Ísafold - 26.09.1900, Blaðsíða 1

Ísafold - 26.09.1900, Blaðsíða 1
'Keraar nt ýmist einu sinni eða tvisv. í vikn. Yerð árg. (80 ark. minnst) 4 kr., eriendis 5 kr. eða l‘/a doll.; borgist fyrir miðjan júli (erlendis fyrir fram). 1SAF0LD. Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október. Afgreiðslustofa blaðsins er Austurstræti 8. XXYII. ársr. Reykjavík miðvikudaginn 26. sept. 1900. 59. blað. I. 0. 0. F. 829289. II________________ Forngripaxafnið opið md., mvd. og ld 11—12. Landsbankinn opinn hvern virkan dag ki 11—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Lanasbókasafn opið hvern virkan dag kl. 12—2 og einni stundu lengur (til kl. 3) md., mvd. og ld. til útlána. Ökeypis lækning á spítalanum á þriðjud og föstud. kl. 11 —1. Ókeypis augnlækning á spitalanum fyrsta og þriðja þriðjud. bvers mánaðar kl. 11-1. Ókeypis tanniækning i Hafnarstræti lb 1. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. Frá útlöndum. Búa-ófriðurinn nú algerlega á þrot- um. Lausafrétt frá miðjum þ. mán. — blöð hefir ekki í náðst svo nýleg — segja þá Kriiger og Steijn forseta komna á vald Bretum, eftir skæða höfuðorustu í Transvaal norðarlega. Frá Kínverjum það eitt að frétta, að ófriði virðist vera lokið þar að mestu. Br svo að heyra, sem banda- veldin útlendu hafi komið sér saman um að láta þau taka aftur við völd- um, keisarann og ekkjudrotninguna, en hafa setulið í Peking fyrst um sinn. Satt reyndist það, að þýzki sendi- herrann, v. Ketteler, var myrtar í Peking 18. júní. Hinir sendiherrarn- ir allir á lífi. Tveir merkismenn danskir, er hér þektu menn til alment, létust í mán- uðinum sem leið: N. P. R u m p, er var íslandsráðgjafi 1896—1899, og C. C. P. L i e b e, er lengi var hæsta- réttarmálafærslumaður og landsþingis- forseti m. m. Hann varð áttræður, en Rump rúmlega hálfsjötugur. Rump var amtmaður í Holbæk frá því í fyrra. Fyrir rúmum 30 árum var hann nokkur ár héraðsdómari í Fær- ©yjum. Hertoginn af Abrúzzum, náfrændi ítalíukonungs, kom til Noregs (Trums) 6. þ. m. úr norðurskautsför þeirri, er hann hóf í fyrra sumar suemma á skipinu »Stella polare«, norsku, eráður hét Jason og flutti dr. Nansen til Grænlands héðan 1888. Skipið varð fstept við Franz Jósepsland, á 82. stigi uorðurbreiddar. Bn þaðan var haldið á sleðum norður eftir, að dæmi dr. Nansens, og tókst í eitt skifti (af 4 alls) að komast 86 stig 33 mínútur norður frá miðjarðarbaug, en það er nær þingmannaleið lengra en þeir Nansen og Johansen komust (86,14). Ekki var hertoginn sjálfur í neinni sleðaförinni. Hann hafði skað^alið áður á höndum og misti af sér tvo fingur. þingkosninger nýgengnar um garð í Noregi. Niðurstaðan Uk og síðast: 77 vinBtrimenn, en 37 hægri, — þá, fyrir 3 árum, 79 og 35. Hægrimenn urðu nú ofan á í höfuðstaðnum, ólíkt því er þá var. Framfaramenn eru mjög óánægðir orðnir með Steeus- ráðaneytið; þykir það duglaust og sér- plægið. »Svarta dauða« var vart orðið í Glasgow á Skotiandi; fáeinir dáið úr pestinni, en 100 grunaðir. Góðar vonir um, að hún verði stöðvuð. Hald- ið að hún hafi þangað borist með skipi frá Ástralíu. Hún komst til Portúgal f fyrra, en tókst að stemma stigu fyrir henni þá. Bresci, konungsmorðinginn ítalski, var dæmdur 29. f. mán. í ævilanga varðbaldsvist, með því að líflátshegn- ing var úr lögum numin á Ítalíu fyr- ir nokkrum árum. Dáinn er Fr. Nietzsche, þýzki heimspekingurinn frægi, rúmlega hálf- sextugur. Var vitskertur 11 árin síð- ustu, sem hann lifði. Alþingiskosningar. Norðmýlingar kusu 10. þ. m. þá Einar Jónsson prófast í Kirkjubæ, með 129 atkv., og Jóhannes Jóhannesson sýslumann með 115 atkv. Tveir voru aðrir í kjöri: síra Binar þórðarson í Hofteigi, er hlaut 109 atkv., og Jón Jónsson læknir á Vopnafirði, sem fekk 97 atkv. Alls á kjörfundi 225. Sunnmýlingar kusu s. d. þá. Axel V. Tnlinius sýslumann með 97 atkv., og Guttorm Vig/fússon búfræðing með 88 atkv. Tveir voru aðrir þar í kjöri, er fengu rúm 70 at- kv. hvor. f>að voru þeir síra Magnús Bl. Jónsson í Vallanesi og Ari bóndi Brynjúlfsson á þverhamri. f>á endurkusu Vestmanneyingar 15. þ. m. dr. Valtý Guðmundsson háskólakennara með 41 atkv. Aðrir eigi þar í kjöri. Kosnir voru í Hafnarfirði 22. þ. m. fyrir Kjósar- og Gullbringusýslu þeir Þórður J. Thóroddsen héraðslæknir með 135 atkv., og Björn Kristjánsson kaupmaður í Reykjavík með 120 atkv. |>ar var tvíkosið, enda 6 í kjöri alls. Við fyrri kosningu skiftust atkv. á þá 6, sem hér segir: B. Kr. 108, |>. J. Th. 102, Jón jpórarinsson skólastjóri 87, síra Jens PálsBon 61, þórður hrepp- stjóri Guðmundsson á Hálsi 49 og Guðm. bóndi Magnússon í Elliðakoti 41. þá gáfu þeir sig frá, þ>. G. og G. M., svo ekki urðu eftir nema 4. Fekk þá Jón þórarinsson 117, að eins 3 atkv. færra en B. Kr., en síra Jens Pálsson 84. Loks kusu Árnesingar 22. þ. m. þá Sigurð Sigurðsson búfræðing frá Langholti með 154 at- kv., og Hanncs Þorsteinsson ritstjóra með sömu atkvæðatölu. |>ar voru og 2 í kjöri aðrir: Pétur barna- kennari Guðmundsson frá Eyrarbakka, er hlaut 125 atkv., og síra Magnús Helgason á Torfastöðum, er fekk 113 atkv. Stærsta hneykslið Langmesta hneykslið í hinum minni- legu alþingiskosningum hér árið 1900 er og verður kosningin í Árnessýslu um daginn. Slæmar eru þær víða; en engin ber af henni. |>að eitt brestur á, að hún sé rétt- nefnt fyrirmyndar-aflagi, að Sigurður búfræðingur fekk þó fleiri atkvæði en Pótur þessi Guðmundsson. þeir hefðu þurft að vera samsíða, f>jóðólfs-mað- urinn og Pétur sá, en Sigurður að koma langt þar á eftir, og síra Magn- ús loks að reka lestina, eins og hann gerði. |>á hefði röðin samsvarað sér; þá hefði hún verið reglulega háborin háðung. Varla hefir nokkurn tíma nokkurt þingmannsefni átt melra trausti og vinsældum að fagna en síra Magnús átti í sínu kjördæmi til skamms tíma, ekki einungis meðal helztu manna í sýslunni, bæði almúgastéttar og ann- ara, heldur og meðal fjöldans, meðal allra héraðsbúa undantekuingarlaust. Til skamms tíma: þangað tíl örstuttum tíma fyrir kjörfund. |>á er moldvörpu- iðja óskammfeilinna lýðskjalara búin að grafa það undan honum, að hann, sem gengið var að v/su um fyrst í stað að kosinn mundi verða nær í einu hljóði, á lengst allra í land að ná kosningu, þeirra er í kjöri voru. Og þetta er gert algjörlega mót betri vitund, í þeim einum tilgangi, að koma að mönnum, sem kjósendur vissu glögt um, að aldrei komast þang- að með tærnar, sem síra M. H. hefir hælana, — sem allir kunnugir menn og skynbærir vita um eins og af hönd- unum á sér, að eru alls ófærir til að gera nokkurt gagn á þingi. f>að var ekki þeim að þakka, hinum þokka- legu forsprökkum óhæfu þessarar, að ekki tókst að koma að nema öðrum þeirra; þeir létu ekki sitt eftir liggja til þess. Fátt sýnir áþreifanlegar en annar eins atburður og þetta, á hve afar- lágu og lélegu menningarstigi allmikill hluti þjóðar vorrar er staddur. Hér er til múgur og margmenni, sem er gjörsneyddur allri vitund um, að þeim sé skylt að bera hag lands og lýðs fyrir brjósti með því að vanda til um fulltrúa þá, er ráða eiga lögum og lofum fyrir þjóðina. Með óviðjafnanlegri lótt- úð, þekkingarleysi og bugsunarleysi, ef eigi strákskap, láta þeir mikilvægustu þegnleg réttindi sín fyrir enn minna lítilræði en Esaú frumburðarrétt sinn forðum. f>ingmenskan er í þeirra augum nánast bitlingur, er á sama stendur, hver hlýtur, og þá eðlilegast og einfaldast að Bleppa honum við þann, sem þarfnast hans helzt eða ákafast her sig eftir björginni, ýmist sjálfur eða fyrir milligöngu kunningja sinna. Hvernig á svona þjóð að þrífast? f>jóð, sem er þeim leiðitömust, er koma sér í mjúkinn hjá henni með skrumi og skjalli fyrir það, er henni er sízt gefið, — sem blekkja hana og villa, í stað þess að leiðbeina og fræða, innræta henni óvild og tortrygni við sína nýtustu menn og fleka hana þar með til að vera böðull sjálfrar sín. Frá kjörfundunum. Um kosninguna í Norður-Múlasýslu á Fossvelli 10. þ. m. er ísafold skrifaS austan að: »Síra Einar í Hofteigi Þórðarson var þegar frá upphafi talinn allra manna vísastur að ná kosningu hér; hann á miklum vinsældum og trausti að fagna í kjördæminu. En þaö fór þó nokkuS á annan veg, er til kastanna kom. VopnfirSingar reistu flokk í móti, með verzlunarstjórana þeirra Örum & Wulffs og Vídalíns í broddi fylkingar. Og merkisberinn í þeirri fylkingu varð Jón læknir. Þeir lótn einskis ófreistað og ekkert til sparað. Ólafur Davíðsson er hæfileikamaður og ber að því leyti til höfuð og herðar yfir fjöldann af Vopnfirðingum. Ganga fnisar sögur af þvf, hverjum ráðum beitt hafiveriðþar við kjósendur. Fór svo á kjörfundinum, að sumir þeirra, er jafnvel höfðu skor- að á síra E. Þ. að gefa kost á sér, greiddu ekki honum, heldur Jóni lækni atkv.—En þá var nú að fá mann á spyrðu bandið móti Jóni lækni. Og var síra Ein- ar f Kirkjubæ kjörinn til þess. Hér vék þó dálítið skrftilega við. Þvísíra Einar Jónsson bauð sig fram með sömu trúar- játning í stjórnarskrármálinu sem þeir nafni hans í Hofteigi og Jóhannes sýslu- maður, sem só Rangárfundar-samþykt- ina í sumar. En Ólafur Davíðsson er eldrauður í aðra röndina og arnljózkur í hina. Og það er auðvitað tiúarjátn- ing Vopnfirðinga, að undanteknum nokk- urum sérstaklega sjalfstæðum mönnum þar, svo sem síra Sigurði P. Sivertsen, P. Guðjohnsen, Runólfi hreppstjóra Hall- dórssyni. En þessi varð þó niðurstaðan. Þegar síra Einar próf. vissi þetta gjörla, fór hann loks að hreyfa því, að hann mundi bjóða sig fram. Nálega hverj- um einasta kjósanda x Vopnafjarðar- hrepp var svo sraalað austur á Fossvöll til að gefa Jóni og síra Einari í Kirkju- bæ atkvæði. Sóttu þaðan rúmir 70 af af 80 á kjörskrá. En, sem betur fór og maklegt var, fóru þeir liina verstu fýluferð, sem farin hefir verið yfir Smjörvatnsheiði, að því er aðalerindið snerti: að koma Jóni lækni á þing. Þeir munu hafa talið sér sigurinn vfs- an, er þeir riðu af stað, svo fjölmennir, og ekki var sparað að »halda þeim við trúua« með brennivínsaustri og öðrum æsingum; en Seyðfirðingar, Borgfirð- ingar og Jökuldælir með dálitlum lið- styrk úr ýmsum öðrum hreppum kjör- dæmisins veittu þar hraustlega viðnám og ráku Vopnfirðiuga af höndum sér við lítinn orðstir norður yfir heiði. Úr Seyðisf. sót.tu kjörfundinn 48 kjós- endur, og er það margfalt fleira en dæmi er til hór á kjörþingum.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.