Ísafold


Ísafold - 07.04.1900, Qupperneq 3

Ísafold - 07.04.1900, Qupperneq 3
75 Búar og stórveldin. Ekkert stórveldanna áræðir að fara á fjörurnar við Breta um að vægja Búum — gera frið við þá með þolan- legum kjörum og láta ríkin bæði, Transvaal og Oraníu. halda sjálfsfor- ræði. þeir hafa yglt sig við því svo grimmilega fyrir fram, óðara en heyrð- ist á því ymprað. Frakkar hafa all- an hugann við sýningu sína hina miklu, er nú fer í hönd í Pan's: vilja fyrir hvern mun varast að spilla fyrir henni. Vilhjáltnur keisari þarf og að varast að styggja Snglendinga, vegna úlfa- kreppunnar, sem hann er í, milli Bússa og Frakka. Italir og Austur- ríkismenn eru ekki rnikils megnugir, enda rígbundnir á bandalags-klafa við þýzkaland. Langhelzt munu bæði Búar og aðr- ir hafa treyst Bússakeisara til ein- urðar við Breta. Hanu hefir bæði krafta í köglum til að bjóða þeim byrg- inn, og auk þess virðir margur svo, sem hann sé maður aðminni, ef hann situr hjá og horfir á, að einn göfug- ugasti bróðirinn á friðarþinginu hans í fyrra sumar lætur það vera sitt fyrsta verk að þinginu afstöðnu, að varpa sér eins og úlfur í lambahóp vfir sak- lausa smáþjóð, hundrað sinnum minni máttar, af eintómri ásælni, drambi og drotnunargirni. Með því lagi verður alt friðarhjaiið og bróðernisblaðrið að hlægíl gasta hégómamáli. þetta þyk- ir svo óskiljanlegt, sem von er, að nú er því fieygt, að Bretar hafi látið hann, Bússakeisara, heita sér því, er þeir hófu hernaðinn á hendur Búum, að gera þeirn ekkert til meins á meðan; hafa tjáð honum, að hér væri ekki uema um lítils háttar uppreisn(!) að tefla, er bæld mundi á skömmu bragði. Búar hafa ekki einungis leitað ásjár stórveldanna um milligöngu, beldur einnig farið líku á fiot bæði við feðra- þjóð sína, Hollendinga, og þjóðveldið Sviss. Svarið frá þeim, þessum smá- ríkjum, var, sem líklegt er, að þau treystust ekki til að hlutast til um það mál, úr því Bretar tækju slíkt svo ó- mjúkt upp fyrir fram; en tjáðu sig bera þá mnilega fyrir brjósti, eigi að síður, Búana. Stórveldin svöruðu með hínum og þessum fyrirslætti. Banda- ríkin í Norður-Ameríku hafði Krtig- er forseti vakið einna fyrst máls við um þetta, og stjórnin þar leitað laus- lega hófanna við Salisbury lávarð, en hann veitt þegar allstygg svör. Lagið, sem þeir hafa, Bretar, er, að reyna að halda öllum hræddum, svo að þeir hiki sér við að skerast í leik- inn. það er herskipaflotinn, sem þeir bjóða með byrginn öllum þjóðuro; eng- in ein þeirra stendur þeim þar hálfan snúning. Hann lykur um hólmaun þeirra eins og Fenrisúlfur eða \afur- logi, er engm þorir yfir að ráðast. »Hefðum vór einhvern tíma þótt. ekki væri nema rúmlega einnar nætur tóm til að skjótast norður yfir sundið, Ermarsund, með 80,000 landhermanna, væri oss í lófa lagið að hertaka Lund- únaborg cg leggja undir oss alt landið á fárra daga fresti«. þetta er haft eftir frönskum herfræðakennara ný- ^ega í fyrirlestri. þeir tala um slíkt alveg upphátt. Hvorirtveggju vita, að þetta tóm fá þeir aldrei. Drekarnir eru sí og æ á varðbergi í sundinu. Hirt er satt, að landher hafa Bretar litinn sem engan heima fyrir, og hlyti því að verða lítið um vörn þar fvrir útlendum her, sem einu sinni væri kominn þir á land. Englendingar tala og sjálfir um þetta og kalla það í lófa lagið, þeir sem ekki ríða skýum í stjórnlau8um vígamóð út af áföllum þeim, er Búar hafa veitt þeim, en í þeirri gandreiðardáleiðslu er nálega öll þjóðin, vilt og blekt frá upphafi af samvizkulausum leiðtogum, er í því skyni lngu hana fulla af sögum um ó- jöfnuð og gjörræði af Búa hálfu við brezkan lýð í þeirra löndum og meira að segja um svikræði og hern- aðarhug á hendur þegnum Breta í Suðurafríku yfirleitt, — að þeir, Bú- ar, ætluðu að leggja undir sig öll lönd Bretadrotningar suður þar og stökkva öllum enskum lýð úr landi. Botnverpiugamál. Níu eða tíu vitni yfirheyrði sýslu- maður suður í Grindavík mánudaginn var um fiskidrátt botnverpingsins »Faraday« þar í landhelgi, er öllum bar saman um að hefði verið þar með vörpu sína að veiði frá því á mánu- dag 26. til miðvikudags 28. f. m., er Heimdallur hremdi haun, kringum duflið, sem herskipið tók og mældi hvað langt var frá landi, en það var langsamlega fyrir innan landhelgis- mark. Skipstjóri þrætti statt og stöð- ugt, og laug því til meðal annars, að hann hefði fært duflið; það hefði ver- ið á alt öðrum stað, sem sé utan landhelgi, meðan hann var að veiða. En vitnunum bár öllum saman um, að hann hefði aldrei hreyft það. Voru það menu, er verið höfðu á sjó þessa dagana rétt í kringum botnverpinginn. f>eir sóru allir framburð sinn. Sýslumaður kom heim aftur á þriðju- dagskveldið, og á miðvikudaginn 4. þ. m. hélt bæarfógeti rétt yfir skipstjóra, sem sat enn við sinn keip þrátt fyr- ir öll vitnin. Kvað bæarfógeti sam- stundis upp dóm yfir honum: 100 pd. • sekt (1800 kr.), auk málskostnaðar, og alt upptækt, afli og veiðarfæri — 2 botnvörpur. Amtmaður undi við dóm inn fyrir sitt leyti. Aflinn var seldur á uppboði í fyrradag, mest koli, en nokk- uð þorskur; botnvörpurnar geymdar til tækifærissölu síðar meir. Loks lét botnverpingur þessi í haf í dag. slypp- ur og við lítinn orðstír. En eftir situr með sárt enni og í gæzluvarðhaldi hinn íslenzki háseti hans, Akurnesingurinn, sem getið var utn daginn, og nú mun mega telja sannan að sök um meinsæri, eftir vitnaframburðinn í Grindavík. Hann hefir tekið stýrimannspróf hór fyrir nokkurum árum og verið síðan fyrir fiskiskútum hér 2 ár, áður en hann fór í þjónustu þessa botnverp- ings. Hann bauðst til þegar eftir fyrstu prófin, þessi botnvörpuskipstjóri, að greiða sömu seitina, 100 pd. sterl., og láta gera upptækan fyrir sér afla og veiðarfæri, en án þess að játa á sig brotið nema að því leyti, að hann hefði að eins verið staddur í land- helgi. En því neitti dómarinn, með því að þá mátti ganga að því nsu, að sökudólgurinn mundi bera söguna þannig, er heim kæmi til Englands, að hann neíði verið kúgaður til þess- ara útláta saklaus og sannanalaust, og svo yrði farið óðara að rekast í að fá sektinni skilað aftur, ásamt and- virði afla og veiðarfæra, auk skaða- bóta, ef til vill. Er ekkert líklegra en að þetta hrekkjaráð hafi honum kent verið og öðrum botnvörpuskip- stjórum af lögkænum mönnum ensk- um, áður en þeir lögðu á s að hingað. En upp úr því hafði hann 8—9 daga bið hér á höfninni og hver veit hve mikinn aflamissi fyrir hana. Voru fyrst menn af »Heimdalli« látnir vera á verði úti á skipinu, eu síðan, er hann brá sér burt, tveir lögreglu- þjóuar hér úr landi. Sama daginn, sem sökudólgur þessi var dæmdur, kom »Heimdallur« hing- að með annan sekan botnverping, er hann hafði hremt við fiskidrátt í landhelgi þá um miðjan dag, kl. 1, í Hafnasjó, nál. lf mílufjórðung undan landi. Sá heitir »SwaIlo\v«, nr. 1144 frá Giimsby, skipstj. Oswald Blackler. Hann treysti sér ekki til að þræta, og bauð venjulega sekt. 56 pd. eða 1000 kr., og að láta afla 02 veiðarfæri. Urðu það málalyktir. Aflinn var seld- ur í gær á uppboði, en veiðarfærin, 2 botnvörpur, teknar t)l varðveizlu og sölu síðar meir. Bæarstjórnarfundur. Samþykt var til fullnaðar á bæar- stjórnarfundi hér í fyrra kveld 300 kr. fjárveitingin handa nýum (3.) lögreglu- þjóni. Nefnd var kosin til að íhuga og koma með tillögur um reglur fyrir erfðafestuútmælingu: bæarfóg. H. D., Guðm. Björnson, þórh. Bjarnarson. Prófdómandi við stýrimannapróf í vor kosinn af bæarstj. hálfu síra Eir. Briem prestakólakennari, en til vara adjunkt Björn Jensson, — ef hinn yrði forfallaður; hann liggur í fót- broti. Veittar voru til fullnaðar 750 kr. til framhalds Laufásvegi að gróðrar- tilraunastöðinni. Bærinn afsalar sér forkaupsrétti að skák af túni dr. þorv. Thoroddsen, 876 ferh. álnum, er hann selur Jóni Jakobssyni forngripaverði fyrir 2 kr. ferh.alinina. Út af tilkalli frá Seltjarnarneshreppi um ómagaframfæri fyrir Klepp og Laugarnes, samkvæmt þar að lútandi lögum og landsyfirréttardómi út af á- greiningu um það mál, heimtar bæar- stjórnin greinilegri skýrslu frá hrepps- nefndmni, svo að sjá megi, hvort ómag- ar þeir, er hún tilgreinir, eru allir bæn- um viðkomandi eða ekki. Samkvæmt reikningi frá Seltjarnar- neshreppi hafði refaveiðakostnaður þar verið árin 1895—1900 samtals 99 kr. 75 a. þar af greiðir bærinn þriðjung- inn eða 33 kr. 25 a. Prestskosning fór fram að Mosfelli í Grímsnesi laug- ardag 31. f.mán. og varð síra Gtsli Jóns- son í Meðallandsþingum hlutskarpast- ur, — ekki meira en svo litið við síra Kjartani prófasti Helgasyni fyrir hon um, og þá ekki þriðja umsækjandanum, síra Bjarna prófasti á Mýrum Einars- syni. Síra Gísli fekk 39 atkv., en sr. Kjartan prófastur að eins 18. At- kvæðum ekki dreift frekar. Heiðnrsmerki- Ingimundur hreppstjóri Eiríksson í Bofabæ hefir fengið 21. f. mán. kon- ungsleyfi til að bera heiðursmerki hinn- ar prússnesku krúnuorðu, er þýzka- landskeisari hafði veítt honum (fyrir góðan beina við skipshöfn af þýzkum botnverping, er strandaði í Meðalíandi í fyrra). Svíar og íslendmgar- þess er getið í dönskum blöðum 23. f. m., að »verzlunar- og siglingarráðið« í Halm8tad í Svíþjóð hafi sótt um 5000 kr. styrk til stjórnarinnar í Stokkhólmi til gufuskipsferða beina leið milli Halm- stad og Jótlands. Hugmyndin sú, að styrk þennan skuli greiða einhverri danskri gufuskipaútgerð er gufuskipa- ferðir annist milli Kaupmannahafnar og Islands hvort sem er, til þess að það láti skip sín koma við í Halm- stad. þeir hugsa sér auðvitað, Svíar, að reyna að koma með þeim á beinum verzlunarviðskiftum milli Jótlands og Svíþjóðar. það fréttist síðar, hvernig beiðni þessari reiðir af. Halmstad er blómlegur verzlunar- bær, með trjávið og kornvöru helzt, við Jótlandshaf sunnarlega, bér um bil gegnt Anholt; bæarbúar 12—14 þús. þar er höfn góð og krókur ekki mikill að koma þar við, þegar siglt er um Eyrarsund og Jótlandshaf. Gufuskip »Nordlyset«, frá Thor E. Tulinius, 277 smál., kapt. Brock, kom hingað 4. þ. m. frá Khöfn og Skotlandi með ýmsar vörur til H. Th. A. Thomsens-verzlunar o. fl., sem og til Vcstfjarða. Orsök og aficiðing. Af pví að miðvikudags-blaðið af ísafold, 4. þ. m. flutti fregnina um lát Jouberts hershöfðingja, þá lánaðist þjóðólfi að drífa þau tíðindi í lesend- ur sína 2 dögum síðar, nefmlega í gær. En af því að frétfcin um ráðgjafa- skiftin í Danmörku kom ekki hingað fyr en að kvöldi þess dags, er ísafold kom út að morgni, sem sé á mið- vikudaginn, þá veit þjóðólfur ekkert um þau í gær, þótt öllum bænum hér um bil hefði verið þau kunnug þá meir en 3 dægur. Og af því að fréttin uin, að Boberts hershöfðingi í Dýflinni hefði verið sendur suður í Afríku og látinn taka við yfirherstjórn þar, komst í þjóðólf á undan ísafold um áramótin i vetur, með því hann átti að koroa og kom á undan, þá varð hann hjá honum, ekki yfirherstjóri á írlandi, eins og hann var, heldur — hershöfóingi aust- ur í Afghanistan, í Kandahar! (eins og Englendingar ættu Kandahar! — eða þjóðólfur hefir kannske haldið, að Kandahar væri á írlandi!). Hann hafði haft fyrir sér enskt blað, þar sem hershöfðingi þessi var nefndur »Lord Boberts of Kandahar«, — nafn- bót hans vegna sigursins þar fyrir 20 árum. Af því að 8ömuleiðis »þjóð.« kom fyr út en ísafold um daginn, er frétt barst hingað um undanhald Búa aust- ur á við, upp með Modderelfi, þá lét »f>jóð.« þá hafa farið niður með þeirri á, — hélt hún rynni í austur! þessi fáu dæmi, sem gripin eru að handa hófi svona í svip eftir minni, virðast benda greiuilega á, að til þess að þjóðólfur geti flutt lesendum sínum fréttir frá öðrum löudum eða þá farið rétt með þær, þurfi þær að vera komnar út áður í ísafold. þá, sem kunnugir eru andlegum yfir- burðum »f>jóðólfs«-mannsins, eins og þeir birtast í því hinu fræga málgagni hans, mun ekki furða svo mjög á þessu. Og því fer svo fjarri, að Isa- fold telji eftir liðsemd þá, er hún legg- ur nauðstöddum bróður sínum í þess- ari grein, að hvin segir slíka liðveizlu margvelkomna og það í fylsta mæli; mundi og alls ekki hafa minst á það mál einu orði, hvorki um fréttalánið né hinar skoplegu vitleysur í mál- gagninu, þegar það þarf að spila á eigin spýtur, hefði það ekki tekið sig til í gær og — farið að brigsla ísafold um, að hún gæti ekki flutt útlendar fréttir öðruvfsi en að snapa þær úr þjóðólfi!!! Gufuskip Askur, norskt, skipstj. Bandulph, kom hing- að í gær frá Skotlandi með 400 smá- lestir af kolum til B. Guðmundssonar kaupmanns. Landskjálfta varð vart hér í nótt; hristingur um kl. 4, þrír kippir, hinn fyrsti snöggur nokkuð, og 1 kl. 5. Maður druknaði af fiskiskútunni Palmen (skipstj. Hjalti Jónsson, eign þeirra B. Guð- mundssonar og hans félaga) nóttina milli 30. og 31. f. mán. — tók út í Beykjanesröst í landsunnanstórviðri.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.