Ísafold - 27.04.1901, Blaðsíða 2

Ísafold - 27.04.1901, Blaðsíða 2
98 Þriðja atreið iandlæknis Sðmu leikslok Frá tveimur tílraunum landlæknis vors til að hefna sín á ísafold fyrir það, að hún vildi ekki láta honum haldast uppi að spilla fyrir lögmæltum og af sjálfum honum samþyktum skarlats- sóttarvörnum hér í fyrra, höfum vér þegar skýrt, og sömul. frá honum mið- ur ánægjulegum leikslokum í þeim báðum. En hann hefir gert eina atrennuna enn — þriðju atlöguna í sama til- gangi. Alt er þá þrent er. Og farið á sömu leið. Eintóma ónýtisför. Og auðvitað á lands sjóðs kostnað — m9ð gjafsókn og skipuðum talsmanni ó- keypis. Tilefnið þykir líklegast fleirum en ísafold heldur smávægilegt. það var s a m a smágreinin, frétta- grein um skarlatsótt í Árnessýslu. sem stóð í blaðinu í haust 6. okt. og hann fitjaði upp úr mál það, er segir frá í Isafold laugardaginn að var, 20. þ. m. Hann tví-eldar sér súpu á sama fuglsbeininu. Annað málið höfðar hann sjálfur í sínu nafni. Hitt lætur hann einn undirmann sinn höfða, héraðslækinn í Grímsnes- héraði, Skúla Árnason. ' En svo er að sjá, sem það hafi ekki verið auðsótt — læknirinn hafi ekki verið auðeggjaður út í þetta. það er vel skiljanlegt, að honum hafi hvorki þótt blaðið hafa mikið til saka unnið, og hitt, að hann hafi litla trú haft á miklurn árangri af slíkri lögsókn. þetta er því skiljanlegra, sem maðurinn er af öllum kunnugum sagð- ur meinhægðarmaður og mjög óá- leitinn. Enda aldrei neitt á milli boríð við Isafold eða ritstj. hennar. Flestum mundi í slíks manns spor- um hafa orðið það fyrir, ef bann hefði þózt eitthvað affluttur lítils háttar, að skrifa þá blaðinu beint einhver mót- mæli eða leiðrétting. En það á hann ekkert við. Engu líkara en að hann hafi alls ekkert haft við það að athuga, sem í blaðinu stóð — engan skapaðan hlut, frá sínu brjósti. það líða fullir 3 mánuðir frá því er blaðið kom út og þar til er lögsókn er hafin. Læknirinn hefir sýnilega þurft ftrek- aðan áróður. Hampað framan í hann gjafsókninni og þá sérstaklegri velþókn- un síns yfirboðara. En ekki orðið samt nuddað á stað fyrir en þetta, seint og síðar meir. Segir í dómnum berum orðum, að málið hafi stofnað verið beint eftir skipun landlæknis. Og svo — svo endar alt sarnan á því, að hann tapar málinu gersamlega. Blaðið er alsýknað. Dómurinn, bæjarþingsdómur Reykja- víkur, var uppkveðinn 2ð. þ. m. og eru dómsástæðurnar þannig látandi (að sleptum stuttum inngangi): Fyrtéð grein byrjar á fyrirsögn um það, að skarlatssóttin sé sögð faiin að dreifa sér í Árnessýslu, að bún hafi gjört vart við sig snemma í sumar á Húsatóttum á Skeiðum, að bærinn hafi veríð sóttkvíaður að undirlagi héraðslæknis, og síðan segir svo: »en aldreí kvað hann (héraðslæknir- inn) hafa þar komið í sumar, fyr né siðar, og eftirlitið þá líklega slælegt«. Þessi siðast tilfærðu ummæli þykja meiðandi fyrir stefnanda og* hefir talsmaður hans krafist, að þau verði dæmd dauð og ó- merk, stefndi látinn sæta sekt fyrir þau og dæmdur til að greiða allan málskostnað eítir mati réttarins, þar með talin mál- færslulaun til sín ákveðin eins og málið væri ekki gjafsóknarmál. Stefndi krefst hins vegar sýknudóms og hæfilegs málskostnaðar hjá stefnanda. A vottorðum, sem stefnandi sumpart hef- ir viðurkent og sumpart ekki vefengt, hef- ir stefndi fært söunur á, að orð hafi leikið á, hæði hér i bænum og í Árnessýsln, að stefnandi hafi ekki komið að Húsatótt- um meðan skarlatssóttin gekk þar síðast- liðið sumar. Að sönnu fara hin átölduorð lengra, er þan segja það talað, að stefn- andi hafi ekki komið að Húsatóttum sið- astliðið sumar, fyr né síðar. En það hef- ir í þessu máli enga þýðingu, með því.að þau eftir málfærslu stefnanda eru að eins saknæm að því leyti, sem þau taka til tímahilsins meðan skarlatssóttin var á nefndum bæ. Með því að stefndi þannig hefir leitt rök að þvi, að orðrómur sá, er skýrt er frá i greininni, hafi verið til, og með því að ekkert er látið í ljósi nm það, hvort hann sé á rökum bygður, verður eigi álitið að hin átöldu ummæli, er að þessu lúta, varði stefnda lagaábyrgð, og eigi virð- ist heldur vera ástæða til að ómerkja þau, með því að stefnandi hefir eigi haldið þvi frarn, að hann hafi komið á nefndan bæ í sumar eða meðan skarlatssóttin var þar. Orðin: »og eftirlitið þá liklega slælegt« eru eigi heldur nein fullyrðing, en standa i sambandi við orðróminn, sem getur um í setningunni næst á undan, og er það talið líklegt eftir honum, að eftirlitið með sótt- kviuninni á fyrtéðu heimili hafi verið ó- nógt Virðast þessi orð þvi eigi vera sak- næm að lögum. Samkvæmt framansögðu her að sýkna stefnda af kærum og kröfum stefnanda i þessu mál, en málskostnaður virðist eiga að falla niður. Með þeirri athugasemd, að hinn skipaði málfærslumaður stefnanda mætti ekki í sið- ara réttarhaldi málsins, vottast, að mál- færslan af hans hendi hefir að öðru leyti verið lögmæt StjÓFnapskFánnál vort °g utanför landsliöfðingja í blöðum Dana. Utanför landshöfðingja hefir af nýju vakið athygli danskra blaða á stjórn- arskrármóli voru. Blaðið »Nationaltidende« flytur alla grein Isafoldar: »Utanför landshöfð- ingja«, er kom út sama daginn, sem landshöfðingi lagði á stað. Sömuleið- is flytur og blaðið kafla úr »Liðskönn- unar« greinum Fjallkonunnar. Aftan við þeasar þýðingar eru eftir- farandi athugasemdir í blaðinu: »Eftir lýsingu íslenzku blaðanna á því, í hvert horf mólið er komið, virð- ist óneitanlega nauðsyn bera tíl, að stjórnin láti meira til sín taka en hingað til, svo að loksins verði ráðið til Iykta þessari löngu stjórnarskrár- baráttu, sem drepur niður áhuga manna á öllum öðrum málum, meðan á henni stendur, og veldur því, að aðrar nauðsynlegar réttarbætur til framfara þjóðarinnar eru mjög van- ræktar. Og öllum hlýtur að vera það ljóst, að unt er að fá málið afgreitt á því þingi, sem nú fer í hönd, þar sem að minsta kosti 22 alþingiamenn (16 þjóðkjörnir og 6 konungkjörnir) fylgja stjórninni að málum í þessu efni, að ótöldum þeim nýkjörnum þingmönn- um úr andstæðingaflokkínum, sem lýst hafa yfir því, að þeir séu samninga- fúsir. Fyrir því væri óhætt að reiða sig á það, að málið mundi ná fram að gknga, ef stjórnin gæti ráðið það við sig, að leggja sjálf stjórnarskrárbreyt- ingarfrumvarp fyrir alþingi og semja við það reglulega á þann hátt, að senda því fulltrúa, sem nyti fullkom- ins trausts bæði hjá stjórn og þingi. Réttast væri að höggva hnútinn þegar sundur með því að skipa sérstakan ráðjjafa fyrir ísland, sem gera má, eins og kunnugt er, án nokkurrar stjórnarskrárbreytingar. Auðvitað gæti hann ekki setið á sjálfu þinginu eftir þeirri stjórnarskrá, sem nú er í gildi, ef hann væri ekki þingmaður, en sé hann staddur í Reykjavík um þing- tímann, gæti hann samið við nefnd- irnar og við landshöfðingja, er svo gæti talað fyrír hans hönd í þing- salnum« »Politiken« flytur og kafla úr áður- nefndri Isafoldar-grein. Auðvitað fer Dönum, eins og öllum réttsýnum og skynjandi mönnum, að skiljast það, hvílík háðung og hneyksli það sé, að vér fáum ekki stjórnina til viðtals, þegar mikill meiii hluti alþing- is vill semja um stjórnarskrána og stjórnin hefir sömuleiðis lýst yfir því, að hún vilji semja. Hitt er annað mál, hvort stjórn vorri skilst það; eða hvort hún fer þá nokkuð eftir því, þó að henni skiljist það. Vestmannaeyjum, 23. april. Mestur hiti í ,anúar 3. og 13. 9,5°, minst- ur aðfaranótt 29. -j- 11,2°. Mestur hiti í fehrúar var 2.: 8,7°, minstur aðfaranótt 5.: -f- 5°. I marz var mestur hiti 22.: 8,8°, minstur aðfaranótt 16.: A- 4,5°. Úrkoman var í janúar 217, í febrúar 38, i marz 78 millimetrar. Vertíðarhlutir eru hýsna misjafnir — landmenn komust eigi út fyrri en 16.—17. f. m. — hæstir hlutur munu vera nokkuð á 6. huudrað, þar af rúmt hundrað af ýsu, en meðalhlutur varla mikið yfir 300. Yer- tiðinni mun þegar mega telja lokið, mjög fiskilitið siðustu daga. Vetrarblíðunni ætla eg ekki lýsa. I>að hafa svo margir gert áður. Kastið fyrir hænadagana var hart hér sem annarstaðar, nær 12 stiga frost i 2 nætur (3. og 3.) Sið- nstu daga hefir verið kalsi og snjógangur, þótt áttin hifi verið suðlæg. Skepnuhöld munu g<’>ð, reyndar eigi full- knnnugt um úteyjar enn. Kranksamt hefir verið í meira lagi eink- um í þ. m Hálshólga hefir gengið býsna alment; er hún auðsjáanlega næm og legst nokkuð þungt á suma. Snemma á vertíð- inni gekk niðurgangur með hlóðsótt; sú veiki er nú hætt. Suðurmúlasýslu, 2. april: Nú er lokið flutningnum á Lagarfljóts- brúarefninu upp að Egilsstöðum. Það var konsúll C. I). Tulinius á Eskifirði, sem tók það að sér i fyrra, i von um, að geta ekið því á hjarni eftir Fagradal. En svo gerði veturinn honum þann grikk, að pretta hann um hjarnið. Eigi að siður hefir karl haft það af, sem hann tók að sér, og er satt að segja meir en litið þrekvirki. — Meðal annars 50 járnbitar 15 álnir á lengd og 1500 pd. að þyngd, og mörg stórtré, sum 24 álnir. Þetta hefir alt orðið að draga á auðu og á vegleysu að miklu leyti. En hrekka engin eða sama sem engin. Það er kosturinn á Fagradal. Engin til- tök hefðu verið að koma þessum háknum yfir heiðarnar — þar var samt hjarn i vetur, þrátt fyrir veðurbliðnna ella. Og engum skynbærum manni, sem þekkir Hér- aðsflóa, hefði getað dottið í hug, að koma þvi á land þar, íyrir opnu hafi, nema ef til vill á afar-löngum tíma, ef það á ann- að horð her nokkurn tíma við, að þar sé svo ládautt, að koma hefði mátt járnnnum frá skipi á flota, og svo hefði engu mátt muna við lendinguna; jafnvel við Reyðar- fjarðarbotn í bliðalogni var það mjög erfitt. Um miðjan f. mán. (marz) kom dálítið hlaup af afla í Norðfjörð og Mjóafjörð; en síðustu dagana hefir varla orðið vart. Annars aflalausl um alt Austurland. Hvalveiðamaður Ellefsen frá Önundar- firði er seztur að á Asknesi í Mjóafirði og er hyrjaður að reisa stórhýsi sin þar;. sömuleiðis Buli, einnig af Yestfjörðum; hann hyggir í Hellisfirði; hann flytur sig alfarinn úr Jökulfjörðum, en EllefSen held- ur áfram einnig fyrir vestan. Taugaveiki hefir gengið i Mjóafirði á bæjunnm Krossi og Eeykjum og hafa látist úr henni þrír nienn á Krossi (tveir menn fullorðnir og 1 drengur), en enginn á íieykjum. Bæirnir hafa verið einangraðir og allar varúðarreglur viðhafðar. Nú mun veikin afstaðin; en stótthreinsun eins og menn vita ekki tryggileg, hversu ná- kvæm sem hún er, þar sem torfbæii' eru, og verður það auðvitað aldrei, nema hæ- irnir beinlínis væru hrendir upp. Aldamótagarðurinn. Fyrirtæki þetta er nú komið það á veg, að bæjarstjórnin befir samkvæmt skilmálunum, sen, settir voru i vetur, veitt land suður og niður af túni Helga kaupmanns Helgasonar og Grænuborg, 8 dagsláttur að stærð, 1C0 faðma fram með Laufásvegi eða væntanlegu fram- haldi hans, neðanvert. Neðsti hluti af túni Helga kaupmanns var þar í vegar- stefnunni, en hann hefir gert þann greiða, að láta það í skiftum fyrir jafn- stórt svæði girt og ræktað ofan við tún sitt. Milli Aldamótagarðsins og Gróðr- arstöðvarinnar verður autt svæði, 5 faðma breitt. Hið íslenzka kvenfélag hefir gefið 100 kr. úr sjóði sínum til fyrirtækis- ins, og eru þá 700 kr. fyrir hendi til þess að byrja með. Til forstöðu þessa fyrirtækis hefir bæjarstjórnin af sinni hálfu kosið bankastjóra Tryggva Gunnarsson, stjórn Jarðræktarfélagsins tormaun sinn, þórhall lektor Bjarnarson, og stjórn Búnaðarfélags íslands Einar garðyrkjumann Helgason. Byrjað verður nú þegar að girða svæðið, og ræður Einar Helgason menn til vinn- unnar, og sér um framkvæmdir. Skarlats-sóttin að dreifast um Vestfjörðu, eins og við var að búast, með afskiftaleysinu. Komin á Isafjörð; en þar hafður á henni góður hemill — sóttkvíun. Og enn er hún uppi í 3 hreppum Snæfellsnessúslu, ef ekki víöar. Eitt- hvað dauft um varnarráðstafanir þar. Loks borist þaðan inn í Dali, með sjálfum sýslumanninum, að mælt er; hann var á ferð uti á nesi. Gufuskipið Thyra kapt. Jörgensen, kom einnig á sum- ardaginn fyrsta, síðdegis, alfermd vör- um, sem Laura hafði ekki rúm fyrir, einkum frá Skotlandi. Með henni voru engir farþegar. Heimspekispróíi fullkomnu eða embættisprófi í heim- speki hafa 2 íslendingar lokið í þ. mán. (12.) við Khafnarháskóla, fyrstir sinna landa, þeir August Bjarna- son (frá Bíldudal) og Guðmundur Finnbogason, báðir með mikið góðum vitnisburði og lofsamlegum um- mælum kennara sinna. G. F. fekk á- gætiseinkunn við stúdentspróf hér frá skólanum 1896 og hefir lokið háskóla- námi á óvenjustuttum tíma. Um hinn mun og mega segja líkt eða sama. Hann varð stúdent í Khöfn. Mælt er, að þeir muni sækja báðir um fyrhheitinn 4 ára styrk úr sjóði H. Árnasonar, til frekari heimspekis- iðkana. Vísindaleg verðlaun dönsk, 500 kr., hefir cand. mag. og læknaskólamaður Helgi Péturs- son hér í bænum hlotið fyrir grein um jarðfræði Islands, ísaldarmenjar

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.