Ísafold - 19.05.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 19.05.1900, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/» doll.; borgist fyrir miðjan júlí (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árg Reykjavík laugardaginn 19. maí 1900. 30. blað. I. O. O. F. 825188'/2.. Forngripasafnið opið md, mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Okeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11—1. Ókeypis tannlækning í Hafnarstræti 16 1. Og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Auglýsing. f>að er í rúði, að hin topografiska deild herliðsstjórnarinnar dönsku (Generalstabens topografiske Afdeling) framkvæmi jarðmælingar í sumar í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Almenningur aðvarast því hér með um, að ekki megi hindra á nokkurn hátt mælingarstörf þessi og hér að lútandi framkvæmdir nefndrar herliðsstjórnar- ■deildar, né heldur rífa niður, eyði- leggja eða skemma steinstöpla, bend- ingarverkfæri og merki, sem notuð •eru við mælingarnar, en þeir, sem gerast brotlegir í fyrgreindu tilliti, mega búast við að sæta málssókn og hegningu samkvæmt 100. og 296. gr. iiegningarlaganna. Suður- og Vesturamtið, Eeykjavík 11. maí 1900. J. Havsteen. Jarðabætur leiguliða. Eftir Magmis Torfason sýslumann. I. f>að er margra manna mál, að aldrei liafi horfurnar fyrir landbúnaðinn verið eins ískyggilegar og nú. Reyndar hefir ástandið oft og einatt verið aumara og hagur bænda verri; en óhætt mun að fullyrða, að land- búnaðurinn hefir aldrei staðið eins illa að vígi og einmitt nú. Til þessa heldur margt; en þó ein- kum það tvent, að oss verður æ örð- ugri samkepnin við aðrar þjóðir, eftir því sem landbúnaði þeirra fleygir á- fram og viðskiftin við þær fyrir aukn- ar samgöngur verða meiri; og að risið hafa upp atvinnuvegir í landinu sjálfu, sem keppa við landbúnaðinn um vinnu- aflið. Eg á hér við þilskipaútveginn og bátfiskið á Austfjörðum; og er hér sórstaklega miðað við Suðurland. Fyrir 20 áruln voru þessir atvinnu- vegir varla til 0g þá var fullkomin samvinna milli sjávarútvegarins og landbunaðarins, því þeir skiftust á vinnukrafti: bændur leðu sjávarmönn- um vinnumenn sina á vetrum, en sjávarmenn unnu hjá bændum að sumrinu og höfðu báðir gagn af. Nú er þatta nokkuð á annan veg, því þessir tveir atvinnuvegir, sem hafa eflst svo mjög á síðari árum, þurfa einmitt á, vinnukraftinum að halda um aðalbjargræðistíma landbún- aðarins. Af þessu hefir risið upp samkepni um vinnuaflið, sem fyrir það hefir ár frá ári hækkað í verði og er nú orð- ið svo dýrt, að bændur fá ekki undir risið. Sem stendur greiða útgerðarmenn þilskipanna óbreyttum hásetum 50 —80 kr. um mánuðinn, auk fæðis, eða 300—500 kr. um útgerðartímann. Meira en helming af þessu kaupi er mér óhætt að fullyrða að land- búnaðurinn hefir ekki efni á að greiða. Nú vill fólkið auðvitað sitja við þann eldinn, sem bezt brennur. það sækir því sem óðast til sjávaríns og eru orðin svo mikil brögð að þessu, að sjálfir bændurnir flýa jarðir sínar hver um annan þveran. Eykst fólks- straumurinn til sjávarins ár frá ári, og er engin von til að þar verði hlé á, meðan bændur geca ekki boðið alt að því eins mikið kaup og sjávarútveg- urinn. það er því sízt orðum aukið, að horfurnar fyrir landbúnaðinn séu vand- ræðalega ískyggilegar, enda er eigi annað sýnna, ef þessu heldur áfram — og á því er enginn efi, sé eigi að gjört — en að jarðir hætti að byggj- aso, og að þær, sem eiga að heita í byggmgu, falli meira og minna í órækí sakir fólkseklu. þar sem nú nálægt -§ allra lands- búa stunda landbúnað, gefur að skilja, að það yrði óbætanlegur skaði fyrir alt landið, ef hann liði nokkurn veru- legan hnekki. Yonandi eru því allir á einu máli um, að einskis megi ófreistað láta til að koma landbúnaðinum úr krepp- unni. En hvað á að gera? |>að er ekki' tilgangur þessara lína, að telja upp það, sem geti komið land- búnaðinum að einhverju liði. En — eitt vildi eg minna landa mína á, og það er, að hyrningarsteinninn mid- ir landbúnaðinum er og verður jafnan grasrœktirit i það lítur út fyrir, að menn séu búnir að gleyma þessu. Að svo sé, ræð eg bæði af því, að á síðasta þingi var óþyrmilega spyrnt fæti tíl jarða- bótastyrksins, og að engurn manni hefir orðið á að minnast á hina eink- arfróðlegu ritgjörð Páls amtmauns Briem í III. árgangi »Lögfræðings«: »Erfðaábúð, sjálfsábúð og Jeiguábúð«. Eg endurtek það hér, að grasrækt- in er undirstaða landbúnaðarins. Að auka hana er því lífsskilyrði fyrir framförum hans. þetta verður ekki gert, svo um muni, með öðru en jarða- bótum. Eyrir því er afar-áríðandi, að hvetja bændur til jarðabóta. Láta mun nærri, að leiguliðar séu % ahra bænda. því er auðsætt, að grasræktin fer injög eftir því, hverjum kjörum jarðabætur þeirra sæta. Páll amtm. Briem hefir í fyrnefndri ritgjörð sinni — til hægðarauka verð- ur hún kölluð »Lögfr.« — sýnt fram á, að jarðabætur leiguliða eru í raun og veru réttlausar að lögum. Að sönnu er ekki þetta tilgangur ábúðar- laganna; en það kemur fyrir ekki, úr því að enginn maður veit dæmi til, að nokkur leiguliði hafi nokkurn tíma fengið eftir á endurgjald fyrir nokkura jarðabót. þetta er hagfræðislega og siðferðis- lega rangt. Hagfræðislega rangt er það af því, að þess er ekki að vænta, að leiguliðar leggi alment fé sitt og krafta í fyrir- tæki, sem þeir eiga alls óvíst að fá nokkurn tíma endurgoldið, eins og raun verður á, ef leiguliði flytur frá iörðinni eða deyr áður en jarðabótin er búin að borga sig, og í annan stað losar það landsdrotna að þessu leyti við baráttuna fyrir lífinu. Siðferðislega rangt er það af því, að landsdrottinn nýtur alls ómaklega þess, sem leiguliðinn hefir aflað í sveita síns andlitis. þar sem löggjöfin þegar hefir nú viðurkent, að þetta só rangt, verð eg að gera ráð fyrir, að þing og stjórn séu fús á að kippa þessu í lag, og í því trausti leyfi eg mér að koma með fáeinar bendingar um, hvað tiltæki- legast virðist að gera fyrir jarðabætur leiguliða. og ekki ií.r skák, að leiguliðaskifti eru mun tíðari á smábýlum, svo að endur- gjaldsskyldan kæmi harðast niður á eigendum þeirra, sem að öllum jafn- aði eru óefað ver efnum búnir en eíg- endur stærri jarðanna. — Enn er það, að þannig löguð endurgjaldsskylda mundi beinlínis ýta undir leiguliða að hafa jarðaskifti; og væri engin bót að því. Aðalgallinn á þessari tillögu Lögfr. er samt, að endurgjaldsskyldan getur aldrei orðið til þess að knýa menn alment til jarðabóta. Jarðabætur eru dýrar og borga sig ekki fyr en eftir þó nokkur ár. þeir, sem verja fé sínu til jarðabóta, leggja það því í nokkurs konar sparisjóð; en á því hafa leiguliðar ekki alment efni. Alla vantar oss peninga. Þilskipa-afli i Keykjavík vetrarvertíðina 1900. þegar ákveða skal rétt leiguliða gagnvárt landsdrotnum, er margs að gæta. Fyrst og fremst má ekki ganga svo harfc að landsdrotnum, að jarð- irnar fyrir það falli í verði. þá verð- ur og að muna eftir því, að lands- drotnar eru yfirleitt ekki svo efnum búnir, að þeir þoli miklar álögur, og verður því að gjalda varhuga við að íþyngja þeim svo, aö þeir neyðist til að selja jarðir sínar, og enn er það, að allflestar jarðabætur fyrnast eða ganga úr sér fyr eða síðar. Hins veg- ar verður að ganga svo frárétti leigu- liða, að honum veiti handhægt að nota hann, og þurfa því reglurnar að vera sem einfaldastar og óbrotnastar. Samfara þessu öllu verður stöðugt að hafa það í byggju, að búa lögin svo úr garði, að þau ýti verulega undír jarðabætur leiguliða. Hér verður því erfitt að stýra á milli skers og báru. Lögfr. leggur til, að leiguliða séu endurgoldnar unnar jarðabætur með 1 kr. fyrir hvert dagsverk, samkvæmt reglum um styrkveiting til búnaðarfó- laga, þó þannig, að endurgjaldsskyld- an sé horfin, er leiguliði hefir notið jarðabótarinnar 10 ár. Mælikvarðinn fyrir endurgjaldinu verður tæplega fundinn betri eða ein- faldari, sérstaklega þar sem lands- drotni er innan handar að vera við úttekt jarðabótarinnar eða láta umboðsmann sinn gera það. Sömu- leiðis virðist takmarkið fyrir endur- gjaldsskyldunni vera mjög sennilegt. Hér er því að ræða um talsverða bót í máli frá því sem nú er; en að ýmsu leyti er tillagan samt mjög at- hugaverð. Endurgjaldsskyldan getur komið ó- þægilega niður á jarðeiganda, ef leiguliði hefir gert talsvert að jarða- bótum rétt áður en hann fór frá jörðinni, og getur þetta jafnvel mun- að mörgum hundruðum króna. Verra er samt, að endurgjaldið mundi koma mjög ójafnt niður. Búi leiguliði mjög lengi á jörðinni, fær hann ekkert endurgjald; en verði tíð leiguliðaskifti á jörð, er jarðeig- andi hvað eftir annað skyldur til að greiða endurgjaldið. þá bætir það og Eftirfarandi yfirlit yfir þilskipa-afl- ann hér í Reykjavík frá því í vetur snemma í marzmán. og fram á lokin, miðjan þ. m., er gert eftir skýrslu frá Th. Thorsteinsson konsúl, fróðlegri og mikilsverðri, en auðvitað ekki hægt að svo stöddu að hafa hana nákvæmari en svo um aflann, að við flestar töl- urnar ætti að standa: »hér um bil«.— Skip G. Zoega kaupmanns eru að vísu 8 alls; en eitt er óheimt og því engin vitneskja fenginn um afla á því leng- ur en fram á páska; var þá orðinn 5J þús. — Sum skipin hafa ekki verið nema lítið af tímanum. Skip fisk- lifur, afli tn. G. Zoéga kaupm. . . 7 88,000 80 Th. Thorsteinss. konsúll 6 98,600 98 H. Helgason kaupm. 3 45,000 Sturla Jónss. kaupm. 3 50,000 B. Guðmundsson o. fl. . 2 41,300 Tr.Gunnarss.bankastj. 2 14,000 Sig. Jónsson skipstj. . 2 31,000 Jón þórðarsson kaupm. 2 23,000 Engeyingar .... 2 24,500 þ. þorsteinss. skipstj. 1 27,000 Filippus á Gufunesi o. fl. 1 25,000 J. P. T. Bryde stórkpm. 1 10,000 Mark. Bjarnas. skólastj. 1 3,000 þ. Guðmundss., Glasgow 1 8,000 34 488,500 178 Mest hafa þessir 4 skipstjórar aflað á skip: þorst. þorsteinsson á sitt skip (Georg) um 27,000; Kristinn Magnús- son (Guðrún frá Gufun.) um 25,000; Finnur Finnsson og Magnús Magnús- son um 24,000 hvor, á skip Th. Thorsteinssons, Margrethe og Guðrúnu Soffíu. Fiskurinn í vænna lagi yfirleitt og gizkað á að full 7 skippund fáist úr þúsundmu. Verður þá hæstur afli á skip full 150 skpd. Til samanburöar skal þess getið, að í hitt eð fyrra, 1898, varð vetrarver- tíðaraflinn hér alls um 430,000 fiskar, í fyrra 304,000, og nú 488,000. Af Seltirningaskipunum, 9 alls, er aflinn sagður nýliðna vetrarvertíð um 140,000 alls. þar kvað Velocity þórð- ar í Ráðagerði hafa verið hæst, með 19£ þús. Verður þá aflinn í Reykjavík og á nesinu samtals hér um bil 630,000 eða sem svarar 4,500 skpd. Með líku.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.