Ísafold - 07.04.1900, Síða 1

Ísafold - 07.04.1900, Síða 1
Kemar út ýmist einn sinni eða tvisv. i viku. Verð á rg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */« dol 1korgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árg. Reykjavík laugardaginn 7. apríl 1900. 19. blað. cr Næsta blað mið- vikudaginn fyrir skírdag 11. þ. m.________________________ Forngripasafnið (nú í Landsbankanum, opið mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Okeypis augnlækning a spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16 1. og 3. máúud. hvers mán. kl. 11—1. Xtx,xyx xtx xt>.>tA xtx. xfx..xf>.xfx. Skrifstofuvaldið og erindrekar þess. Hverjir eru það, sem í raun og veru hafa yfirstjórn þjóðmála vorra með höndum? f>eir eru sjálfsagt til, sem ímynda sér, að það sé íslandsráðgjafinn. En það er einber misskilningur. Islands- ráðgjafinn stjórnar ekki málum vorum nema í orði kveðnu. Hann hefir alt annað að gera en að fást við þau. Oðrum mönnum er ætlað, eins og ná hagar til, að gera sér grein fyrir mál- um vorum og eftir þeirra tillögum fer ráðgjafinn. f>að mun sönnu næst, að stjórnarskrármálið eitt, eða hér um bil eitt, njóti þeirrar virðingar, að hann leggi sjálfur að því hug og hönd, eink- um síðan hann fekst til viðtals um það af vorri hálfu. f>es3ir menn, sem með tillögum sín- um ráða því, hvernig ráðgjafinn tek- ur í mál vor, eru undirmenn hans í ísleniiku stjórnardeildinni. f>eir eru mennirnir, sera stjórna oss — ef stjórn skal kalla! f>eir eru mennirnir, sem veiia embættin. f>eir eru mennirnir, sem hefta löggjöfina, þegar þeim ræð- ur svo við að hafa. Og, svo sem kunn- ugt er, er stjórn íslandsmála í Kaup- mannahöfn mestmegnis í þessutvennu fólgin. Menn eru ekki allsjaldan að fárast út af því, hve litla ábyrgð landshöfð- inginn hafi á gjörðum sínum. Marg- falda ábyrgð hefir hann þó á við þessa embættismenn í íslenzku stjórnardeild- inni í Kaupmannahöfn. f>ví að sjaldn ast liggur það í láginni, sem hann gerir. Venjulega á þjóðin kost á að finna að því, ef það er ámælisvert. En þessir menn, sem í raun og veru hafa ráðgjafavaldið með höndum, þess- ir menn, sem geta virt vilja þingsins og tillögur landshöfðingja að vettugi, þeir þurfa aldrei að gjöra þjóðinni grein’ fyrir sínum gjörðum. Varlega er þessum mönnum láandi, þó að þeir hafi freisting til að vilja halda við stjórnarástandinu eins og það er nú. í raun og veru eru þeir einu mennirnir, sem vel skiljanlegt er að kunni vel við það. f>eir fá fyrir yfirmann hvern ráðgjafann á fætur öðrum, sem ekkert skyn ber á íslenzk mál, eftir engu hefir að fara öðru en þeirra tillögum. Og þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á neinu. Hver getur láð þeim að þeir kunni vel við sig? Staðan breyttistsannarlegaekkitil hins betra fyrir þá, ef þeir ættu alt í einuað fara að fá íslenzkan mann fyrir ráð- gjafa, mann, sem væri nákunnugur Islandsmálum, mann, sem teldi það sitt verk, að komast að samningum við alþingi og koma því í framkvæmd, er það hefði orðið ásátt um við hann. Skrifstofuvaldið er ævinlega íhalds- samt; það er þess eðli. En þegar eins er ástatt og hér, væri það meira en mannlegum kostum prýtt, ef því væri breytingar sérlega hugleiknar. f>að er svo sem skiljanlegt, að menn- irnir vinni að því eftir mætti, að láta ekki kippa fótum undan þessu ein- kennilega notalega valdi, sem þeir hafa við að styðjast. Og það er því skiljanlegra, sera þeim finst vafalaust, að þeir hafi hið mesta nauðsynjaverk með höndum. f>eir finna sjálfsagt manna mest til yfirsjóna alþingis, af því að þeir þurfa manna mest um þær að fjalla. fæirra aðalverk er að leita uppi yfirsjónir al- þingis, smíðalýtin á verkum þess. Við hinu er naumast að búast, að þeir setji sér það mjög skýrt fynr sjón- ir, að yfirsjónir alþingis og lagasmíða- lýtin hjá því eru að mestu leyti því að kenna, að það á éngan kost á sam- vínnu við landsstjórnina, við æðsta stjórnarliðinn, sem fullnaðarúrslitunum ræður og ábyrgðina ber í orði kveðnu. f>etta er alt saman eðlilegt og auð- skilið. Hitt er óneitanlega nokkuru óeðli- legra og torskildara, ef íslenzka þjóð- in lítur á málið eins og skrifstofu- valdið — ef hún sér sér hag í að hafa þennan fleyg úti í Kaupmann- höfn milli alþingis og ráðgjafans — ef henni þykir vænlegra að láta ráS- gjafann ekki verða fyrir neinum á- hrifum í íslenzkum málum nema frá þessum ábyrgðarlausu embættismönn- um, en að láta hann verða fyrir á- hrifum af sínu eigin löggjafarþingi. Fyr mætti nú líka vera blindni og flekun — að þessum skrifstofumönn- um allsendis ólöstuðum! En takist skrifstofuvaldinu þetta, þá er enginn vafi á, hvernig það at- vikast. f>að gerir að öðru leytinu bandalag við kaupfélagahöfðingjann, sem, eins og öllum er kunnugt, á nú orðið drjúg ítök í sannfæring allmargra manna og sjálfstæði hér á landí, bæði utan þings og innan. Og að hinu leytinu tekur það höndum saman við alla þá undir- menn sína, sýslumennina hér á landi, sem ekki reynast of stirðir í snúning- um. Engum ætti að koma á óvart, þótt almargir þeirra hafi reynst leiði- tamir. f>að er svo sem ekki nema mannlegt, þótt ekki sé það fyrirtaks karlmannlegt, né þjóðræknislegt, að þeir hafa nú tilhneiging til að þóknast æðsta valdinu, sem yfir oss drotnar, íslendingum. Enda hefir sannarlega komið fram í þeirra hóp ósleitilegur áhugi á að bægja þjóðinni frá þeirri einu stjórnarbót, sem henni er nú unt að fá. f>ví miður mundi verða nokk- uð örðugt að benda á nokkurt tíma- bil í sögu þjóðar vorrar, er jafn-marg- ir sýslumenn hefðu lagt sérstaka stund á að vinna velferðarmálum vorum gagn, eins og þeir sýslumenniruireru nú, sem láta sér um það hugað að reka erindi skrifstofuvaldsins f Kaupmanna- höfn. f>essi tvö öfl í landinu — kaupfé- lagavaldið og sýslumannavaldið, að svo miklu leyti, sem það hefir fáanlegt verið — hafa tekið höndum saman í þjónustu skrifstofuvaldsins í Kaup- mannahöfn, gangast nú fyrir því, á- samt þeim mönnum og málgögnum er aftan í þeim hanga, aó girða fyrir stjórnarbót Islendjnga, ginna þjóðina út í þá heinusku, að hafna þeim yétt- arbótum, sem henni standa til boða. f>essi samvínna hefir, eins og við mátti búast, gengið mikið vel á fund- inum, sem haldinn var á Húsavík í síðasta mánuði. Sýslumaðurinn og einn helzti kaupfélagsstjórinn beittu sér ósleítilega gegn stjórnarbótinni. A undan þeim aðalfundi voru haldn- ir nokkurir smáfundir til ráðagerða, eftir því sem skrifað er að norðan. Og á því hefir eðlilega verið öll þörf. f>ví að hér var um margt að velja og því úr vöndu að ráða. Markmiðið er vitanlega ekki nema eitt: að koma stjórnarbótinni fyrir kattarnef. En samheldnin, eindrægnin um það, hver ráð ætti að hafa til þess — hvað hent- ugast mundi vera að telja þjóðinni trú um — hefir ekki verið sem bezt meðal erindreka skrifstofuvaldsins. Sumir hafa verið að þreifa fyrir sér, hvort þjóðin mundi nú ekki, eftir alla stjórnarskrárbaráttuna, vera fáanleg til að fallast á, að leitun sé á betra stjórn arástandi en því, er vér nú höfum. Aðrir hafa stungið því að henni, að nú ríði á a ð b í ð a. Stundum hafa menn verið hvattir til að þiggja stjórnartilboðið, en ekki samt með nokkuru lifandi móti öðru en því, að reka inn í það ríkis- ráðsfleyginn, svo það yröi ó- fáanlegt. Og enn hefir mönnum með köflum verið sýnt fram á það með mikilli kostgæfni, að ekki þurfi neitt annað til þess að lækna mein þjóðarinnar enað auka landshöfðingja- v a 1 d i ð. Ekkert af þessum ráðum hefir þeim þótt fýsilegt, fúngeyingunum. Og það láum vér þeim ekki. f>að var frá upphafi vega sinna óárennilegt verk, að koma Islendingum í skiln- ing um »leitun á betra stjórnar- ástandi«; og það var með öllu ókleift, eftir að landshöfðingi sjálfur var bú- inn að lýsa yfir því á alþingi, að sér væri sjálfum kunnugast um, hvað stjórnarástandið væri ilt. Ekki hefir þeim, leiðtogunum nyrðra, þótt vænlegra, að reyna að fá menn til »að bíða«, hafa að líkindum óttast, að forvitnum mönnum yrði gjarnt til að spyrja, eftir hverju þeir ættu að bíða, og fundið það á sér, að þeim mundi verða ógreitt um svörin. »Ríkisráðsfleygurinn« hefir ekki vak- ið hjá þeim glæsilegri vonir, þeim legið í augum uppi, að enginn heil- vita maður, sem á annað borð væri ant um að fá stjórnarbót, yrði fáan- legur til að láta hana stranda á öðru eins og því, hvort ráðgjafi vor flytur íslandsmál fyrir konungi að engum öðrum viðstöddum eða í viðurvist nokkurra manna, sem ekkert botna í þeim málum, ekkert hirða um þau og ekkert skifta sér af þeim. Og aldrei hefir loks nokkur íslenzk- ur draugur verið greinilegar niður kveðinn en »landshöfðingjavalds-aukn- ingin«. Sú afturganga ónáðar íslend- inga fráleitt framan. Hér var því óneitanlega úr vöudu að ráða fyrir skrifstofuvalds-erindrek- ana í f>ingeyarsýslu. Engin líkindi til að þjóðin glæptist á neinum af þessum ráðum. Og svo kusuþeir benedizkuna, vekja hana nú upp aftur úr sinni djúpu gröf — skora á þjóðina að kjósa þá þingmenn, er krefjist þess, »að hin æðsta stjórn sérmála íslands sé búsett í landinu sjálfu* — það er með öðrum orðum landsstjórinn ábyrgð- arlausi, með öllu því stjórnarbákni og allri þeirri kostnaðarbyrði, sem hon- um er samfara. Óyndisúrræði hefir þeim hlotið að þykja þetta, engin furða, þó að ráða- gerðirnar yrðu »langar og ítarlegar,« eins og skrifað er að norðan. f>ví að kunnugt hefir þeim verið um það, ekki síður en öðrum mönn- um hér á landi, hve fíknir íslending- ar muni vera í það um þessar mund- ir, að auka landsstjórnarkostuað sinn um svo sem 40 þúsund krónur á ári hverju, og leggja auk þess fram svo sem 80 þúsund króna fúlgu f eitt skifti, sem allir vita, að væri óhjá- kvæmileg afleiðing þeirrar stjórnar- breytingar, sem þeir eru að fara fram á — í stað þess, að stjórnarbót sú, er nú stendur til boða, kostar ekki landið einn eyri. En eitthvað varð til bragðsað taka — óráð að sitja auðum höndum með- an stjórnarbótarvonirnar eru að búa um sig í hugum þjóðarinnar. Og auðvitað hafa þeir séð þetta, að hér var ekki hundrað í hættunni. »Benedizkan» var og er og verður ó- fáanleg, svo að aldrei stafar neinn kostnaður af henni. Og auk þess hugsanlegt, að fá einhverja drengi á

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.