Ísafold - 01.09.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 01.09.1900, Blaðsíða 1
Kerriur ut ýmist einu sinni eða tvisv, í viku. Yerð árg. (80 ark, minnst) 4 kr., erlendis 5 kr. eða 14/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). ISAFOLD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Aunturstrœti 8. XXVII. árg. Keykjavík laugardaginn 1. sept. 1900. 54. blað. •1. 0. 0. F. 82979.___________________ Forngripasafnið opið md., mvd. og ld. 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag bl 11 — 2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkau dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og id. til útlána. Ókeypis lækning á spítalanum á þriðjud. og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spítalanum fyrsta og þriðja þriðjud. hvers mánaðar kl. 11-1. Ókevpis tannlækning i Hafnarstræti lb 1. og 3 mánud. hvers mán. kl. 11—1. Landbúnaðarsýningin í Óðinsvé 1900- Eftir Guðjón Guðmundsson cand. agr, VI. Fuglasýningin. |>ar er færi á að sjá fjölda af fugla- tegundum, svo sem söngfugla, skraut- fugla og fugla, sem aldír eru til að verpa eggjum eða til slátrunar. Einkum er urmull afýmsum hænsa- tegundum, enda leggja Danir mikla stund á hænsarækt á síðari árum. Ár- ið 1869 fluttu þeir til Englands eina miljón eggja. Nú flytja þeir þangað árlega 2 5 0 m i 1 j 6 n i r, og er árs- arðurinn af því um 12 miljónir króna, að kostuaði frádregnum. Auk þess er dálítið af eggjum sent til Jpýzkalands og mjög mikils neytt í landinu sjálfu, einkum í Kaupmanna- höfn. f>egar vér nú gætum þess, að húsmenn og smábændur fá mestan hlutann af þessum tekjum, að þeir hafa hænsaræktina í hjáverkum og að hænsafóðrið kostar mjög lítið, þá leyn- ir það sér ekki, að mikils er vert um hænsaræktina fyrir danskan landbún- að. Eg skal láta ósagt, hver af hinum mörgu hænsategundum, er sýndar voru, mundi eiga bezt við á íslandi. þess skal að eins getið, að hænsin þykja ekki góð, nema hænan verpi hér um bil 200 eggjum á ári, og þeim tölu- vert stærri en eggin gera3t á íslandi. Mikið var og sýnt af gæsum, önd- um, álfturn og kalkúnum, en niumast má gera ráð fyrir því, að mikils geti orðið vert um þær fuglategundir fyrir landbúnað vorn. þar á móti eetti hænsaræktin smámsaman að eflast hjá oss, einkum ef það reynist rétt, sem danskur hugvitsmaður einn fullyrðir nú, að unt sé að halda eggjunum ó- skemdum nokkura mánuði án mikill- ar fyrirhafnar; því að þá gætum vór fært oss enska markaðiun í nyt. VII. Heimilisiðnaðar-sýningin. Hún var alltilkomumikil. Sýnishorn var þar af ýmsum kvenlegum hann- yrðum og eigi alllítið af útskurði og öðru þess konar. Dönskum heimilisiðnaði hefir stöð- ugt farið hnignandi á þessari öld, jafn- framt því sem verksmiðjuiðnaðurinn hefir eflst, þangað til nú á síðustu árum, er menn eru farnir að læra að meta hann frá sjónarmiði fegurðarinn- ar og uppeldisins. Nú er hér, eins og hvarvetna í hinum mentaða heimi, vaknaður mjög mikill áhugi á honum, og margar helztu konur í Danmörku ganga þar í broddi fylkingar. Til hug- arstyrkingar íslenzkum konum skal þess getið, að sumt af hannyrðunum sem fékk 1. verðlaun, tók að minni ætlan ekki fram beztu hannyrðum á Islandi. I öðrum enda hsimilisiðnaðar-sýn- ingarinnar var jarðræktar- og jarðveg- arsýningin. þar var mikill fróðleikur fyrir augum, bæði að því er snertir vísindalegan og verklegan Iandbúnað. Meðal annars sýndi prófessor T.West- ermann þar með uppdráttum, að tur- nipsrófan er sú ræktunarplanta, er getur breytt mestu af næringarefnum jarðarinnar í fóður að tiltölu við fyr- irferðina. í sýningarhúsi þessu voru nokkur- ar vel valdar myndir frá lslandi, er frú Lefolii frá Eyrarbakka hafði sent forstöðunefnd sýningarinnar. Jafn- framt voru þar og ritgjörðir þær, er hinn góðkunni íslandsvinur inspektör P. Fejlberg hefir samið um ísland. VIII. Auk þeirra sýninga, sem hér hafa verið taldar, voru margar aðrar, svo sem fiskisýningin, skógræktarsýningin, garðyrkjusýningin o. fl. En því mið ur hefi eg hvorki tíma né tækifæri til að minnast á þær frekara. þar á móti verð eg að skýra nokkru nákvæmar frá dýrasýningunni. það er hvorttveggja, að hún er sýninganna mest, enda lúta flestar hinna sýning- anna að meira eða minna leyti að henni. þessu til skýringar vil eg að eins benda á, að Danir hafa á síðari árum flutt út skepnur og afurðir þeirra fyrir hér um bil 180 milj. kr. á ári um fram andvirði þess, er inn hefir verið flutt, en innflutningur á korn- vörum hefir á sama tíma nurnið um 50 miljónum árlega um fram það, er út hefir verið flutt, og fer stöðugt vax- andi. IX. Dýrasýningin. Fyrst ætla eg að minnast á naut- gripina. í Danmörku, eins og öðrum ræktuðum löndum, eru þeir alidýrin, sem mest kveður að. Danskir naut- gripir skiftast aðallega í tvö kyn, rauða kynið 1 eyjunum og svartflekkótta kyn- ið á Jótlandi. Eauðu kýrnar eru ein- göngu til mjólkur og eru mjög sam- kynja að lit, vaxtarlagi og stærð. 1 sumum héruðum Jótlands hefir verið lögð talsverð áherzla á tilbreytnina. Beztu mjólkurkýrnar józku standa ekki langt á baki beztu rauðu kúnum. Alls voru sýndir rúmlega 1000 naut- gripir, mest af rauða kyninu, með því að miklu auðveldara er að sækja til Óðinsvéfráeyjunum en Jótlandi. Fimm beztu mjólkurkýrnar úr einni hjörð, er sýnd var, höfðu mjólkað síðustu árin að meðaltali 12,000 pd. Að meðaltali hafa fengist 466 pd. af srnjöri úr nyt- inni um árið. þess ber þó að geta, að dönsku kýrnar eru hér um bil þriðj- ungi stærri en íslenzkar kýr og þurfa því miklu meira fóður. í verð- laun fyrir þessi tvö kúakyn voru greidd- ar 24,600 krónur. Hæstu verðlaun, konungsverðlaunin, 340 kr. og silfur- medalíu hlaut stórbóndinn Branth á Norður-Jótlandi fyrir 5 kýr og 1 naut. Auk þess fekk hann mörg smærri verðlaun, enda sýndi hann alls 32 naut- gripi, og bein útgjöld hans við að sýna þá 1500 kr. Af hinu alþekta enska stutthyrn- ingakyni voru 50 nautgripir sýndir. Stutthyrningarnir eru stærsta og bezta holdakynið, sem til er. þeir eru eink- um í suðvesturhluta Jótlands, og eru mest hafðir til kynbóta, með því að þeir eru stærri, vaxtarlagið fegurra og kjötið af þeim betra en józkum nautgripum. Síðustu árin hafa þó aukist svo mjög örðugleikarnir á sölu lifandi penings út úr landinu, að nú er stöðugt lögð meiri og meiri stund á mjólkurkynin en minni á holda- kynin. Hestarnir voru auðvitað langflestir af józka kyninu, alls 343. Af Frið- riksborgarkyninu voru 50 og af öðrum hálf-blendingum rúmlega jafnmargt. Auk þess voru 3 kyngæðingar (kapp- reiðahestar), 16 hestar frá Noregi og um 20 frá Svíþjóð. Józka kynið er aðal-hestakyn Dan- merkur, enda éru það mjög góðir hest- ar, standa að mörgu leyti jafnfætis beztu vagna- og plóghestum, sem til eru. Hæðin er að meðaltali 65þuml., vöxturinn samsvarar sér allur, gangur- inn góður og fæturnir mjög traustir. Um 1820 voru józkir hestar 5 þuml. lægri en nú og markaðsverðið naum- ast 200 kr. Nú er almenna markaðs verðið um 900 kr. og vel góðir hestar kosta miklu meira. Einkum erugrað- hestar í mjög háu verði; til dæmis að taka var hestur, er fengið hafði önnur verðlaun nú á búnaðarsýningunni, seldur fyrir 30,000 kr., og konungs- verðlaunahesturinn átti að minsta kosti að kosta 100,000 kr., enda var hann í alla staði fyrirtak. í eyjunum voru hestar þegaríbyrj- un þessarar aldar töluvert minni og lé- legri en józku hestarnir, því að úthag- arnir voru þar verri. Á síðari árum, síðan farið var að gefa liestum iuni sumar og vetur, hefir einkis verið lát- ið ófreistað til að auka stærðina. Með- al annars hefir verið reynd blöndun við ýms stór, útlend hestakyn, en þær tilraunir hafa að raeira eða minna leyti mishepnast. Friðriksborgarhest- ar eru að mörgu leyti mjög gottblend- ingskyn, eru bezt fallnir til reiðarog léttrar keyrslu, en þykja nokkuð litlir (rúml. 60 þl.). Flestir aðrir hálfblend- ingar, sem sýndir voru, voru af ensku og þýzku kyni. þeir eru aðallega hafðir handa herliðinu, með því að józku hestarnir þykja of seinir í svif- um. Af norsku hestunum voru 8 afvest- urlandskyninu og 8 af Guðbrandsdala- kyninu. Vesturlandshestarnir voru bleikir með svart tagl og fax og mön eftir bakinu. Hæðin um 9 kvartil, jafn-háir stærstu íslenzkum hestum, enda líkir þeim að mörgu. Einkum hafa menn mætur á þeim, fyrir það, hve vel þeir brokka og hve þrautseig- ir þeir eru. Verðið á þeim er sýndir voru, var 1000—1500 kr. Guðbrands- dalahestarnir eru töluvert stærri, um 10 kvartil; vaxtarlag þeirra er gott og þeir eru einkar þolnir og því í mikl- um metum. Sænsku hesturnir voru allir hálf- blendingar, af ensku, þýzku eðafrönsku kyni. Svíar hafa sem sé á þessari öld útrýmt sínu gamla þjóðlega hesta- kyni með taumlausri kynblöndun, og sjá fyrst nú, þegar það er órðið of seint, hve afar-mikið tjón þeir hafa gert landbúnaðinum með því. Stjórnir Norðmanna og Svía kost- uðu sýning norsku og sænsku hest- anna. Eg hefi hér að framan leitast við að skýra frá landbúnaðarsamkomunni í Óðinsvé í stuttu máli, einkum til þess að gefa lesendunum hugmynd um, hvernig slíkri samkomu erháttað. Margs hefi eg látið ógetið, sem mönn- um kynni að hafa þótt gaman að, og margs hefi eg minst með fám orðum að eins. Hjá hvorugu verður komist, þegar um svq mikið efni er að ræða, en tíminn naumur og rúmið lítið. Eg hefi áður minst á, hver mentun- aráhrif landbúnaðarsamkomurnar hef ðu. En aðal-markmið þeirra er þó að vekja áhuga á að framleiða beztu vörutegundirnar og kenna mönnum, hvernig þeir eigi að fara að því. þetta hefir oss íslendingum aldrei orðið áhugamál og því höfum vér aldrei lært það. Meira af varaskeifum. Honum er sýnilega meira í mun að þurfa ekki að ganga á berum kjúkun- um næstu missirin, bankastjóranum okkar. það er eins og hann geri varla annað um þessar mundir en að hugsa sér fyrir varaskeifum. Hann ætlar aldrei að fá nóg af þeim. Fyrst þótti honum óhultara að hafa oss Beykvíkinga fyrir varaskeifu í fyrirhuguðum þingmenskuleiðangri sín- um, ef Árnesingar kynnu að bila. Og hins vegar var hann öðru veifinu að hugsa um að hafa Árnesinga fyrir varaskeifu, ef valt yrði kjörfylgið hér í höfuðstaðnum. En nú þykir honum hvorugt það einhlítt. Nú er hann farinn að bera uiður í þriðja kjördæm- inu, og þar með ráðinn í að hafa bæði oss Reykvíkinga og Árnesinga að vara- skeifum samtímis. þær eru með öðrum orðum nú orðn- ar svo magrar, vonir bankastjórans vors, að Árnesingar eða Reykvíkingar muni sækjast eftir honum á þing, að hann hefir, að sögn, gert út mann til þess, að leita atkvæða handa sér í Kjósar- og Gullbríngusýslu. það er merkur bóndi einn hér í bæ, sem lagði á stað suður með sjó í fyrra dag í þeim erindum. þá er nú farið að leita fyrir sér svo óllklega sem líklega. Kjördæmið er, að kalla má gersam- lega undantekningarlaust, s t j ó r n a r- b ó t þeirrí sinnandi, sem vér eigum nú kost á. Svo alkunnugt og auðsætt hefir það verið, að 5 menn, sem allir eru nákunnugir í kjördæminu, hafa gert kost á sór þar til alþingismensku með skýlauBum yfirlýsingum um það, að þeir ætli sér að styðja stjórnarbót- ina, og enginn kjósandi hefir að því fundið. Um þvert og endilangt kjör-

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.