Ísafold - 14.06.1899, Qupperneq 1
ISAFOLD.
Reykjavík, nniövikudají'inin 14. júní 1899.
psemur út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Verð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
V/s doll.; borgist fyrir miðjan
júlí (erlendis fyrir fram).
XXVI. árar.
I. 0. 0. F. 816169.
^X+X, .xtx. A, M, .xjx. xfx. ,xtx„xf X, M\.X+X, ,X+A, .x+x. xfX,
Forngripaxafnopið rrivd.og ld. kl.ll—-12.
Landxbanlcinn opinn hvern virkan dag
kl. 11—2. Bankastjóri við 12—2, annar
gæzlustjóri 12—1. .
Landxbökaxafn opið hvern virkan dag
trl. 12—2, og einni stundu lengur (til kl.3)
md., mvd. og ld. til útlána.
Póstskip (Laura) væntanleg frá Vestf.
fsd. 16. júní, leggur á stað til Khafnar
mánud. 19. júní
xfx X+X..xtx, xtx. xtx, xtx. .xtx„xfx. .xtx. .xtx.,xtA, ,xt>. xtx.
'xix' ’xix xix 'xjx' 'xix' 'xix” xjx’ '5rjx' 'xix' 'xJx'' xfx *' ^x' '^ix’
Mikilsverð bending.
Eins og allir vita, hefir saltfiskur
verið í óvenjuháu verði erlendis frá
því i fyrra sumar, og er útlit fyrir að
þetta háa verð muni haldast nokkuð
enn, því eftirspurn eftir fiski er víst
talsvert mikil, og sýnir það, að eldri
birgðir af fiski munu vera upp seldar;
og á meðan að kaupendurnir hafa
ekki fengið fulla vissu um nægar fisk-
birgðir, þá er líklegt að verðið hald-
ist, þar til mikið berst að af fiski á
markaðinn, en nú mun það vera með
minna móti, sem fiskast hefir í fisk-
veiðalöndunum, þar sem saltfiskur er
verkaður, að minsta kosti í Norður-
álfunni; er saltfisksneyzla fer vaxandi.
En jafnvel þótt vöntun á fiski sé
fyrsta ástæðan til að koma fiskinum
í hátt verð, þá getur sú trygging orð-
ið skammvinn, því undir eins og nóg
býðst af fiski, þá lækkar hann í verði
og því hærra sem hann kemst í verð,
því hættara verður honum við falli,
hvað lítið, sem út af ber.
f>að er ekki alt undir því komið
að fiskufinn, eða hvaða vara sem er,
þjóti um stundar sakir upp í afar-bátt
verð, með því að það verður oftast
skammvint happ, heldur hitt, að var-
an geti haldist í viðunanlegu verði,
sem sýnist vera eðlikgt bæði fyrir
kaupanda og seljanda; því að ef fisk-
urinn kemst í hóflaust verð, þá má
eiga það víst, að hann lækkar aftur,
og það getur orðið tilfinnanlegt tjón
fyrir seljandann, af því að verðhrun-
ið kemur oftast að óvörum.
Eg hefi bent á það áður, að hin
bezta og óbrigðulasta trygging fyrir
viðunanlegu fiskverði væri sú, að
fiskurinn sé vel verkaður og vönduð
vara, og þar sem fiskurinn hefir nú
komist í þetta háa verð, þá er því
meiri ástæða til að vanda hann sem
bezt; með því getum vér gert oss
nokkura von um að þetta háa verð geti
haldist. Að minsta kosti er það víst,
að góður fiskur er þó ávalt útgengi-
legri vara en slæmur fiskur og selst
stórum mun hærra verði.
|>að væri beint samvizkuleysi að
senda illa verkaðan fisk á markaðinn
og heimta þá borgun fyrir, sem nú
gerist, með því að það væri fyrsta
stigið til að fella fiskinn í verði, ef
illa verkaður fiskur er sendur á mark-
aðinn, þegar verðið er hátt, og er ólík-
legt að nokkur vilji eiga það á hættu,
með því að það væri bein svik, sem
kaupandinn mundi fljótt verða var við.
Vér skulum hugsa oss, að vér þurf-
um t. d. að kaupa harðfisk hér til
heimilisnota; þá koma 2 menn að
bjóða harðfisk, annar hefir vel verk-
aðan, góðan fisk, en hinn illa verkað-
an eða illa út leikinn. Báðir vilja
selja fyrir sama verð. Nú er bersýni-
legt, hvorn fiskinn vér mundum taka;
og gæfum með ánægju hæsta verð
fyrir hinn hinn góða fisk, en hinn
vildum vér ekki. En væri ekki ann-
að á boðstólum en slæmur fiskur, þá
kaupum vér hann ekki nema með af-
föllum eða jafnvel alls ekki, og vilj-
um heldur borða annan mat, jafnvel
þótt hann væri bæði dýrari og ógeð-
feldari. Sam regla gildir um fisksölu
erlendis. Fyrir því liggur í augum
uppi, að fiskvöndunin ræður að mestu
leyti bæði fiskverði og eftirspurn, og
svo er um alla vöru.
Af því sem eg hefi þegar tekið fram,
leyfi eg mér að skora á alla íslenzka
fiskimenn að gera nú sitt ýtrasta til
að vanda þann fisk, er senda á út, svo
vel sem þeim er framast auðið, og þá
ekki sízt þann fisk, sem fer á aðal-
markaðinn, Spán. þar með væri þó
stigið spor í þá átt, að fiskurinn hald-
ist í háu verði, og jafnvel þótt það sé
ef til vill ekki einhlítt ráð, þá er samt
svo mikið fengið með því að hafa
fiskinn vandaða vöru, að vér getum
þá ekki sakað oss sjálfa um skeyt-
ingarleysi, þótt fiskurinn lækki í verði.
En jafnan eru sjálfskaparvítin verst.
Eg hefi bent á það áður, að aðal-
skilyrðið fyrir góðri verkun á fiski
væri, að búa fiskinn vel í saltið. f>að
þarf mikið skeytingarleysi til að gera
þann fisk að slæmri vöru, sem er vel
búinn í salt, og hins vegar getur sá
fiskur aldrei orðið góð vara, sem er
illa tilhafður í salt, hversu vel sem
með hann er farið. Skilyrðin fyrir
því, að fiskurinn verði fyrsta flokks
vara, eru þessi, þegar hann er lagður
í salt:
að hann sé alveg blóðlaus og hreinn
að hann sé ómarinn og vel nýr —
ekki farinn að úldna
að hann sé vel flattur, — ekki skil-
ið eftir í honum nokkuð af hryggnum,
sem takast á úr, eða nfgarður —, og
að hann sé lagður vel sléttur í salt-
ið.
En þrátt fyrir það, þótt öllum var-
úðarreglum sé beitt með vöndun á
fiski, þá er samt ekki hægt að kom-
ast hjá því, að nokkuð af fiskinum
mishepnist margra orsaka vegna.
En til þess að afstýra því, að sá
fiskur blandist saman við fyrsta flokks
fiskinn, eru kjörnir hinir svo nefndu
fiskimatsmenn.
þessir menn hafa mjög mikla ábyrgð
á höndum gagnvart velferð þjóðarinn-
ar, og leyfi eg mér því að skora á þá
að vera nógu vandlátir, eins og endrar-
nær, um matið á fiskinum í sumar,
einkanlega þeim fiski, sem fara á til
Spánar. Ekki þarf ef til vill nema
einn lítinn skipsfarm af illa völdum
fiski til að ónýta fyrir oss hið glæsi-
lega verð, sem nú er á fiski. Eink-
anlega vil eg benda þeim á að gjalda
varhuga við þeim fiski, sem aflast hefir
í botnvörpu, að taka engan þann fisk
í fyrsta flokk nema með sérstökum
undantekningum, sem þeir verða að
vera vissir um að séu órækur vottur
þess, að fiskurinn só fyrsta flokks
vara; því að sá fiskur er varúðarverð-
astur af öllum fiski, sem vér sendum
á útlendan markað.
Loks tel eg mjög mikilsvert, að
kaupmenn vorir væru nokkuð vand-
látir á fisktöku og geri nú talsverð-
an verðmun á góðum fiski og léleg-
um. Yerður ef til vill langt að bíða
eftir eins góðum ástæðum eins og nú, er
fiskurinn er í þessu háa verði, til að
koma mönnum alment á að vanda
fiskverkunina. þ>að er vissulega hið
fyrsta skilyrðið til þess að menn
vandi vöru sína, að gera nógu mikinn
verðmun á slæmri vöru og góðri.
Að vísu hefir venð talað um nr. 1 og
nr. 2, og nokkur verðmunur verið gerð-
ur á þessum tveim flokkum af fiski.
En mér hefir virst sumt af þeim fiski,
sem kallast nr. 2, vera aumasta úr-
þvætti og lítt ætt, og í nr. 1 hefir
mér virst oft vera æðí-mikið af fiski,
sem kalla mætti nr. 2. Eg vil því
benda á það, að kaupmenn, sem taka
fisk, skifti honum í 3 flokka, það er að
segja þorski, og gefi ekki hæsta verð
nema fyrir fyrsta flokks fisk og til-
tölulega fyrir nr. 2 og 3, sem yrði að
fara eftir markaðsverði erlendis.
Með þessu væri stórt spor stigið í
áttina til að hafa góðan fisk á boð-
stólum, því flestir mundu kjósa hið
hæsta verð, og það segir sig sjálft,
hyer árangurinn yrði. |>eir sem eiga
mest á hættu, ef sá fiskur, sem keypt-
ur er dýru verði, lækkar áður en var-
ir fyrir illa verkun, sem ósjaldan
mun hafa við borið, eru einmittkaup-
mennirnir; en þeim getur ef til vill
fleyzt það, þegar varan, sem fiskurinn
er borgaður með, er nógu dýrt seld.
En slíkt er óeðlileg verzlun og ram-
skökk, og er undirrót þess, að menn gera
sér ekkert far um að vanda fiskinn;
og mun svo vera um fleiri afurðir vorar.
því er nú miður.
Eg vona að menn taki þessar hug-
leiðingar mínar tíl íhugunar og sýni
það í verki, að þeir reyni af fremsta
megni til að stuðla til þess, að þeir
fái góða borgun fyrir vinnu sína, með
því að það er þeim sjálfum fyrir beztu
og til heilla og sóma fyrir þjóð vora.
Rítað í júním. 1899.
Maekús F. Bjabnason.
Alþingi Goodtempiar-reglunnar.
það er haldið annaðhvort ár, eins
og löggjafarþing íslands. Stórstúku-
þing er það kallað. Sitja það full-
trúar frá undirstúkunum, sem er heim-
ill 1 fulltrúi á hverja 50 félagsmenn.
f>að ræðir og samþykkir lög fyrir fé-
lagið og lagabreytingar, endurskoðar
og samþykkir reikninga þess, dæmir
í málum, er áfrýjað er til þess frá
lægn dómum (undirstúkum og stór-
templar, þ. e. formanni reglunnar),
gerir ýmsar ályktanir um stjórn fé-
lagsins og kýs framkvæmdanefnd, er
hefir á hendi yfirstjórn reglunnar milli
þinga.
f>eir fulltrúar, er heima eiga á þing-
staðnum (Reykjavík), fá enga þóknun
fyrir þingstarfið eða þingmenskuna,
en hinum er goldíð dálítið þingfarar-
kaup og varið til þess nefnskatti frá
undirstúkum, er þær greiða stórstúk-
unni í því skyni úr sínum sjóði, nú
60 a. á um árið. f>eir ferðast og ó-
dýrara en þjóðfulltrúarnir. Til dæmis
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
39. blað.
fengu Akureyrar-fulltrúarnir á þessu
stórstúkuþingi 37 kr. í ferðakostnað
hver alls, báðar leiðir. Hefðu þeir
verið alþingismenn, mundu það hafa
orðið 200—300 kr. á mann, þ. e. sjálf
ferðin, auk dagpeninganna um þing-
tímann. Stöku sinnum er þó bættur
upp undirstúkuskatturinn úr stórstúku-
sjóði, ef svo stendur á, að hann er
örlítill, t. d. stúkan nýstofnuð. Einn
fulltrúi hafði kostað til ferðarinnar
60 kr., en skatturinn frá hans stúku
var að eins 8 kr. Hann fekk 40 kr.
Hæsti þingfararreikningur á þessu
stórstúkuþingi var nál. 90 kr. — full-
trúinn var úr Skagafj.sýslu; hann
fekk og langmest, 60 kr.; aðrir fáir
meira en 40 kr. J>að er auðvitað
hylst til að haga þinghaldinu svo, að
fulltrúarnir geti komist með strand-
ferðaskípunum báðar leiðir. Kostnað-
urinn mundi ókleifur ella.
þing þetta stóð frá 6. júní kl. 12
árd. til 9. júní kl. 4 árd. Fundarhald
allan daginn frá morgni til kvelds og
fram á nótt (kl. 1; síðustu nóttina til
kl. 4); fundarhlé að jafnaði að eins
til máltíða. Fundartími samtals 36
stundir, og samsvarar það 12 fundar-
dögum á alþingi með 3 stunda fundi
á dag, sem mun vera fullkominn með-
alfundur þar. Með helgum dögum
verður það = hálfsmánaðar þinghald.
Fulltrúar voru meira en helmingi fleiri
á þessu þingi en á alþingi, og mundi
þeim hafa orðið ódrjúgur tíminn, ef
þeir hefðu átt að tala allir langt eða
flestir, og það jafnvel í hverju máli,
svo sem dæmin gerast á alþingi. —
Fundarsköp stórstúkuþingsins banna
þverlega langar ræður; má enginn tala
lengur en 5 mínútur í senn og ekki
nema tvisvar í sama máli. Eækilegur
undirbúningur málanna af hálfu fram-
kvæmdanefndar og annara fastra
nefnda greiðir stórum fyrir afgreiðslu
þeirra.
Tala G.-T.-reglubræðra hér á landi
er nú fast við 4000. Hún hefir meira
en tvöfaldast síðustu 2 árin; var
1897 rúm 1900. Fyrir 10 árum var
hún 1400. En 15 ár eru síðan reglan
komst á fót hér.
Styrk sinn og þroska á reglan mjög
því að þakka, að hún hefir »afl þeirra
hluta, sem gera skal« framar en al-
ment gerist, eða sérstaklega fram yfir
vanaleg bindindisfélög. |>að er einn
hyrningarsteinninn í lögbundnu fyrir-
komulagi hennar, að félagar eru allir
gjaldskyldir í sjóð hennar, — 2 kr.
inntökugjald og rúmra 2 kr. árgjald
í félagssjóð af karlmanni hverjum full-
orðnum; minna fyrir kvenfólk og
unglinga. Alt stjórnskipulagið er og
mjög bugvitsamlega sniðið og hagan-
lega, enda eftir snjöllustu og reynd.
ustu sjálfstjórnarþjóðir í heimi, Banda-
menn í N.-Ameríku og Breta.
Síðasta fjárhagstímabil, eða milli
þinga 1897 og 1899, höfðu hreinar
tekjur félagsins verið nál. 5460 kr.,
að meðtöldum 1600 kr. landssjóðsstyrk.
|>ar af hafði verið varið nær 1500 kr.
til ferðalags og annars kostnaðar við
munnlega bindindisboðun, til aó stofna
nýjar stúkur o. s. frv., og um 2300
kr. til bindindisrita: blaðsins Good-