Ísafold


Ísafold - 31.01.1900, Qupperneq 1

Ísafold - 31.01.1900, Qupperneq 1
JCeinur vtt ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 14/s doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. Reykjavík, miðvikudaginn 31. jan. 1900. 6. blað. I. O. O. F. 81228*/». I. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11 — 2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spitalanum á þriðjud, og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spítalanum tyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. ll—i. Ókeypíg tannlækning i Hafnarstræti lö 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. >í+..... Frá útlöndnm. Nauðalítið sem ekkert hefir gerst sögulegt með Búum og Bretum frá því síðast fréttist, skömmu fyrir jólin. þeir hafa horfst í augu á vígstöðvun- um og lítið aðhafst. Hvorugum unn- ist á, svo neitt kveði að. Bretar þeyta upp smá-sigurfréttum við og við, en þær vilja verða að hjómi fyrir þeim. Ladysmith óunnin enn, og gerðu Báar harða atlögu að henni 6. þ. m., en unnu eigi á. Féll nokkurt lið af hvorumtveggja, og segir sitt hver um það. Sir Redvers Buller hershöfðingi og hans lið að streitast við að kom- ast norður yfir ána Tugela, þar sem bardaginn mikli var háður 15. f. mán. og hann fór verstu hrakfarir. Hún rennur 2—3 mílur danskar fyrir sunn- an Ladysmith og eru þeir Buller því á næstu grösum við landa sína þar (í Ladysmith), umsetna af Búum og aðfram komna af þreytu, vistaskorti og veikindum (taugaveiki), en fá eigi að gert. Svo snarplega verja Búar vöð- in yfh ána. |>ó segja ensk blöð frá 18.-19. þ. mán. nokkrar sveitir Breta vera komnar norður yfir ána ofarlega, langt á sveig við alfaraleið, og stefndu til Ladysmith. Meira vita menn eigi. það eru sjálfsagt síðustu forvöð, ef bjarga skal borginni og setuliðinu þar. þeir voru nýkomnir suður í Kap, 10. þ. m., yfirhershöfðingjarnir nýu, þeir Roberts marskálkur og Kitchener lávarður. þar setjast þeir að og ráða ráðum sínum um nýa tilhögun á leið- angrinum, svo að Búum ríði að fullu. Fara að engu óðslega og munu ekki búast við mikilli sókn af Breta hendi fyr en líður á vetur og þeir þykjast fengið hafa nægan liðsafnað. það er talin yfirsjón Breta, að þeir hafi farið of dreift framan af, skift liði sínu f 4_5 8taði, með óraveg í milli, því víð- lendi er afarmikið yfir að sækja. Nú er þar og hásumar og hitar afarmikl- ir, lítt bærir óvönum. þeir halda ó- tæpt á liðsafnaði, Bretar, og eru stór- flotar á ferðinni suður jafnt og þétt með lið og herbúnað. Fé eigi sparað, og vígahugurinn því magnaðri, sem léngra og erfiðlegar sækist. Meira en 1 milj. króna er mælt að ófriðurinn kosti þá dag hvern, Breta. Nýlenduríki Breta í öðrum álfum reynast móður sinni, heimaríkinu, góð börn og ástuðleg í nauðum hennar. þau senda hvert á fætur öðru sjálf- boðaliðs-sveitir á sinn kostnað suður í Afríku. Auk þess mikið um sam- skot vfða um hinn euska heim til Ifknar sárum mönnum og nauðstödd- um af Breta liði. Bandamenn skutu saman í mikið og fagurt spítalaskip, er »Maíne« heitir og sigldi suður fyrir jólin, en yfir blöktu gunnfánar beggja ríkjanna saman, Breta og Banda manna, í fyrsta skifti í manna minn- um. þó hneigist annars vegar hugur Bandamanna mjög að Búum, sem flestra þjóða annara. Margir tignir menn enskir eiga um sárt að binda eftir viðureignina við Búa. Einn er Dufferin lávarður, er jarl var í Kanada fyrir mörgum árum og síðan varakonungur á Indlandi. Hann hefir mist elzta son sinn, her- toga af Ava að nafnbót. Hann hafði farið í ófriðinn ótilkvaddur, var rídd- arahersir áður, en genginn úr herþjón- ustu. Hann dó úr sárum suður í Ladysmith um áramótin, vart fert- ugur. Mjög láta menn af framgöngu Búa í orustum, harðfengi þeirra og her- kænsku. Segja þá skaplíkasta köpp- um Cromwells fyrrum, »járnserkjanna«, og hafa sömu siði og þá marga. þeir gera bæn sína á undan orustu og eft- ir og syngja sálma, hafa með sér heil- aga ritningu í herfórum sínum, og þar fram eftir götum. Uppgjöf taka þeir sem first, hvað sem í skerst; kjósa heldur að falla hver um anuan þver- an, eða þá flýa land sitt og hefja nýtt landnám, eins og þeir hafa áður gert. þeir eru fimir og kænir að forðast manntall í orustum, hopa heldur und- an í svip og koma síðau fjandmönn- um sínum í opna skjöldu von bráðar. þeir hafa hesta skjóta og þrautgóða, og fara sem logi yfir land. Missáttir urðu Bretar og þjóðverjar nokkuð svo fyrir skömmu út af því, að Bretar handsömuðu þýzkt póst- gufuskip á leið til Suðurafríku og gerðu þar nokkurs konar þjófaleit, höfðu grun um, að það hefði meðferð- is forboðna vöru, hergögn handa Bú- um. Skipið heitir *Bundesrath«. það var að afferma í Delagoahöfn, er síð- ast fréttist, í haldi Breta. Útgeröar- menn skipsins höfðu svarið og sárt við lagt, að það hefði engin vopn með- ferðis eða annað því um líkt. En þó fanst í farminum, er tilkom, töluvert af byssum. Var málinu eigi fullráðið til lykta, er póstskip fór frá Skot- landi. Landráðamálinu mikla í París lokið með dómi 4. þ. m. Voru höfuðfor- sprakkarnir 4 sakfeldir: þeir Dórouléde og Buffet dæmdir í 10 ára útlegð, en Guérin í 10 ára kastalavarðhald; það var hann, sem uppþotið gerði í París í sumar, gerði sér vígi í húsi sínu og varðist þar vikum saman. Ejórði sakadólgurinn var strokinn, og úrskurðaði dómarinn honum eigi að síður 10 ára útlegð. Frá Danmörku nauðafátt tíðinda, ut- an nokkur mannalát. Dr. jur. C. S. Klein,, fyrrum ráð- gjafi og síðan yfirborgarstjóri í Khöfn, andaðist 9. þ. mán., rúmlega hálfátt- ræður; hafði slept síðarnefndu embætti við áramótin síðustu. Hann var fyrstur dómsforseti í verzlunar- og sjó- réttinum í Khöfn (1862—72), eftir það dómsmálaráðherra 1872—75, hafði þá á hendi íslandsmál, gaf út með kon- ungi stjórnarskrá vora 1874 og var í för méð honum hingað þá um sumar- ið. Eftir það var hann lengi dómari í hæstarétti 1877—1891 og loks yfir- borgarstjóri í Khöfn 1891—1899. þingmaður var hann 40 ár, lengst í fólksþinginu. Hann var röggsamur em- bættismaður og skörulegur, lagamaður mikill, — mikilhæfur nytsemdarmaður. Hann var formaður í landskjálftasam- skotanefndinni í Khöfn 1896. Um sama leyti sem Klein, andað- ist Harald Stein, er biskup var á Fjóni 1889—1898, sextugur að aldri, orðlagður kennimaður og atkvæðamað- ur. Hann tók biskupsvígslu um leið ok herra Haligrímur Sveinsson. þá lézt skömmu fyrir árslokin Chr. Arentzen, skáld og rithöfundur, pró- fessor að nafnbót, rúmlega hálfáttræð- ur. Hann ferðaðist hér um land fyr- ir nær hálfri öld. Konungur vor kom heim aftur úr utanför sinni fyrir jólin. Sýslumannsembættið x Barðastrandarsyslu hefix* konung'ur veitt 13. þ. m. settum syslumanni þar, cand. jur. Halldóri Bjarnasyni. Ny lög. Þessi lög frá síðasta alþingi hafa hlot- ið konungsstaðfestingu, öll 12. þ. m.: 23. Um stofnun veðdeildar í lands- bankanum í Reykjavík; 24. ^ Um breyting á lögum um stofn- un lándsbanka 18. sept. 1885 (auk-in seðlaútgáfa um miljón); 25. Um fjármál hjóna; 26. Um meðgjöf með óskilgetnum börnum; 27. Um bann gegu tilbúningiáfengra drykkja; 28. Um fjölgun og viðhald þjóð- vega. Póstskipið »Lanra«, kapt. Christiansen, kom hinn rétta á- ætlunardag sinn, 28. þ. mán., að kveldi seint. Lítið af fai-þegum: Þórður Jóns- son hafnsögumaður frá Ráðagerði, og eitthvað af sjómönnum, er fóru í haust með Hólum og Cei-es, m. m. Laust brauð. Saurbær á Hvalfjarðarströnd (Saur- bæjar og Leirársóknir). Lán hvllir á prestakaliinu, tekið 1892 og 1893, upp- haflega 2500 kr., er endurborgast á 20 árum með 125 kr. árlega auk vaxta. Fppgjafaprestur og prestsekkja fá eftir- laun af brauðinu samkvæmt lögum. Mat: kr. 1338,62. Auglýst 31. jan. Umsóknarfrestur til 18. marz. Yeitist frá næstu fardögum. Faxaflóa-lsfélagið. Arsfundur þess var haldinn í gær- kveldi hér í bænum, og sóttu hann 25 félagsmenn, af rúmum 50, sem í því eru, sumir erlendis. Formaður, Tr. Gunnarsson banka- stjóri, lagði fram ársreikning félagsins 1899, er endurskoðunarmenn höfðu vott- að, að ekkert væri athugavert við og að prýðilega væri frá honum gengið að vanda af féhirði félagsins, konsúl C. Zimsen. Síldarafli og síldarverzlun íshússins hafði verið með langminsta móti þetta ár; en þó stendur hagur félagsins dá- vel; það hafði snúið sér því meir að kjötverzlun — að kaupa kjöt til ís- geymslu og sölu. það hafði bætt nokk- uð húsakynni sín og keypt 14 hluta- bréf í Reknetafélaginu nýa, því fyrir- tæki til stuðnings, fyrir samtals 700 kr. Fundurinn samþykti þá ráðstöf- un í einu hlj. og veitci því næst fulla kvittun fyrir reikningsskilin. Félagið á nál. 12,000 kr. virði í búsum hér og 1400 kr. í húsi suður á Vatnsleysu. Vöruleifar átti það í árs- lok fyrir nál. 8| þús. kr., heldur lágt metnar. Hlutabréfaeignin 7,500 kr., í 150 hlutabréfum, og varasjóður (gjöf frá Landsbankanum) 4,500 kr. Hins vegar skuldar það landssjóði 3,000 kr. og bankanum í víxlum og ábyrgðarlán- um 9000 kr. Af ágóðanum, rúmum 900 kr., sam- þykti fundurinn að verja 600 kr. til að greiða hluthöfum 8°/« af innstæðu- fé þeirra. Úr stjórn félagsins skyldi í þetta sinn ganga Björn Jónsson ritstjóri, og var hann endurkosinn, ásamt endur- skoðunarmönnum Halldóri Jónssyni og Sighv. Bjarnasyni. Stjórnarbreyting væntanleg í Danmörku. Talið er með öllu vonlaust um, að Hörrings-ráðaneytið í Danmörku fái haldist við völdin veturinn út. Vonin var mjög veik í haust* um það leyti, sem þingið tók U1 starfa. það eitt, að ekki var með nokkuru móti unt að fá sæmilega menn í ráð- gjafaembættin, svo að sami maðurinn varð að koma á þing sem forsætis- ráðherra, fj ármálaráðherra og dóms- málaráðherra (auk þess sem hann er Islandsráðgjafi f ofanálag) bar ekki vitni um, að stjórnin mundi vera sér- Iega föst í sessinum. Auðvitað væri ekki takandi í mál að bjóða neinu - öðru löggjafarþingi en ríkisþinginu danska aðra eins ómynd; þar eru menn orðn- ir vanari ýmis konar kynlegu ólagi en á nokkuru öðru þingi. En auðsætt er, að jafnvel í Danmörku er ekki annað eins boðlegt til langframa. Síðan á þing kom í haust, hefir ekki vegur stjórnarinnar farið vaxandi. Hennar eigin flokksmönnum hefirþótt hún síður en eigi föst í rásinni. Einna versta útreið virðist hún hafa fengið f tollmálunum. þar hafði hún komið sér saman við neðri deild, fólksþingið. Svo krafðist hr. Hörring þess að hægrimenn í efri deild, landsþinginu — þar sem þeir eru í meiri hluta, svo sem kunnugt er—gengju að tolla- lögunum, eins og fólksþingið hafði frá þeim gengið. Hægrimenn í landsþing- inu héldu þá flokksfund og þar var, að sögn, samþykt með 30 atkvæðum gegn 8, að fara ekhi að vilja ráðgjaf- ans í málinu. þá lét hann heykjast og þótti mönnum frammistaða hans ekki

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.