát og að lifs-
aflið fari að forgörðum.
LÆKNAR krampa og brjóstþyngsli og
hörundskvilia.
SKERPIR sjón og heyrn.
FORÐ-AR manni við höfuðverk og tann-
pínu.
Herra sjálfseignahóndi Paananen i Yilla
Ekko í Sorncs skrifar meðal aunars: í 3
raánuði hefi eg borið hina nafnfrægu upp-
fundningu yðar og á þessum tíma hefi eg
fengið fulla heilsu eftir lö ára þjáningar.
Eg var svo magnlaus, að eg að eins með
örðngleiknm gat gengið yfir stofngóif, lífs-
afl mitt þvarr með hverjum deginum, og
einkum voru 5 síðustu árin óttaleg.
Eg finn mig nú sem ungan á ný, er al-
veg heilbrigður og friskur. Kraftar minir
hafa aukist þannig, að eg þekki varla sjálf-
an mig aftnr og get nú gengið langar leið-
ir án þess að taka það nærri mér.
Með þessnm linum vildi eg láta í ljósi
þakklæti mitt fyrst og fremst til guðs og
þar næst til þess, er fann upp Yoltakross-
inn, og vil eg ennfremur hvetja alla, sein
þjást, að vanrækja ekki að nota þetta
meðal, sem ekki einungis hefir gefið mér
heilsuna aítur, heldur þar á ofan imeð svo
litlum kostnaði, að hann er ekki að telja
í samanburði við það, sem eg í svo mörg
ár hefi orðið að borea til lyfsala og lækna.
VOTTORD.
Eg var þjáður af liðagikt rúmlega eitt
ár og ieitaði eg árangnrslaust fleiri lækna
í hyrjun ágústmánaðar keypti eg mér
Voltakross prófessors Heskicrs og eftir að
eg hafði brúkað hann í hér nm bil 10 daga,
öðlaðist. eg góðan hata og hefi síðan verið
heill heilsu
Selskarði i Ciarðahverfi i marz 1899.
Gudm. J. Diðriksson.
Voltakrossinu kostar 1 krónu og 50 aura
og fæst í Reykjavík hjá herra (iunnari
Einarssyni, við Grams verzlanir í Stykkis-
hólmi og Dýrafirði, hjá herra Skúla Thor-
oddsen á ísafirði og hjá áður auglýstum
útsölumönnum á Akureyri, Seyðisfirði,
Húsavík og Eskifirði.
Se V oltakrossinn ekta, á hann að vera
stimplaður á öskjunum Keiserlig Kongelig
Patent og með nafni höfundarins prófessors
Heskiers; ella er það ónýt eftirstæling.
Aukaskip.
Með því að gufuskipið »Laura« gat
eigi tekið allar þær vörur, sem búið
var að panta rúm fvrir, sendir hið
sameinaða gufuskipafélag aukaskip,
sera útti að fara af stað frá Kaup-
mannahöfn um sama leyti og »Laura«
(28. ruaí). Skip þetta kemur við í Kefla-
vfk og fer héðan til Liverpools og Kaup-
mannahafnar; burtfarartíminn verður
nákvæmar ákveðinn eftir komu skips-
ins.
Reykjavík h. 1. júní 1899.
C. Zimsen
afgreiðslumaður.
Saltíiskur, þorskur ýsa og smáfiskur,
er keyptur fyrir peninga eða tekinn í umhoðs-
sölu. Seljendur gefi sig fram sem fyrst, til þess
að sem mest verði sent með aukaskipi
gufuskipafélagsins til Liverpool. Yerðið
er þar oftast hezt um þetta leyti árs.
H. Th. A. Thomsen.
Auglýsing
um
flutning holdsveikra manna
á holdsveikraspitalann.
i
-------1.
Yfirstjórnjj holdsveikraspítalans í
Laugarnesi gjörir öllum, sem hlut eiga
að máli, hór með aðvart um, að holds-
veikir menn, sem fengið hafa inntöku
í holdsveikraspítalann í Laugarnesi,
en eiga heima í fjarlægum hér-
uðum, og naurnast verða fluttir hing-
að nema sjóveg, verði eigi fluttir með
hinum svo nefndu strandsiglinga-skip-
um »Skálbolti« og »Hólum« nema í
eitt skifti á sumrinu, og þá með þeim
íerðum þeirra, sem hefjast héðan í
júní og enda hér aftur í júlí, og að
ems þannig, að sérstakur umbún
ingur verði gerður í skipunum hauda
hinum holdsveiku, eins og átt.i
sér stað í fyrra. Yfiirumsjónarmaður
spítalans (læknirinn) mun annast um,
að slíkum umbúningi vurði komið upp,
og tilkynna hiutaðeiganda, hvort sem
það er sveitarstjórn eðá einhver sjúkl-
ingur, sem kostar sig sjálfur, hvern
kostnað þessi umbúningur hafi haft í
för með sér fyrir hvern sjúkling út af
fyrir sig, og ber að greiða þá upphæð
í hendur yfirumsjónarmanni spítalans
um leið og sjúklíngurinn kemur þaug-
að. Upphæð þessi mun naumast nema
meiru en svarar 5 kr. fyrir hvern sjúkl-
ing. Ennfremur á sjúklingurinn að
hafa meðferðis það fé, sem flutningur
hans úr skipinu inn að Laugarnesi
kostar, sem sé 1 kr.
Með skírskotun til auglýsingar vorr-
ar, dagsettrar 27. júlí f. á., sem prent-
uð er í Stjórnartíðindunum, »ísafold«
og ýmsum öðrum blöðum, sem hér
koma úc, skal yfirstjórnin þar h]á
brýna fyrir sveitarstjórnum og öðrum
blutaðeigeudum þau fyrirmæli 4. gr.
reglugjörðar holdsveikraspítalans 10.
sept. 1898 (Stjórnartíðindi 1898, B. bls.
111—113.), að hver holdsveikur
maður skuli hafa með sér tvenn-
an sæmilegan alíatnað. þegar
hann kemur á spítalann, þar
með talinn næríatnað, því þótt
ótrúlegt sé, hafa allmargar hrepps-
nefndir látið sér sæma, að senda holds-
veika ómaga sína, sem þeir losuðust
við að öllu leyti, á spítalann mjög illa
fataða, að vér eigi segjum í ræflum.
Yfirstjórn holdsveikraspítalans.
Reykjavík, 30. maí 1899.
J. Havsteen. J. Jónassen. G Björnsson.
HID SAMEINAÐA GUFUSKIPAFÉLAG
hefir ákveðið að senda hingað
gufuskipið »DO C RO« í byr jun september-
mán. og kemur þetta skip við á Seyðis
firði.Vopuafirði, Húsavík, Akureyri, Isa-
firði, Dýrafirði, Arnarfirði, Reykjavík,
Akranesi og Hafnarfirði. |>að tekur
vörur til flutnÍDgs til
Bilbao, Barcelona og Genua;
en fáist ekki nægilegur flutningur til
þessara staða, kemur það líka við í
'Liverpool.
Ennfremur ætlar félagið að láta
gufuskipið »Hólar« í síðustu ferð þess
í lok okt.mán. taka fisk til Miðjarðar-
hafsins og, ef þörf gjörist, til Liverpool,
og svo, ef til vill, að senda aukaskip
fyrst í desbr. til Reykjavíkur, ísafjarð-
ar og beztu hafna á Vesturlandi og það-
an til Miðjarðarhafsins, og, ef þörf
gerist, til Liverpool.
Farmgjald fyrir lausan saltfisk með
»Douro» verður 40 shillings pr. 2000 pd.
til Bilbao, en 45 shillings til Barce-
lona og Genua. Menn geta pantað
farrúm hjá afgreiðslumönnum félags-
ins á ofangreindum viðkomustöðum.
Reykjavík 1. júní 1899.
C. Zimsen
afgreiÖslumaður.
Beina leið Þeir sem vilja nota hið
góða tilboð gufuskipafélagsins og senda fisk
sinn beint til Spánar og ítaliu, ættu að
semja við undirritaðan, sem hefir komist
að mjög góðum samningum við helztu fisk-
kaupmenn á Spáni og Ítalíu, og er fús á
að gefa allar nauðsynlegar upplýsingar til
þess aðgreiða fyrirsölnnni þar.
D. Thomsen.
Prociaina.
Samkvæmt skiftalögum 12. apríl
1878, sbr. opið bréf 4. júní 1861, er
hér með skorað á alla, er til skuldar
eiga að telja í dánarbúi Stefáns Filip-
pussonar frá Vannadal í Rangárvalla-
hreppi, sem andaðist 17. marz síðastl.,
að koma fram með kröfur sínar og
sanna þær fyrir undirskrifuðum skifta-
ráðanda innan 6 mánaða frá síðustu
birtingu þessarar auglýsingar.
Skrifst. Rangárv.s. 8. maí 1899.
Magnús Torfason.
Fyrir nokkrum árum var eg orðin
mjög veikluð innvortis af magaveiki,
með sárum bringspalaverk. svo að eg
að eins endrum og sinnum gat geng-
ið að vinnu. Arangurslaust reyndi eg
ýms allopatisk og homöopatisk meðul
að lækna ráðum, en svo var mér ráð-
lagt að reynt Kína-lífs-elixír herra
valdetnar8 Petersens í Friðrikshöfn,og
undir eins eftir fyrstu fiöskuua, sem
eg keypti. fann eg, að það var meðal,
sem átti við minn sjúkdóm. Síðan
hef eg keypt margar flöskur og ávalt
fundið til bata,, og þrautir mínar hafa
rénað, í hvert skifti, sem eg hef brúk-
að elixírinn; en fátækt mín veldur því,
að eg get ekki ætíð haft þetta ágæta
heilsumeðal við hendina. Samt sem
áður er eg orðin talsvert betri, og er
eg viss um, að mér batnar algerlega,
ef eg held áfram að brúka þetta á-
gæta meðal.
Eg ræð því öllum, sem þjást af
samskonar sjúkdómi, til að reyna þetta
blessaða meðal.
Litla Dunhaga
Sigurbjiirg Magnúsdóttir.
Vitundarvottar :
Ólafur Jónsson.
Jóu Arnfinnsson.
VOTTORÐ.
í næstliðin 3£ ár lief eg legið rúm-
fastur og þjáðst af magnleysi í tauga-
kerfinu, svefnleysi, magaveiki og melt-
ingarleysi; hef eg leitað margralækna,
en lítið dugað, þaDgað til eg í desem-
bermánuði síðastliðnum fór að reyna
Kíua-lífs-elixír herra Valdemars Pet-
ersens. |>egar eg var búinn með 1
flö8ku, fekk eg góðan svefn og matar-
lyst, og eftir 3 mánuði fór eg að stíga
á fætur, og hefi eg smástyrkst, það,
að eg er farinn að ganga um. Eg er
búinn að brúka 12 flöskur og vona
með stöðugri brúkun elixírsins að kom-
ast til nokkurn veginn góðrar heilsu
framvegis, og ræð eg þess vegna öll-
um, sem þjást af samskonar sjúkdómi,
til að reyna bitter þennan sem fyrst.
Villingaholti.
Helgi Eiriksson.
Við brjóst- og bakverk og fluggigt
hefi eg brúkað ýms tneðul, bruna og
blóðkoppa, en alt árangurslaust. Eft-
ir áeggjan annara fór eg því að reyna
Kínalífs-elixír herra Valdemars Peter-
sens í Friðrikshöfn, og þegar áður en
eg var búin með fyrstu flöskuna, var
mér farið að létta og hefir batinn far-
ið vaxandi, því lengur sem eg hefi
brúkað þennan afbragðs-bitter.
Stóra-Núpi.
Jómfrú Guðrún Einarsdóttir.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest-
um kaupmönnum á Islandi.
Til þess að vera viss um, að fá
hinu ekta Kína-lífs-elixír, oru kaupend-
ur beðnir að líta vel eftir því að vó-‘
standi á flöskunni í grænu lakki, og
eins eftir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í
hendi, og firmanafnið Valdemar Pet-
ersen, Nyvej 16, Kjöbeuhavn.
Utgef. ogábyrgðarm. Björn Jónsson.
Meðritstjóri: Einar Hjörleifsson.
Isafoldarprentsmiðja.