Ísafold - 30.09.1899, Blaðsíða 2

Ísafold - 30.09.1899, Blaðsíða 2
258 legu stúdentahreyfingu, að sjá um og hjálpa til þess, að hræður þeirra úti á íslandi gætu, sér algerlega að kostnað- arlausu, sótt fundarhöld þeirra og feng- ið hlutdeild í blessun þeirri, sem fund- arhöld þessi að allra dómi hefðu í för með sér. Skoraði hann á fundarmenn nú þegar á þessum fundi að efna til samskota í því skyni og síðan að halda þeim samskotum áfram drengilega, þeg- ar heim kæmi af fundinum, hver í sín- um hóp. Var þegar á fundinum byrj- að að skjóta saman og að 5 mínútum liðnum voru komnar rúmar 530 krónur! Einn daginn, sem fundurinn stóð, þágu fundarmenn heimboð frá bæjarbú- um í kaupstaðnum Molde og voru sótt- ir þaðan á tveim eimskipum. Þarvarslegið upp mikilli veizlu og fjöldamargar ræð- ur fluttar. Fyrir minni íslands talaði þar málaflutningsmaður Leth frá Mokle og fórust honum einkar hlýlega orð, en síra Jón Helgason svaraði og þakkaði fyrir. Annan dag komu bændur úr Raumsdal með 80—90 vagna með hest- um fyrir og buðust til að flytja fund- armenn alla nokkrar bæjarleiðir inn eft- ir Raumsdalnum síðari hluta dags; var þetta vinsemdarboð þegið með þökkum og varð úr því skemtiför hin bezta. Svo var ákveðið á fundi þessum, að næsta fund skyldi — eftir ósk hinna finsku stúdenta — halda í Finnlandi sumarið 1901, þó með þeim fyrirvara, að Rússastjórn bannaðí ekki slík fund- arhöld þar í landi. Færi svo, að Rúss- ar léyfðu ekki fundarhaldið, skyldi fundi frestað til sumarsins 1902 og skyldi hann þá haldinn í Svíþjóð, líklega ein- hverstaðar í Smálöndunum. Þegar þessi fimti kristilegi norræni stúdentafundur er borinn saman við fjóra næstu fundi á undan, getur það ekki dulist neinum, hve fljótri og mik- illi útbreiðslu hin kristilega stúdenta- hreyfing hefir náð hór á Norðurlöudum á ekki lengri tíma en liðinn er, síðan hennar varð fyrst vart þar, og er þetta þó að telja smámuni eina í samanburði við það, sem á sór stað annarsstaðar í hinum mentaða heimi, t. a. m. á Eng- landi og í Ameríku. Fyrir 20 árum og jafnvel skemri tíma hefði naumast nokkur stúdent á Norðurlöndum látið sér til hugar koma, að slík kristileg samtök og fundarhöld meðal stúdenta af öllum námsgreinum væru framkvæm- anleg hér á Norðurlöndum. En veðra- skiftin verða oft fljótar en varir. Fund- ur sá, er þetta sumar var haldinn þar norður í Raumsdalnum, v/rðist gefa hin- ar beztu vonir um framtíðina, vonir, sem allir þeir, er skilja þýðingu krist- indómsins fyrir menningarþrif þjóðanna, hljóta að gleðjast af og þakka guði fyrir. Samur og jafn er skilningurinn hjá gáfumanninum þjóðólfska. ísafold hélt því fram nú í vikunni, að það deiluefni, hvort hagur væri að því að fá ráðgjaíann á þing, sé ótrúlegt, með því að sá hagur ur sé svo bersýnilegur, að um annað eins ætti ekki að þurfa að deila. þetta getur ekki gáfumanninum við aftur- haldsmálgagnið skilist að þýði annað en það, að deiluefnið sé »ótrúlega litið*. Reyna mætti að skýra þetta fyrir honum með ofurlitlu dæmi: Gerum ráð fyrir, að einhver staðhæfði, aðrit- stjóri »þjóðólfs« væri óvenjulega ein- faldur maður. Vitanlega væri það ó- trúlegt, að nokkur maður færi að gera þá staðhæfing að deiluefni. En færi nú svo samt sem áður, þá skjátlast oss mjög, ef ritstjóri »þjóðólfs« teldi slíkt deiluefni »ótrúlega lítiðt. Geti ekki gáfumanninum þjóðólfska skilist af þessu dæmi, að »ótrúlegU sé stundum nokkuð annað en »ótrú- lega lítiða, þá sjáum vér ekki í svip- inn ráð til þess að gera honum það skiijanlegt. Fagnaðar-hliöin á Dreyfuss-málinu. Sjálfsagt verður öllum þorra manna starsýnast á synd frönsku þjóðarinnar, þegar þeir virða Dreyfuss-málið fyrir sér. Og það er lfka von. f>að er aðal- hliðin. Engum óhlutdrægum manni úti um víða veröld blandast hugur um, að maðurinn sé saklaus. I öllum löndum, utan Frakklands, kemur öllum blöðum og öllum mönnum, voldugum sem vesöl- um, sem nokkuð hafa kynt sér málið, saman um sakleysi hans. Að hinu leytinu hefir sannast á hvern eftir annan meðal æðstu virðingamanna frönsku þjóð- arinnar, að þeir hafa farið með fals og lygi í því skyni að fá manninn sak- feldan. Og svo er hann sakfeldur af nýju, eftir allar hörmungarnar á Djöfla- ey. Sumpart horfir þjóðin á þetta með tilfinningarleysi leti-heimskunnar, sum- part með æsingum ofstækis-heimskunn- ar. Að eins örlítið brot af þjóðinni gerir sér það ljóst, að hér sé verið að vinna óumræðilegt níðingsverk og reynir að afstýra því. þess vegna sagði eitt stórblaðið enska, að það væri ekki Dreyfus, sem hefði verið fyrir rétti í Rennes, heldur franska þjóðin í heild sinni. Og nú væri hún dæmd sek af dómstóli hins siðaða heims — »stórsek, og það um óafsakanlegan glæp«. En til er önnur hlið á málinu, sem er að minsta kosti eins fagnaðarrík eins og þessi hliðin er raunaleg. Dreyfuss-málið er ekkert stórmál í sjálfu sór, í samanburði við þau mál, er annars eru vön að koma tilfinning- um þjóðanna í æsingu. Síður en svo. Dreyfus var, svo sem kunnugt er, sakaður um að hafa látið uppi við aðrar þjóðir nokkur leyndarmál her- stjórnarinnar frönsku. Glæpurinn var auðvitað svívirðilegur, ef maðurinn hefði verið sannur að sök. En enginn maður hefir haldið því fram, að frönsku þjóðinni hafi verið unnið nokkurt ó- gagn með honum, né öðrum þjóðum nokkurt gagn. Hann olli ekki neinum smávafningum, því síður neinum stór- viðburðum með þjóðunum. Og aðalmaðurinn í þessum sorgar- leik er ekki neitt stórmenni. Hann er ekki annað en höfuðsmaður í herliði Frakka, ókunnur öllum öðrum en vin- um sínum og samverkamönnum. Við þennan ókunna mann er höfð rangsleitni í frammi, að dómi hins sið- aða heims — blóðug, voðaleg rang- sleitni, vitaskuld. En sú rangsleitni er ekki víðtækari en svo, að hún nær að eins til þessa eina manns og ást- vina hans. Hvernig er svo þessari rangsleitni tekið úti um veröldina? Ekki með þögn. Ekki heldur með stillilegri augnablíks-meðaumkvun. — Heldur verður hún, þessi rangsleitni, sem höfð er í frammi við þennan eina ókunna mann, aðalúmræðu-efni hins mentaða heims mánuð eftir mánuð. Miljónir manna úti um víða veröld, sem sagt verður, að ekkert komi þetta við, drekka í sig hvert orð, sem um málið er sagt, og standa á öndinni út af úrslitunum. Og þegar svo úrslitin fréttast, verða menn gagnteknir af slíkri gremju, að þeir vilja helzt eng- in mök eiga við þá þjóð, sem lætur annað eins við gangast — vilja ekki einu sinni virða hana þess að njóta hjá henni mestu fegurðarinnar, sem þeir geta gert sér von um að nokkuru sinni beri fyrir augu þeirra á æfinni, sýningarinnar miklu að ári. Og alt er þetta út af einum, um- komulausum, óþektum manni, sem saklaus hefir ratað í raunir! það er eitthvað óvenjulega tilkomu- mikið við þetta, þegar maður athugar það vandlega. Og óvenjulega fagnaðarríkt jafn- framt. f>ví að það er ljós bending um það, að, þrátt fyrir alt og alt, sé ekkert til, er hafi meira vald yfir hugum mannanna en réttlœtið. En hvernig stendur nú á því, að réttlætistilfinning þjóðanna hefir látið svo mikið á sér bera, sem raun hefir á orðið, í þessu máli? Öllum mönnum, sem nokkuð þekkja til mannkynssögunnar, er kunnugt um það, að á öllum öldum hafa verið framin jafn-mikil níðingsverk í hinum siðaða heimi, og langtum víðtækari jafnframt. Á öllum öldum hefir það við borið, að saklausir menn hafaorð- ið fyrir hörðum refsingum, óumræði- legum þjáningum af hendi þeirra, sem völdin hafa haft. En svo að kalla á- valt hafa þjóðirnar látið sig það tíl- tölulega litlu skifta. Óhætt mun jafn- vel að fullyrða, að fyrir svo sem hálfri öld hefði verið óhugsandi jafn-ríkur og jafn-almennur áhugi á öðru eins máli og Dreyfuss-málinu. Af hverju kemur þá þessi breyting, sem nú er ómótmælanleg? Kemurhún af því, að mennirnir séu orðnir miklu betri, réttlátari en þeir hafa áður ver- ið? Hafa þeir í raun og veru megn- ari andstygð á rangsleitninni nú en áður? Hæpið væri að neita því með öllu. Fyrir hinu eru miklar líkur að minsta kosti, að rangindi, sem beitt er gegn einstökum mönnum, komi nú sárar við hjörtun en nokkuru sinni áður. En fráleitt nægir samt það atriði eitt til að skýra til fulls þá afarmiklu hluttekning, sem mál þessa franska höfuðsmanns hefir vakið út um allan heim. Vitanlega hefir þurft eitthvert afl til þess að vekja réttlætistilfinn- inguna —- því að ekki þarf djúpsæja þekking á mönnunum til þess að kom- ast að raun nm, að henni er nokk- uð svefngjarnt — og beina henni að þessu máli. Og þetta afl er blöðin — blöðin, sem fremur flestu öðru eru börn þessa tíma og einkenni þessarar aldar. Ágæti þeirra er auðvitað ekki ein- dregið né ómengað, — ekki fremur en menningarinnar yfirleitt. Oft hafa þau afvegaleitt; mörg hafa þau myrkv- að hugmyndir manna um rétt og rangt, í stað þess að skýra þær og glæða. En það óumræðilega afreksverk hafa þau unnið að fá svo að kalla hvern mann, háan sem lágan, í hinum sið- uða heimi — í stað örfárra manna áður — til að hætta að hugsa ein- göngu um sjálfan sig, fara að hugsa um þá, sem hann hefir aldrei séð og ald- rei heyrt og fær aldrei að sjá og ald- rei að heyra. En það er vafalaust fyrsta sporið, ef til vill bálf Ieiðin, til þess að geta farið að líta á hvern mann sem ná- unga sinn og bróður, »af hvaða þjóð sem hann er«. þetta er ..sjálfsagt blaðanna mesta stórvirki. þau hafa orðið langöflugasta ráðið á þessari öld til að beina hug- um einstaklinganna út á við og draga þjóðirnar saman. En það er eitt af aðalskilyrðunum fyrir því að réttlætistilfinningin fái að njóta sín í brjóstum mannanna. Kartöflusýkin. Að henni kveður mest á Álftanesi, Garðahverfi, Vatnsleysuströnd, Leiru og Garði, að því er Einar garðyrkju- maður Helgason segir, og það avo mjög í þessum sveitum, að óhætt mun að fullyrða að helmingur til 3/4 af allri uppskerunni sé ónýtur; sumstað- ar hafa menn fleygt öllu í sjóinn. I þessum þéttbýlu hverfum er sýkin meira og minna á hverjum bæ, en þar sem garðar eru meira einangraðir, ber minna á henni, t. d. í Brunna- staðahverfi á Vatnsleysuströnd, í vog- um og Keflavík. I Ytri-Njarðvíkum > hefir ekki orðið vart við sýkina og í Innri-Njarðvíkum að eins lítið eitt. Á einum bæ í því hverfi bar á sýkinni nokkuð snemma í sumar, hjá Ásbirni Ólafssyni; en þá lét hann tafarlaust taka upp úr þeim garði og brenna grasið, til þess að sýkin gæti ekki borist í aðra garða. Hér í Reykjavík hefir sýkin gjört mikið tjón, einnig í Hafnarfirði, sum- staðar í Mosfellssveit, á Akranesi og eftir því sem heyrst hefir, einnig á Stokkseyri og Eyrarbakka. þeir sem taka upp seint á haustin geta óhræddir látið grasið liggja, vegna þess að þá oru líka aðrir búnir að taka upp og frjókorn sveppsins hljóta því að eyðileggjast, þótt þau þá fjúki af grasinu. Verksmiðjurnar væntanlegu. Niðurstaðan af rannsóknum verkfræð- ings þess, er hér hefir verið í sumar til þess aðundirbúa verksmiðjufyrirtæki þau, er hr. Oddur V. Sigurðsson gengst fyr- ir, hefir oröið sú, að ekki muni tiltæki- legt að nota fossana upp af llvalfirði, sem menn höfðu einkum augastað á um tíma. Verði nokkuð úr fyrirtækjum þessum, leggur verkfræðingurinn það til að byrjað verði í fossunum í Soginu. En kostaðurinn við það' er mjög mikill og hafnir illar þar eystra, svo enn verð- ur ekkert um það sagt, hvort nokkuð verður að hafst. En búist er við, að vitneskja komi um það í haust. Hólar komu að norðan og austan í gær, með mesta sæg af fólki; þar á meðal sfra Benedikt Eyjólfsson í Berufirði, kom til að sækja konu 3Ína, sem hefir verið hér í sumar til lækninga með góðum árangri. Handsbúnaðarfólagið ætlar að taka að sér að panta kar- töflu-útsæði fyrir menr til næsta vors, en til þess að geta haft gagn af því, verða menn að snúa sér til félagsins í tíma. Páll Briem amtmaður verður utanlands í vetur, ásamt frú sinni, lagði á stað frá Akureyri 19. þ. m. Veðurathuganir í Reykjavík eftir landlækni Dr. J. Jónas- sen. sept Hiti (á Celsius) Loftvog (millimet.) Veðuráít. á nótt umhdl árd. síðd. árd. sí()d. 23. — i + 3 759.5 754.4 Nhvb N h h 24. 0 + 6 754.4 751.8 o b hlv h b 25. 0 -+ 7 746.8 744.2 N h b o b 26. 0 + 6 744.2 749.3 o b N hv b 27. — 2 + 4 749.3 756.9 N h b N hv b 28. -i- 3 + 1 759.5 759.5 N hv b N h b 29. ~ 5 + 4 762.0 762.0 A h b o b Hefir verið við háátt, fagurt og bjart veðnr með nokkuru frosti síðustu dagana. Síðdegis-guðsþjónustur síra Jóns Helgasonar byrja aftur, að öllu forfallalausu, sunnudaginn 8^ október, kl. 5 e. h.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.