Ísafold - 09.12.1899, Blaðsíða 2

Ísafold - 09.12.1899, Blaðsíða 2
302 / þessa stundina, með öðrum orðum brennivínskaflann. Hann er svo hljóðandi: Kafli úr stjórnarskrd heimskunnar. 1. gr. Brennivín er ein hin fyrsta nauð- synjavara þjóðarinnar; má enginn maður horfa í krónuna, ef brennivín er í boði; því það er hin sanna und- irstaða allrar ánægju og alls mann- fagnaðar. 2. gr. Mentamenn og stórhöfðingjar, pró- fastar og sýslumenn, prestar og lækn- ar, hreppstjórar og stórbændur og aðrir, sem mannsmót viija á sér hafa, eiga trúlega og dyggilega að ganga á undan öðrum í því að kaupa, drekka sjálfir og veita öðrum brennivín [þ. e. einhvers konar áfengi]. 3. gr. Skylt er öllum að kenna óspiltum unglingum að drekka, svo að þeir með tímanum geti oríið óreglumenn og, ef unt er, ofdrykkjamenn. Ber að innræta þeim frá blautu barns- beini með orðum og einkum með eft- irdæmi ást á og löngun í brennivín; því þess líklegra er, að þá hendi aldrei sú hrö3un, að afneita þessu »æðsta góða« íslenzku þjóðarinnar. 4. gr. |>eir, sem ráðast í að boða bind- indi, draga drykkjumenn upp úr brennivínsfeninu eða forða unglingum frá að hrapa í það, skulu hæddir og spottaðir á allar lundir. Skal hvorki spara last ’nó lygi, ástæðulausar að- dróttanir eða bakmælgi til að gera alt starf þeirra að engu. Allir þeir, sem vilja vera sannir heimskingjar, eiga þegnsamlega eftir þessu að breyta.« HlutfélagsbanJkinn á alþingi. I. Ekki virðist ófróðlegt, nú, þegar umræður eru að sjálfsögðu byrjaðar til fulls meðal þjóðarinnar um hlutafé- lagsbankann, að rifja upp fyrir sér helztu atríði í sögu þess máls á síð- asta þingi. Sjaldgæft mun vera, að nokkuru stórmáli hafi verið tekið jafn-dauflega á alþingi. f>að var eins og flestir þingmenn töluðu um það í fyrstu með hálfgerðu meðaumkvunar-brDsi. Einn þingmaður að eins hafði virt málið þess að kynna sér það ræki- lega — dr. Valtýr Guðmundsson. Á- hugi hans á framfaramálum þjóðar vorrar kom þar fram, eins og svo oft endranær. Enda hafði hann staðið betur að vígi í þessu máli en flestir aðrír þingmenn. Hann hafði borið málið undir merkan bankafræðing í Danmörku, hafði fengið hann til að íhuga það vandlega og láta það uppi, er honum fyndist athugavert við það fyrirkomulag, er oss stóð til boða í þingbyrjun, Nefndin, sem kosin var í málið í neðri deild, mun lítið eða ekki hafa aðhafst, þangað til þeir komu hingað, snemma í ágústmán., forgöngumenn fyrirtækisins, Ludvig Arntzen hæsta- réttarmálfærslumaður og Alexander Warburg stórkaupmaður frá Khöfn. En eftir er þeir voru komnir til við- tals, vann þingið einkar kappsamlega að málinu. Og þá komu athngasemdir þær, er dr. V. G. hafði verið sér í útvegum um, að góðu haldi, eftir því er fram- sögumaður nefndarinnar tók fram í umræðunum. J>að, sem framar öllu öðru vakti fyrir nefndinni, var að gera fyririækið svo innlent, sem kostur væri á, í því tvófalda augnamiði, að Islendingar hefðu sem mest yfirráð yfir bankan- um og að arðurinn gæti að sem mestu leyti lent í þeirra höndum. Eina ráðið, sem nefndin sá, til þess &ð gera stofnunina verulega innlenda, var það, að landssjóður yrði eigandi að hlutum í bankanum; nefndinni þótti hæfilegt að landssjóður eignaðist 2/6 hlutafjárins. Forgöngumenn fyr- irtækisins ætluðu sjálfir að ráða fram úr örðugleikunum við að fá það fé að láni, lýstu yfir því að landssjóður þyrfti ekki annað en skrifa sig fyrir hlutabréfum og lána svo út á þau pen- inga, er þeir mundu sjálfir hafa á boðstólum. Nefndin gerði vitanlega ýmsar fleiri breytingar á frumvarpinu. En á þær er ekki þörf að minnast í jafn-stuttu söguágripi sem þetta er. þetta, sem nú hefir verið frá sagt, hluttaka lands- sjóðs í fyrirtækinu, er Iangmerkileg- asta atnðið. það úrræði á auðvitað rót sína að rekja til þeirrar hugmyndar, sem fyr- ir mörgum vakti í þingbyrjun, að landssjóður ætti sjálfur að koma á tót banka, sem fullnægði þörfum lands- manna. þegar menn fóru að áttasig á mál- inu, varð það flestum ljóst, að með því að taka tilboðinu um hlutafélags- bankann og með því að láta lands- sjóð jafnframt eignast 2/6 blutabréf- anna væri engum hlunnindum slept, sem landssjóðsbanki gæti haft í för með sér, en mikil fengin í viðbót. Landssjóður hefði þá öll sömu notin af seðlaútgáfunni eins og ef hann væri einn um hituna, og íslendingar gætu haft töglin og hagldirnar, að því er yfirstjórn bankans snerti. En af því að fjármagnið yrðí meira með aðstoð hinna útlendu manna og sambandið betra við önnur lönd, yrði fyrirtækið miklum mun arðvænlegra. í nefndinni í neðri deild voru: Klemens Jónsson, Pétur Jónsson, Tryggvi Gunnarsson, Valtýr Guð- mundsson og jpórður Thoroddsen (í stað Ben. Sveinssonar, sem kosinn var upphaflega, en andaðist áður en nefndin tók verulega til starfa). Tryggvi bankastjóri Gunnarsson lét þess getið í athugasemd neðan við nefndarálitið, að í ýmsum atriðum væri hann því ósamdóma. En hvorki þar nó í umræðunum á eftir lét hann þess getið með einu orði, í hverju sá ágreiningur væri fólginn, hvort hann væri fólginn í verulegum atriðum eða óverulegum, aðalefninu eða öðru, er bót yrði ráðin á. Að öðru leyti var nefndin sammála • og fylgdi málinu fram með skýrum og stillilegum rökum í umræðunum. I raun og veru verður ekki annað sagt, en að hlutafélagsbankafrumvarp- ið kæroist með miklum sigri út úr neðri deild. Beyndar greiddu ekki nema 13 atkv. með því; en ekkiheld- ur nema 3 á móti. Aðalstyrkur þeirra, er með frum- varpinu mæltu, kom fram í umræðun- urn. Naumast getur nokkurum mauni, sem þær les, dulist það, að mjög lítill veigur er í mótmælunum og meðmæl- in að sama skapi prýðisvel rökstudd og sannfærandi. Svo að kalla öllum kom saman um það, að bankinn mundi verða mikill máttarstólpi fyrir verzlun og sjávar- útveg og eins mundi hann stuðla að því að koma á fót ýmsum stofnunum í landinu, sem gætu orðiðþví til mik- ils hagræðis, en kostuðu stórfé. Með- al annara lét landshöfðingi þá skoðun sína uppi ótvíræðilega. Beyndar var gerð tilraun til að vé- fengja það, að verzlunin mundi hafa nokkurn verulegan stuðning af bank- anum. En þar tóku yfirlýsingar kaup- manna af skarið. Orfáir munu þeir þingmenn hafa verið, sem gerðu sér í hugarlund, að þeir bæru betra skyn á það atriði en kaupmenn sjálfir og að orðum þeirra væri ekki trúandi. Kaupmannafélag Beykjavíkur skýrði tvlvegis frá skoðun sinni á málinu um þingtíraann, í bréfi til Guðl. Guð- mundssonar og í bréfi til efri deildar, tók þar meðal annars fram, að verzl- uninni mundi verða mjög mikill hagur að hinum fyrirhugaða banka og að það mundi auka álit á sjálfstæði lands- ins í efnalegu tilliti, ef kaupmenn gætu haft nægilegt fé í höndum í út- löndum til þess að borga vörur sínar út í hönd og kaupa þær hvar sem þeir vildu, og töldu þörfina svo brýna, að málinu væri ekki frestandi til næsta þings. Aukaútsvör i Reykjavik 1900 eða niðurjöfnun tí! sveitarþarfa eftir efnum og ástæðum. Niðurjöfnunarnefndin hefir nú lokið starfi sínu um mánaðamótin. Útsvörin nú 30,808 kr., voru í fyrra 27,569 kr. og í hitt eð fyrra, 24,236 kr. Þó hafa útsvör ekki hækkað yfirleitt á hverjnm gjaldanda til neinna muna, nema kanpmönnnm; verið tekið upp á því að hækka stórum á þeim. Minsta útsvar 2 kr., mesta 850 kr. (verzlanir Brydes, Fischers og Thomsens). Hér eru þeir taldir, sem eiga að greiða 30 kr. eða þaðan af meira í aukaútsvar næsta ár, 1900; hafi útsvarið á undan, 1898, verið annað, er það sett milli sviga rétt fyrir aftan nafnið, til samanburðar; annars sama bæði árin. Aldarprentsmiðjan 40. Andersen, H., skraddari (170) 150. Anderson, Reinhold, skraddari 80. Anton Bjarnasen verzlm. 30. Ágústa Svendsen ekkjufrú 55. Árni Gísla- son vestanpóstur (26) 30. Árni Hannesson skipstjóri (25) 30. Árni Gruðmundsson, Bræðraborg (30) 32. Arni Kr. Magnússon skipstjóri 35. Arni Thorsteinsson landfó- geti 360. Ásgeir Sigurðsson kaupm, (»Ed- inborg«; 375) 700. Árni Zakaríasson veg- fræð. (26) 30. Benedikt Gröndal, magister, 30. Bene- dikt Kristjánsson prófastur 45. Bened. S. Þórarinsson kaupm (60) 75. Bergur Jóns- son skipstj. 30. Bernhöffts bakari 150. Bjarni Gruðmundsson, Melhæ 30. Bjarni Jónsson trésm. (55) 60. Bjarni Þórðarson frá Keykhólum 50. Björn Gruðmundsson múrari (70) 75. Björn Jensson adjunkt 80. Björn Jónsson ritstjóri 230. Björn Krist- jánsson kaupm, (130) 140. Björn M. Olsen rektor 220. Björn Olafsson augnlæknir 160. Boilleau, G., barón, 40. Breiðfjörð, W. Ó., kaupm. (150) 160. Brydes verzlnn (630) 850. B. H. Bjarnason kaupm. (90) 120. Caroline Jónassen amtmannsekkjufrú 75. Christensen (W.) konsúll (370) 550. Daníel Bernh0fft bakari 40. Davíð Jóhannesson, Stöðlakoti (28) 30. Einar Árnason verzlunarstjóri (70) 90. Einar Benediktsson málflm. (60) 40. Ein- ar Einnsson vegfræð. (30) 32. Einar Zoega veitingamaður (80) 50. Eirikur Bjarnason járnsmiður 30. Eiríkur Briem docent 160. Ellert Schram skipstj. (30) 35. Erlend- ur Árnason trésin. (45) 50. Erlendur Magnússon gullsm. 40. Erlendur Zakarías- son vegfr. (38) 40. Eyjólfur Þorkelsson úrsmiður 60. Einnbogi Árnason frá Reykjum 50. Einn- ur Finnsson skipstjóri 55. Fischers verzl- un (630) 850. Félagsbakaríið (80) 90. Félagsprentsmiðjan (95) 100. Frederiksen bakarameistari 120. Frederiksen, Carl, bakari 35. Frederiksens timburverzlun (210) 230. Friðrik Eggertsson skraddari (45) 50. Friðrik Jónsson kaupmaður 60. Geir Zoega ’ kaupm. (250) 280. Geir T. Zoéga aðjunkt 80. Gisli Finnsson járn- smiður 45. Gísli Tómasson verzlm. (30)35. Guðjón Sigurðsson úrsmiður (50) 60. Guð- mundur Björnsson héraðslæknir 120. Guðm. Böðvarsson spítalaráðsmaðar 35. Guð- mundur Guðmundsson bfóg.fullm. (25) 30. Guðm. Ingimundsson, Bergstöðum (35) 45 Guðmundur Jakobsson trésm. (25) 35. Guðm. Kr. Ólafsson skipstj. 40. Guðm. Magnússon læknakennari 120. Guðm. Olsen verzlunarstjóri (60) 80. Gucm Sigurðsson, Ofanleiti, verzlm. 35. Gnðm. Þórðarson trésm../frá Hálsi; 35) 40. Gunnar Einars- son kaupm. 80. Gunnar Gunnarsson kaupm. (18) 30. Gunnar Gunnarsson trésm. (40) 36. Guunar Þorbjörnsson kaupm. (70) 90. Halberg hóteleigandi (460) 550. Halldór Daníelsson bæjarfógeti (185) 200. Halldór Friðriksson skipstjóri (22) 30. Halldór Kr. Friðriksson f. yfirkennari 50. Halldór Jónsson bankagjaldkeri 75. Halldór Þórð- arson bókbindari 110. Hallgr. Sveinsson biskup (290) 320 Hailgr. Melsteð lands- bókav. (40) 50. Ilannes Hafliðason skipstj. 40. Hannes Thorarensen verzlunarm. (35) 40 Hannes Þorsteinsson ritstj. (80) 90. Helgi Helgason kaupm. (135) 150. Helgi Zoéga bókh. (35) 40. Heltzen verzlm 30. Hjalti Jónsson skipstjóri 35. Hjörtur Hjartarson snikkari 30. Hússtjórnarskól- inn 50. Inuriði Einsrsson revisor 60. Isafold, fiskiveiðafélag, 300. íshúsfélagið (110) 100. Jafet Ólafsson skipstjóri (28) 30. Jensen, Emil, bakarameistari 55. Jóhann Þorkels- son prófastur (93) 90. Jóhannes Hjörtsson skipstjóri (40) 75. Jóhannes Jósefsson tré- smiður 36. Jóhannessen, M., kaupmaður (30) 35. Jón Árnason frá Garðsauka 70. Jón Eyjólfsson kaupm. (25) 35 Jón Helga- son doeent 90. Jón Jakobsson alþm. (50) 60. Jón Jensson yfirdómari (130) 170. Jón Magnússon landritari ("90) 100. Jón Magnússon kaupm. (35) 50. Jón Ólafsson skipstj. 30. Jón Sveinsson trésmiður 50. Jón Valdason, Skólabæ, 32. Jón Vída- lín konsúll 200. Jón Þorkelsson f. rektor 125. Jón Þorkelsson dr. yngri (10) 40. Jón Þorsteinsson verzlm. (23) 30 Jón Þórðarson kaupm. (110) 150. Jónas Helgason organisti (130) 140. Jón- as Jónassen dr. med., landlæknir, 310. Júl- ius Havsteen amtm, (290) 300. Klemp, kaþ. prestur, 40. Kristín Blön- dal ekkjufrú 30. Kristin Skúladóttir ekkju- frú 38. Kristján Bjarnason skipstj. (30) 35. Kristján Jónssoa yfirdómari 120. Kristján Kristjánsson skipstjóri (25) 32. Kristján Þorgrimsson kaupm. 30. Lárus Halldórs- sonprestur 30. Lárns G. Lúðvíksson skósm. 40. L. E. Sveinbjörnsson háyfirdómari (270) 250 Lund, M., lyfsali, 300. Magnús Benjamínsson úrsm. 55. Magnús- Einarsson dýralæknir (30) 45. Magnús Guðbrandsson, Brennu, (25) 30. Magnús Ólafsson frá Reykjum 35. Magnús Ólafs- son trésm. (35) 32. Magnús Stephensen landshöfðingi 500. Markús F. Bjarnason skólastjóri (70) 90. Matth. Matthiasson verzl.stj. (40) 45. Morten Hansen skóla- stjóri 60. Nielsen, N. B., bókhaldari (30) 40. Ó- lafur Ámundason faktor 80. Olafur Rósen- kranz kennari (55) 70. Ólafur Runólfsson bókhaldari 30. Olafur Sveinsson gu.lsm. (38) 40. Olafur Þórðareon járnsm (85)40. Olöf Hannesdóttir, Gróubæ, (28) 30 Páll Halldórsson skipstj. og kennari 35 Páll Jónsson vegfræð. 40. Páll Mel- steð f. sögukennari 75. Pálmi Pálsson ad- junkt 85. Pétur Hjaltested úrsmiður (30) 35. Pétur Pétursson bæjargjaldkeri (38) 50. Pétur Þórðarson skipstj frá Glasgow 35. Pétur Þórðarson skipstj. frá Gróttu (30) 32. Rafn Sigurðsson skóari (65) 55. Ragn- heiður Thorarensen ekkjufrú 40. Schou, Jul, steinsmiður (48) 55. Siemsen, Franz, f. sýslum., 30. Sigfús Eymundsson bóksali 120. Siggeir Torfason kaupm. (8) 35. Sighvatur Bjarnason bankabókari 80. Sigmundur Sveinsson skósmiður 30. Sigurður Árnason snikkari (30) 35^ Sigurður Briem póstmeistari (130) 140. Sigurður Jónsson fangav. 30. Sigurður Jónsson skipstj. í Görðunum (50) 40. Sig. Jónsson járnsmiður (45) 55. Sigurður Kristjánsson bóksali 85. Signröur Sigurðs- son, Bræðraborg, 35. Sigurður Simonarson skipstjóri 30. Sigurður Thoroddsen verk- fræðingur 160. Sigurður E. Waage kaupm. (15) 60. Sigþrúður Friðriksdóttir ekkjufrú 76. Steingr. Johnsen cand. theol. 30. Steingr. Thorsteinsson yfirkennari 140..

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.