Ísafold


Ísafold - 29.09.1900, Qupperneq 2

Ísafold - 29.09.1900, Qupperneq 2
238 Kosninga-ferð. Eg lagði á stað vestur á Snæfellsnes þ. 14. þ. m. í því skyni að leita þar kosningar; hafði reyndar enga von um árangur í því efni. En svo fast var sótt af nokkurum mönnum í kjördæm- inu, að eg legðist ekki þá ferð undir höfuð, að mér fanst rangt að láta standa á m é r. Og þó að kosningaúrslitin þar í kjördæminu hafi ekki orðið sérlega glæsileg frá mínu sjónarmiði, þá er það fjarri mér að sjá eftir ferðinni. Mér finst eg vera nokkuru fróðari eft- ir en áður, og hafa séð sumt það í ferðinni, sem eg kýs heldur að hafa séð með mínum eigin augum en taka trúanlegt af annara sögusögn. Eg hélt að kalla má beina leið vest- ur í Ólafsvík. Og þegar þangað kom, varð eg þess brátt var, að eg átti þar miklu meira kjörfylgi að fagna en eg hafði gert mér í hugarlund. Skrifleg- ur samningur hafði venð gerður um að fá leigt gufuskip til að flytja kjós- endur þaðan að utan á kjörfundinn. Og brygðist ekki skipið, þótti þeim, er gengist höfðu fyrir kosningasamtökun- um, alt að því óhugsandi, að eg fengi ekki eitthvað yfir 100 atkvæði. Svo kom hvassviðrið mikla að morgni þ. 20. þ. m., eitthverc mesta afspyrnu- veður sem a,ldraðir menn þar mundu eftir. |>ví fylgdi sjógangur mikill, eins og við var að búast, og kunnugir sjó- menn urðu þá þegar vondaufir um skipið, með því að það var vestur á Patreksfirði, töldu ólíklegt, að það mundi leggja í röstina. Nokkuð slot- aði óveðrinu, þegar á daginn leið, en mikil veðurhæð hélzt þó þann dag all an og fram á kvöld næsta dag. Sjór- inn var og ófrýnn mjög. jórátt fynr það fóru menn að flykkj- ast til Ólafsvíkur um hádegisbilið á föstudaginn úr Breiðavfkurhrepp og Neshreppunura ytri og innri. Kjós- endur mína úr Eyrarsveit átti skipið að taka á Grundarfirði. Mér var sagt, að hver maður, að kalla mætti, hefði efnt loforð sín um að koma. Kæmi nú skipið, var mér talinn sigurinn vís. En það kom ekki. þarna stóð all- ur kjósendaflokkurinn og starði út á sjó- inn að öllum jafnaði, til þess að vita, hvort hvergi sæist gjósa upp reykur úti í sjóndeildarhringnum. En ekkert var að sjá annað eu æstar öldurnar. Nokkurir hinna kappsömustu fóru þá að ganga mann frá manni til þess að útvega sér hesta. En þeir eru ekki nema örfáir til í Ólafsvík. Fæstir þeirra, er komið höfðu að ríðandi, voru svo hestaðir, að nokkurt viðlit væri fyrir þá að leggja á stað iun í Stykk- ishólm á sínum reiðskjótum. Sumir voru á lánshestum, sem þeir máttu ekki fara með lengra en til Ólafsvík- ur; hjá öðrum var ójárnað, en hesta- járn engin til í Olafsvík, o. s. frv. Fjölmenni gat því ekki þaðan farið á kjörfund landveg. þeir menn voru og í hópnum, sem kváðust þess albúnir að leggja upp á opnum skipum stórura. En það var talið úr, með því að mjög tvísýnt væri, að þröngar »leiðir«, sem fara verður, væru færar. Enda hefir það vafalaust verið fremurhugsað af kappi en forsjá að leggja út í slíka ferð und- ir kvöldið. Loks var afráðið, að þeir færu land- veg, sem með nokkuru móti gætu kom- ist það. En allur þorrinn ætlaði að reyna að leita sér húsaskjóls um nótt- ina í Ólafsvík og bfða þess að útséð væri um, að skipið kæmi svo snemma, að þess yrði kostur að ná í kjörfund- inn. Kl. 7 héldum við á stað frá Ólafs- vík í hvassviðri og snjóhraglanda. þegar komið var inn að Búlandshöfða vorum við 16 í hópnum. |>á vardag- sett og sá hvergi til lofts. Framan í höfðanum er voðavegur. Gatan liggur eftir snarbrattri skriðu. En fyrir of- an Bkriðuna og neðan eru háir hamr- ar. Vindurinn stóð beint á bak okk- ur og komst undir barðið á sjóhattin- um mínum, svo eg varð að halda hon- um á höfðinu. á mér með annari hend- inni, og var hann þó bundinn. Við hvert fótmál mátti búast við að sand- ur og grjót væri runnið í götuna eftir allar rigmngarnar. Og ekkert sást nema snjóhvítur, öskrandi brimgarður- inn fyrir neðan hamrana. Fáir menn í mínum sporum mundu þá hafa getið varist þeirri hugsun, að förunautum mínum væri nokkur al- vara. f>eir leggja út í þetta ferðalag í algerðu vonleysi um sigur, í þvf skyni einu, að lýsa yfir sannfæring sinni með a^kvæðum sínum á kjörfundi. Ekki gat þeim gengið til vinátta við mig, því að tveim mönnum undanteknum, Einari umboðsmanni Markússyni og síra Helga Árnasyni, get eg varla sagt, að nokkur þeirra hefði nokkurt orð við mig talað. Alla nóttina héldum við áfram ferð- inni og komum ekki í Stykkishólm fyr en kl. hálf-tólf daginn eftir, hálfri stund áður en kjörfundur átti að byrja. Eg hafði að eins ráðrúm til þess að finna Sigurð prófast Gunnarsson að máli og spyrja hann, hverjar vonir hann gerði sér um kjörfylgi. Hann er manna ástsælastur, eins og maklegt er. Alþýða mauna veit vel, að f öll- um efnum vill hann koma fram til góðs. Sýslumaður nýtur þeirra vin- sælda, sem h a n n á skilið. Prófast- ur er reyndur þingmaður og andstæð- ingar stjórnarbótarinnar þurfa ekki að fælast hann, svo sem kunnugt er. fpegar verið var að safna undirskriftum fyrir sýslumann í vor, tjáðu kjósendur prófasti hver um annan þveran, að þeir hefðu skrifað undir fyrir þá sök, að þeim hefði verið talin trú um, að hann yrði ekki þar í kjöri, og að þeir teldu sig ekki sýslumanni bundna að öðrum kosti. Og sfðan hefir meðal annars »Helgafellsslagurinn« gerst, sem skýrt hefir verið frá bæði í ísafold og þjóðviljanum, atburður, sem einn út af fyrir sig hefði átt að nægja til þess að aftra sjálfstæðum og hugsandi kjós- endum frá að senda annan eins full- trúa á þing eins og Lárus sýslumann Bjarnason. En þrátt fyrir þetta kvaðst prófast- ur ekki geta gert sér von um að kalla mætti neitt fylgi. Og hann mun hafa gert kost á sér eingöngu í því skyni, að fá sem skýrastar sannanir fyrir sýslumannsvaldinu. Atkvæðin, sem hann hlaut, urðu ekki heldur nema 9, þar af 3 úr sóknum hans, þar sem hann hefir haft mest færi á að láta gott af sér leiða og er bezt þektur að hvers konar drengskap. í>á er að skýra lítið eitt frá kjör- fundinum. Eg get ekki sagt, að eg hafi gert mér scrlega háfleygar hugmyndir fyrir fram um óhlutdrægni og prúðmensku kjörstjórnaroddvitans. þvíað eg þekti hann nokkuð af afspurn. En eg hafði þó ekki búist við því, að hann mundi beita sér jafnósleitilega á fund- inum og raun varð á. Eg hafði t. d. ekki gert mér í hng- arlund, að hann mundi setja fundinn með annari eins kjörstjóra-ræðu og þeirri, er hann hélt. í þeirri ræðu gerði hann þá grein fyrir mikilvægi kosninganna, að hér á landi ættu menn að velja milli tveggja flokka. Annar flokkurinn v i 1 d i eyða landið, v i 1 d i sólunda fé landsins í glæfra- fyrirtæki og bitlinga og v i 1 d i tæla menn af landi burt með Vesturheims- ginningum. Hinn flokkurinn vildi vinna landinu alt það gagn, sem hon- um væri unt. Eg mótmælti þessuin gífurlegu um- mælum í byrjun ræðu minnar, neitaði því, að n o k k u r flokkur manna vildi vinna landinu það mein, sem kjörstjóri hafði á minst, og taldi það móti anda kosningarlaganna, ef ekki bókstafnum beinlínis, að oddviti léti sér slík orð um munn fara í embætt- is nafni. En þá tók oddviti fram í fyrir mér og kvaðst banna mér að koma með nokkurar aðfinningar við gjörðir kjörstjórnarinnar! H a n n hafði sem kjörstjórnarodd- viti leyfi til að lýsa þingmálaflokkun- um á þá leið, sem hann hafði gjört, en e g hafði ekki sem þingmannsefni leyfi til að mótmscla illmælunum! Meðan eg var að tala, hafði eg eng- an frið fyrir oddvitanum; hann var sí- felt að taka fram í — ýmist til þess í embættísnafni að áminna mig um að vera fáorðan — eg mun nafa talað alls hálfa klukkustund — eða þá til þess að gera aðrar athugasemdir við það, sem eg var að segja. þess á milli hvíldi einn af skósveinum hans hann í þeirri iðju, Einar nokkur |>or- kelsson. Eg tók eftir honum þegar i kjörfundar byrjun, og furðaði mig á, hve kynlega væri blandað saman heiinsku og lymsku í svipnum á mann- inum. Enda vann hann það til að gera sjálfan sig all-skoplegan með ó- trúlega einfeldnislegum spurningum í því skyni að vekja óþolinmæði mína — sem ekki tókst. Sama bragðmu reyndi hann að beita við síra Sigurð Gunnarsson, og árangurinn varð hinn sami. Eins og nærri má geta, gerði sýslumaður enga gangskör að því að hefta þetta atferli. Af ræðu þeirri, er sýslumaður flutti sem þingmannsefni, ræðu, sem auð- heyrt var á ýmsu, að hann hafði sam- ið fyrir fram og lært utan að, nenni eg sem fæst að segja. Hún var í einu orði samboðin kjörstjóra-ræðu hans. Stjórnartilboðið ekkert annað en und- irferli. Ráðgjafanum ekki ætlað að vera Islendingur og e k k i ætlað að koma á þing. Blaðamennirnir, sem með stjórnartilboðinu mæltu, væru svo fáfróðir, að þeir vissu það ekki, sem lögfróðir menn auðvitað vissu, að ráð- gjafanum va>ri heimilt eftir stjórnai- skránni að sitja á alþingi(fl). Með veðdeildinni hefðu peningar Lands- bankans nú þegar aukist um 1,200,000 krónur. íslandsbankinn fyrirhugaði ætti ekki að lána neitt fé gegn fast- eignarveði, heldur eingöngu vera »dis- contobanki« og einkenni slíkra banka væri að lána gegn 4°/« vöxtum um mán- uðinn! f>egar sú staðhæfing kom, ætl- aði eg ekki að trúa mínum eigin eyr- um. Eg hélt, eg hefði misskilið mann- inn. Eg átti svo tal um þetta við lækninn í Stykkishólmi síðar um dag- inn, og hann hafði skilið orð hans á sama veg sem eg. Efcir þessu var ræðan öll. Eintóm rangfærsla og blekking frá upphafi til enda. |>að var eitthvað átakanlegt við það, að sjá háskólagengið yfirvaldið standa þarna frammi fyrir öllum þessum bændum og telja þeim trú um alla þessa vitleysu. Vesöl er sú þjóð sann- arlega, sem hlíta verðurslíkri leiðsögn og slíkum yfirvöldum, hvort svo sem vitleysan stafar af fáfræði, heimsku eða hrekkvísi (þ. e. uppgerð). Síðar á fundinum framdi kjörstjórn- ároddvitinn skýlaust lagabrot, þrátt fyrir mótmæli mín. I 31. gr kosningarlaganna stendur: »Kjósend- ur þeir, er mæla fram með einhverj- um til kosningar, og þingmannaefni skulu látnír taka til orða eftir upp- haf^taf í nöfnum þingmannaefnanna*. þrátt fyrir þessi ótvíræðu Iagafyrir- mæli var sýslumaður ófáanlegur til annars en að láta sína meðmælendur taka til máls á e f t i r meðmælendum síra Sigurðar — refarnir sýnilega til þess skornir, að engum skyldi verða unt að taka til máls gegn miður vin gjarnlegri árás, sem Einar þorkelsson var látinn gera á mig síðastur allra ræðumanna. Annað lagabrot leitaðist kjörstjóri við að fremja á fundinum, en hætti þó við það fyrir fortölur mínar — skoraði á menn að ganga til kosninga, án þess að gefa kjósendum færi á að leggja spurningar fyrir þingmannaefn- in. Ut af því varð einn kjósandinn allæstur og lýsti yfir því, að það væri »helvíti hart«, að banna mönnum að taka til máls samkvæmt kosn- ingalögunum. Sýslumaður . tilkynti þeim manni síðar um kvöldið, að hann yrði tekinn fastur, ef hann bæði Big ekki fyrirgefniugar. Maðurinn vildi vita, á hverju hann ætti fyrir- gefningar að biðja. Sýslumaður neit- aði að gera grein fyrir því. En svo miklum ótta gat hann komið inn hjá mannÍQum við handtökuna, að hann bað fyrirgefningar, án þess að sýslu- maður segði, á hvern hátt honum hefði yfirsést.y Eg hefi ýmsu slept úr þessari frá- sögu, sem vel væri þess vert að á það væri minst. En þetta yrði alt of langt mál, ef alt væri til tínt. Eins dæmis skal eg þó geta að end- ingu um kurteisi þessa prúðmennis, sem er yfirvald Snæfellinga. Meðan síra Sigurður var að halda sína ræðu úti á riðinu við þinghúsið — kjósend- ur stóðu fyrir neðan úti fyrir — stóð eg inni í þinghússalnum og hr. Sæ- mundur Halldórsson, einn af kjörstjór- unum, sat þar við borð. Aðrir voru þar ekki þá, og við vorum báðir að reykja. Sýslumaður kemur inn, stað- næmist fyrir framan mig með þeim embættissvip, sem bonum er laginn, hvessir á mig augun og segir: »Ég er vanur að banna mönnum að reykja á mannfundum hér í húsinu«. Eg sagð- ist auðvitað hlýða því banni, þegar því væri til mín beint. En eg hefði leyft mér að reykja af því að þarna sæti maður úr kjörstjórninni við hlið- ina á mér reykjandi. — »Eg er ekki að tala við mann úr kjörstjórninni. Eg er ekki að banna h o n u m að reykja«, segir sýslumaður þá. Hugleiðingar út af þessum kjörfundi komast ekki að í þetta sinn rúmsins vegna. En naumast get eg stilt mig um þær til fulls og alls. E. H. Veðrátta. Mikil ótíð helzt enn hér sunnanlands, að undanteknum 2—3 dögum núna f vikunni með þerriflæsu, sem kom að töluverðum notum sumstaðar, en litlum í sumum sveitum, meðfram vegna kulda: frost á nóttu o. s. frv. Sama að frétta af Vestfjörðum og úr vestursýslunum norðanlands. En í austursyslunum nyrðra frá Eyja- firði og í Múlas/slum hefir verið önd- vegistíð fram um miðjan þennan mán- uð að minsta kosti, að því er frózt hefir, hl/ir sunnanvindar fyrir norðan með allgóðum þerri. Heyskapur geng- ið þar mætavel. Strandf.bátur Hólar, kapt. Öst-Jakobsen, kom < morgun austan um land og sunnan, með mikinn fjölda farþega, 200—300, mest kaupafólk. Auk þess kom með skipinu Jón prófastur Jónsson á Stafafelli, cand. Magnús Magnússon frá Cambridge,

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.