Ísafold - 18.08.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 18.08.1900, Blaðsíða 1
í V Kemur út ýmist einu sinni eða tvisv. i viku. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða l‘/2 doll.; borgist fyrir miðjau júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) inindin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstrœti 8. XXVII. árg. 1. 0. 0. F. 828249. Forngripasafnið opið md, mvd. og ld. 11-12.' Landsbankinn opinn bvern virkan dag kl 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið bvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu iengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. tii útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11—1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. livers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tannlækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers máu. kl. 11—1. Er það lítilsvert? Er það lítilsvert, að fá bundinn enda á stjórnmálaþrasið? Er það lítilsvert, að þjóðin hætti að eyða hinum stutta og dýrmæta þingtíma í deilur út af kröfum, sem ekki er nokkur vonarneisti um að framgengt fáist? Er það Htilsvert, að þjóðin hætti að eyða tugum og hundruðum þúsunda af landssjóðsfé í sömu ófæruna? Er það lítilsvert, að þjóðin fáí stjórn, sem bindist fyrir nauðsynjamálum hennar? Er það lítilsvert, að þjóðin fái stjórn, er leggi alt kapp á að útvega henni sölumarkað og leysa hana undan Vidalíns-einokuninni? Er það lítilsvert, að alþingi fái færi á að sannfæra íslands-ráðgjafann um þau mál, sem eru þjóðinni lífsnauð- syn? Er það lítilsvert, að þeirri óheilla- tízku linni, að stjórnin synji lögum alþingis staðfestingar? Er það Iítilsvert, að ráðgjafinn neyðist til að hafa eftirlit með hinum mörgu misfellum á embættisrekstri hér á landi? Er það Iítilsvert, að vér getum girt fyrir það, að nokkur sá maður skipi ráðherrasætið til langframa, sem fyrir einhverra hluta sakir er óhæfur til þoss? Er það lítilsvert, að alþingi fái þingmál svo vel undir búin, að það þurfi aldrei að ráða nokkuru vanda- máli til lykta, án þess að það hafi áður verið vandlega rannsakað? Er það lítilsvert, að þjóðin geti átt kost á þeim peningum, sem hún þarf á að halda? Er það lítilsvert, að þeir peningar verði á boðstólum, sem þörf er á til þess, að jarðirnar verði bættar, skepn- um fjölgað svo á þeim, að þær verði fullsetnar? Er það lítilsvert, að kostur verði á þeim peningum, sem óhjákvæmlegir eru til þess að geta breytt landbún- aðinum eftir markaðsþörfunum, lagt stund á að framleiða þær vörur, gem bezt svara kostnaði, og hætt við að franaleiða aðrar, sem lítill eða enginn arður er að? Er það lítilsvert, að þeir peningar verði á boðstólum, sem til þess þarf Reykjavík langarda^inn 18. ágúst 1900. að iðnaður geti þrifist og aukist í landinu? Er það lítilsvert, að kostur sé á peningum til þess að gera sjávarút- veginn kostnaðarminni og auka hann að stórum mun? Er það lítilsvert, að þeir mörgu kaupmenn, sem hingað til hafa orðið að Ieita til erlendra umboðsmanná og sæta hjá þeim afarkostum, geti átt greiðan aðgang að ódýrum lánum og þar af leiðandi selt vörur sínar við miklu lægra verði en áður? Er það lítilsvert, að verzlun lands- manna verði við ritsímalagning gerð margfalt áhættumínni en hún nú er og öll einokun numin burt? Er það lítilsvert, að með ritsíma- lagning verði margfalt meiri kosturen nú á því að verja landsmenn gegn næmum sóttum? Er það lítilsvert, að siglingar hér við land verði með ritsímalagningu gerðar miklu auðveldari og áhættu- minni en nú? Er það lítilsvert, að ritsími geti á- valt frætt menn um, hvar fiskur er við landið? Er það lítilsvert, að afstýrt verði með ritsímalagning matvæla- og fóð- urskorti í harðindum? Nei, þ8tta er alt stórvægilega mik- ilsvert, lífsnauðsynjamál þjóðar vorr- ar. Og með þessi lífsnauðsynjamál þjóð- arinnar eru hugsunarlausir menn að verzla. — þeir, sem í greiða skyni eða þakklætis eða fyrir eigin ávinning eru að ljá fylgi sitt til þess að koma þeim mönnum á þing, er ætla sér að spilla fyrir þessum málum. það er dýr greiði og óhagfeldasta verzlunin, sem nokkur maður getur farið að fást við. Ekki að eins fyrir þjóðina í heild sinni, heldur og fyrir alla einstakl- inga hennar, þar á meðal fyrir menn- ina, sem eru með þetta óheillabrall, og nánustu ættingja þeirra. Enginn er sá maður til á öllu land- ina, sem ekki hafi óhag af því, ef landinu er illa stjórnað, og hag af því, ef því er vel stjórnað. Enginn er sá maður til á landinu, sem sjálfs sín vegna geti látið sér liggja í léttu rúmi, hvort embættis- mönnum þjóðarinflar helzt uppi að beita við hana rangindum og kúgun eða að sýna óreglu og skeytingarleysi í embættisfærslu sinni. Engum getur staðið á sama um það sjálfs sín vegna, hvort stjórnin leggur kapp á að útvega markað fyr- ir vörur þjóðarinnar, eða hún lætur sig engu skifta, þó að þjóðin eigi að búa við mestu einokun. Enginn maður er svo utan viðþjóð- lífið, að hann hafi ekki hag af því, ef svo miklir peningar verða á boð- st'ólum, að landbúnaður, sjávarútvegur og iðnaður geti tekið stórkostlegum framförum. Enginn er sá maður á landinu, er ekki hafi hag af því, að verzlunin batni. / Enginn er sá maður á landinu, er geti látið sér standa á sarna, hvort auðvelt er eða örðugt að verja þjóðina stórsóttum. þessa upptalningu mætti lengja margfaldlega. Sannl§ikurinn er sá, að ekki er til nokkurt stórmál á dagskrá þjóðar vorrar, sem ekki snertir heill og hamingju hvers manns á landinu. Og baráttan er háð af þeim mönn- um annars vegar, sem eru að leggja fram krafta sína til þess að aftra þjóðinni frá að gera sjálfri sér ómet- anlegt voðatjón, en hins vegar af mönnum, sem sumpart af skammsýni, sumpart af þv9rgirðingi, sumpart fyrir eiginhagsmuna sakir eru að tælaþjóð- ina og einstaka menu til að hnekkja sínum eigin nauðsynjamálum, vera sjálfrar sín böðlar. Stúdentaleiðangurinn danski. þeir komu aftur úr Geysísferðinni mánudaginn 13. þ. m., eins og til stóð, í slæmu veðri, útsynningsstormi og rigningu. En brattir og fjörugir voru þeir eigi að sjður. Bæjarmenn, sem inni voru, vissu eigi fyrri til en þeir heyrðu mikinn söngklið úti, og var það •Eldgamla ísafold«, sem verið var að fara með. f>að var þá stúdentasveit- in danska, sem reið í fylkingu um bæ- ínn og inn á Austurvöll og sungu þjóðsöng vorn háum róm. Nálægt 50 manna úr bænum, karla og kvenna, höfðu riðið í móti þöim upp að vega- mótunum fyrir ofan Hólm, þótt vont væri veðrið, og fögnuðu hvorir öðrum þar með söng og ræðuhaldi. f>eir höfðu fengið rigningu allan daginn frá þingvöllum, ferðamennirnir, og eins daginn áður, frá Geysi til þingvalla. Yfirleitt voru þeir gagndrepa að neð- anverðu að minsta kosti, báða dagana; útbúnaðurinn var ekki betri en það. þeirn hafði verið kent það barnalega ferða-viðvaningsráð suður í Khöfn, að betra væri að vera ekki í vatnsstíg- vélum á svona ferðalagi, af því að þá kynnu þeir að verða stígvélafullir, og það væri mjög vont! Sumir höfðu og engin almennileg regnhlífarföt yfir sér. Var furða, hve vel þeir þoldu vosbúð- ina, alls óvanir slíku. Hins vegar voru þeir heppnir með veður í austurleiðinni. f>ó rigndi dá- lítið daginn sem þeir voru um kyrt á þingvöllum, fimtudaginn. f>oir skoð- uðu sig rækilega um þar alstaðar, bæði um vellina, Lögberg gamla og gjárnar allar. En dr. Finnur prófessor fræddi þá um það, er sögulega hafði gerst þar, í fyrirlestri frá þeim stað, er hann og fleiri fræðimenn vorir vilja fullyrða að verið hafi hið rétta lögberg, við Al- mannagjárbarminn eystra; þaðan heyr- ast vel orðasldl heim á túnið á prests- setrinu, þótt ekki sé talað hærra en í vanalegum róm. f>ótti þeim mikið til koma landslagsins og sögufrægðar þess, og skemtu sér mætavel. Til gistingar skifti hópurinn sér niður í Valhöll, hlöðu £já prestinum og bæinn þar, og svo tjöld, er þeir höfðu með- ferðis. 52. blað. Bezta veður fengu þeir daginn eftir, föstudaginn, til Geysis. Lögðu á stað frá þingvöllum kl. 8—9 um morgun- inn, og voru komnir allir um kl. 6 til Geysis. Nema hvað einn gafst upp á leiðinni, dr. Arnold Larsen, meiddi sig eitthvað, og varð eftir á Laugar- vatni. Og annar hafði orðið eftir á þingvöllum, Krarup prófessor, gamall maður; ók í vagni báðar leiðir og treystist ekki að leggja meira á sig. Aftur reyndist langelzti maðurinn í förinni, Honnens de Lichtenberg hof- jægermester, sem kominn er á áttræð- isaldur, hinn röskvasti; var fremur illa ríðandi, en lét hvorki það né annað á sér festa. Nestið snæddu þeir á Laugarvöllum. þeim þótti og allmikið til koma að sjá móbergshellana, sem þar eru. Mjög þótti og varið f skóginn í Laug- ardalshólahlíðinni, og höfðu þeir sízt átt von á að sjá svo fagran skóg og mik- inn hér. Heldur stóð þeim beygur af brúnni yfir Brúará, sem naumast er láandi, þar sem nú eru horfnar grind- urnar eða handriðin meðfram henni, og svo mjó sem hún er, en gljúfrið undir grængolandi. Biðu hana þó all- ir, er á átti að herða, sæmilega örugg- ir. þegar hópurinn var kominn skamt upp fyrir Múla og ekki var nema 10 —12 mínútna reið að Geysi, gaus hann mikið gos, sem sárt þótti að hálfmissa af þann veg; því að ekki gaus hann aftur svo að kvæði fyr en daginn eftir, og það eftir að þorri ferðamannanna var kominn austur yfir Tungufljót, á leið upp að Gullfossi. Það kom sér heldur en ekki vel, að nú var lokið skálasmíðinni við Geysi, er konsúll D. Thomsen hafði gera lát- ið á sinn kostnað, með 24 rúmum uppbúnum, eldhúsi o. fl. þar höfðu 35 næturgisting í þetta sinn. Skálann skírðu þeir Begensen, f höfuðið á stú- dentagarðinum nafnkunna í Kaup- mannahöfn. Hinir skiftu sér niður í tjöld, á bæinn á Laug (7) og hlöðuna þar. Daginn eftir, laugardagsmorguninn, flutti dr. Finnur að afloknum dögurði fyrirlestur um Haukadal og Geysi. Nokkuru fyrir hádegi var borin sápa í Geysi 15 pd. — það stóð lengi á henni —; en ekki tími til að geyma Gullfossförina þangað til hann væri búinn að gera sápunni skil. Tungufljót var strítt og mikið nokk- uð að vanda, og þrekvirki að ríðaþað fyrir óvana. f>að gekk þó klaklaust. Undir einum fór á sund, en sakaði ekki. Um Gullfoss fanst þeim félögum frá- munalega mikið. Hann birtist þeim og f allri sinni dýrð, með regnbogum yfir í síðdegissólunni, í hinum mikla fossúða. Höfðu sumir í förinni séð aðra frægustu fossa í heimi, svo sem Niagara, Bínarfossinn hjá Schaffhausen og Tröllhettuna í Svíþjóð, en fullyrða, að Gullfoss sé tilkomumeiri en þeir allir. Fengu þeir með naumindum slitið sig við þá mikilfenglegu undra- sjón. þegar heim kom aftur til Geysis, hafði D. Thomsen konsúll fyrirbúið sveitinni allri miðdegisverð, matreiddau í Blesa (

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.