Ísafold - 10.06.1899, Blaðsíða 3

Ísafold - 10.06.1899, Blaðsíða 3
151 og þvl viljum vér hvorki né getum, þagað lengur. Samkvæint ferðaáætlun strandferðabótanDa, áttu Hólar að koma á Hornafjörð 15. þ. m., en af því að skipinu er að voru áliti ætlað- ur oflítill tími frá Reykjavík til Horna- fjarðar, þá gerðum vér oss enga von nm, að það kæmi fyr en degi síðar. Að morgni þess 16. var veður bjart og stilt og alsléttur sjór. Menn voru þá snemma á ferli til að taka á móti Hólum, er allir töldu víst að mundu koma hér við; en skipstjórinn hefir auðsjáanleg eigi haft slíkt í huga, því kl. 4—5 um morguninn fóru Hól- ar hér fram hjá, langt frá landi, án þess að gera nokkura tilraun til að koma hér við, eða hafa tal af mönn- um. Um sama leyti og Hóiar fóru fram hjá, fóru 3 gufuskip í einu út úr Horuafirði, og var eitt af þeim »A)pha«, haft aftan í öðru skipi. Ollum þessum gufuskipum gekk ágætlega og geta skipstjórarnir á þeim bezt dæmt um, hvort nokkur farartálmi hafi verið, af náttúrunnar völdum, fyrir Hóla að koma hér við. Á Hornafirði lágu 16 farþegar, sem ætluðu að fá far með Hólum, og all- mikill flutningur. Margir áttu von á bréfum o. fl. með Hólum, sem þeirn reið á að fá sem fyrst, en það liggur að öllum líkindum á Djúpavogi, þar til Eskifjarðarpóstur reynir að flytja það, ef hann þá kemst með það fyrir ófærð. Hefðu Hólar komið að Hornarfjarð- arósi, en eigi treyst sér inn fyrir ó- kunnugleika, þá hefði verið auðvelt að bæta úr því, því hér er maður ná- kunnugur ósnum, sem hefir áður vís- að Hólum leið inn á leguna og tekist mjög vel. Auk þess lá gufuskipið »Ei- ríkur« á Hornafirði, og teljum vér víst, að skipstjónnn á bonum hefði fylgt Hólum, ef þess hefði verið farið á leit; hann er kunnugur orðinn Horna- firði og telur það engum vandkvæðum bundið, að fara inn og út um ósinn. Sama áííF á Hornafjarðarós munu þeir skipstjórar á gufuskipum ThorE. Tuliníus”hafa, erjiðulega koma hjpgað, á hvaða árstíma sem er, og það þótt svo mikill stórsjór sé, að illfært sýnist vera úti fyrir. Vér getum ekki látið þetta skeyt- ingarleysi skipstjórans á“Hólum óátal- ið og vonumst til svo góðs af lands- stjórn vorri og stjórn hin sameinaða gufuskipafélags, að þær láti eigi skip- stjórann á Hólum oftar beita oss Hornfirðinga slíku gjörræði, er oss virðist samningsrof. Hornafirði iiO. apríl 189'J. HORNFIRÐINaAIt. Dr. Valtýr Guðmundsson: háskólakennari og alþingismaður, kom hingað til bæjarins í nótt frá Vestmannaeyjum, með aukaskipi gufu- skipafélagsins sameinaða, Pervie, kapt. Rasmussen. Kona hans, frú Anna, kom um daginn með Laura. Brú á Haukadalsá í Dölum, trébrú, hefir Helgi kaup- maður Helgason gera látið í vor að fyrirmælum landshöfðingja og fór með hana vestur þangað með »Reykjavík« í fyrra dag, til þess að koma henni á ána. Brúin er 32 álna löng og 4 álna breið. Tíu álna steinstöpull verður undir öðrum enda brúarinnar, en klett- ur undir hinum. Maður hvarf 24. n,aíjj/þ. á. frá heimili sínu Foss- nesi í Gnúpverjahrepp, Hiríkur Jóns- son (prests Eiríkssonar á 8tóranúpi). Var haDs leitað þá þegar um kveldið og aftur daginn eftir, en hann fanst ekki, og eru menn hræddir um, að hann hafi týnst í þjórsá, sem er skamt frá bænum. Eiríkur bar búinn að vera geðveikur í 2 ár; var reyndar farinn að ná sér aftur, en þunglyndi sótti þó á haDn með köflum, einkum á þessu vori. Eiríkur var rúmlega sextugur að aldri. Hann bjó mörg ár í Fossnesi, en var hættur búskap fyrir ári síðan. Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Elín Árnadóttir frá Garðs- auka, en síðari kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Efra-Langholti, sem er á lífi. Börn átti hann mörg með báð- um konum sínum og eru þau flest uppkomin. Eiríkur var myndarbóndi og mesti reglu- og hirðumaður. Hann var greindur vel, þótti jafnan sómamaður og var vel látinn af öllum. V. B. Veðuratliugranir í Reykjavík eftir landlækni Dr J Jónas- sen. s & (Á Hiti Celsius) Loftvog (millimet.) V eðurátt. á nótt |umhd| árd. síc)d. árd. siðd. 3. + 3 + 5I 754.4 754.4 a h d ; a h d 4. + 4 + 7 754.4 754.4 N h b N h b 5. 0 + 12 756.9 759.5; a h h o b 6. + 5 +10 762 0 764 5 \ h d a liv d 7. + 7 + 11 7b7.1 772.2 s h d o b 8. + 5 + 15 772 2 772.2 a h b a h b Í9- +1.8 +12 769.6 762 0 Sa hv d Sa hwd Veðnrhægð, oftastwviö* austanátt; hefir hlýnað til muna síðustu dagana. I»ingmálafun dur í Hafnarfirði í fyrra dag samþykti með 15 atkvæðum gegn 5 áskorun til þingsins um að ganga að stjórnarbót- artilboðinu frá 1897. þessir 5 voru Bened. alþm. Sveinsson, B. B. frá Reykjakoti (Gröf) og 3 Hafnfirðingar, er þeir höfðu fengið með sér. Sams konar áskorun samþyktu Vest- mannaeyingar í einu hljóði á þing- málafundi þar 6. þ. m., að viðstödd- um 36 kjósendum af 50 alls á kjör- skrá í eyjunum. Gróðrarveðrátta mikið góð síðustu dagana 3—4, mikil rigning annað dægrið, en sólskin á milli. Aflabrögð. Reykvíkingar og Seltirningar og aðrir inn-nesjamenn afla nú mikið vel á heimamiðum, þeir fáir, sem sjó stunda, ýsu, stútung og þyrskling. Fá 50—60 í hlut á dag sumir. Jafnvel komin alt að 1000 í hlut hjá stöku manni frá því um lok. Meinið er, að þetta eru svo örfáir, er góðs njóta af fiskigöngu vi* það sem sjór var áður stundaður á opnum skipum, á að gizka 10—12 bátar alls hér úr bænum og af fram- nesinu, í stað jafnmargra tuga fyrir ekki mörgum árum. Dáinn í öndverðum f. m. merkisbóndinn þórður þórðarson, óðalsbóndi á Rauð- kollsstöðum, fyrrum alþingismaður. — Hans verður minst frekar síðar. Póstskip Laura fór í gærkveldi til Vestfjarða, ísa- fjarðar lengst. Kemur aftur 15. þ. m. Landshöfðingi, amtmaður og landlæknir fóru með póstskipinu til Vestfjarða, embættis- skoðunarferðj — amtmaður jafnframt á amtsráðsfund í Stykkishólmi, er hefst í dag. arxxi VERZLUNARHÚSIÐ Copeland & Berrie í Leith hefir fengið umboð nokkurra belztu kaupmanna á Spáni til að kaupa verk- aðan Spánarfisk fyrir peninga út í hönd. Nánari upplýsingar gefur Asgeir Sigurðsson kaupmaður Reykjavík. Endiirnýungarmeðal. Heilbrigði á sál og líkaina til elliáranna. Tímaritiðfíj»the ’Lancet«,|^sem erjií áliti um aliangheim, inniheldnr Jfyu'irlestur eftir doktor Althans, þar sem hann tilfærir fjölda af dæmum, um að hann hafi læknað elli- lasleik með galvaniskum straumum. Einn af sjúklingum hans var mjóg stirð- fættur og gamall maður, og varð hann svo léttur á sér og snar í hreifingum sínum, að hann varð alveg hrifinn af því og mælti: Eg get ekki að eins gengið; eg get flogið. Hinir andlegu kraftar og útlitið yngist einnig á ný, og mörgum af sjúklingunum finst þeir vera endurfæddir á ný; doktor Althaus fullyrðir, að menn með þvi, að nota galvaniska strauma, geti haldið sálar og likamskröftum sínum óskertum að ni- ræðis aldri. Voltakrossinn framleiðir galvaniskan straum sniðinn eftir þörfum mannlegs lik- ama og flytur á þann hátt öllum líffærun- um heilnæmi og afl; við það verður lík- aminn sem endurfæddur og ungur á ný. Gegn gigtveiki hvar sem vera skal í likamanum, sinadrætti, krampa, taugaveikl- un, þung-lyndi, hjartslætti, svima, eyrna- hljóm, höfuðverk, svefnleysi, brjóstþyngslum, daufri heyrn, inflúensu, magaveiki og magn- leysi veitir voltakrossinn skjóta linun og heilsubót. Jafnskjótt og inenn láta hann á brjóstið koma áhrifin í ljós, og fáeinir tímar nægja oft til þess, að stilla hina mestu sársauka og veita hjálp gegn margra ára þjáningnm. Vo tt or ð: Undanfarin ár var ég heilsulasinn af bæði gigt og taugaslekju og leitaði eg til fleiri lækna, en því miður árangurslaust. Nú um miðjan júnimánuð næstl. keypti eg mér Voltakross prófessors Heskiers í Kaupmannahöfn og reyndist mér hann svo ágætur, að eg hefi stöðugt verið að hress- ast síðan, enda er eg nú nær albata. Hrauui i Hafnarfirði 28 febr. 1899. Þorvaldur Níelsson. Vottar: Jón Filippusson Jón Bendektsson Voltakrossinn fæst i Reykjavík hjá herra Ghmnari Einarssyni, við Grams verzlanir á Stykkishólmi og Dýrafirði, hjá herra Skúla Thoroddsen á lsafirði, og hjá áður aug- lýstum útsölumönnum á Akureyri, Húsavík, Seyðisfirði og Eskifirði. Sé voltakrossinn ekta, á hann að vera stimplaður á öskjunum Keiserlig Kongelig Patent, og með nafni höfundarins prófessors Heskiers, ella er það ónýt eftirstæling. ▼ Undirskrifaðir taka að sér að selja T ísl. vörur og kaupa útlendar vör- g ur gegn sanngjörnum umboðs- P. J. Thorsteinsson & Co. J Brogade 3. Kjöbenhavn C. Z Proclaina. Undirritaðir erfingjar Einars sál. Snorrasonar verzlunarmanns á ísafirði, sem andaðist hinn 4. apríl s. 1., skor- um hér með á alla, er skulda eða telja til skulda í búi hans, að lýsa þeim og sanna þær fyrir verzlunarstjóra Jóni Laxdal á Isafirði innan 6 mánaða frá síðustu birtingu auglýsingar þessar. ísafirði 29. maí 1899. Margrét Olafsdóttir. Páll Snorrason. Björn Pálsson. Proclama. þar sem Jón þórðarson í Lamb- húsum í Njarðvíkurhreppi hefir fram- selt bú sitt til opinberrar skiftameð- ferðar sem gjaldþrota, er hér með samkvæmt lögum 12. apríl 1878 sbr. opið br. 4. jan. 1861 skorað á alla þá, sem til skulda telja í greindu búi, að tilkynna skuldir og sanna þærinn- an 6 mánaða frá síðustu birtingu aug- lýsingar þessarar. Skiftaráðandinn í Kjósar- og Gullbr.s. 5. júní 1899. Franz Siemsen, Uppboðsauglýsing. Eftir beiðni verzlunarstjóra Jóns Norðmanns að undangenginni fjár- námsgjörð þann 10. þ. m., verður hús- eign Jóns skipstjóra Jakobsens á Odd- eyri seld við opinb r 3 uppboð mánu- dagana 14. og 28. ágúst og 11. sept- ernber næstkomandi. Tvö fyrstu uppboðin verða haldin á skrifstofunni ’á hádegi hina nefndu daga, en hið þriðja í húseigninni sjálfri, sömuleiðis á hádegi. Söluskil- málar verða til sýnis á skrifstofunni viku á undan fyrsta uppboðinu og við uppboðin sjálf. Bæjafógetinn á Akureyri 25. maí 1899. Kl. Jónsson. The Edinbiirgh Roperie & Sailcloth Company Lirnited, stofnað 1750. Verksmiðjur í Leith og Glasgow. Búa til færi, strengi, kaðla og segl- dúka. Vörur verksmiðjanna fást hjá kaupmönnum um alt land. Umboð8menn fyrir ísland og Færeyjar. F. Hjort & Co. Kaupmh. K. í fyrra vetur varð ég veik, og sner- ist veikin brátt upp í hjartveiki með þarafleiðandi svefnleysi og öðrum ónot- um; fór eg því að reyna Kina-lífs-elex- ír herra Valdimars Petersens, og get eg með gleði vottað, að eg hef orðið albata af 3 flöskum af téðum bitter. Votumýri. Húsfreyja Guðrún Eiríksdóttir. þegar eg var 15 ára gömul, fekkeg óþolandi tannpínu og þjáðist af henn- meira og minna 17 ár; eg hafði leitað þeirra lækna — allopatiskra og homoo- patiskra—ereggat náðí og loks fór eg til 2 tannlækna, en ekkert dugði. þá fór eg að nota Kína-lífs-elixír þaan, er hr. Valdemar Petersen í Friðrikshöfn býr til, og þegar eg var búin með 3 glös af honum, batnaði mér, og hefi eg nú ekkert fundið til tannpínu nærri því 2 ár. Eg mæli því af fullri sannfær- ing með fyrnefndura Kína-lífs-elixír hr. Vald. Petersens handa hverjum þeim, er þjást af tannpínu. Hafnarfirði. Margrét Guðmundsdóttir yfirsetukona. Eg undirskrifuð hefi mörg ár þjáðst af heilahviki (móðursýki), bilun fyrir hjartanu og þar af leiðandi taugaveikl- un. Eg hefi leitað margra lækna, en alveg gagnslaust. Loksins tók eg upp á a ðreyna Kína-lífs-elixír, og þegar eg var búin með 2 glös, fann eg bráð- an bata. f>úfu í Ölfusi 16. sept. 1898. Olafía Guðmundsdóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flest- um kaupmönnum á Islandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupend- ur beðnir að líta vel eftir því að • standi á flöskunni í grænu lakki, og eins eftir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum; Kínverji með glas í hendi, og firmanafnið Valdemar Pet- ersen, Nyvej 16, Kjöbenhavn. |>eir, sem vilja koma ungum, kon- firmeruðum og umfram alt siðprúðum yngismeyjum í Reykjavíkur kvenna- skóla, eru beðnir að snúa sér til und- irritaðrar forstöðukonu skólans, ekki seinna en 15- áglist næstkomandi. Kenslutíminn byrjar, eins og vant er, 1. október, og þá eiga allar námsmeyj ar að vera hingað komnar. Nánari upplýsingar veitir undirskrifuð. Reykjavík 9. júní 1899. Tliora Melsted. Agætur riklingur í verzlun W. Cliristensens.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.