Ísafold - 31.01.1900, Síða 3

Ísafold - 31.01.1900, Síða 3
 23 Hlataféta^sbankinn. f>að var tekið fram um daginn, er sannfréttist um að bankafrumvörpin bæði frá síðasta þingi ættu von á kon- ungsstaðfestingu, að slíkt hefði alls engin áhrif á forlög hlutafélagsbank- ans fyrirhugaða. Hann væri ómiss- andi fyrir oss eins fyrir því, og að atjórnin mundi eins hugsa um hann eftir sem áður. Nú eru áminst bankalög tvenn kom- in, staðfest 12. h. m., og ganga í gildi með vorinu. En jafnt fyrir það hefir stjórnin hlutafélagsbankamálið á prjónunum, að sögn þeirra, er um það eiga að geta borið, í bréfum frá Khöfn. Áskorun þingsins í þá átt var svo eindregin og alls óbundin við forlög hinna frum- varpanna tveggja, að stjórnin telur sig fráleitt hafa neina afsökun til aðleggj- hana undir höfuð. Og svo ósýnt sem henni er oft og tíðum um íslenzk fflál, þá skilur hún þó svo mikið, að umrædd tvenn lög eru ekki nema lítil °g léleg bót á gamalt fat, ekki nema lítilf jörleg bráðabirgðahjálp, aðallega eða nánast handa Reykvíkingum, að kaupmönnum þar fráskildum þó. Húu er þó það betur að sér og hefir þeim mun víðtsekari sjóndeildarhring en aft- urhaldsmálgagnvort og kunningjarþess, að bún veit, að þjóðin er ekki sama sem Eeykjavík ein, — að hún er þó dálít- ið stærri, þótt lítil sé, og að hagsmun- h1 hennar falla ekki að öllu leyti sam- an við hagsmuni Reykjavíkur. Nilsson botnverpinsr og þá félaga frá »Royalist«, Holm- grén stýrimann og Rugaard matreiðslu- svein, sem verið hafa í haldi í Frið rikshöfn frá því í haust, á nú loks að dæma þar, eftir íslenzkum og dönsk- um lögum, er þeir hafa brotið hvoru- tveggju. Ofviti — píslarvottur Tveggja, eða þriggja dálka ávarp flytur »Þjóðólfnr« í gær til ísafoldar, samið af venjulegri ritsnild hans, vitsmunmn, prnð- ttensku, hógværð og sannleiksást. Meinið er það eitt, að þar lýsir sér svo tnikið of- V1h meira ofvit en almenningur getur með nokkuru móti melt. Það er skynsemi hans langsamlega ofvaxið. Hún mun trauð- lega finna þar t. d. nokkurn fiinn minsta sannleiksneista; verður þvi að leitast við að hondla hann með trúarinnar augum ein- um saman. Takist það ekki, getur svo arið um þennan sannleikspostula, sem nóg em dæmin til um þess kyns mikilmenni í mannkynssögunni, að hann verði að lokum að pislarvotti. Ofvitið getur haft pislarvætti i för með ser. Það er raunalegt. En »eigi má sköpr renna«. Það eitt skal tekið sérstaklega fram j .grein þessari, ekki ofvitanum til fró j 8 þvi til hvers er að bera i bakl ul|an lækinn og meira en það? — hel w oðrnm, er það mál kynnu að vilja lá Slg varÚa, að hr. E. E. hefir alls ek veriö rekinn úr félaginu I. 0. 0. F., hel «r hefir hann sagt sig úr því sjálfur, ess a gefa engnm tilefni til að drei oðrum félagsmönnnm neitt við mál ha„S Sjúklingur gerðlu. aftnrreka. Herra ritstjóri! Gerið svo vel og lánið efti* línum rúm í yðar heiðraða b Samkvæmt ákvörðun hrepp innar í Lýtingsstaðahreppi þann 29. ágúst næstliðinn, sem oddviti hreppsnefndarin alinginn Margréti Magnúsdóttur, með septemberferð gufuskipsins »Skálholt« til Akureyrar í því skyni, að héraðs- læknirinn þar fremdi á henni holskurð, eftir meinsemd, er hún samkvæmt á- liti fyrrum héraðslæknis Magnúsar Jóhannsonar hafði í móðurlífinu. Jafn- framt sendi eg svohljóðandi ábyrgðar- bréf: »Hreppsnefndin í Lýtingsstaðahreppi lýsir hér með yfir því, að hún með skjali þessu tekur ábyrgð á greiðslu á þeim kostnaði, er leiðir af lækninga- tilraunum herra héraðslæknis Guð- rnundar Hannessonar á Akureyri við sjúklinginn Margréti Magnúsdóttur. Reykjum 1. september 1899. I umboði hreppsnefndar Árni Eiriksson, pt. oddviti.« Með næstu ferð skípsins kemur sjúklingur þessi til baka aftur, án þess nokkur lækningatilraun hafi verið gerð við hana, og sú orðsending með, að hún fái ekki inntöku á spítala Ak- ureyrar, þar eð gjaldkeri þeirrar stofn- unar hafi ekki betri tiltrú til hrepps- nefndar Lýtingsstaðahrepps en svo, að bann taki ekki ábyrgð hennar gilda, vegna þess, að hún áður hafi sýnt tregðu með að borga spítala- kostnað fyrir sjúklinga sína. Neitun þessi virðist allhörð, þegar um ábyrgð heils sveitarfélags er að ræða, þótt einhver tregða hafi átt sér stað í svipuðu tilfelli, en því ósann- gjarnari er hún, þegar svo stendur á sem hér, að eg þori að neita því op- inberlega, að hreppsnefnd Lýtings- staðahrepps hafi haft eyris við- skifti við stofnun þessa um næst- liðin 20 ár, en ólíklegt er, að gjaldkerinn hafi fundið ástæðu til að hegna fyrir eldri afbrot, sem eg veit heldur ' ekki til að hafi átt sér stað. Só nú neitun þessi bygð á þeirri grundvallarreglu gjaldkerans, að bera ekki tiltrú til neins sveitarfélags í sömu tilfellum, þá er það sannarlega alvarlegt, og þess vert, að það sé al- menningi kunnugt; en sé það einung- ís þetta hreppsfélag, sem brestur traust í augum hans, þá er það sjáaulega tilraun til að skerða heiður þess, og þykist eg hafa fulla heimtingu á að fá tækifæri til að hnekkja þeirri hug- mynd um félagsbræður mína, sem mér er því hægra, þar sem hægt er að sanna. að hreppsnefnd Lýtingsstaða- hrepps hefir um undanfarin ár ekki staðið síður í skilum með skyldugjöld sín en önnur hreppsfélög. Af báðum þessum ástæðum leyfi eg mér því, að skora hérmeð á hinn heiðraða gjaldkera Akureyrarspítala, að skýra í almennu biaði frá orsök- um að því, að hann tók ekki áður- nefnt ábyrgðarbréf til greina. Reykjum 27. desbr. 1899. Arni Eiríksson, Hitt og þetta. Dómari (v;ð raargdæmdan þjóf): Segðu nú eins og er, hvort þú ertsekur eða ekki. Þjófv,rinn\ Til hvers er fyrir »nig að segjast vera saklaus; það sagði eg siðast, og þér voruð alveg ófáanlegur til að trúa mér. Roskinn maður ókvæntur mætir kunn- ingja sinum, sem leiðir sér við hönd krakka á þriðja ári, sem hann átti. »Eh hvað þetta er laglegur drengurÞ segir hann. »Það finst mér ekki,« anzar faðir krakkans. »Þetta er ekki föðurlega mælt, eða hvern- ig stendur á að þú segir þetta?« svarar hinn. »Það er telpa en ekki drengur«; seg- ir sá sem krakkann átti. ímyndunarveikin. Læknirinn: »Það er ekki nema eitt meðal við öllum þessum kvillum, sem þér hafið talið upp fyrir mér, frú min góð«. Frúin: Blessaðir segið þér mér það, læknir góður !«. Læknirinn: »Það er : veruleg veikindi!«- Borgin Marsilia (Marseille) á Eakklandi sunnanverðu hélt í haust 2500 ára afraæli sitt með mikilii dýrð og viðhöfn. Hún var reist 600 árum fyrir Krists hurð. Það gerðu grískir landnámsmenn frá Fokæa í Litlu-Asíu. Jafnháaldraða segja menn enga horg hér i álfu ut<>D Italiu og Grikklands. Ka.ðla og færi frá »The North British Ropework Co. Kirkcaldy, geta menn fengið mjög ódýra með því að panta hjá mér. B H. Bjarnasoti Korsörmagarine er það smjörlíki, sem öllum líkar bezt, enginn sem einu sinni hefir reynt það kaupir upp frá því annað sm'örlíki. Salan á Korsörmargarine hefir farið svo stórum vaxandi árlega, að eg nú hefi komist að svo hagfeldum samn- ingi við verksmiðjuna, að eg í ár sé mér fært að selja margarinið, þegar keypt eru 500 pd., eða þaðan af meira, að miklum mun ódýrara en áður, í ár mun því enginn íslenzkur kaup- maður geta selt jafngott og ódyrt smjörlíki og eg. Útgerðarmenn og aðrir sem brúka mikið smjörlíki, ættu að spyrja um verðið á smjörlíki, hjá mér, áður en þeir kaupa það annarsstaðar. B. H Bjarnason. Eskilstúna- ralihnífarnir og skærin ásamt fieiru eru komnir með »Laura« í verzlun B H Bjarnason. Að gefnu tilefni, lýsum vér undirritaðir því liér með yfir, að vér eigum eigi á nokkurn hátt neinn þátt í tilhúningi eða ntkomn greinar þeirrar, er stóð í 76 thi. Isafoldar f. á., með yfirskriftinni »Arnes- sýslu í nóvembermán«. Eyrarbakka, 9. jan. 1900. Oddur Oddsson. Guðm. Guðmundsson. Guðni Jónsson. Proclama. Hér með er skorað á Benjamín Ein- arsson, ættaðan úr Holtahreppi í Rangárvallasýslu, að gefa sig fram fyr- ir undirrituðum, innan 6 mánaða frá birtingu þessarar auglýsingar, og sanna erfðarétt sinn í dánarbúi síra Jóns sál, Brynjólfssonar, síðast prests að Kálf- holti innau sömu sýslu. Fyrir hönd erfingjanna Ási í Rangárvallasýslu 14. jan. 1900. Páll Stefánsson. I. Paul Llebes Sagradavín og Maltextrakt meö kínín og járni hefi eg nú liaft tækifævi til að reyna með ágætum árangri. Lyf þessi eru engin leyndarlyf (arcana), þurfa þau þvi ekki að hrúkast í blindni, þar .sem samsetning þess- ara lyfja er ákveðin og vitanleg. Sagrada- vínið hefir reynst mér ágætlega við ýms- um magasjúkdómum og taugaveiklun, og er það hið eina hægðalyf, sem eg þekki, er verkar án allra óþæginda, og er líka eitt- hvað hið óskaðlegasta lyf. Maltextraktin með kina og járni er hið hezta styrkingarlyf, eins og efnin benda k, hið bezta lyf gegn hvers konar veiklun, sem er, sérstaklega taugaveiklun, þreytu og lúa, afleiðingum af taugaveiki, þróttleysi mag- ans o. s. frv. — Lyf þessi hefi eg ráðlagt mörgum með hezta árangri og sjálfur hefi eg brúkað Sagradavínið til lieilsuhóta, og er mér það ómissandi lyf. Reykjavik 28. nóv. 1899. L. Pálsson. Einkasölu á I. Paul Liebes Sag- radavini og Maltextrakt með kínín Og járni fyrir Island hefir undirskrifaður. Útsölumenn eru vin- samlega beðnir að gefa sig fram. Reykjavík í nóvember 1899. Björn Kristjánsson- Jörðin Nýlenda Í Leiru í Rosm- hvalaneshreppi fæst til ábúðar frá far- dögum næstk. (1900) og til kaups, ef um semur. Semja má við H. J. Bart- els í Reykjavík. Einnig má snúa sér til hr. P. J. Petersen, Keflavík, þessu viðvíkjandi. 3 hns i\l sölu með óvanalega góðum borgunarskil- málum; semja má við Guðmund Þórðarson frá Hálsi. Uppboðsainrlýsing. Samkvæmt ákvörðun skiftaráðand- ans í dánarbúi Odds bónda Oddsson- ar í Mörtungu verður fasteign búsins, hálf örðiu Mörtunga í Hörgslands- hreppi, seld hæstbjóðanda við 3 opin- b.er uppboð, er haldin verða mánu- dagana 19. og 26. febr. og 5. marz þ, á. kl. 11 f. h., tvö hin fyrri upp uppboðin hér á skrifstofunni, en hið þriðja á hmni seldu eign. Söluskilmálar og önnur skjöl, er hina seldu eign snerta, verða til sýn- is á skrifstofu sýsluunar degi fyrir hið fyrsta uppboð. Skrifst. Skaftafellss. 6. jan. 1900. Guðl. Guðmundsson. Uppboðsauglýsing. Samkvæmt þar um gjörðri kröfu, og að undangenginni fjárnámsgjörð, verð- ur húseign Runólfs Jónssonar tómt- húsmanns á Oddeyri seld við 3 opin- ber uppboð, sem haldin verða laugar- dagana 7., 21. apríl og 5. maí 1900. Öll uppboðin byrja á hádegi, ogverða tvö hin fyrstu haldin á skrifstofunni, en hið þriðja í húseigninni sjálfri. Uppboðsskilmálar og aðrar upplýs- ingar viðvíkjandi húseigninni verða til sýnis á skrifstofunni 2 dögum á und- an hinu fyrsta uppboði og við upp- boðin sjálf. Bæjarfógetinn á Akureyri 9. desbr. ’99. Kl. Jónsson. Proclama. Með því að verzlunarfélagið B.Thor- steinsson & Co. á Bakkaeyri í Borg» arfirði hefir framselt bú sitt tii gjald- þrotaskifta, er hér með samkvæmt lög- um 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4. janúar 1861 skorað á alla þá, er til skuldar telja hjá því eða Bjarnakaup- manni jporsteinssyni, að lýsa kröfum sínum og færa sönnur á þær fyrir skiftaráðandanum hér í sýslu áður en liðnir eru 12 mánuðir frá síðustu birt- ingu þessarar innköllucar. Skrifst. Norður-Múlasýslu, Seyðisfirði 16. nóvember 1899 Jóh. Jóliannessoii. Proclama, Hór með er samkvæmt lögum 12. apríl og opnu bréfi 4. jan. 1861 skor- að á alla þá, sem til skulda eiga að telja í dánarbúi |>orvalds jporvalds- sonar á Brattavöllum, sem druknaði 3. nóvbr. f. á., að koma fram með skuldakröfur sínar og sanna þær fyr- ir undirskrifuðum skiftaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessar- ar innköllunar. Skiftaráðandinn í Eyjafjarðarsýslu 29. desbr. 1899. KI. Jónsson. Proclama. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu bréfi 4.jan. 1861 er hér með skorað á alla þá, sem til skulda eiga að telja í dánarbúi Magnúsar Bergmanns Jóns- sonar, sem andaðist hér í bænum í haust, að koma fram með skuldak'öf- ur 3Ínar og sanna þær fyrir undirskrif- uðum skiftaráðanda innan 6 mánaða frá síðustu birtingu þessarar innköll- unar. Skiftaráðandinn á Akureyri 29. des. ’99. Kl. Jónssou.

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.