Ísafold - 26.05.1900, Blaðsíða 1
ISAFOLD
Uppsögn (skrifleg) bundin við
áramót, ógild nema komin sé til
átgefanda fyrir 1. október.
Afgreiðslustofa blaðsins er
Austurstrœti 8.
Reykjavík laugardaginn 26. maí 1900.
32. blað.
Kemnr út ýmist einu sinni eða
tvisv. í viku. Yerð árg. (80 ark.
minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða
1 */» doll.; borgist fyrir miðjan
júli (erlendis fyrir fram).
XXYII. árg.j
Forngripasafnið opið md, mvd. og ld.
11—12.
Landsbankinn opinn bvern vivkan dag
it— 2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Lanasbókasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3)
md., mvd. og ld. til ntlána.
Okeypis lækning á spítalanum á þriðjud.
og föstud. kl. 11—1.
Okeypis augnlækning á spítalanum
fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar
kl. 11-1.
Ókeypis tannlækniug i Hafnarstræti lb
1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Kaupfélagsskapurinn íslenzki.
Eftir Givis.
I.
Enginn vafi er á, að vér íslending-
ar höfnm aldrei hugsað né rætt eins
mikið um verzlunarmálefni vor og
einmitt nú. Veldur því einkum þetta
þrent, að verzlunarástandið er svo bág-
borið, að til stórvandræða horfir, að
landsmenn verzla miklu raeira nú en
áður, og að þeir eru sjálfir og hafa
lengi verið að leitaat við að koma
skipulagi á verzlunina. Hefir það at-
riðið (síðastnefnda) einkum knúið allan
almenning til alvarlegrar umhugsunar
um verzlunarmálefni vor með félags-
skap þeim hinum mikla, er upp hefir
risið og gefið mörgum nýtum manni
tækifæri til þess að kynnast þeim.
Skipulagshugmyndin hefir og gjört
það nauðsynlegt, að rannsalra frum-
skilyrði verzlunarinnar, fyrirkomulag
hennar og rétta markmið, og hefir af
þessu skapast vísir til íslenzkra verzl-
unarbókmenta. Nú er svo komið, að
kaupfólögin eiga sér tímarit út af fyr-
ir sig og ræða þar öll helztu verzl-
unarmálefni; en einkum virðist þó
stefna þess vera að mæla kaupfélags-
skapnum bót og gjöra hann girnilegan
f augum almennings. Efni þess virð-
ist því vera nokkuð einhliða; og er
þetta þeim mun viðsjárverðara, sem
vitanlegt er, að í tímaritið ritar eng-
inn maður, er hefir aflað sér verulegr-
ar verzlunarþekkingar. Hins vegar
má varla heita, að kenningar þeirra
hafi sætt neinum verulegum mótmæl-
um. Nu bætist þar á ofan, að þegar
er komið fram, að stefna kaupfélags-
skaparins fer ekki í rétta átt. Virðist
því tími til kominn að athuga nákvæm-
ar skoðanir þær, er kaupfélagsmenn-
irnir halda að þjóðinni, og áhrif þau,
er þær hafa haft.
II.
Síðan tók fyrir fjársöluna til Eng-
lands, mun eigi um annað tíðræddara
meðal sveitabænda en verzlunarvand-
>ræðin: að útlendu vörurnar séu of dýr-
ar og of lágt verð á innlendu vörunni.
það er og vorkunn; því meira, sem
þeir verzla með bú sitt, því tilfinnan-
legra verður fyrir þá, þegar óáran er
í verzluninni; og nú mun mega full-
yrða, að verzlun sveitabænda sé orðin
svo mikil, að óáran í henni sé eins
skaðvænt og talsvert harðæri. Á þetta
bendir og, að alstaðar á landinu er
kvartað um peningaeklu meðal bænda,
Þótt vitanlegt se, að í sumum lands-
fjórðungum hafi verið gott í ári síð-
Ustu 3 árin.
Uhætt mun þó að segja, að lang-
mest sé rætt um kaupfélögin og horf-
ur kaupfélagsskaparins, og er hvort-
tveggja, að hann stendur oss nær en
selstöðuverzlunin — hann er hold af
voru holdi, — enda margir hugsandi
menn orðnir hugsjúkir um stefnu
þá, sem hann hefir tekið, og sjá eigi
annað en að hann té búínn að missa
sjónar á sínu aðaltakmarki: útrýming
selstöðuverzlunarinnar.
Hvernig má þetta verða? munu
menn spyrja; og skal eg nú hér leit-
ast við að finna orðum mínum stað.
jþví hefir verið hringt inn á hvert
einasta heimili, að umboðsmaður kaup-
félaganna eigi að vera einn gagnvart
útlöndum, og fyrir þessu tilnefndar
tvær aðal-ástæður: að því stærri, sem
innkaupin á útlendu vörunni séu, því
vægara verði verðið; oj að ef einn
maður selji innlendu vöruna, sé loku
skotið fyrir verðfall á henni sakir sam-
kepni.
Eg veit eigi til, að nein kenning
hafi runnið þjóðinni niður jafn-fyrir-
hafnarlítið eins og þessi einokunar-
kenning þeirra þingeyinganna. Leyfi
nokkur maður sér að malda eitt orð í
móinn, er svarið: það sér hver heilvita
maður, að o. s. frv.; og svo koma báð-
ar ástæðurnar. f>að er nú líka
svo komið, að þeir Zöllner & Co. eru
orðnir einkaumboðsmenn allra kaup-
félaganna um óákveðinn tíma.
Og er þá komið að efninu.
f>að liggur í augum uppi, að ef
kenningin um einkaumboðsmanninn
væri rétt, hlyti það að hafa áhrif á
kaupfélagsskapinn til híns betra, og
ætti árangurinn að vera kominn í ljós.
Látum því reynsluna skera úr; og ef
hún sýnir, að útlendu vörurnar són
ekki ódýrri og að innlendu vörurnar
hafi ekki lækkað í verði síðan einka-
umboðssalan komst á, munu menn
verða að játa, að eitthvað sé bogið við
einkasölu-kenninguna. Komi hið gagn-
stæða fram, hljóta allir að kannast
við, að þetta sé villukenning.
f>að eru nú nokkur ár síðan, að R.
Slimon hætti að kaupa hross hér á
landi, og síðan hafa þeir Zöllner & Co.
verið að kalla má einir um hituna.
Hafa nú hross hækkað í verði síð-
an?
Svarið verður afdráttarlaust nei.
Sannleikurinn er sá, að nú fæst 10%
til 20% minna fyrir hross en síðasta
árið, sem Slimon keypti. Sama verð-
ur ofan á um innlenda markaðsverðið.
Hestar gengu þá á 70—75 kr., en nú
hæst 60 kr.
Mér kann nú að vera svarað því,
að markaðsverðið erlendis hafi lækk-
að; en það mun vera alveg tilhæfu-
laust. Eða til hvers eru þeir Zöllner
að kaupa íslenzka b.esta með talsvert
meiri kostnaði en kaupfólögin hafa, en
gefa þó jafnt fyrir? Auðvitað af því,
að þeir stórgræða á þeim. Að sama
brunni ber það, að hann síðasta sum-
ar sendi talsvert af óvöldum tryppum
til Danmerkur og gjörspilti þar mark-
aði fyrir væna hesta, er kaupmaður
sunnanlands var búinn að koma upp
á Jótlandi. Annar umboðsmannanna
kvartaði líka yfir því við kaupmann
þennan, að hann gæfi of hátt verð
fyrir hestana!
Um verð á annari vöru innlendri
get eg eigi dæmt til hlítar; er eigi
nógu kunnugur því. En þó efast eg
um, að nokkur íslenzk vara hafi hækk-
að í verði fyrir tilstilli þeirra Zöllners
& Co.
En hefir þá útlenda varan lækkað í
verði að tiltölu við búðarverð?
Svarið verður einnig eindregið nei.
Nú er svo komið, að vörur í kaup-
félögunum eru dýrari og verri vara en
hjá kaupmönnum, og skal eg leyfa
mér að nefna til þessar tegundir: rúg-
ur, rúgmjöl, bankabygg, grjón, kaffi,
kaffibætir, hveiti nr. 1, hveiti nr. 2,
hóffjaðtir.
Stiltur og gætinn maður, sem lengi
var í stjórnarnefnd eins stærsta kaup-
félagsins, hefir og sagt mér, að hann
hafi þráfaldlega tekið eftir því, að ef
lítið var tekið af einhverri vöru, var
gott verð á henni; næsta ár runnu
menn á snærið og pöntuðu talsvert; en
þá hækkaði verðið óðara. í sama fé-
lagi mínkaði vörupöntun stórkostlega
eitt ár; þá var bezta verð í félaginu;
næsta ár var pantað ferfalt meira; en
þá varð verðið svo hátt og vörurnar
svo vondar, að fram úr hófi keyrði.
Kvað hann það sína reynslu, að því
meiri, sem verzlunin væri, því verra
væri verðið.
Eins og kunnugt er, var Björn
Kristjánsson kaupmaður nokkur ár
umboðsmaður fyrir sum af kaupfélög-
unum. Var verðið á útlendu vörunni
mun betra oft á tíðum en hjá Zöllner
& Co; en innlendu vörunni, hross og
sauðfé, gat hann aldrei komið í verð;
og er engum ókunnugt um, að ófyrir-
leitin samkepni einkaumboðsmann-
anna studdi mjög að því.
III.
Eg þykist nú hafa sýnt fram á, að
einkaumboðsmennirnir hafa stórspilt
markaði í útlöndum fyrir afurðir lands-
ins, og losað sig með samkepni við
keppinaut um umboðssöluna — hvort-
tveggja hefir auðvitað bitnað á lands-
mönnum — til þess að vera einir um
bituna, einir urn einkaumboðssöluna;
en að árangurinn af þessu hvorutveggja
hefir orðíð verri verzlun fyrir kaup-
félögin.
|>ar af leiðir, að einkaumboðssölu-
kenningin getur eigi verið rétt.
Hvernig stendur þá á því, að þessi
kenning hefir þó mótmælalaust á ör-
fáum árum gagntekið alla þjóðina?
Svarið er: þetta, að innkaupsverð-
ið lækki að sama skapi og vörumagn-
ið vex, og að bezt sé að fela einum
manni sölu á iunlendu vörunni til að
losast við samkepni, gildir nefnilega
að minsta kosti ekki nema sem hug-
sjónarmið (ídeal), og með því skilyrði,
s ð einkaumboðsmaðurinn sé fullkom-
inn (»hreínasta ídeal«). þegar til fram-
kvæmdarinnar kemur, rekur vér oss
óþægilega á agnúana.
Eitt af aðalskilyrðum fyrir því, að
umboðsmaður sé fullkominn, hygg
eg vera, að hagur hans falli alger-
lega saman við hag kaupfélaganna.
þetta verður ekki sagt um Zöllner &
Co, því þeir eru, samkvæmt því, sem
áður er sagt um hrossaverzlunina,
keppinautar kaupfélaganna. Auk þess
hafa þeir síðasta árið fengist viðbotn-
vörpuútgerð o. fl., svo þeir geta vel
staðið, þótt kaupfélögin fari í hundana.
Og þótt þeir hefðu enga aðra atvinnu
en umboðssölu kaupfélaganna, muudum
vér engu nær. Hugsi þeir að eins um
stundarhagnaðinn, reynist sú bvöt,
sem aukin verzlun ætti að gefa, all-
sendis fánýt.
þá verður að krefjast þess, að þeir
séu áreiðanlega borgunarmenu fyrir
öllu því fé, sem þeim er trúað fyrir.
Hvort svo sé, skal eg ekkert um segja,
því eg er alveg ókunnugur hag þeirra.
En hitt er víst, að frá kaupfélags-
sjónarmiði eru þeir það ekki.
Gjörum ráð fyrir, að alt verzlunar-
magn kaupfélaganna hafi verið síðustu
árin í mesta lagi upp og niður
800,000 kr. Venjuleg umboðslaun af
því (2°/o) verða 8000 kr. á hvorn og
aðrar tekjur ættu þeir ekki að hafa
af kaupíélögunum. þegar vér nú minn-
umst þess, að víst er, að botnvörpuút-
gerð þeirra síðasta sumar hefir gleypt
í sig tugi eða jafnvel hundruð þús-
unda, og að þeir eftir sögn annars
þeirra eyddu árangurslaust 20,000 kr.
til að koma út botnvörpuskipinu, sem
strandaði í Meðallandi í fyrra vetur,
virðist mér tryggingin hæpin. Ogvíst
er um það, að ef þeir félagar biðu oft
eins mikið fjártjón og þeir gjörðu í
sumar sem leið, gæti svo farið, að þeir
yrðu gjaldþrota.
Enn mun hver maður krefjast þess
af umboðsmanni sínum, að hann gjöri
full reikningsskil. þetta gjöra þeir
félagar eigi nema að nafninu, enda
gagnslítið að heimta slíkt, á meðan
kaupfélögin hafa engum þeim manni
á að skipa, sem hefir næga þekkingu
til að ganga eftir þeim, svo að hald-
komi. þeir Zöllner leyfa sér líka mik-
ið í þessu efni. Stundum eru að sögn
hrossin sum óseld í Englandi, þegar
verðið er sett á þau, og síðasta vor
kváðu þóir félagar eigi upp verð á
sumri útlendri vöru fyr en Vídalín
var kominn til Reykjavíkur; — engu
líkara en að hann þyrfti að kynna
sér áður verð þar, segja þeir, sem tor-
trygnir eru.
Loks er það eitt skilyrði fyrir um-
boðsmensku, ef vel á að vera, að
umbjóðandinn sé ekki að eins óháður
umboðsmanninum, heldur geti og rekið
hann af höndum sór, þegar honum
ræður við að horfa, og komið fram á-
byrgð á hendur honum. Ekkert af
þessu geta félögin framkvæmt.
Slíkt kemur nú ekki til mála um
þau félög, sem standa árlega í skuld
við þá félaga. En þótt þau borgi upp
skuldir sínar ár hvert, munu þau eigi
geta losað sig við þá. Mætti ef til
vill fá menn til að taka að sér inn-
kaupin á útleudu vörunum; en hver
mundi taka að sér að selja innlendu
vörurnar að Zöllner nauðugum? Hver
mundi sem stendur treysta sér til að
koma hrossum í verð? Svarið liggur
í augum uppi, með því að enginn af
stórkaupmönnum vorum hefir falast
eftir viðskiftum við kaupfélögin, og er r
þar þó eftir góðum bita að slægjast.
Og ábyrgðin gegn þeim er engin;
það segir sig sjálft af því, að þeir
hafa varnarþmgsitt á Englandi, þarsem
ekki er auk annars að hugsa til að fá
mál tekið upp eða byrja mál öðru vísi
en að snara út fyrir fram minst 300
pd. sterl.
Auk þess, sem hér hefir verið tekið