Ísafold - 24.02.1900, Page 1

Ísafold - 24.02.1900, Page 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l’/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXYII. árg. Reykjavík, langarda^inn 24. febr. 1900. 10. blað. I. O. O. F. 81328'/» II Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið bvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu iengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. ki. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. bvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti 16 1- og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. .xtx xix_ .A+A, xlx. xtx.,xtA. ,xfX, xtX. >, xfX. 'jrjv’ 'xiv' ‘ xix ' * jrfv ’ Ir J v ’xiv' 'xix" " 7Jv ’ jvjv' Illur leikur og broslegur. Engum ætti að þurfa að blandast hugur um, á hvaða ferðalagi aftur- haldsmennimir eru. J>eir eru á flótta — á harðastökki undan merkjum framfaramála vorra. Hvernig hafa þeir ekki flæmst und- an merkjum stjórnarbótarinnar! Eftir að þeir hafa hátt á annan áratug krafist stjórnarbótar, er oss loks boðin hún. Vitanlega er hún ekki á allan hátt eins og þeir höfðu heimtað. En enginn skynsamur mað- ur um þvert og endilangt landið hafði nokkuru sinni gert sér i hugarland, að í einu fengist öll sú stjórnarbót, sem um var beðið — að stjórn vorri yrði á einu vetfangi breytt úr svo að kalla al-útlendri stjórn í gersamlega al-innlenda stjórn. Vitanlega er al- innlend stjórn markmiðið, sem ávalt hefir verið kept að. En fæstir munu hafa verið svo skyni skropnir, að þeim hafi blandast hugur um, að því mark- miði yrðum vér að ná smátt og smátt, stig af stigi. Stjórnarbótin, sem oss hefir verið boðin, bætir ekki að eins úr tilfinnan- legustu göllunum á stjórnarfari voru. Hún girðir ekki að eins fyrir sam- vinnuleysi það milli þings og stjórn- ar, sem hefir leikið oss svo hart. Hún leggur ekki að eins þungamiðju valdsins í þingsins hendur, í stað þess sem hún hefir jafnan verið úti í Kaupmannahöfn. Hún er líka eini hugsanlegi vegurinn til þess að vér getum fengið framgengt allri þeirri stjórnarbót, sem fyrir þjóðinni hefir Vakað; því að hún veitir oss sjálf- Bagðan talsmann í stjórnarráði Dana, to-r gem vár i2Qfum engau talsmann Att °g getum engan talsmann fengið oðrum kosti. •Tafnekjótt sem, þetta afar-mikils- verða tilþ0ð er fengið, svíkjast aftur- hal smennirnir undan merkjum stjórn- arbótarinnar, taka á rás burt frá öll- um stjornarbótar-hugsjónum, reyna að telja Þjóðinni trú um> að leitun sé á betra stjórnarástandi en vér höfum, leitast við að svifta þá menn ærunni, sem ekki fást til að gtökkva undan merkjunum með þeim. Lítum á bankamálið. Næst stjórnaróstandinu er það pen- ingaleysið, sem sjálfsagt þjakar þjóð- ina einna mest. Fyrir peningaleysi getur hun ekki gert verzlun sína inn- lenda. Fyrir peningaleysi getur hún ekki ræktað jarðir sínar. Fyrir pen- ingaleysi getur hún ekki rakað upp úr hafinu ógrynnum fjár, sem þar bíða mannanna — verður að mjög miklu leyti að láta sér nægja að horfa á aðrar þjóðir gera það. Fyrir peninga- leysi verðum vér að senda vörur vorar óunnar út úr landinu. Fyrir peninga- leysi verðum vér að láta aðrar þjóðir færa oss hvert kornhár og hvert kaffipund og sækja til vor hvern fisk og hvern ullarlagð, í stað þess að sækja og flytja vörurnar sjálfir. Fyr- ir peningaleysi verðum vér að neita sjálfum oss um að leggja út í aragrúa af fyrirtækjum, sem með öðrum þjóð- um er sjálfsagður vegur til velgengni og lífsþæginda. Fyrir peningaleysi er þjóð vor í sífeldri kreppu og getur aldrei áttað sig á því til fulls, hvort hennar eigin ættjörð þoli nokkura verulega menningu, sé með öðrum orðum byggilegt- land eða ekki. Peningarnir, afl þeirra hluta, sem gera skal, eru á boðstólum. Hvað gera afturhaldsmennirnir? Hvað ætli þeir geri annað en svíkj- ast undan merkjum, flýja, taka á rás tafarlaust, telja þjóðinni trú um, að hún megi ómögulega fá peninga, vara hana við samkepni í verzluninni, sví- virða þá menn, sem hafa þá trú á þjóð- inni og landinu, að hvorttveggja þoli öfluga peningastofnun alveg eins og aðrar þjóðir og önnur lönd! Gætum að ritsímamálinu. Enginn hlutur, að peningum undan- skildum, mundi draga oss jafnbeint inn í framfarastraum mentaþjóð- anna eins og ritsími. Enginn hlutur, að undanskildum greiðum peningalánum, mundi girða jafn- áþreifanlega fynr alla verzlunarkúg- un. Enginn hlutur mundi auka jafn- mikið þekkinguna á landi voru og þjóð í hinum mentaða heimi, stein- drepa þá hugmynd um oss, að vér séum hálfgerðir eða algerðir skræl- ingjar, sfgaddaðir, einhversstaðar norður undir heimsskauti! Enginn hlutur mundi glæða pifnmikið með- vitund sjálfra vor um það, að vér erum ekki að eins íslendingar, heldur og borgarar í alheiminum, sem eigum að miða menningu vora og menning- arþrá við það, sem á sér stað í öðr- um Iöndum. Um langan aldur hefir ritsíminn staðið fyrir hugskotssjónum þjóðar vorrar sem draumur milli svefns og vöku, fagur menningardraumur — en ekki annað en draumur, sem lítil lík- indi væru til, að henni auðnaðist að líta alvakandi augum. Svo á hún samt sem áður einn góðan veðurdag þeirri gleði að fagna, að draumurinn virðist eiga skamt til þess, að verða að áþreifanlegum veru- leik. Hvað gera afturhaldsmennirnir þá? Svíkjast undan merkjum auðvitað, flýja, fiýja sem harðast, reyna að telja þjóðinni trú um, að viðleitnin við að útvega henni ritsíma sé ekkert annað en sumpart fantabragð, sum- part aulaskapur — sams konar fanta- bragð og sams konar aulaskapur, svo sem að sjálfsögðu, sem þeir eru nú stöðugt sakaðir um í öllum efnum í »|>jóðólfi«, er leggja vilja af heilum hug alt kapp á að koma þessari þjóð úr kreppunni! •Tá þeir flýja, flýja alt hvað af tek- ur, berja hælunum upp í þjóhnapp- ana, eins og skáldið komst að orði, snúa 8ér að eins við á flóttanum til þess, að dæmi annara liðhlaupa, að kasta svívirðingarorðum á þá menn, er standa kyrrir undir framfaramerkj- um fósturjarðar sinnar og hyggjast að bera þau áfram til sigurs, en ekki aftur á bak til ósigurs og háðungar. Verulega brosleg hlið er ekki á því atferli, sem enn hefir lýst verið. Vitanlega getur flóttinn farið mönnum misjafnlega liðlega, sumum durgslegar en öðrum. En yfirleitt vekur ekki sá aðgangur annað en gremju og fyr- irlitning. petta er eingöngu illur leikur. En sagan af afturhaldsmönnunum er ekki heldur nema hálfsögð. Bros- Iegu, fáránlegu hliðarinnar er enn ó- getið. Og hún er sú, að liðhlauparnir þykjast einir vera hollir og trúir ætt- jörð sinni. Á sjálfum flóttanum und- an öllum hennar framfaramerkjum þykjast þeir einir standa á verði fyrir frelsi hennar og framförum, þeir einir vera fullhugarnir, sem sækja áfram. Á þessum flótta gefa þeir sér naum- ast ráðrúm til neins annars en öskra yið og við til sæmilegra manna og góðra drengja, sem ekki vilja svíkjast undan merkjum ættjarðar sinnar, að þeir séu að renna, þeir séu liðhlaupar, þeir 8éu landráðamenn! Svo — áfram, áfram — flýja, flýja — flýja sem lengst burt frá öllu því, er þessari þjóð getur að haldi kom- ið — hælana upp! Nú geta menn borið um, hvort leikurinn er ekki broslegur, jafnframt því sem hann ei illur. Vonandi er engin hætta á, að þjóð- in trúi liðhlaupunum, mönnunum, sem eru að gorta af því á flóttanum, að þeir standi fastir fyrir, mönnunum, sem einir þykjast vera henni hollir og trúir, einmitt þegar þeir eru ber- sýnilega að bregðast henni. Gætu þeir bætt því ofan á annað, að fleka þjóðina, villa svo sjónir fyr- ir henni, að hún færi að láta hafa sig til þess að trúa því, að flótti þeirra sé framsókn, þá færi gamanið sannar- lega að grána. Þilskipaábyrgðar-félagið við Faxaflóa. Aðalfundur þess var haldinn hér í bænum 15. og 19. þ. mán. Formaður, bankastjóri Tr. Gunnars- son, lagði fram endurskoðaða reikninga félagsin8. Eftir þeim var fastasjóður félagsins 6613 kr. og séreign félags- mánna 15,906 kr. samtals 22,519 kr. Árstekjur voru: 1. í fastasjóð: a. inngöngueyrir . . . 539 kr. b. iðgjöld um sumarið . 1758 — c. iðgjald í vetrarlægi . 1191 — 2. í séreign.................. 4253 — Samtals 7,741 kr. í ábyrgð félagsins voru 37 skip, þar af: í 1. fl. 18 skip virt 190,725 kr. vátr. 117,885 kr. 12. fl. 19skip virt 153,522 kr. vátr. 94,815 — Samtals 212,700 kr. Félagið er að eins 5 ára garnalt og hefir borgað eitt skip (»Komet«), sem var í ábyrgð, en hvarf árið 1898, með 4350 kr., og á þó í sjóði nú meira en 22,000 kr. Viðgangur félagsins er all-álitlegur, auk þess sem það hefir mjög bætt útgerð alla á skipunum, frá því sem viðgekst áður alment. Fyrir það varð og notað landssjóðslán- ið til skipakaupa, sjávarútvegnum til eflingar. Ábyrgðargjald skipanna er mjög lágt. Fyrir 1. flokks skip 2í 5£ mánuð (frá 14. marz til 31. ág.), en i°/o bætist við fyrir hvern £ mánuð, sem skipin eru að fiskiveiðum fyrir 14. marz og eftir 30. ágúst. Á skip- um 1 2. flokki er ábyrgðargjaldið |'/» hærra um 5J mánuð. Ábyrgðargjald skipanna í vetrarlægi um 6 mán. er l/° af ábyrgðarfúlgunni. Nokkurar smá-lagabreytingar voru gerðar, og samþyktir 2 úrskurðir, sem stjórnir hafði gert milli funda. Einnig fól fundurinn stjórn félags- ins að hlutast til um, að ekki yrðu vanskil á ábyrgðargjaldi fyrir þau skip, sem eru að veði fyrir landssjóðslán- um, og lagði háar sektir við, ef út af er brugðið. Skipstjón Jón Jónsson í Melshúsi var endurkosinn í stjórnina. Sömu- leiðis voru endurkosnir þrír matsmenn félagsskipanna: kaupm. Helgi Helga- son, kaupm. Ágúst Flygenring og skipstj. þorsteinn þorsteinsson. Engin viðlagasjóðslán. Aftan við fjárlögin frá í haust eru þrenns konar lánveitingarbeimildir úr viðlagasjóði,fyrir samt. alt að 80,000 kr., með því skilyrði,»að fé sé fyrir hendi f viðlagasjóði, er án megi vera«. Fyrst og fremst voru ætlaðar 30,000 kr. til þilskipakaupa til 8 ára með 3°/° leigu og afborgunarlaust fyrstu 3 árin. þar næst aðrar 30,000 kr. í jarða- bótalán til sveitarfélaga til 20 ára gegn 3°/° og afborgunarlaust fyrstu 5 ár- in. Loks 20,000 kr. til að koma upp mjólkurbúum, til 21 árs, gegn 3°/° og afborgunarlaust fyrsta árið. Margur hefir sjálfsagt hugsað gott til þessara lánveitinga og bundið við þær töluverðar vonir um framfarir í þessum atvinnuvegum. En nú er þeim vonum brugðið að svo stöddu.

x

Ísafold

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.