Ísafold


Ísafold - 10.11.1900, Qupperneq 3

Ísafold - 10.11.1900, Qupperneq 3
275 inda- og óhróðursveiðibrellunum sé ýtt fram í birtuna; fyrir þá skuld — og þá skuld eina — þegja ýmsir, sem ann- ars mundu tala. þeir eru fæstir, sem kusu H. j>. af sannfæringu eða sakir pólitiskra skoðana; en hinir voru margir, sem kusu liann fyrir þrábeiðni atkvæðasmalanna eða tilmæli hans sjálfs; sumir voru beðnir, sumir gintir og einstöku manni hótað. Bréfin eru til víðar en á einum stað, bréf frá H. f>. sjálfum og frá atkvæóasmölum hans til ýmissa kjósenda með beiðni um fylgi, hjálp eða aðstoð við kosn- iugarnar; þau sýna sig eða geta sýnt sig sjálf, bve heiðarleg þau eru sum, ef þau einhvernttma fyrir ófyrirsjáan- leg atvik kæmust fyrir almeunings- sjónir, eitt eða fleiri af þeim. Eins eru margir kjósendur sýslunnar til vitnisburðar um það, hverjum fortöl- um var við þá beitt til að fá þá tii að kjósa H. þ. Séu þær fortölur all- ar sæmilegar eða samboðnar heiðvirð- um mönnum, þá fara að verða æði- skiftar skoðanir um sæmd og beiður á þessu landi. — Framkoma H. f>. á kjörfundinum var ekki á þá leið, að hún gæti laðað hugi manna að hon um; eftir því sem honum fórust þar orð, þá er ekki gott að segja, hver stefna hans er. Hann lét í ljósi, að hann vildi beinhart halda í för Bened. sál. Sveinssonar og aldrei gefa upp sóknina, hvað sem Danastjórn segðil hann lét i ljósi, að hann vildi leggja stjórnarbótarmálið á hilluna og hvíla það um stund, þangað til hugir manna sefuðust; og hann lét í ljósi, að hann hefði ekkert á móti að fá ráðgjafann á þing. Hverri stefnuuni hann muni fylgja á þinginu, skulum vér engu um spá; enda ekki ólíklegt, að fleirihinna nýkosnu þingmanua fari ferða sinna fyrir honum. í ritsíma- og banka- málinu var hanu ákveðnari; hann vildi hvorki að landið okkar kæmist í rit- 8?masamband víð önnur lönd né að landið fengi öflugri banka en þann, Bem vér höfum. í þessnm fræðalestri fipaðist hann ekkert, kunni alt utan- bókar og orðrétt. í prestalaunamál- inu talaði hann margt og fóru orð hans þar í einkennilega átt, að mörg- um þótti, þar sem þau voru sérstak- lega sniðin og stíluð upp á einn prest sýslunnar, sem á kjörfundinum var. Hefði hann mátt segja til Hannesar, er honum varð tíðræddast um »prestinn safnaðarlausa«: »j>ú átt helzt a ð g e r a m é r þ a ð, v ö m b, að standa í mér«. j>óað fátt hafi stundum verið eða viljað vera undir merkjum þess prests, þá hefði hann mátt fremur vonast eftir sneiðunum úr annari átt. Prestur þessi hafði þó auk annara tengaa tifað öllum öng- um hér um slóðir til að afla H. j>. atkvæða og róið um langa hríð við þriðja eða fjórða mann á fleytu keip- andi eftir dráttum handa H. j>. Og þó að hann fiskaði ekki msira on raun varð á, þá var það ekki af þvi að viljann vantaði, heldur af því að hann hafði ekki skapaðan hlut ætileg- an til að láta á öngulinn, blessaður fuglinn! Eitt var harla einkennilegt, sem gerðist á kjörfundi þessum, og það var það, að einn utanhóraðsmaður, sem mjög var fylgjandi málstað H. j>., hafði orð um, að það þyrfti að skjóta einn bónda hér í sýslu, sem öllum vitanlega var andstæðingur H. j>. Já! Ef bara mætti skjóta alla, sem eru á annari skoðun en H. þ., þá er sennilegt, að kosningin hans yrði með tímanum að sigri og að rúm yrði hér i sýslu um þá, sem honum fylgja! En þap er nokkuð kvalræðis- legt, að mega ekki skjóta mótstöðu- mennina, þegar menn eru í vandræð- um með að hrekja það, sem þeir segja! Skyldu nú ekki þær framfarir komast á eftir aldamótin, ha-ha-ha. Okkur sveitamönnum þykir sumum hverjum það hálf-ósamrýmanlegt, að H. j>. er aðra stundina að viðra sig upp við okkur í blaði sínu með alls konar fagurgala, tala um að við eig- utn að vera sjálfstæðir menn og kjósa eftir sannfæringu á þing; en aðra Stundina þykir úr hans flokki nauð- syn til bera að skjóta okkur, einungis fyrir þá sök, að við höfum sannfæringu og látum ekki ginna okkur sem þursa. j>að er ekkert efamál, að framkoma síra Magnúsar var langbezt þeirra þingmannaefna, sem á fundinum gerðu kost á sér. Frá skynseminnar sjónar- miði getur ekki verið um það nema einn dómur. Bæða haus var mjög góð, skoðanir hans skýrar og stefna hans bein og einarðleg; þetta játa skynsamir og ofsalausir menn úr báð- um flokkutn, einkum nú, stðan æsing- in fór úr mönnum og rykmökkiun fór að lægja, sem þyrlað var upp um þær mundir í augu almennings. Sá tími mun þó koma, að menn munu sjá þetta betur; ekki er öllum Arnesing- um sfo Vitsins varnað. Bókmentir. Jón Helgason: Mósebœkurnar í ljósi hinnar visindalegu bibliurannsóknar. (Sérprentua úr Tímar. Bók.m fél.). þeir menn, er andmælt hafa því, er síra Jón Helgason hefir sagt af ár- angrinum af biblíurannsóknum vís- indamanna á þessari öld, hafa fundið honum það til foráttu, að hann hafi ekki fært á s t æ ð u r fyrir sínu máli. Að vorum dómi hefir sú aðfinning al- rei verið á rökum bygð. Sá rithöf- undur leggur einmitt miklu meiri stund en alment gerist á það, að gera lesendunum skiljanlegar ástæður hans fyrir hverri skoðun, er hann heldur fram. En hvað sem því líður, þá verður naumast neinum, er les þessa ritgjörð hans um Mósebækurnar, að kvarta undan ástæðna-skorti. j>ar eru sann- arlega yfirfljótanleg rök leidd að því, er höf. fræðir menn um. Og það erí stuttu máli þetta: »a ð Móse hvorki er né getur verið höfundur Móse-bókanna. a ð Móse bækurnar eru ekki sjálf- stætt sagnarit, heldur samsteypa eldri rita, sem aðalhöfundur þeirra hefir tekið upp óbreytt að mestu, og loks a ð Móse-bækurnar í þeirri mynd, sem vér eigum þær nú, eru ekki fram- komnar í heimi bókmentanna fyr en um miðbik 5. aldar f. Kr.« Mótsagnirnar í sögubókum gamla testarnentisins sýnir höf. fram á að stafi af samningaraðferðinni, sem í fornöld tíðkaðist á Austurlöndum. í stað þess sem sagnaritarar nú á dögum kynna sér vandlega heimildarritin og semja eftir þeim sögu frá eigin brjósti, þá var algengast á Austurlöndum að taka upp heimildirnar orðréttar, án þess að breyta nokkuru, og þar sem heimildunum bar ekki saman, valdi sagnaritarinn ekki það úr, er hann hugði réttast vera, heldur setti frásög- urnar hvora við hliðina á annari, eða reyndi að flétta þær saman í eina heild. Á þennan hátt eru sögubækur gamla testamentisins til orðnar og af því stafar það, hve margt er þar hvað öðru gagnstætt. Bitgjörðin er einkar fróðleg og skemtileg og verður vafalaust lesin með hinni mestu athygli. Eölileg- ýflng. / Allir vita, hvernig mannýgum naut- um verður við það að sjá rauða du u. Bitstjóra »j>jóðólfs« verður nákvæm- lega eins við það, að heyra »heimsku« nefnda á nafo. Hvar sem það orð stendur og í hverju sambandi sem það stendur, ýfist hann til muna, hve nær sem hann kemur auga á það. Þess vegna hefir honum orðið mik- ið um þrju smákvæði eftir mig, sem hafa verið prentuð í Sunnanfara, kvæði, sem eg hélt annars að væru meinlaus. I einu þeirra er sagt, að þokan leggist eins og ullarl8.gður utan um •mannvit h e i m s k i n g j a n n a«. I öðru þeirra er svo að orði kom- ist, að álíka völlur sé á hríðarstrók- unumeins og»heim s k u s t u heimsk- u n n i á Fróni«. í þriðja kvæöinu er bent á, að ein leiðin til þess að sjá, finna, skilja Krist, sé sú, að athuga eymdina og gæta þess, hvernig hann 'segist taka það, ef aumingjunum só hjálpað. Og ein auðkenning eymdarinnar er þar talin sú, að maðurinn sé »vafinn og kafinn í vanþekking, gleymsku, van- þakklæti og h e i m s k u«. j>að leynir sér ekki, að einhver hef- ir skotið því að ritstjóra »j>jóðólfs«, að hvenær sem heimska sé nefnd á nafn, þá sé verið að skensa hann. j>ess vegna er það, að honum rennur jafnan í skap, geðprýðismanninum, þegar þetta orð verður fyrir hans fránu sjónum. Og eg finn mig knúðan til að vera svo hreinskilinn að láta það uppi, að iivað mig snertir eru ekki þessar geðshræringar hans alveg ástæðulaus- óskar að meðlimir sínir sœki fnndi og reynir pví að gera fundina aðlaðandi og skemti- lega meðal annars meðmarg- rödduðum söng öðru hvoru, með upplestrum, ræðum, sög- um o. fi. — Guðsþjónusta með úrvalssönglögum verður haldm á jóladagskvöld, ald- arhátíð á nýársdagskvöld. Fundir á priðjudagskvöld- um kl. 8. Nýir meðlimir velkomnir. Leikfélag Reylíjaviltur Sunnudag n. þ. m. Skríll Sjónleikur í 5 þáttum eftir T h. Overskou Byrjar stundvíslega kl. 8 síðd. Ofna og eldavélar selur KRISTJÁN ÞORGRÍMSSON TAKIÐ EFTIR! Islendingar ar. TAKIÐ EFTIR! j>ví fer að sönnu fjarri, að eg sé ávalt að skensa j>jóðólfsmanninn, þeg- ar eg færi þetta orð »heimska« í letjjr. En hitt er satt, að mór dettur hann undantekmngarlaust og. ævinlega í hug, þegar eg skrifa þetta orð eða sé það einhverstaðar, prentað eða skrifað. j>ess vegna er það í raun og veru ekki nema maklegt og eðlilegt, að j>jóðólfsmaðurinn ýfist við mig, hve- nær sem hann rekur sig á þetta orð í einhverju máli, bundnueða óbundnu, sem eg læt frá mér fara. E. H. Eg undirritaður er hinn emi Noið- urlandamaður í Liverpool, sem verzla á eigin hönd, og hef ódýrari og betri vörur en nokkur annar. íslendingar, sem koma til Liverpool, ættu þess vegna að SDÚa sér til mín. Komið inn, sjáið og sannfærist. Búðin er máluð blá og rauð og nafn mitt stendur yfir dyrunum. Virðingarfylst Friðrik Christiansen beint á móti veitingahúsi »Hvítu stjörnunnar* Nr. 4 Cumming Street, Liverpool. Vetrarveðrátta byrjuð hér reglulega með frosti ogsnjó- um. Norðanátt snörp í gær og í dag. Skemdir á bryggjum hér í fyrri nótt. Gufuskip "Vesta komst ekki á stað í gær og kemst ekki í dag fyrir veðri. V atnsfj ar ðarbrauð veitti landshöfðingi 13. f. mán. síra Páli prófasti Ólafssyni á Prestbakka, eftir kosningu safnaðarins. Umboði yfir Norðurm.sýslujörðum hefir Jón fyrv. alþm. Jónsson (frá Múla) sagt af sér. Læknaskólínn. Eirikur Kjerúlf er einn nemandinn þar í yngstu deild, en elcki Guðm. Bjarnason sbr. siðasta bl. — farinn til Ameriku. íhe Edinburgh Roperie & Sailcloth Company Limited, stofnað 1750. Verksmiðjur í Leith og Glasgow. Búa til færi, strengi, kaðla og segl- dúka. Vörur verksmiðjanna fást hjá kaupmönnum um alt land. Omboðsmenn fyrir Island og Færeyja. Hjort & Co. Kaupmh. K. »Vesta« fekk eg töluvert af fallegu stólunum með rósinni. Ben. S. Þórarinsson. Til ábúðar fæsb í fardögum 1901 Hlemmiskeið í Árnessýslu, ágæt slægju- jörð, mikið af útheyi kýrgæft. Semja má við hr. Ágúst Helgason í Birtinga- holti eða hr. j>orstein Thorarensen Móeiðarhvoli. Tapast hefir bleikur hestur 4 vetra gamall ójárnaður, mark: sneitt aftan vinstra og standfjöður framan. Finnandi er beðinu að skila honum til j>órðar Guðmundssonar, Vesturgötu 48, Bvik. Samkvæmt lögum 12. apríl 1878 og opnu brjefi 4. janúar 1861 er hér með skorað á alla þá, sem telja til skuld- ar í dánarbúi M. Johannessens kaup- manns, sem andaðist hjer í bænum 30. f.m., að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skiptaráðandanum í Beykjavík áð- ur en 12 mánuðir eru liðnir frá síð- ustu birtingu þessarar auglýsingar. Bæjarfógetinn í Bvik 9. nóvbr. 1900. Halldór Dauíelsson. HÁLF jörðin Holtsmúli í Landmanna- sveit er til kaups og ábúðar í næstn far- dögum. Semja má fyrir 1. des. þ. á. við Þórhildi Pálsdóttur, Lougavegi.

x

Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.