Ísafold - 03.11.1900, Blaðsíða 2

Ísafold - 03.11.1900, Blaðsíða 2
266 þess, að ekki hafa nema tiltölulega örfáir menn hér á landi hugmynd um etofnanir þær, sem kallaðar eru lýð- háskólar. |>að er ein áþreifanlegasta sönnuuin fyrir þeirri óumræðilegu einangrun, sem vér eigum við að búa, ekki að eins líkamlega, heldur og andlega, að enn skuli enginn maður hafa orðið til þess að fræða Islendinga um þessar stofnanir — jafn-mikinn þátt og þær hafa átt í því að efla menningu þeirr- ar þjóðar, sem vér höfum langmest saman við að sælda. Ágætt efni væri það, eigi að eins í langa ritgjörð, heldur í heila bók, að skýra frá sögu þessara skóla og fyrirkomulagi, mark- miði og áhrifum. Og sannarlega ætt- um vér margt að geta iært af slíkri bók. Aðalstefnu þeirra má sjálfsagt telja þá, að leitast við að gera æskulýðinn aðnýtum mönnum á þann hátt, að vekja og örva vilja þeirra. því að þeir, sem fyrir þeim Btanda, hafa gert sér það fyllilega ljóst, að það er svefn viljans, sem frarnar öllu öðru stendur fram- förum manna fyrir þrifum. Sofandi vilja er það framar öllu öðru að kenna, að menn hafa ekki raann- rænu í sér til þess að færa sér í nyt gæði náttúrunnar. Sama svefninum er það að kenna, þegar menn láta óhlut- vönd yfirvöld kúga sig. Af Bvefni vilj- ans stafar það, að hirða ekkert um að fá neina þekking á landsmálum, láta gera sig að hér um bil skynlausum í- látum, sem fylla má öllu, jafnt frá- leitustu vitleysu sem ómótmælanleg- asta sannleika. Af sama svefninum stafar það, að hirða ekki um heilsu sína og sinna, að vera eins og úti á þekju gagnvart öllum andlegum hreyf- ingum o. s. frv., o. s. frv. Vanþekkingm, fátæktin, menningar- leysið, aumingjahátturinn — að mjög miklu leyti stafar það af því, að ekki hefir tekist að vekja vilja mannanna. Og meðan svo stendur, koma ráð- stafanir þær, sem gerðar eru til þess að menn skuli geta átt kost á nokk- urum fróðleik, að nauðalitlu haldi. Sumpart færa menn sér þær alls ekki í nyt, sumpart verða þær ekki að notum, þó að menn séu að reyna að færa sér þær í nyt. f>etta hafa lýðháskólamennirnir dönsku séð flestum mönnum ljósara. Og fáir munu þeir Danir vera, sem ekki kannast við það, að þessir skól- ar hafi átt afar-mikilsverðan þátt í að gera danska bændur að fyrirtaksbú- mönnum, námfúsum og víðlesnum mentavinum, mönnum, er heitt og hjartanlega unna ættjörð sinni, þraut- góðum og staðföstum áhugamönnum um landsmál, sem haldið hafa uppi, þrátt fyrir hina mestu örðugleika, hvern áratuginn eftir annan, baráttu fyrir sinni skoðun á stjórnfrelsi, skoð- un, sem sýniiega er að vinna fullan sigur, þótt hægt fari. »Lýðháskólun- um getum vér þakkað góða danska smjöriði, segja Danir. Og það sýnir ljóslega, hve afar-víðtæk þeir telja á- hrifin af þessum skólum, jafn-óbeint og sambandið óneitanlega er milli þeirra og smjörgerðarinnar. f>að eitt, auk svo margs aDnars, sýnir, hve mikinn þátt þeir telja skóla þessa eiga í því, að Danir eru orðnir að þeirri menningarþjóð, sem þeir óneit- anlega eru, þjóð, sem um allan hínn siðaða heim nýtur hinnar mestu virð- ingar, þótt hún smá sé, þjóð, sem í mörgum efnum stendur þeim þjóðum jafnfætis, sem lengst eru komnar í framsókninni. Fari nú svo, sem vér teljum ekki ósennilegt, að lýðháskólastofnunin í Færeyjum verði einhverjum mönnum hér á landi tilefni til þess, að hugsa um, hvort það muni ókleift fyrir oss,' sem frændur vorir í Færeyjum veita sér, þá verður sjálfsagt, eins og vér sögð- um áður, það aðal-vafa-atriðið fyrir mörgum manninum, hvort vér þurf- um í raun og veru á slíkri stofnun að halda. |>ví að fyrst og fremst í- myndar mjög mikill hluti þjóðarinnar sér, að fróðleikurinn einn nægi til þess að lyfta þjóðinni upp í menning- una — og það jafnvel þótt nauðalítið sé af honum. Og í öðru lagi finst sjálfsagt mörgum, að oss miði ágæt- lega áfram, — jafnvel þótt þeir segi í öðru orðinu, að fjöldi bænda hlypi burt frá jörðum sínum, ef þeir gætu við þær losnað; að vér getum ekki fært 088 í nyt auðinn í landinu nó umhverfis það; að vér getum lítið framleitt, sem aðrar þjóðir vilja nýta; að verzlunin sé víðast hvar stein- drepandi fyrir efnahag manna; að menn hafi ekki efni á að eignast nokkura bók, og ekki andlegan þroska til að færa sér hana í nyt, ef nokkuð sé í hana varið; og þar fram eftir götunum. En þegar þessar skoðanir eru farn- ar að lúta í lægra haldi með þjóð- inni — þegar hún fer að gera sér það ljóst, að með því háttalagi, sem nú er ríkjandi hér á landi, getum vór engum orðið samferða — ekki einu sinni Færeyingum —, þegar henni fer að skiljast það, að fróðleikurinn kem- ur hverjum manni og hverri þjóð að litlu haldi, meðan vanrækt er að vekja viljann —, þá eru allar líkur til, að hún krefjist þess, að einhver gangskör sé að þeirri vakningu gerð. Og þá hlýtur stofnun lýðháskóla að komast á dagskrá hér á landi. Frá útlöndum. Blöð hafa hingað borist ensk til 24. f. mán. Sama þrefið enn suður í Transvaal og Óraníuríki. Bóberts marskálkur, yfirhershöfðingi Breta þar, ætlaði að halda heim til Englands um vetur- nætur, en nú kvað ekki vera von á honum fyr en um eða eftir miðjan vetur. Býst við að eiga það langt eftir að bíta til hlítar úr nálinni við Búa. þeir gera Bretum eigi síður margvíslegan óskunda suður í Óraníu- ríki, er þeir Bóberts þóttust hafa unn- ið alt herskildi fyrir mörgum mánuð- um og þá var innlimað Bretaveldi í orði, heldur en í Transvaal. — Krilg- er kominn á leið hingað í úlfu. Ferð- inni heitið norður til Hollands, á náð- ir frændþjóðarinnar þar. Hann ætlaði að koma við í Marseilles á Frakklandi og halda þaðan landveg. En Frakkar í hálfgildings-vandræðum um, hvernig þeir ættu að taka honum. Eru Bú- um hlyntir af alúð; en smeykir við að styggja Breta. Með Kínverjum og stórveldunum ekki fullsamið enn, og mun eiga langt í land. Kínverjar beita öllum brögð- um lævíslegrar undirferli og tvíveðr- ungs til að draga samningsmálin fram á vetur, og freista þá, hvort eigi tekst að koma hinum fáliðaða útlenda sam- bandsher á kaldan klaka, en Bússar sýnt sig líklega til að smeygja sér úr bandalaginu og skara eld að sinni köku með launmálum við Kfnverja- stjórn um sneið þá norðan af ríkinu, er þeir hafa lengi litið ágirndaraugum (Mantsjúríu) eða einhver meiri háttar ítök þar að minata kosti. Upp komst í f. mán. banatilræði við Bússakeisara, er staddur var suð- ur á Krím. Stúdent frá Moskvahá- skóla var staðinn að verki við gröft undir jarðgöng, er brautarlest með keisarann átti að fara um, og hafði þegar komið þar fyrir svo miklu sprengitundri, að nóg var ekki einung- is til að mylja lestina alla, heldur og til að sprengja jarðgöngin öll mjölinu smærra. þingkosningum lokið á Englandi. f>eir Salisbury og hans liðar hafa við- líka mikinn meiri hluta í neðri máls- stofunni eins og áður, 134 atkv. (áður 132). Búist þó við nokkurri breytingu á ráðaneytinu. Meðal annars mælt, að Salisbury ætli að losa sig við stjórn utanríkismála og fela þau Balfour lá- varði, systursyni sínum, er verið hefir innanríkisráðherra og leiðtogi neðri málstofunnar. Hertoginn af York, elzti sonur prinzins af Wales og konungsefni Breta eftir hann, ætlar í vetur og þau hjón . bæði til Ástralíu með þeim erindum, að helga fyrir hönd ömmu sinnar, Viktoríu drotningar, hið fyrsta sambandsþing nýlenduríkjanna ensku þar, er gengið hafa í sams konar ríkis- samband eins og Bandaríkin í Norð- urameríku. Vilhjálmur keisari hinn þýzki hefir skift um ríkiskanzlara: veitt lausn Hohenlohe fursta, er það embætti hefir haft á hendi nokkur ár, eftir Caprivi, þann er við tók af Bismarck, og skipað í hans stað Bulow greifa, er farið hefir með utansíkismál fyrir keisarann um hríð. Hannernú og for- sætisráðherra Prússaveldis. Hohenlohe var bominn á níræðisaldur (82 ára). Vilhelmína Hollandsdrotning, mey- konungur þess ríkis, tvftug að aldri, ætlar að ganga að eiga hertoga frá Mecklenburg-Schwerin.Hinrik að nafni. Oskar II. Svfakonungur veikur, til muna. Hann er kominn á áttræðis- aldur. Manntjónið á Arnarfirði 20. sept. f>eir voru 18 alls, sem druknuðu þann dag, frá nokkurum heimilum í Arnarfjarðardölum, á 4 bátum. f>ar af voru 5 vinnumenn síra Lárusar Benediktssonar í Selárdal og 5 land- setar hans. það eru 6—7 býli í Selár- dalnum önnur en sjálft prestssetrið, en fólkstala í dalnum alls 50—60 á undan slysinu, með 20 fullorðnum karlmönnum. Af þessum 20 lifðu ein- ir 5 eftir, en 15 druknuðu. þessir 15 eru: 1. f>órður Davíðsson bóndi á Skeiði, mesti hæfileikamaður og ágæt lega vel mentaður, sundkennari og söng- kennariog nýtasti maður í hvívetna, 30 ára. Lætur eftir sig ekkju og 4 börn ung,og auk þess aldraðan föður. 2. Ólafur Kristjánsson, bóndi í Króki, 41 árs. Lét eftir sig ekkju, 2 ung börn og örvasa móður. 3. Andrés þorgeirsson, bóndi í Bima, 54 ára. Lét eftir sig ekkju. 4. Páll Einarsson, bóndi á Húsum, 35 ára. Lót eftir sig ekkju og 1 ungt barn. 5. Elías Oddsson, bóndi á Uppsöl- um, 43 ára. Lét eftir sig ekkju og 7 börn. 5. Jón Elíasson, sonur Elíasar, 14 ára. 7. Jón Sumarliðason, húsmaður í Tótt, 50 ára. Lét eftir sig ekkju. 8. Ólafur Helgaaon, húsmaður á Skeiði, 45 ára. Lét eftir sig ekkju og 2 börn. 9. Bjarni Jónsson, vinnumaður í Selárdal, 63 ára. Lét eftir sig ekkju. 10. Jóhannes þórðarson, vinnum. í Selárdal, 39 ára, kvæntur, lét eftir sig 1 barn. 11. Finnur Magnússon, vinnum. f Selárdal, 45 ára, ókvæntur. 12. Guðmundur Einarsson, vinnum. í Selárdal, 18 ára. 13. Guðmundur Ingibjartur Guð- mundssoD, vinnum. í Selárdal, 14 ára. 14. Olafur Jósúa Jónsson, vinnum. á Skeiði, 22 ára. 15. Gísli þórarinson, unglingspiltur frá Bfldudal. En fremur fórst báturn frá Feitsdal (Feigsd.) með 3 mönnum. jþeir voru: 16. Jón Jónsson, vinnumaður í Feitsdal, 71 árs. Lét eftir sig ekkju. 17. Jón Jónsson, lausam. s. st., 25 ára, ókvæntur. 18. Guðmundur Egilsson, vinnum. s. st., 27 ára. Lét eftir sig ekkju vanfæra. ; Veðrið skall á þar í Arnarfirði ekki fyr en kl. 8 um morguninn, miklu seinna en annarstaðar, t. d. á Breiða- firði; um morguninn hafði verið hæg- viðri, en þykkur og dimmur. Samskot voru hafin innauhóraðs, í Barðastrandarsýslu, skömmu eftir slysið, og ekki meira en gustuk, að miklu fleiri tækju þátt í þeim. |>ví þetta er dæmafátt manntjón, jafnvel hér, á heimsins mesta slysfaralandi líklega, að tiltölu við fólksfjölda. f>essi hópur druknaðra manna lætur eftir sig fram undir 20 munaðarleysingja. Vegagerð á Mýrum- Hr. Erlendur Zakaríasson er ný- lega heim kominn frá sumar-vega- smíð sinni, sem unni% hefir í þetta sinn verið á Mýrum, upphaf Stykkis- hólmsvegarins fyrirhugaða fráBorgar- nesi. Hann hefir komist í þetta sinn vestur að Urriðaá, 11 rastir eða nál. ll/2 mílu. Kafli þessi var versta ó- færa, fen og foræði, og mikið af keld- um; þurfti þar margar rennur, stórar og dýrar. En ofaníburður nógur nærri. Er nú þessi spotti alveg fullger, hér- aðsbúum til mikillar gleði; það erumeiri en lítil viðbrigði fyrir þá, eftir ófæruna, sem þar var áður. Undir veginn þurfti að taka slægjuland dálítið frá 4 jörðum, Borg, Litlu-Brekku, Ána brekku og Langárfossi, og voru eig- endur og umráðamenn þeirra mjög vægir í endurgjaldskröfum, ðlíkt því sem við hefir brunnið annarsstaðar — fáir staðist freistinguna til að rista sem breiðastan þvenginn af landsjóðs- húðinni. Vegurinn var lagður um túnið á Borg, en ekkert tekið fyrir annað en girðing beggja vegna kostuð af landssjóði (200 kr.) Kostað hefir vegarkafli þessi rúmar 20,000 kr., og er það nokkuð minna þó en áætlað hafði verið. Um slátt- jnn unnu að honum 40—50 manna, en 50—60 fyrir og eftir, alt að helm- ingi innanhéraðsmenn, en hitt vanir vegavinnumenn hór sunnan að. Kaup- gjald sama og áður, 23/4—3 kr. um sláttinn, en að vorinu nokkuð mÍDna; unglÍDgar 2 kr. Hestleiga 60 a. é dag.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.