Ísafold - 22.11.1899, Blaðsíða 1

Ísafold - 22.11.1899, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1*/» doll.; torgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til dtgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVI. arar. Reykjavík, miðvikuda^finn 22. nóv. 1899. 73. biað. I. O. O. F. 81112481/!! Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkan dag kl 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Okeypis tannlækning í Hafnarstræti 16 1. og 3 mánud. bvers mán. kl. 11—1: _X+X xfx. xfX. xfX. xfx. xfx. ,xfx.. xfx. xfx. xfX. .xfx. xfx. xfX. ’xix' xjx x’ x|x ’XfX' ’xix* 'xix' ’X|X' 'xix' 'x|x' x+x' 'x+x' Mótbárurnar heiztu. II. (Niðurl.) f>á er að athuga síðari mótbáruna. Landið á, samkvæmt henni, sjálft að taka lán, sem nægi til þess að setja á stofn banka þann, er fullnægi þörfum vorum, svo vér getum haft öll umráð- in yfir honum og allan haginn af hon- um. Kenningin er ekki óáheyrileg. En þá er eftir að vita, hvort ekki eru þeir örðugleikar á að koma hugmynd- inni í framkvæmd og þeir agnúar á framkvæmdinni sjálfri, að frágangssök sé við þetta að eiga. I vorum augum er því svo farið. Fyrst er þess að gæta, hvernig stjórn vor er. það þarf meiri trú á henni en alment gerist, meiri trú á henni en.nokkur ástæða er til að hafa, til þess að gera sér í hugarlund, að hún mundi koma öðru eins í framkvæmd fyrst um sinn. í engu máli hefir hún sýnt af sér röggsemi neitt svipaða því, sem til þess mundi þurfa. Og þó að hún gæti það, eru engin líkindi til annars en það yrði með örðugum kjörum. Eftirspurn eftir peningum er mikil um allan heim og peningaleiga fer hækkandi. Margt er það, sem veldur því. Stór- kostleg járnbrautarfyrirtæki eru á ferð- inni, í Kína, í Afríku og Síberíu (Kyrra- hafsbrautin rússneska). Heimsverzl- unin þarfnast alt af meiri og meiri peninga, með því að Norðurálfuþjóð- irnar leggja stöðugt meiri og meiri stund á að ná undir sig verzlun í öðr- um heimsálfum. Og í sambandi við þá verzlunarstefnu stendur aukinn kostnaður til herskipaflota hjá þeim þjóðum. Ófriðurinn með Spánverjum og Bandaríkjamönnum hefir og gleypt ógrynni fjár. Peningalán eru því dýr hvervetna í veröldínni, og örðugt að fá mikið fé lánað um langan tíma. En auk þess eru öll líkindi til þess að Island hafi mjög lítið lánstraust, nauðalítil von um að vér getum fengið lán öðruvísi en með miklu örðugri kostum en aðrar þjóð- ir. íslandsþekking Norðurálfumanna er af mjög skornum skamti. Ekki mun fjarri sanni, að þeirheyri Islands get- ið oftast í sambandi við hallæri, land- skjálfta og fjárbænirhanda nauðstödd- um mönnum. Slíkt eflir að sjálfsögðu ekki lánstraustið. Og svo er landið f jarri öðrum mentuðum löndum og tungu þess kann enginn maður þar. Lánveitend- ur geta því ekki haft auga á, hvernig fénu er varið, né hvern árangur fyrir- tækin hafa. þ>ví til sönnunar, að þetta sé ekki gripið úr lausu lofti, setjum vér hér kafla úr bréfi, sem oss hefir borist í hendur. Merkur maður hér sendi fyr- irspurn til þjóðbankans skozka um það, hvort hugsandi væri að fá lán í Skotlandi gegn veði í íslenzkum fast- eignum. Kafli úr svarinu, sem hann fekk, er á þessa leið: »Engum lánveitanda hér mundi koma til hugar að leggja fé í fyrir- tæki í landi, sem er jafn-afskekt og ísland; en ef nokkur gerði það, mundi það ekki verða nema gegn hárri leigu. Oðru máli er að gegna um vorar eigin nýlendur, því að þar eiga svo margir Bretar heima, sem lánveitendur hér geta haft fyrir umboðsmenn, og samt eru af þessum lánum út úr landinu telcnir ð, 6 og 7°/0 eða meira«. Skynsamir menn ættu af þessu að geta gert sér nokkura hugmynd um, hve miklar líkur muni vera til þess, að greiðlega gangi á heimsmarkaðin- um með lánbeiðni fyrir hönd lands- sjóðs. Nix kann einhver að spyrja; Hver líkxndi eru þá til þess, að landssjóður geti eignast þann hlut í bankanum fyrirhugaða, sem honum var ætlað samkvæmt hlutafélagsbanka-frumvarp- inu á sfðasta þingi, ef það er jafn- miklum örðugleikum bundið fyrir hann að fá lán, eins og hér er haldið fram? |>ví er fljótsvarað. |>að yrði ein- göngu með lánstrausti þeirra manna, sem fyrir bankafyrirtækinu gangast, en ekki með lánstrausti landssjóðs. »þjóðólfur« ftalar um það með mikilli fyrirlitning, að landssjóður fari að gera svo lítið úr sér að hafa »nokkura danska Gyðinga« að bakhjalli. Skárri er það nú líka heimskan, að halda, að þeir Gyðingar kunni að vera til, sem geti styrkt lánstraust íslenzka landssjóðsins! Miklir menn erum við, Hrólfur minn ! Sannleikurinn er sá, að þessir »Gyð- ingar« bjóðast ekki að eins til þess, að útvega landssjóði peninga til að leggja í bankastofnun — peninga, sem hann gæti að öllum líkindum ekki fengið að öðrum kosti. Heldur veitir og banki |þeirra að |sjálfsögðu, svo framarlega sem hann kemst á fót, landsmönnum lán með langtum væg- ari kjörum en sá banki gæti gert, er laudssjóður stofnaði af /eigin ramleik, þó að honum væri ekki um megn að koma upp banka, er fullnægði þörfum landsmanna. Ekki að eins fyrir þá sök, að banki þeirra fær peninga lánaða með betri kjörum heldur en landssjóðsbanki fengi. Heldur og vegna þess, að þeirra banka verður svo miklu meira úr seðlaútgáfuréttinum heldur en banka landssjóðs mundi verða. þ>eir gfeta notað seðlaútgáfuréttinn til þess að halda í viðskiftura í Danmörk þeirri seðlafúlgu, sem afgangs verður við- skiftaþörfinni íslenzku. það getur landssjóðsbanki ekki, 3vo sem reynsla Landsbankans sýnir áþreifanlega. Landssjóði íslands og íslenzku þjóð- inni í heild sinni stendur nú til boða að verða hluttakandi í þeim afar- miklu hlunnindum. Islendingum stend- ur til boða beinn gróði af þessum hlunnindum, að svo miklu leyti, sem að þeir gerast hluthafar í bankanum fyrirhugaða. Og þeim standa til boða lán, sem geta orðið tiltölulega ódýr einmitt fyrir það, að bankinn getur jafnframt grætt utanlands. Að hafna slíku boði og fara í þess stað að byggja von sína á banka, er vér komurn sjálfir á fót — banka, sem engin líkindi eru til að nokkurn tíma verði neitt úr — banka, sem hlyti að veita lán með verri kjörum — banka, sem vér svo hefðum að öllum líkindum ekki menn til að stjórna — það væri meira en fásinna. |>að væri rangindi gagnvart þessari fátæku þjóð. Bretar og Búar. iii. (Síðasti kafli). í stað þess að fallast þegar á til- lögu Chamberlains um sameiginlega rannsóknarnefnd breyttu nú Búar stefnu sinni í málinu, hugðust með því að losna við alla frekari vafninga. þeir buðu útlendingum kosningar- rétt eftir ð ár. En það tilboð var þrem skilyrðum bundið. Fyrsta skilyrðið var það, að á þessi afskifti brezku stjórnarinnar af mál- um Transvaal-lýðveldisins skyldi ekki verða litið sem fordæmi, og að hún skyldi framvegis láta innanlandsmál lýðveldisins afskiftalaus. — Með því skilyrði var ekki farið fram á annað en það, að stjórnin brezka stæði við yfirlýsingar, er hún hafði áður látið skýlaust frá sér fara. Annað skilyrðið var, að brezka stjórnin skyldi ekki halda því fram, að hún hefði »suzerainty« yfir Trans- vaal — þau yfirráð, með öðrum orð- um, sem samningurinn frá 1881 hafði gert ráð fyrir, en slept hafði verið úr samningnum frá 1884. — þetta atriði var nú gert að skilyrði frá Búa hálfu, vegna þess, að brezka stjórnin var farin að tala á þá leið, sem hún hefði öll þau yfirráð yfir landinu, sem hún hafði haft samkvæmt samningnum frá 1881. f>riðja skilyrðið var, að öllum deilu- atriðum milli stjórnanna í Transvaal og Stórbretalandi skyldi vísað cil gjörð- ardóms. Þó var það tekið fram í samkomulagsskyni við Chamberlain, að engir aðrir en Transvaal-menn og Bretar skyldu mega eiga sæti í gjörðar- dómnum. því verður naumast neitað hlut- drægnislaust, að öll þessi skilyrði fyr- ir því að verða við fylstu kröfum Breta hafi verið hvert öðru sanngjarn- ara. En að hinu leyti voru þau eink- ar áríðandi fyrir Transvaal. því að búast mátti við, að svo framarlega sem brezka stjórnin afsalaði sér ekki af nýju þeim yfirráðum yfir landinu, sem hún hafði afsalað sér 1884, en hún nú var farin að þykjast hafa, og svo framarlega sem enginn samningur væri um gjörðardóm í ágreiningsmál- um, en útleudingar að hinu leytinu fengju það vald í landinu, sem nú stóð þeim til boða — þá mundu þeir óspart leita aðstoðar Breta tii þess að fá vilja sínum framgengt, hvenær sem nokkuð bæri á milli. |>essu tilboði Transvaal-stjórnarinn- ar svaraði brezka stjórnin með svo miklum vafningum og vífilengjum, að Krúger forseti leit svo á, sem hún hefði hafnað því. Ekki lagði hann fyrir það árar í bát. f>egar hann sá, að brezka stjórn- in ætlaði ekki að þiggja tilboð hans um að verða við fylstu kröfum henn- ur, af því að hann lét það tilboð bundið skilyrðum þeim, er áður er getið, sendi hann, í byrjun septem- bermán. í haust, brezku stjórninni skeyti um, að hann gengi að tillögu Chamberlains um sameiginlegu rann- sóknarnefndina, og byði jafnframt aft- ur útlendingum kosningarrétt eftir 7 ára dvöl í landinu. Nú mætci ætla að samningar hefðu tekist vafningalítið, þar sem Trans- vaal-stjórnin hafði afdráttarlaust geng- ið að þeim samningsgrundvelli, sem Chamberlain hafði, fyrir brezku stjórn- arinnar hönd, tjáð sig ánægðan með. En ekki var samt því að heilsa. Nú afsegir brezka stjórnin að standa við orð sín. I stað þess hélt hún enn fram kröf- um sínum um kosningarrétt útlend- inga eftir 5 ár og hagaði jafnframt orðum sínum á þá leið, að sýnilegt var, að hxxn ætlaði enn að krefjast þeirra yfirráða, sem samningurinn frá 1881 heimilaði henni, en samningur- inn frá 1884 óheimilaði. Jafnframt bauðst hún til að ábyrgjast sjálfstæði Transvaal-Iýðveldis, bæði gegn útlend- um ríkjum og öllum hlutum Breta- veldis. þessu tilboði höfnuðu Búar, sögðu, sem satt var, að nú væri þeim boðið alt annað en þeir hefðu nokkurn tíma fram á farið. þeir höfðu beiðst þess, að brezka stjórnin afsalaði sér af nýju þeim yfirráðum yfir Transvaal, er hún hafði að eins haft samkvæmt samn- ingnum frá 1881, og þeirra málaleitan hafði verið synjað. þeir höfðu aldrei farið fram á neina brezka ábyrgð gegn útlendum ríkjum. Og skiljanlega þótti þeim heldur lítils vert um tilboðið um ábyrgðina gegn ásælni Breta sjálfra, þar sem það kom einmitt frá þeim ráðgjafanum, sem verið hafði með í ráðum 1895, þegar dr. Jameson hélt með vopnaðan flokk manna inn í land þeirra í því skyui að kveikja þar uppreist og efla hana. — |>ann veg eru þá tildrögin að þessum ófriði, sem nú er hafinn í Suður-Afríku. Atferli ensku stjórnar- iunar í málinu hefir verið líkt við háttalag úlfsins, sem vildi finna lamb- inu eitthvað til saka en var staðráðinn í að eta það, hverja vörn, sem það

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.