Ísafold - 27.06.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.06.1900, Blaðsíða 1
Kemur út ýmist einn sinni eða tvisv. i vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 1 */» doll.; borgist fyrir miðjan jóli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til ótgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árg. Iieykjavík miðvikudaginn 27. júní 1900. 41. blað. i. 0. 0. F. 826299. Forngripasafnið opið md., mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl ;t—2. Bankastjórn við kl. 12 — 1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Okeypis lækning á spitalannm á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Okeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Hyernig á að kjósa þingmann? Hvergi kemur það fram jafn-áþreif- anlegaogí alþingÍBkosningunum, hvern- ig stjórnmálaþro8ka manna er háttað, hvort hann er mikill eða lítill. Aldrei sýna menn í raun og veru jafn-ómót- mælanlega, hvern rétt þjóðin hefir til sjálfetjórnar. Ekki ber því að leyna, að það er föst sannfæring vor, að þjóðinni sé nú síðustu árin að fleygja fram, að því er þennan þroska snertir. Hún hefir á- reiðanlega fengið almennari og glögg- ari skilning en áður á ýmsum nauð- synjamálum sínum og einbeittari vilja á að kippa þeim i rétt horf. Og í þessu tvennu er einmitt stjórnmála- þroskinn fólginn. En sjálfsagt vantar samt enn, því miður, mikið á, að sá þroski sé orðinn svo almennur, sem hann þarf fyrir hvern mun að vera hjá þjóð, sem hyggur á sem fullkomnasta sjálfstjórn, berst fyrir því að auka að verulegum mun þjóðarvaldið og þingvaldið. Sannarlega verður þetta vald lítils virði í höndum þeirra manna, til dæm- is að taka, sem miða þingkosningar eingöngu við vináttu eða fæð, sem þeir leggja á þingmannaefnin, gangast ekki fyrir neinu öðru en því, að geta gert einum greiða, öðrum ógreiða með at- kvæði sínu — gera sér í hugarlund að sjálfum þeim, kjósendunum, geri í rauninni ekkert til, hverjir á þing komast, en líta svo á, sem atkvæði sé einstaklega handhægt til þess að sýna einum góðvild og láta annan finna til þess, að honum sé ofaukið. Það getur orðið nokkuð dýr greiði við kunningja sinn að stuðla að því, að sá maður komist á þing, sem vinn- ur allri þjóðinni stórtjón þar, leggur til dæmis fram krafta sfna til að girða fyrir það, að flest eða öll helztu nauð- synjamál þjóðarinnar nái fram að ganga. Og það getur orðið dýr ógreiði við þann, er manni er eitthvað í nöp við, að ljá fylgi sitt til að tálmaþing- kosning manns, sem ætlar að stuðla að því af alefli, að þau mál nái fram að ganga á þingi, sem þjóðinni ríður mest á. Slfkfc háttalag kemur líka al- veg eins þeim f koll, sem af vanþekk- ing eða hugsunaríeysi láta tælast til þess, eins og hinum, sem forðast það eins og heitan eldinn. Ekki er öllu meira vit í því, að láta atkvæði sitt fara eftir heimilisfangi þingmannaefna. þingmaður sem heima á innan kjördæmisins, getur nákvæm- Iega ein8 unnið tjón á þingi, eins og hinn, sem þar á ekki heima. f>ing- maður, sem heima á utan kjördæmis- ins, getur gert þjóðinni og kjördæm- inu alveg sama gagn á þingi eins og sá, er aila sína ævi hefir í kjördæm- inu dvalið. Á þingi er alls ékkert undir því komið, hvar þingmaður á heima. f>að atriði er gersamlega einsk- isvert. Litlu meiri þroska sýna þeir menn, sem eingöngu gangast fyrir hinum og öðrum hlunnindum, sem þingmanna- efni bjóðast til að útvega kjördæmun- um — auðvitað svo að kalla ævinlega án þess aðgetanokkuðum það sagt, hvern árangur sú viðleitni muni hafa. Jafn- vel þegar bezt gengur, eru slík hlunn- indi að öllum jafnaði smáræði eitt f samanburði við þau mál, er snerta þjóðina alla í heild sinni, endasjaldn- ast nein fyrirstaða með að fá hvaða þingmannsefni, sem vera skal, til að bindast fyrir þeim málum, er hans kjördæmi varðar sérstaklega. Margfalt meiri þroska sýnir það, að leggja aðal-áherzluna á það, að senda á þing þá menn eina, sem hafa al- ment traust á sér fyrir hyggindi og samvizkusemi. Vitanlega er afar-mik- ið í það varíð, að eiga kost á slíkum mönnum til þingfarar. Og séu þeim falin einhver sérstök mál, sem búast má við að örðugt eigi uppdráttar að einhverju leyti, þá eru miklu meiri líkindi til, að þeim verði framgengt í þeirra höndum en í höndum manna, sem minni hæfileikum eru búnir og ekki eiga jafn-miklu trausti að fagna. En samt sem áður ætti hverjum greindum manni að liggja í augum uppi, að e i n h 1 í t u r er þessi mæli- kvarði ekki. f>ví að engri átt nær að telja þá menn alla snauða að hygg- indum eða samvizkusemi, sem fyrir einhverra hluta sakir villast inn á þær brautir, er þjóðinni eru skaðvænlegar. f>að eru framar öllu öðru s t ó r- mál þjóðarinnar, sem ráða eiga úrslitum á kjörfundum, eins hér á landi eins og þau eru látin gera það með öllum öðrum þjóðum, er löggjaf- arþing hafa. f>ví að það eru stórmálin, sem ó- mótmælanlega er mest vert um, fyrir þjóðina í heild sinni, hvert einstakt kjördæmi og hvern kjósanda á Iand- inu. í því lýsir sér stjórnmálaþroskinn, að menn geti skilið þ e 11 a atriði til fulls. Og sannarlega ætti þaðekki að vera neinum meðalgreindum manni ofvaxið, ef hann gefur sér tíma til að íhuga það, þó ekki sé nema örstutta stund. Stjórnarskrárþrefið er búið að kosta oss ógrynni fjár, sjálfsagt eitthvað töluvert á annað hundrað þúsund króna. f>að þarf dáindis lagleg hlunn- indi til þess að bæta upp þann ó- greiða einan, er þeir menn vilja gera þjóðinni, sem hyggjast að tá hana til að halda slíku þrefi áfram um hver veit hve langan aldur, án þess að geta bent á nokkura von um meiri árangur en að undanförnu. Vér höfum framkvæmdarlausa stjórn, svo ónýta, að hún hefir ekki mann- rænu í sér til þess að fara fram á hæfilega samninga um samgöngur við önnur lönd, fyr en e f t i r að hún hefir með afskiftaleysi sínu neytt þing- ið út í gufuskipaútgerð, sem kostar landið um 150 þús. kr. — svo ónýta, að henni verður ekki að vegi, að leita fyrir sér að markaði fyrir aðra helztu útflutningsvöru landsmanna, jafnvel þótt það reynist ekki meiri örðugleik- um bundið, þegar til kemur, an svo, að óviðkomandi kaupmenn fá því á- orkað, jafnskjótt sem þeir bera það við. Vér leiðum alveg hest vorn frá að gizka á, hve gífurlegt tjón hefir hlotist af þessari vanrækslu stjórnar- innar - tjón, sem komið hefir niður á hverjum bónda á landinu, efnuðum og fátækum. Hvernig ætti með hinum og öðrum smámálum að bæta upp það voðatjón, er þeir þingmenn mundu baka land- inu — ef þeir fengju vilja sínum fram- gengt — sem berjast vilja fyrir því, að halda við slíkri stjórn yfir oss ís- lendingum — stjórn, sem í svo að kalla ö 11 u m efnum hefir sýnt sama framtaksleysið, og vitanlega heldur á- fram að sýna það um aldur og ævi, meðan hún fær að lafa? Og hvernig ætti að bæta upp það ógurlega tjón, sem af því hlyti að stafa fyrir svo að kalla má hvert mannsbarn á landinu, ef meiri hluti þingmanna yrði kosinn úr hóp þeirra manna, sem girða vilja fyrir það, að íslendingar eigi kost á þeim pening- um, sem óhjákvæmilegir eru til þess að byggja landið sómsamlega og koma þjóðinni inn í menningarstrauminn? Ætli smámálin, kjördæma-hlunnind- in og annað af svipuðu tægi, verði ekki nokkuð létt á metunum til sam- anburðar — að vér ekki nefnum kunn- ingsskap eða fáþykkju með einBtökum mönnum eða heimilisfang þingmanna? Kristnitökuafmælið. (Jt af grein um þetta mál í »f>jóð- ólfi», sem kom út 22. þ. m. og ágizk- unum ritstjórans um, hví afmæli þetta hafi verið sett 17. þ. m., en ekki 24., vil eg mælast til að ritstjórn »ísafold- ar« taki til birtingar fyrir almenningi kafla þann, sem á eftir fer, úr um- burðarbréfi mínu til allra prófasta landsins, dags. 27. janúar þ. á.: •Samkvæmt þessu (o: ályktun syno- dusar 1899) verður að ákveða einhvern einn dag, þegar minningarhátíðin skuli fram fara um land alt, og virðist til- ganginum helzt verða náð með því, að velja til þess helgau dag, og þá einna helzt einhvern sunnudaganna kring um Jónsmessuna. Hefði eg helzt kos- ið Jónsmessudaginn sjálfan; en með því að eg óttast, að það kunni að verða heldur seint og koma í bága við nauð- synleg ferðalög ýmsra presta, meðal anuars sumra af þeim, sem vanir eru að sækja synodus, þá hefi eg kosiðtil sunnudaginn næstan þar á undan, 1. e. Trinitatis, 17. júní*. Eg hafði og það í huga, þó að mér þætti eigi þörf að taka það fram í umburðarbréfinu, að mér var kunnugt um, að amtsráðsfundur suðuramtsins stóð til næstu dagana eftir Jónsmessu og að þar áttu sæti 3 af próföstum og prestum næstu héraða við Reykjavík; vitanlega hefði þeim verið ómögulegt að halda minningarhátíðina heima í sóknum sínum Jónsmessudaginn og vera hér á fundi í amtsráðinu daginn eftir. Mér fanst meira undirþvíkom- ið, að hátíðin gæti farið fram sama dag um alt land, heldur en að Jóns- messudeginum væri haldið föstum, með því að fyrirsjáanlegt var, að það mundi valda niðurfalli hátíðarinnar á æði-mörgum stöðum. Enda munar minstu um eina viku, þegar um 900 ár er að ræða. Eftir þessari skýringu verður óþarft að gera ráð fyrir, að hátíðarsetningin stafi af vanþekkingu á sögu kristnitök- unnar hér á landi eða að mér hafi verið viltar sjónir vestan um haf. Reykjavík, 26. júní 1900. Hallgr. Sveinsson. Landmælingar hér við Ileykjavík. Eins og getið hefir verið um í ísa- fold, kom hingað flokkur manna frá Kaupmannahöfn til landmælinga í öndverðum þessum mánuði, 2 liðsfor- ingjar, 3 undirforingjar og 10 óbreytt- ir liðsmenn. Yfirmaður flokksins er generalstabs- kapteinn L. P. Lund-Larssen. Hinn foringinn er premíerlautinant N. JP. Johansen. ísafold hefir fundið að máli yfirfor- ingjann, kaptein Lund-Larssen, í þvf skyni að færa lesendum sínum fregnir af starfi því, er hann hefir með hönd- um, og tók hann oss af mestu kurt- eisi og góðvild. Tildrögin til fyrirtækisins eru þau, að síðasta alþingi veitti 5000 kr. til nýrra þríhyrninga- og strandmælinga á Reykjanesi, eftir tillögum stjórnar- innar í Kaupmannahöfn, vegna þess, að yfirmaður herskipsins »Heimdalls« hafði bent á, að ýmsir staðir á Reykja nesskaga væru ekki rétt markaðir á Uppdrætti Islands, enda forstöðumað- ur sjóbréfasafnsins í Khöfn skýrt svo frá, að ýmsar villur, og þær ekki litl- ar, heíði skotist inn í þríhyrninga- og strandmælingar íslands einmitt við Reykjanesskaga, svo að afstaða hans og vitans á honum og skerjanna út- sunnan við hann væri skökk, bæði út af fyrir sig og sín í milli. Fyrir því væri bæði töluverð áhætta að sigla þessa leið, sem mörg skip hljóta þó að gera, og ennfremur ómögulegt að ákveða staði nákvæmlega, er hafa skal eftirlit með fiskiveiðum. Hafði því næst sjóbréfasafnsstjórnin tjáð sig fúsa á að taka að sér að umbæta

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.