Ísafold - 16.05.1900, Síða 2

Ísafold - 16.05.1900, Síða 2
114 aem er yfirnáttúrlegs eðlis. Vér för- um og að geta gert oss grein fyrir því, hve lítill árangurinn hlýtur að verða af starfi þeirra manna, sem vilja end- urnýa kristindóminn, en sleppa Krists- trúnni. Trúarbrögð, er hafna öllu því, sem er skynseminni æðra, geta ekki int af hendi hlutverk trúarbragðanna, reynast ekki vera nein trúarbrögð. Trúarbrögðin eru bersýnilega aðal- atriðið f félag8framförunum. |>au bæta því við, er skynsemina vantar. f>ví fer svo fjarri, að nokkur hætta sé á, að þau lfði undir lok, að þau eiga auðsjáanlega fyrir sér að aukast og þroskast eftir því sem mannfélagið þroskast meira. Meðlerð útflutnings-hrossa. Bjöm Bjarnarson nokkur f Gröf, er kvað vera hrossa-geymir kaupfé- laga-höfðingjans mikla, ritar í Fjall- konuna 14. marz þ. á. grein ummeð- ferð á markaðshrossum. Veslings-B.! Hann tók til sín að- finningar þær um meðferð útflutnings- hrossa, sem eg reit fyrir nokkuru í þetta blað. Og svo langar hann auð- sjáanlega til að bera hönd fyrir höf- uð sér, og heldur að það sé nóg til að þvo sig hreinan, að æpa: eg gerðiþað ekki, æ, æ, eg gerði það ekki! Svo æpa oft miður vel uppaldir unglingar, sem verið er að hirta, en vita sig þó seka. Aumingja-hrossahirðirinn mikla mannsins! Hann byrjar þessa neyð- arlegu vörn sina á þeirri kenningu, að orðtækið: »sjaldan lýgur almannaróm- ur« sé alveg vitlaust; orðtakið ætti að vera svona: »oft lýgur almannarómur«; þá væri það langt um réttara. Ja, hver mundi lá honum, þótt hann telji sér ábata, ef almannarómurinn lygi oft? Nei, það skiljum við allir, sem kunnugir erum; en hitt er furða, hve hreinskilinn maðurinn er, að kannast svona við það. Annars datt mér ekki Björn Bjarnarson í Gröf í hug, er eg var að víta meðferðina á þeim hross- um, sem út er skipað. Eg mundi víst ekki eftir því, að hann var kom- inn í þá tign, að vera hrossa-geymslu- þjónn Vídalíns. því næst kemur hann með miklar staðhæfingar um það, að »dýravinur- inn«, sem hann er að svara, hafi ekk- ert vit áþví, sera hann ritar um,— hafi ekkert vit á því, hvað megi telja illa meðferð á skepnum. f>ví næst full- yrðir hann, að hann hafi geymt út- flutnings-hrossin vel, grætt þau, sem meidd voru, og gefið þeim öllum nóg vatn o. s. frv. Með öðrum orðum, hann æpir bara: eg gerði það ekki, æ, æ, eg hefi aldrei farið illa með út- flutnings-hross! Og »eg þykist geta boiið sannleikanum vitni á við hvern annan«, segir B., þegar hann er að bera vitni í sjálfs sín sök. Er þá á- stæða til að rengja þennan sannleiks- vott? Eða hvað!? Eg hefi sagt, að markaðshross komi oft svo sárfætt til sjávar, að þau ætli að hníga niður af sársauka, þegar þau stíga á grjót. þessu neitar sannleiks- postulínn í Gröf, auðvitað! Segir, að það hafi verið gert að skilyrði fyrir hrossakaupum í fjarlægari héruðum, að hrossin væru járnuð. Segir þó, að .*hrÆ á því borið að mun« (að hross væru sárfætt), þá hafi þau hrossverið tekin frá og látin ganga á mýrlendi. Hve lengi? Auðvitað þá fáu daga, í hæsta lagi, sem þau bíða skips. Eg ætla nú að leyfa mér að hafa þá skoð- un, að það hross, sem Grafarbóndinn telur sárfætt að mun, sé í raun og veru svo sárfætt, að það geti ekki f gengið á grjóti, nema með harmkvæl- um. f>egar það hefir gengið nokkura daga á mýrlendi, er það rekið niður í Reykjavík til útflutnings. Ætlast þessi hrossahirðir Vídalíns til, að menn trúi því, að skepnan geti þá þrauta- laust gengið á grjóti? Geri hann til- raun á sjálfum sér: gangi fyrst ber- fættur þangað til hann er orðinn vel sárfættur, standi svo nokkura stund í vatni, og arki síðan á stað upp í Borgarfjörð, ef hann skyldi eigaþang- að erindi,— t. d. með prentaðar áskor- anir til sjálfs sín um að gefa kost á sér til þingmensku, — eða bara niður á sandinn og mölinaí Beykjavík. Mundi honum ekki fara llkt og veraldarvönu hestunum, sem hann er að tala um? Eg ímynda mér, að hann yrði feginn að leggjast niður. En hvað það er einkennilegt, þetta orð, sem bú-maðurinn brúkar: tverald- arvanir« hestar!Orðið þýðir líkl. i munni slíkra manna sem hans: hestar, sem vanir eru alls konar meðferð. Hann einkennir orðið sjálfur, til þess að eng- inn geti efast um, hvað hann á við með því. Eg hefi sagt, að bestunum sé hrundið niður í báta með íhvolfum botni. »Ekkert orð satt«, segir B. vor B. Og svo bætir hann við: »borð- stokkur bátsins liggur í jafnhæð við bryggjubrúnina; tveir menn . . . ýta á hann (a: hestinn) um leið og þriðji maðurinn dregur hann að sér með beizlinu. |>etta gengur liðugt og stimpingalaust«. Með öðrum orðum: tveir menn hrinda hestinum niður í bátinn; það játar maðurinn. En hann segir líka, að þetta gangi liðugt og stimpingalaust. f>að segir hann ósatt. Oft er þetta mjög örðugt, og gengur mjög illa. Sjálfur hefi eg horft á, að fætur hestanna hafa lent milli bryggj- unnar og bátsins, og þrásinnis hefir farið mjög illa um hesta við þetta tos og hrindingar. f>að er alls ekki þeim mönnum að kenna, sem að þessu vinna. f>eir gera það svo vel, sem þeir geta. f>eir, sem eiga sök á þessu, eru eigendur hrossanna, útflytjendurn- ir. En veslings-B. finnur sér nú af eðlilegum ástæðum skylt að afsaka þann trassaskap, að hafa ekki sæmi- legan útbúnað til að flytja hrossin til skips. f>að stafar og ef til vill af fá- vísi hans, að hann veit ekki, að þessu er lafhægt að haga öðru vísi. Eg vil ekki deila um það við bú- fræðing þennan og bústólpa, hver skepnan þoli mestar kvalir, eða stand- ist kvalirnar lengst, t. d. fóðurskort og vatnsleysi: hross, sauðfé eða naut- peningur; hann hefir sjálfsagt þar svo miklu meiri reynslu við að styðjast en eg, að eg þori ekkert að andmaela honum. En hann játar sjálfur, að hann hafi aldrei orðið hrossunum samferða lengra en út á höfnina í Reykjavíb, og veit þvi ekkert um það, hvernig fer um þau milli landa. Hann ætti því ekki að bregða mér um það, að eg viti ekkert um ævi þeirra þar. Eg hefi að vísu aldrei orðið samferða hrossum á Vídalíns-skipum milli landa; en eg hefi séð hesta koma frá skips- fjöl í Skotlandi, og hefi því meiri rétt til að dæma um meðferðina held- ur en B. minn B. ætlar. f>að þarf mikið að ganga að skepnu til að verða svo útlítandi, eins og þær skepn- ur voru. Vörn bÚ8nillingsins er þá lokið, og ekkert orð af viti í henniað finna. Hann hefir ekki áunnið annað með grein sinni í »Fjallkonunni« en það, að hér eftir hafa menn ástæðu til að kenna honum um ýmsar misfellur á meðferð markaðshrossa, sem út eru flutt, en áður var engin ástæða til þess fyrir ókunnuga. Við tölumst, ef til vill, oftar við um meðferð á skepnum, og skal eg einhvern tíma segja honum til nafns míns. Eg dyl það ekki af því, að eg fyrirverði mig að taka málstað skepn- anna, og heldur ekki af því, að eg hafi farið með neitt rangt. Allír, sem til þ*kkja, vita, að aðfinningar mín- ar hafa við full rök að styðjast. í þetta sinn ætla eg þó að skrifa mig eins og seinast: Dýravinur. Eftirmæli. Hinn 24. f. m. (apríl) lézt í I'latey k Breiða- firði f. kaupmaður Eyólfur E. Jóhanns- son. Hann var sonur Jóhanns JEyólfssonar, drbm. Einarssonar í Svefneyum, og Sal- bjargar Þorgeirsdóttur, er ættuð er úr Eya- hreppi i Hnappadalssýslu. Eoreldrarnir báðir enn á liti. E. heitinn var fæddur 23. apríl 1852, og hafði þvi átta um fertugt og einum degi betur, er hann lézt. Hann nam skóla- lærdóm hjá Sveini prófasti Níelssyni á Staðastað og var nokkur ár í lærðaskólan- um. Ekki lauk hann þó námi þar, enda hneigðist hann fremur að öðru. Var hann um tíma með foreldrum sínum í Flatey, en gekk þá að eiga Sigurborgu Olafsdóttur borgara Guðmundssonar (f 28. febr. 1891) og Guðrúnar Oddsdóttur Hjaltalins læknis. Tók hann nokkuru síðar við búi, en fekst jafnframt við verzlun með tengdaföður sinum og verzlaði síðar sjálfur. E. heit- inn var atgervismaður, ötull og fylginri sér, sem fleiri þeir frændur, og fór verzl- un hans vel úr hendi og jókst ár frá ári. En stórhuga var hann, sem'hann átti kyn til, og mun hafa færst meira i fang en honum var fært, félitlum, enda mun hann hafa haft huga á að líta jafnframt á hag viðskiftamanna sinna hérlendra. En er frá leið hafði hann ekki bolmagn t.il að halda áfram verzlun sinni gegn auðugri keppi- nautum og mun honum hafa fallið það þyngra en hann lét á bera. Jafnframt verzlun sinni stundaði hann og búskap og bjó mesta rausnarbúi, enda var kona hans, er lifir hann, honum samhent mjög, og var heimili þeirra hið myndarlegasta að risnu við gesti. Sýslunefndarmaður þeirra Eyhreppinga varð E. heitinn eftir Hafliða heit. föður- bróður sinn látinn, og siðustu árin amts- ráðsmaður fyrir Austur-Barðastrandarsýslu. E. heitinn var raungóður og tryggur vinum sínum, og félagsmaður góður, þótt ekki nyti hann sin að fullu; og varla mun það of hermt, að Eyhreppingar hafi að öllu samtöldu mist þar einn af sínum betri mönnum. Börn þeirra E. heitins eru þau Olafur stúdent og verzlunarmaður á Akureyri, og Jónína, stúlka á fermingaraldri, sem heima er með móður sinni. Við Ísaíjarðardjúp, 3. mai. Veturinn var yfirleitt góður. Fanndýpt nokkur um miðbik vetrarins, en frost mjög væg, að eins einn dag 12 stig (R). Hey höfðu vist hér vestra allir nóg. Enda koma þau nú í góðar þarfir; því nú er bú- ið að vera stórhret í viku, og er nú hvað óðast, svo að allar skepnur eru á gjöf. Skepnuhötd eru góð. Heilbrigði fólks hér vestra hefir ekki verið góð, einkum á Isafirði og i Bolung- arvik. Nokkurir hafa látist, þótt ekki megi það mikið heita, þegar litið er til fólks- fjöldans. Sjúkdómurinn er að sögn tauga- veiki, lungnabólga og enda fleira. Aflabrögð góð við miðdjúpið nú fyrir og eftir páskana, hjá þeim, sem höfðu kú- fisk til beitu. Lítill afli í Bolungarvík. Síldaráta Var mikil í djúpinu, enda kom síld upp úr fiskinum, meðalstærð, er menn kalla hér. En ekki var hún gengin upp að löndunum. Hákarlaskútur þær, sem inn voru komn- ar, höfðu aflað vel, enda er nú verið að fjölga þeim. Litið er talað hér um »pólitík«, enda mun margan mega finna hér, sem litla hug- mynd eða skilning hefir á því orði; held- ur ef til vill að það sé einhver stáss-tik suður í Reykjavik eða Kaupmannahöfn!! Aftur á móti munu margir þeirra, sem eitthvað hugsa um landsmál, vera á bandi ísafoldar og Þjóðviljans. Yilja reyna ráð- gjafatilboðið, og sjá, hvernig sú samvinna tekst, vitanlega að öllum sjálfstjórnarkröf- um íslendinga óskertum. Flestir hugsandi menn munu vera farnir að krossa sig, þegar þeir sjá framan í Þjóðólf, já, meira að segja hans eigin menn; svo þykir nú ritháttur hans ósæm- andi, öðrum en ótindum strákum. Það er einstakt þrek, sem ritstjóranum er gefið, að geta verið þektur fyrir að bjóða lönd- um sínum annað eins. Þvi ekki er nóg með það, að slíkur ritháttur setur á ritstj.. þann mínkunarblett, sem seint verður af þveginn, heldur hafa slik blöð siðspillandi áhrif á hinn fáfróðari hluta þjóðarinnar. ísafold er hér viðlesin og vel þokkuð; því öllnm þykir betri frágangur hjá henni á þvi, er hún ritar um mótstöðumenn sina. Svo stendur hún ekki þver-öfug ámóti öllu þvi, er til framfara horfir, eins og Þjóð- ólfur. Eg hefi heyrt suma Þjóðólfs-vini segja, að hann sé búinn að fara þannigað ráði sinu í stjórnarskrármálinu, að þeir fari að gefa valtýskunni atkvæði sitt. Það er og sagt, að sumum Þjóðólfs-þingmönnunum hafi þótt lítill heiður í uppljóstun hans á þvi, að þessi »valdalausi« vefði þeim um fingur sér; þvi allir vissu, að öðrum þing- mÖDnum en Þjóðólfs-vinum vefði ekki »sá valdalausi« um fingur sér. Landfarsóttirnar. Ekki gerir skarlatssóttin frekar vart við sig hór enn. Inflúenzasóttin var komin vestur á. Dýrafjörð, er »Skálholt« fór þar um hingað í leið. Einn farþegi hingað að minsta kosti hafði hana; en ekki er hún farin að ganga hér enn samt; aftur er sagt að fólk séfarið að liggja í henni í Hafnarfirði; þar kom og. Skálholt við. Af því að allskæð lungnabólga hefir verið að stinga sér niður í Stykkis- hólmi í vor, gerði héraðslæknirinn þar tilraun til að stemma í bráð stigu. fyrir inflúenza-landíarsóttinni þangað með »Skálholti« með því að banna far- þegum að vera að fara þar í land að óþörfu, og fólki úr landi bannað ó- þarfa-ráp fram í skipið, en ráðstafan- ir gerðar til að sótthreinsa þá far- þega, er þar áttu að fara á land. Sklpstrand. Ein fiskiskúta frá Isafirði, eign Á. Ásgeirssons-verzlunar, strandaði við Keflavík undir Látrabjargi í stórviðr- is-hretinu í öudverðum þessum mán- uði; hafði mist áður öll akkerin 3 og dælan biluð, svo skipið hálf-fyltist af sjó; varð að eins mannbjörg. Hér hafa öll fiskiskip komið til skila eftir garðinn, nema eitt: Fálkinn, eign G. Zoega, sem menn eru hálf- hræddir um. JÞingmensfeu-flugufregn. Fleygt var því í vetur og hefir kom- ist í blað, að landritari Jón Magnús- son hugsaði til þingmensku í Vest- mannaeyum og að hrinda dr. Valtý Guðmundssyni frá kosningu þar. En það er alveg tilhæfulaust. þannig undir komið, að óviðkomandi maður — einn konungkjörinn þingmaður þót — skrifar í vetur kunningja sínum í eyunum og spyr hann, hverjar kosn- ingarhorfur mundu fyrir landritarann þar; vissi hann mjög vel þokkaðan þar frá því hann var þar sýslumaður. Virðist náungi þessi hafa tekið þetta upp hjá sjálfum sér; eða að mÍDsta kosti gerði hann það að landritanum alveg fornspurðum; hann (landr.) tók þvert fyrir, er hann fekk vitneskju um það »makk«. Og eftir því sem vér höfum nýfrétt frá Vestmanneyum, eru kjóséndur þar yfirleitt alráðnir að halda trygð við fvrri þingmann sinn, dr» Valtý. Mannalát. Frú Margrét Daníelsdéttir, prófasts Halldórssonar, á Hólmum í Reyðarfirði, kona síra Jóhanns prófasts L. Svein- bjarnarsonar, andaðist 4. þ. m. þar að heimili sínu, eftir langa vanheilsu. Vestra lézt nýlega merkisbóndinn

x

Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.