Ísafold - 16.12.1899, Blaðsíða 2

Ísafold - 16.12.1899, Blaðsíða 2
310 stað, Reykdæla og Skútustaða hreppar. 30. Axarfjarðar hérað: Keldu- ness, Fjalla og Skinnastaða hrepp- ar og Presthólahreppur að Skinna- lónsheiði. 31. Fljótsdalshérað: Jökuldals- hreppur fynr ofan Gilsá, beggja megin Jökulsár, að meðtaldri Jökuldalsheiði, Möðrudal og Víði- dal. Fella, Fljótsdals, Skriðdals og Valla hreppar. 32. M/rdals hérað: Álftavers, Hvamms og Dyrhóla hreppar í Vestur-Skaftafellssýslu og Austur- Eyjafjallahreppur í Rangárvalla- sýslu. 33. Grímsness hérað: Skeiða, Gnúpverja, Hrunamanna, Bisk- upstungna, Grímsness og Grafn- ings hreppar f Árnessýslu. 34. K j ó s a r h é r a ð: Júngvallahrepp- ur, Hvalfjarðarstrandarhreppur út fyrir Hrafnabjörg og Kjósarsýsla, nema Mosfellshreppur. 35. Mýrahérað: Mýrasýsla vestan Langár og Hnappadalssýsla. 36. Reykhóla hérað: Geiradals, Reykhóla og Gufudals hreppar; læknirinn í héraði þessu er enn fremur skyldur, þegar þess er leit- að og því verður við komið, að vitja sjúklinga 1 Múlahreppi og á Hjarðarnesi. 37. Flateyjar hérað: Flateyjar- hreppur, Rauðseyjar og Rúfeyjar i Dalasýslu, Múlahreppur og Hjarðarnes að Vatnsfirði; læknir- inn í héraði þessU er enn fremur skyldur, þegar því verður við kom- ið og þess er leitað, að vitja sjúk- linga í Barðastrandarhreppi milli Vatnsdalsár og Hagavaðals. 38. Nauteyrar hérað: Ogur- hreppur nema Vigur, Reykjar- fjarðar, Nauteyrar og Snæfjalla hreppar. 39. |>istilfjarðar hérað: Hinn hluti Norður-þingeyjajsýslu (sbr. tölul. 30). 40. Fáskrúðsfjarðar hérað: Fá- skrúðsfjarðar og Breiðdals brepp- ar. 41. Berufjarðar hérað: Beru- ness og Geithellna hreppar. 42. Vestmannaeyja hérað: Vest- mannaeyjasýsla. Að launum til og eftirlaunarétti er læknishéruðunum skift í 5 flokka. Eru í 1. flokki héruðin 1—4, með 1900 kr. launum; í öðrum 5—8, með 1700 kr.; í þriðja 9—20, með 1500 kr.; í fjórða 21—33, sömuleiðis með 1500 kr.; og f fimta 34—42 með 1300 kr. Síðustu 2 flokkarnir eru eftirlauna- lausir, og veitir landsh. þau embættin, en konungur hin. Hér eru nokkur helztu fyrirmæli önnur í lögum þessum: »Landshöfðingi getur eftir tillögum hlutaðeigandi sýslunefndar eða sýslu- nefnda gert breyting á takmörkunum milli hinna einstöku læknishéraða, og verða læknar að sætta sig við þá breyting endurgjaldslaust. Nú er héraðslæknis vitjað úr öðru hér- aði til konu í barnsnauð eða í öðru jafnbrýnu tilfelli, fyrir þá sök, að hægra er til hans að ná en hlutaðeig- andi læknis, og hefir hann þá sömu skyldur eins og hóraðsbúi hans ætti í hlut. Héraðslæknir er skyldur til að setj- ast að í þeim hluta héraðsins, sem landshöfðingi ákveður, eftir að búið er að leita um það álits hlutaðeigandi sýslunefndar eða sýslunefnda. Nú er lækni skylt að búa utan verzlunar- staðar, og skal hlutaðeigandi sýslu- nefnd eða sýslunefndir þegar útvega honum aðsetursstað, en ábýliajörð svo fljótt, sem unt er, ef hann óskar þess. Landsstjórnin skal leggja til lands- sjóðsjarðir fyrir læknissetur, þar sem því verður við komíð. þangað til smámsaman er búið að skipa héraðslækna í hin nýju læknis- héruð, skal læknahéraðaskifting sú, sem nú er, haldast, að því leyti er snertir þau embætti. Héraðslæknar þeir, sem nú eru í embættum, verða endurgjaldslaust að sætta sig við hverja breyting, sem verður á héruðum þeirra eftir lögum þessum«. þá er og læknataxtinn svo nefndur — min8ta borgun fyrir læknisverk — nokkuð breyttur frá því, sem áður var, í sumum atriðum. Jarðabætur í Safaniýri. Af því talsverðar missagnir hafa gengið um það, hvað gert hefir verið að jarðabótum í Safamýri síðastliðið sumar, og eins um hitt, hver nytsemi muni verða að því verki, þá leyfi eg mér að skýra lítið eitt frá fram- kvæmducum. Aðíhleðslu íBjóluósa voruunnin 104 dv. að framskurði á Flóðakeldu 444 — Samtals dagsverk 544 Eftir skýrslu hr. búfræðings Sigurð- ar Sigurðssonar frá Lángholti til Bún- aðarfélags Suðuramtsin3, sem mældi jarðabótina og tók hana út, nam dagsverkatalan 521. En nokkuð var unnið eftir að hann tók jarðabót- ina út, og var það fyllilega sem mis- muninum svarar. Herra S. S. segir í áminstri skýrslu sinni til Búnaðarfélags Suðuramtsins, að enginn vafi sé á því, að skurður- inn komi að góðum notum, þegar hann er fullgerður; og um íhleðsluna segir hann, að »hún sé hin vandað- asta í alla staði«. í sambandi við missagnirnar vil eg benda á grein í 8. tbl. »Fjallkonunn- ar« þ. á., eftir »Áshrepping«, sem fer all-óliðlegum orðum um tillögu mína til endurbóta á Safamýri, er kom í ísafold í fyrrahaust. Hann segir meðal annars, að sú tillaga mín sé »svo lausalopaleg, að hún hrynur öll, hvar sem við hana er komið«. En þó hefir sú tillaga ekki fallið fyrir röksemdum »Á8hreppingsins«, því hún stendur enn með öllu óbreytt. Búnaðarfélag Suðuramtsins hefir veitt mikinn fjárstyrk tíl verksins, og sömuleiðis bæði sýslusjóður Rangár- vallasýslu og sveitarsjóður Ásahrepps að góðum mun. Minnist eg þess alls með miklu þakklæti, og óska jafn- framt, að framhald verði áþví næstu tvö ár, sem í ráði er að jarðabótin standi yfir. Helli 11. des. 1899. Sigurður Guðmundsson. Húsbruninn á Búlandsnesi við Djúpavog, sem fréttist hingað frá Færeyjum, varð 18. f. m., um kveldið. Læknirinn, Ólaf- ur Thorlaeius, var nýgenginn heiman að inn f kaupstað og með honum kona hans og fósturbörn; hafði verið vitjað til sjúklings á Agli, gufubátnum, er þar lá þá. þegar þau voru komin út fyrir túngarðinn, var kallað eftir þeim, að húsið væri að brenna. Svo var og. Mannhjálp kom brátt, svo mikil sem kostur var á, uai 20 karlmenn, en slökkviáhaldalitlir; fengu því lítið að gert, og brann húsið gersamlega með mestöllum innanhússmunum, fatnaði, matarbirgðum o. fl. Vátrygt var hús og lausafé; en óbeinn skaði að minsta kosti mikill fyrir því. Fólkið úr hús- inu fluttist á Djúpavog og hefst þar við í vatur. Húsið var alveg nýtt, mjög snoturt og vandað. Haldið, að kviknað hafi í loftinu uppi yfir skrifstofu læknisins, af háum lampa, sem færður hafi verið í ógáti til á borðinu og þangað sem ekki var járn- þynna yfir til hlífðar. Árna Magnússonar safnið og Norðmenn. í tilefni af ummælum, sem staðið hafa í norskum blöðum í þá átt, að ekki sé óhugsandi að Árna Magnús- sonar safnið verði afhent Norðmönnura — ummælum, sem vakið hafa tals- verða eftirtekt í Danmörku og valdið nokkurum misskilningi — ritar bóka- vörður safnsins, dr. Kr. Kaalund, grein þá, er hér fer á eftir, í »Berl. Tid- ende«: »Svo sem kunnugt er, var það Is- lendingurinn Árni Magnússon, sem kom safninu á. Alla sína ævi var hann að safna handritum í Danmörku, Noregi og einkum á Islandi, þangað til hann lézt, 1730. þá eignaðist Kaupmannahafnar-háskóli safnið að gjöf samkvæmt erfðaskrá; þó með því skilyrði, að safnið skyldi, ásamt fjár- hæð, sem því fylgir, vera sjálfstæð stofnun. Sú stofnun var staðfest með kgl. skipulagsskrá 1760. Aldrei hefir verið gefið í skyn, að Noregur ætti nokkurt lagalegt eða siðferðilegt tilkall til Árna Magnús- sonar safnsins í heild sinni. Aftur á móti fór stjórn Norðmanna 1844 og árin þar á eftir fram á, að fá sérstaka »norska« hluta af safninu, þá hluta sem sé, er menn hugðu, að Árni Magnússon hefði fengið að láni úr skjalasöfnum biskupsstólanna norsku. þar er einkum að ræða um hér um bil 2 þúsundir norskra fornbréfa, sem í safninu eru, og 3 norskar jarða- bækur frá miðöldunum. Upphaflega var farið fram á að fá þau af skinn- bréfunum, sem mestar líkur voru til, að Norðmenn ættu; en síðar færðu þeir sig upp á skaftið. Umræðurnar um þetta efni sýndu ljóslega, að Norðmenn ættu ekki fullkomið laga- tilkall til handritanna, eftir það er kgl. skipulagsskráin hafði verið gefin út, en að sanngjarnt væri, að verða við ósk norsku stjórnarinnar um, að láta hana fá, gegn sanngjarnri þokka- bót, norsku bréfin og jarðabækurnar, sem hór eru. þó voru atkvæðamenn í stjórnarnefnd safnsins algerlega mót- fallnir því, að rýra á nokkurn hátt safnið, er litið var á sera óskiftilega heild. Háskólaráðið setti nefnd1 í málið og Lange ríkisskjalavörður gekk inn í nefndina sem fulltrúi norsku stjórnarinnar. Nefnd þessi kom sér sarnau um 1851, að ráða kenslu- og kirkjumálastjórninni til þess að láta af hendi nálega öll norsk fornbréf og jarðabækurnar 3, sem áður er um getið, en fá aftur á móti hin og önn- ur skjöl, og voru þeirra helzt bréf frá Bæjaralandi, sem þangað til höfðu verið í Kristjaníu (í skjalasafni Krist- jáns 2.), og ýms merkileg brot af norskum og íslenzkum handritum, sem á þessari öld hafa fundist í kjöln- um á norskum reikningabókum frá 17. öld — hafa þá verið notuð til bók- bands. þessi samningur átti að öllu að vera kominn í framkvæmd fyrir lok ágúst- mán. 1852. En þegar sá tími var um garð genginn, höfðu Norðmenn enn alls ekkert aðhafst. Orðugleik- arnir stöfuðu frá þessurn skinnbókar- brotum, sem höfðu meira trygðamæti í augum norskra málfræðinga og sögu- fræðinga en svo, að menn vildu leggja þau í söluruar. Eins og málinu er háttað, eru víst ekki mikil líkindi til, að því verði framar hreyft, svo að nokkur von sé um árangur. Skjalasafn Kristjáns 2. á illa heima í Árna Magnússonar safninu, sem er heild út af fyrir sig og alls ólík hinu, Og jafnvel þótt vér fengjum skinnbókabrotin norsku, mundi það verða of mikið í sölurnar lagt, að láta af hendi öll norsku skjölin. þá má ekki gleyma því, að hefði ekki stofnandi safnsins safnað þessum skjöl- um, þá væru þau að öllum líkindura glötuð nú að öllu eða miklu leyti. — Eins mun það auðsætt af því, sem hér er sagt, að naumast getur komið til nokkurra mála, að rýra safn Árna Magnússonar í því skyni, að auðga alrnenn söfn ríkisins«. Mannalát. Skrifað er af Eyrarbakka 6. þ. m.: »í dag er látinn Fríðrik bókbindari Guðmundsson, Péturssonar frá Minua- Hofi á Rangárvöllum, 62 ára að aldri. Hann lærði iðn sína ungur hjá Agli heitnum Jónssyni í Reykjavík, og vann svo að bókbandi í Reykjavík fyrir sjálfan sig fram að fimtugu. þá flutti hann hingað á Eyrarbakka til Guðmundar bróður síns, og var hjá honum æ síðan. Friðrik sál. var maður vel gefinn til sálar og líkama og drengur hinn bezti. Ari Guðmundsson, bóndi að Upp- sölum í Seyðisfirði vestra, andaðist 16. októher þ. á., vart fertugur. Jón Pálsson, bóndi á Miðhúsumí Reykhóla- sveit, lézt 3. f. m. úr lungnabólgu, nær fimtugsaldri, bróðir Gests heitins Páksonar, Sigurðar faktors Pálssonar á Hesteyri o. fl.; mörg ár hreppstjóri og oddviti í Reykhólasveit; átti Krist- ínu Pétursdóttur (Gestssonar) frá Hríshóli, er lifir mann sinn ásamt dóttur þeirra Ragnheiði, yfirsetukonu í Reykhólasveit. Albért bóndi Sigurðs- son á Ytribúðum í Bolungarvík, and- aðist 31. október, »stakur atorku- og dugnaðarmaður, á bezta aldursskeiði«, dó úr lungnabólgu. Árni bóndi Helga- son á Brekkum í Holtum, bróðursonur Árna stiftprófasts Helgasonar, er og ný- lega dáinn Sömul. EinarbóndiEinarsson á Bjólu í Holtum, áður undir Eyjafjöll- um. Úr Strandasýslu fréttist lát Lofts bónda Djarnasonar í Evjum; var gildur bóndi og vel látinn. Bráðkvaddur varð hér í Reykjavík sunnud. 10. þ. mán. dyravörður við latínuskólann, Jón Samsonson, vaskur maður á bezta aldri. Eftirmæli. Hinn 21. dag októbermán. 1899 andað- ist að Lágafelli í Mosfellssveit Þorstelnn Pétursson úr Reykjavík, fyrrum bóndi að Högnastöðum í Þverárhlíð, bróðir Hjálms beit. alþingismanns Pétursonar. Skal hér í fám orðum getið helztu. æfiatriða hans. Þorsteinn sál. var fæddur að Sigmundar- stöðum í Þverárhlíð 1. dag marzman. 1832. Foreldrar hans voru: Pétur Jónsson óð- alsbóndi í Norðtungu í Þverárhlíð og Ingibjörg Einarsdóttir kona hans. Olst hann upp á Sigmundarstöðum og í Norð- tungu eftir að foreldrar hans fluttu þangað. Vorið 1849 brugðu þau hjón búskap, og fór hann þá í vinnumensku og var þar í sveit, til þess er hann byrjaði búskap vor- ið 1862 að Bjargarsteini í Stafholtstungnm og kvæntist það ár 31. dag októbermán. Sigriði Magnúsdóttur Eyleifssonar úr Eng- ey. Ári síðar fluttu þau hjón að (luöna- bakka í sömu sveit og bjuggu þar 6 ár. Árið 1869 fluttu þau að Högnastöðum i Þverárhlíð og voru þar 13 ár, eða til vors- ins 1882, að þau fluttust til Reykjavikur. Konu sína misti hann 1895 og hafði bann átt með henni 9 börn, og eru 6 þeirra lif- andi: Pétur kvæntur, Ingunn ógift,, Magn- ús og Þorbergur ókvongaðir, Margrét gift, Ingibjörg ógift. Hann var siðustu árin hjá Pétri syni sinum, er nú býr í Reykja- vík. Alla æfi átti hann við lítil efni að búa, og heilsulitill var hann, en hnignaði þó mjög síðustu árin. Hann hafði sjálfur notið bezta uppeldis á sómaheimili foreldra sinna, enda ól hann börn sín upp sem bezt voru föng á og efni hans leyfðu; hann var dáðríkur eljumaður og vann fyrir sér og sínum yfir megn fram. Hann var prýði- lega greindur og fróður um margt, eftir þeirri mentun, er hann hafði fengið, og reyndi af öllum mætti að fylgjast með

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.